Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Verðlaun ef vel gengur!

Vilja Evruspekingarnir ekki gengisstyrkingu erlendra gjaldmiðla?

Af hverju skoða menn ekki skrá Seðlabankans sem sýnir hagnað fólksins af því að hafa krónuna en ekki Evruna?

Ragnar Önundarson reynir að uppfræða hugmyndafræðing Viðreisnar, Ola Anton Bieltvedt,  í gengismálum í Morgunblaðinu í dag. Auðvitað er það vonlaust verk en eitthvað meðalgreint fólk hefur gott af því að renna yfir röksemdafærslu Ragnars þegar hann skrifar:

"Ole Anton Bieltvedt lætur grein mína í Mbl. 3. september sl. „Sveigjanlegt gengi er jafnaðartæki“ verða tilefni greinar í blaðinu hinn 18. september. Hann virðist aðeins hafa lesið fyrri hluta greinar minnar því hann segir: „Sjálftökufólkið sem Ragnar kallar svo er mest verkafólk og aðrir launþegar …“ Í greininni stendur aftur á móti þetta: „Forstjórar fákeppnisfélaganna taka sér hins vegar það sem þeim sýnist í krafti aðstöðu sinnar“ og ennfremur „á meðan kjörnir fulltrúar, þingmenn og ráðherrar, taka þátt í sjálftökunni mun ekkert breytast“. Vegna þessarar fljótfærni fellur stór hluti greinar Oles Antons um sjálfan sig. Hann er stórorður, nefnir gengisfyrirkomulag landsins „svikula hentistefnu siðlausra og skammsýnna stjórnmálamanna“. Voru allar ríkisstjórnir síðustu þrjátíu ára virkilega skipaðar svikulum, siðlausum illmennum? Ég held ekki.

Sjálftökufólkið

Ég hef enga von um að geta komið Ole Anton í skilning um að sveigjanlegt gengi sé skárri kosturinn af tveimur slæmum. Ef einhver skyldi hafa tekið grein hans alvarlega vil ég samt árétta eftirfarandi. Er tímabært að setja gríðarlega harðan aga, á eingöngu starfsfólk gjaldeyrisgreina, með sársauka atvinnumissis yfir höfði sér, meðan langflestir mundu sleppa? Svar sumra þeirra sem búa við afkomuöryggi er já, en ég segi nei. Gera þarf atvinnulífið fjölbreyttara og stöðugra en áður. Orkuvinnsla og stóriðja er stöðugust, við eigum óvirkjaða græna orku, notum hana. Vörumst að þynna gjaldmiðilinn út með prentun peninga. Ef það er gert þarf að draga þá aukningu til baka þegar tilætluðum árangri er náð. Mesti ágalli EES-aðildarinnar fær litla umræðu. Fákeppni er allsráðandi í viðskiptalífinu. Öllum kostnaði er velt yfir á neytendur. Eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaga eru í aðstöðu til sjálftöku arðs og launa. Embættismenn og stjórnmálamenn taka laun m.v. þennan sjálftökuhóp. Þetta er sjálftökufólkið. Hinir borga.

Með allt á þurru?

Landsmenn flytja inn mest af sínum nauðsynjum og gjaldeyrir gerir það mögulegt. Hugmyndin um að setja hinn miskunnarlausa aga evrunnar á landsmenn hefur ágalla: Við efnahagsáfall sem ylli gjaldeyrisskorti mundu nokkur þúsund manns missa vinnuna vegna gjaldþrota sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtækja. Aðrir, margfalt fleiri, gætu haldið lífi sínu áfram um sinn, eins og ekkert hefði í skorist. Það þýðir að landið mundi safna erlendum skuldum. Ekki yrði fyrirséð hve lengi og hve miklar þær yrðu, en staðan yrði ósjálfbær.

Upplausn

Gjaldþrota fyrirtæki eru leyst upp. Viðskiptasambönd og markaðsstaða glatast. Starfsmannahópurinn tvístrast og þekkingin með. Eignir eru seldar á uppboði. Þessi ferill tekur langan tíma. Hvort sem það er aflabrestur, verðfall, eldgos eða faraldur sem veldur bresti í komu ferðamanna, þá taka svona sveiflur tíma. Til að menn vilji reisa ný fyrirtæki á grunni gamalla er ekki nóg að geta keypt eignir á uppboði. Menn þurfa að sjá fram á hagnað. Þangað til bíða menn og sjá til. Langan tíma tekur og kostar mikla vinnu og áhættu að koma lífvænlegu fyrirtæki á fót. Atvinnuleysið verður meira og varir lengur.

Hin leiðin

Til að hagnaðarvon myndist þyrfti að lækka launin. Það er kallað „niðurfærsla“ og stundum „hin leiðin“, af því að leiðirnar eru bara tvær; gengislækkun eða niðurfærsla launa. Dettur einhverjum í hug í alvöru, að á meðan stærstur hluti þjóðarinnar lifir sínu lífi áfram eins og ekkert hafi í skorist verði sátt og friður um að þeir sem allt byggist á, starfsmenn gjaldeyrisaflandi greina, verði endurráðnir á miklu lægri launum? Menn yrðu að lækka öll laun í landinu. Yrði samstaða og sátt um launalækkun án skuldalækkunar? Mundi sjálftökufólkið lækka sín laun? Frysta þyrfti laun í meira en eitt kjörtímabil, e.t.v. tvö. Í kosningabaráttu yrði úrbótum lofað. Skipt yrði um ríkisstjórn. Ný stjórn mundi afnema tengingu krónunnar við evru, ef sú leið sem Viðreisn mælir með hefði verið reynd. Aðild að ESB sem Samfylkingin kýs hefði langan aðdraganda og langvarandi, óafturkallanlegar afleiðingar af sama toga.

Hagsmunablinda

Sársauki og reiði, enn og aftur misskipting og mismunun. Fengum við ekki nóg af slíku eftir hrun? Svonefnt „fljótandi gengi“ sem lagar sig eftir aðstæðum með því að lækka þegar áföll verða, en styrkist svo á ný þegar batnar í ári, heldur gjaldeyrisaflandi fyrirtækjum gangandi. Framleiðslan, verðmætasköpunin, heldur áfram. Viðskiptasambönd og markaðsstaða varðveitast. Þjálfaðir starfsmenn og þekking þeirra líka. Komist er hjá miklu atvinnuleysi, húsnæðismissi og óöryggi barna og fullorðinna. Það er hagsmunablinda að skeyta ekkert um þetta, bara af því að maður sjálfur er ekki í bráðri hættu að missa tekjur sínar.

Af tvennu illu

Fljótandi gengi lætur okkur taka áföllin saman. Af tvennu illu er það skárri kostur en þau ósköp sem felast í „hinni leiðinni“. Atvinnuleysi er og verður mesta böl hvers samfélags. Við höfum lengi náð góðum árangri með því að taka höggin saman, höldum því áfram."

Ég er bara ekki sammála Ragnari um að fljótandi gengi sé betra af tvennu illu. Það er einfaldlega miklu betra því það hefur innbyggða gulrót í kerfið sem gagnast öllum lýðum.

Það verðlaunar ef vel gengur.


Á að múra Ísland inni?

í afturhaldssömu tollabandalagi fárra ríkja gegn afganginum af veröldinni?

Hversvonar þröngsýni ríkir hjá þeim sem hæst tala um frjálslyndi þegar í raun er verið að tala um að reisa múra?

Eru Ole Bieltvedt, Þorsteinn Pálsson, Þorgerður Katrín og Logi Már orðnir boðberar víðsýninnar sem nær aðeins til 27 ríkja heimsins og einnar myntar? Sundurlauss ríkjabandalags sem virðist eiga erfitt með alla alþjóðlega ákvarðanatöku?

Páll Vilhjálmsson bloggakóngur veltir þessu fyrir sér:

 

"Samfylkingin og Viðreisn telja Íslendinga eiga meiri samleið með Evrópusambandinu en Bendaríkjunum og Bretlandi. Á milli ESB og enskumælandi þjóða ríkir stríðsástand, segir Telegraph.

Macron Frakklandsforseti talar um hníf í bakið og að Biden-stjórin í Washington fylgi Trump-stefnu í utanríkismálum.

Hvað er á seyði?

Jú, Bandaríkin, Bretland og Ástralía opinberuðu í vikunni samning sín á milli um uppbyggingu kafbátaflota til að verjast ágengni Kína. Samtímis riftu Ástralir samningi við Frakka sem ásamt Þjóðverjum ráða öllu í ESB.

ESB lítur á sig sem stórveldi á pari við Bandaríkin og Kína. Niðurlægingin í Ástralíu er til marks um að enskumælandi þjóðir telji ESB standa á brauðfótum.

Afturköllun Frakka á sendiherrum í Washington og Canberra er stórpólitísk yfirlýsing um að kalt stríð sé á milli Frakka/ESB annars vegar og hins vegar engilsaxa. Með því að kalla ekki sendiherrann heim frá London eru Frakkar að segja Breta hjálendu Bandaríkjanna.

ESB-sinnar á Íslandi, Samfylking og Viðreisn, eru útsendarar Brusselvaldsins. Atkvæði greidd þessum flokkum eru yfirlýsing um að Íslendingar ættu að slíta sig frá vinaþjóðum okkar, Bandaríkjamönnum og Bretum, og taka upp þykkjuna fyrir hönd Evrópusambandsins.

Á meðan pólitík á Íslandi snýst um blóðgjöf homma, fornöfn, dygðaskreytni á Hellisheiði og Thunberg-ráðuneyti gerast stórpólitískir atburðir á heimsvísu sem fara ofan garð og neðan.

En, auðvitað, þegar heilir níu stjórnmálaflokkar á Fróni ætla að breyta heiminum er ekki við því að búast að stóru málin þvælist fyrir þeim."

Af hverju skyldu Ástralir kaupa gamaldags dísilknúna kafbáta af Frökkum þegar kjarnorkuknúnir eru í boði? Er reiði Macrons ekki ýkt og vanstillt? Með hverjum standa Samfylkingarflokkarnir og Pírata hérna?

Á endilega að múra Ísland inni með þröngsýnum Frökkum og  Þjóðverjum?

 

 


Afgani OK!

Þetta er af fésbók

afganir

 

Ef þú ert Afgani og Múslími þá stendur þú okkur næst.

 

 

 

 

 

 

Afgani  OK!

 


Sannleikur um laun

birtist  á fésbók hjá Ragnari Önundarsyni:

"Á Íslandi hefur ákvörðunin um að halda sig við krónuna lítið með hagfræði að gera. Átökin um tekjuskiptinguna eru vandinn.
 
Vegna sjálftöku forréttindafólks á launum og arði mundi auðurinn þjappast fljótt saman á örfáar hendur, ef verkalýðsfélögin andæfðu ekki. Afleiðingin er sú að þjóðin skiptir öðru hvoru meiri tekjum sín á milli en þjóðartekjunum nemur. Krónan þynnist út með verðbólgu og gengisfellingu.
 
Með evru mundi þjóð sem þannig hegðar sér steypa sér í erlendar skuldir á stuttum tíma.
 
Fylgjendur evru vilja setja samlanda sína undir þann harða aga að búa við gjaldmiðil sem ekki lagar sig eftir hegðun landsmanna. Þeir athuga ekki að starfsmenn hinna gjaldeyrisaflandi greina eru lítill hluti vinnumarkaðarins.
 
Engar líkur eru á að atvinnuleysi nokkurra þúsunda manna mundi leiða til þess að eigendur og stjórnendur fákeppnisfyrirtækjanna, opinberir starfsmenn og stjórnmálastéttin mundi gefa eftir af sínum launum.
 
Að láta gjaldeyrisaflandi fyrirtæki fara á hausinn þýðir að starfsmannahópurinn tvístrast og þekkingin með. Atvinnuleysi yrði mikið og af því að langan tíma tekur að stofna fyrirtæki og gera það lífvænlegt yrði það meira og mundi vara lengur en ella.
 
Atvinnuleysi er mesta böl hvers samfélags. Það vill vera mest meðal ungs fólks, sem þá leitar til annarra landa.
Stjórnmálamenn sem eru ,,með allt á þurru" sjálfir og eru teknir að miða sín laun við stjórnendur fákeppnisfélaganna þurfa að hugsa sinn gang. Það er ástæða fyrir því að stjórnmálamenn eru á hóflegum launum í þróuðum ríkjum."
 
Misskipting er erfið viðfangs.Flugumferðarstjórum sem ríkið hefur einkaleyfi á að mennta, ráða og sjá fyrir, finnst þeir alltaf fá og lítið. Og þeim er eiginlega afhent sjálfdæmi í kjaramálum með verkfallsrétti.
 
Það er launaveruleiki. 

Allir nema ég

eru spilltir og nota peninga annarra.

"Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni.

Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því.

Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign.

Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir."

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er sjálfskipaður í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Það er vilji fólksins sem ræður.

Hvort skyldi Gunnari Smára hafa þótt meira gaman að fljúga í Lear-Jet, Bombardier  eða Gulfstream?

Búa í Arnarnesi eða annarsstaðar?

Hvað var upphalds blaðið athafnamannsins ? Fréttatíminn,DV, Boston eitthvað? Dagsbrún, 365,Pressunni, Eintaki,Fréttablaðinu, Nyhedsavisen eða hvað? Hvað var samanlagt tapið?

Þessi pistill er úr Viðskiptablaðinu:

Fjórir smárar verða fimm

Eftir að Gunnar Smári setti Fréttatímann á hausinn í fyrra hefur hann fengið viðurnefnið fimm blaða smári íslenskrar blaðaútgáfu en áður stjórnaði hann DV, Pressunni, Eintaki og Fréttablaðinu sem öll fóru í þrot. Margir starfsmenn Fréttatímans töpuðu launum á gjaldþroti blaðsins.

                                                                ***

Formaður eða framkvæmdastjóri

Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson komu Óðni nokkuð á óvart á föstudagskvöld í kappræðum leiðtoganna í borginni með ákveðnum spurningum sem kjósendur vildu heyra svörin við. Ein spurning Einars fór illa í Gunnar Smára þegar hann spurði hvort kjósendur framboðsins gætu treyst Gunnari Smára, formanni flokksins, þar sem hann hefði oftar en einu sinni „skilið launafólk eftir kauplaust“. Gunnar Smári sagði Einar drullusokk og hann hefði viljað fara í kosningabaráttu gegn sér.

                                                                ***

Þessi spurning átti rétt á sér. Það er þungt högg fyrir efnalítið fólk að fá ekki launin sín greidd. Gunnar Smári er stofnandi flokks sem á að heita málsvari lítilmagnans. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram. Það væri óeðlilegt að spyrja ekki um þetta. Að auki er ekki óeðlilegt að spyrja oddvita Sósíalista um þetta. Réttar hefði verið að spyrja. Sanna! Hvernig í ósköpunum getur þú boðið þig fram fyrir hirðmey útrásarinnar, Gunnari fimmblaðaSmára? Mann sem hefur haft kaupið af venjulegu launafólki.

                                                                ***

Þegar Gunnar Smári var forstjóri Dagsbrúnar, nánar tiltekið í apríl 2006 gerði dótturfélag Dagsbrúnar ráðningarsamning við tvo menn, Svenn Aage Hyllerød Dam og Morten Nissen Nielsen. Samkvæmt samningum áttu Danirnir að kaupa hluti á genginu 1 en öðluðust jafnframt rétt til að selja þá aftur þannig að 1/3 hlutabréfanna yrði keyptur á genginu 45 hver hluti eftir 1. júlí 2009, 1/3 hlutabréfanna á genginu 45 hver hluti eftir 1. júlí 2010, og 1/3 hlutabréfanna á genginu 45 hver hluti eftir 1. júlí 2011. Og var mönnunum þannig tryggð 1.500% ávöxtun í þrjú ár, ávöxtun sem smálánafyrirtæki geta ekki látið sig dreyma um og þekkist ekki annars staðar en hjá handrukkurum og öðrum misindismönnum.

                                                                ***

Hvað ætli framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári, segði ef forstjóri hér á landi myndi lofa stjórnendum hjá sér 45-falda ávöxtun á hlutabréfunum á þremur til fimm árum?

                                                                ***

Samkvæmt auglýsingu skiptastjóra þrotabús Íslenskrar afþreyingar (áður Dagsbrúnar) var gjaldþrotaskiptum lokið þann 10. janúar 2012. Í svarbréfi skiptastjóra þrotabús Íslenskrar afþreyingar til lögmanns Dananna tveggja hafnaði skiptastjórinn kröfum þeirra um greiðslu söluverðsins á þeim grundvelli að Gunnar Smári hefði ekki haft umboð til að gera samkomulag við þá fyrir hönd félagsins. Að mati skiptastjórans hafði Gunnar Smári ekki umboð frá stjórn félagsins til að gera þennan fordæmalausa samning við Danina tvo og hlýtur það furðu að sæta að þessi gjörningur skuli ekki hafa verið rannsakaður af sérstökum saksóknara.

                                                                ***

Allir sjá hversu ömurlegur fulltrúi öreiganna Gunnar Smári er. Egill Helgason er einn af mörgum sem hafa látið Gunnar Smára heyra það að undanförnu. „Þér tókst að ganga frá rekstri fjölmiðla sem voru nú allavegana með stórfé, eftir að hafa verið innan um svívirðilegustu kapítalista sem Ísland hefur alið og þjónað þeim. Það er einfaldlega staðreynd. Nú ertu annar maður – jú, sjáum hvað það endist. Mér finnst þetta aðallega hálf spaugilegt. Hins vegar er fólk þarna í sósíalistaframboðinu sem mér sýnist vera ágætlega marktækt, hugsjónafólk, sem er ekki bara að elta síðustu hugdettu sína. Það er ekkert sérlega marktækt þegar þú ert sífellt að lesa yfir hausamótunum á öðrum með þessum yfirgengilega besserwisserahætti. Smá auðmýkt gæti hjálpað.“

                                                                ***

Gunnar Smári svaraði þessu á þá leið að þetta væri allt saman eitthvert rugl í Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra. Það er einmitt það.

                                                                ***

Óðinn leggur til að Gunnar Smári fari til Venesúela og kynni sér ástandið þar sem sósíalisminn hefur eyðilagt eitt gjöfulasta land heims. 

                                                                ***

Hugsanlegt er að einhver af félögum hans úr útrásinni eigi eins og eina einkaþotu á lausu í ferðalagið. Þá getur hann rifjað upp dýrðardagana fyrir hrun. Sá er nefnilega vandfundinn sem hefur jafn mikla reynslu af slíkum loftförum og segir einn útrásarvíkingur við alla þá sem heyra vilja að enginn Íslendingur hafi ferðast oftar með einkaþotu en Gunnar Smári".

Hver og hver og vill? 

Allir nema ég.


Endilega fjármálin

til Pírata. Þeir eru með hlutina á hreinu.

"Píratar leggja nú til að milliþrep tekjuskatts verði hækkaður úr 37,95 prósentum upp í 39,5 prósent og að efsta skattþrepið verði hækkað úr 46,25 prósentum í 53 prósent svo að ríkissjóður verði ekki fyrir tapi vegna aðgerðanna sem flokkurinn hefur lagt til í kosningabaráttunni sinni. Þetta kemur fram í fjármögnunartillögum Pírata, sem er aðgengileg á síðu flokksins.

Þessar skattahækkanir eru mun hærri en þær sem flokkurinn lagði til í gær, en líkt og Kjarninn greindi frá endurskoðuðu Píratar útreikninga sína eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum í útreikningum þeirra.

 

Píratar birtu sitt eigið kostnaðarmat á helstu aðgerðunum sem flokkurinn leggur til í kosningabaráttunni fyrr í vikunni. Fjórar helstu útgjaldatillögur sínar verðmátu Píratar á 93,4 milljarða króna, en flokkurinn lagði einnig til tekjuöflunartillögur sem áttu samkvæmt útreikningum flokksins að skila 83,7 milljörðum í ríkissjóð.

 

Auk þess gerði flokkurinn ráð fyrir því að 9,7 milljarðar skili sér í aukna innheimtu virðisaukaskatts vegna þess að tillögur flokksins auki það fé sem tekjulægra fólk hafi á milli handanna til neyslu.

Tekjuöflunartillögurnar fólu meðal annars í sér hækkun miðþreps tekjuskatts úr 37,95 prósentum í 38 prósent og hækkun efsta þreps tekjuskatts úr 46,25 prósentum í 50 prósent. Samkvæmt Pírötum átti hækkun efsta tekjuskattsþrepsins ein og sér að skila ríkissjóði 34,8 milljörðum króna. Þó segja Píratar að skattbyrði á þá sem eru með undir 1,2 milljón kr. í tekjur á mánuði verði ekki hærri, þar sem þeir boða einnig hækkun persónuafsláttar um 20 þúsund kr.

 

Þessir útreikningar flokksins eru hins vegar rangir. Í samtali við Kjarnann segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, að flokkurinn hefði ofmetið tekjuöflunina um 25 milljarða króna. Samkvæmt Konráði Guðjónssyni hagfræðingi og aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs gæti skekkjan hafa verið enn meiri.

 

Meiri skattahækkanir en minni væntar tekjur

Í nýuppfærðum tekjuöflunartillögum Pírata hefur flokkurinn margfaldað boðaða hækkun á milliþrep tekjuskattsins, úr 0,05 prósentustigum í 1,55 prósentustig. Sömuleiðis hefur flokkurinn tæplega tvöfaldað boðuðu hækkunina á efsta þrep tekjuskattsins, úr 3,75 prósentustigum í 6,75 prósentustig.

Þrátt fyrir þessar skattahækkanir býst flokkurinn ekki lengur við að þær muni skila ríkissjóði 83,7 milljörðum króna, heldur gerir hann nú ráð fyrir 62 milljörðum í auknum tekjum. Vænt bein tekjuöflun Pírata hefur því lækkað um rúma 20 milljarða."

Töluglöggur maður Björn Leví sem er sagður bera af öðrum slíkum. 

björnm Leví

Fjármálaráðuneytið blasir við.

 


Minnispunktar

Skattleggja og eyða:

"Samfylkingin mun beita sér fyrir því að grunnlífeyrir hækki verulega á komandi kjörtímabili og að grunnlífeyrir fólks verði ekki lægri en sem nemur lægstu launum.

Logi Einarsson formaður flokksins segir að það verði hins vegar ekki gert nema í skrefum og að raunhæft sé að hann hækki um 25 þúsund krónur á því kjörtímabili sem er handan við hornið.

Logi er gestur í Dagmálum í dag þar sem farið er yfir stefnuskrá Samfylkingarinnar og hvernig mögulegt stjórnarmynstur horfi við honum að kosningum loknum. Hann segir flokkinn standa keikan gagnvart þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þá vill hann víðtækt samráð almennings og þingheims um upptöku nýrrar stjórnarskrár sem byggi að grunni til á tillögum stjórnlagaráðs."..."

Ég held að flestir séu sammála um að við fengjum miklu lægri vexti en hér hafa verið, þó þeir verði kannski ekki þeir allra lægstu í Evrópu. En ég held við værum líka með meiri samkeppni á bankamarkaði.“

Nú hafa vaxtalækkanir leitt til mikilla hækkana á íbúðaverði, hvernig verður það þá með evruvöxtunum, sem þið vonist eftir?

„Þetta er miklu flóknara en svo. Við viljum einmitt beita okkur til þess að auka framboðið, sem kæmi til móts við það.“

Oddný Harðardóttir segir að það megi ná í 15 milljarða króna aukalega ú túr sjávarútveginum. Telurðu að það sé heillavænlegt?

„Við teljum að það megi ná meiru út úr veiðileyfafyrirkomulaginu, þó við höfum sett fram aðrar lausnir. Við viljum hafa það stigvaxandi þannig að minni og meðalstórar útgerðir greiddu ekki jafnmikið og þessi stærstu. Við höfum talað fyrir þeirri hófsömu leið og viljum leita sátta um það, t.d. með uppboðum í tilraunaskyni.“

En stóreignaskatturinn? „Okkur reiknast svo til að tillögur okkar, sem hafa í för með sér varanlega rekstrarútgjöld, kosti um 20- 25 milljarða og við viljum fjármagna þær með þessum 1,5% eignaskatti á hreina eign yfir 200 milljónum. Það ætti að gefa okkur svona 14-15 milljarða, restin væri þá álag á veiðigjöldin og skattaeftirlit.“

En gamli auðlegðarskatturinn, sem var á sömu slóðum, hreyfði við um sex þúsund fjölskyldur, sérstaklega eldra fólk… „Horfum aðeins á þetta út frá augum réttlætis í samfélaginu…“

Fólkið, sem á að borga þennan skatt, er ekki allt aflögufært. Fólk sem er með undir 5 milljónir í árstekjur lendir í vandræðum með þetta, fólk sem er komið á ellilaun mun lenda í vandræðum og það mun spyrja um réttlætið fyrir sig.

„Við munum bara útfæra þetta. Við ætlum að gera þetta. Við ætlum að ná í 14 milljarða til þess að fjárfesta í risastórum hópi í samfélaginu til þess að gera það virkara, líf þess betra og það geti notið þess sama og við hin.“

Gunnar Ingi Guðbrandsson sem enginn kaus er ekki í vandræðum með hugsjónirnar og skattlagningar:

"VG hefur snúið við blaðinu í loftslagsmálum Á þessu kjörtímabili höfum við aukið bein framlög til loftslagsmála um meira en 700%.

Við höfum ráðist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunarinnar í loftslagsmálum, tvöfaldað umfang landgræðslu og skógræktar og tífaldað endurheimt votlendis. Við höfum klárað fyrstu stefnu Íslands um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum, lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 og sett fram ný og efld landsmarkmið um samdrátt í losun.

Við höfum stóreflt rannsóknir, vöktun, nýsköpun og stjórnsýslu loftslagsmála, komið á fót loftslagsráði og loftslagssjóði og stutt mynduglega við orkuskipti í samgöngum. Við erum þegar farin að sjá samdrátt í losun. Kórónuveiran hafði veruleg áhrif á síðasta ári en samdrátturinn var samt hafinn áður en faraldurinn hófst."

Það örlar mjög á sktynsemi hjá Karli Gauta:

"Ég hef ítrekað lagt fram tillögu til þingsályktunar um að könnuð verði hagkvæmni þess að hér verði reist hátæknisorpbrennslustöð.

Sú tillaga hefur ekki fengið afgreiðslu í þinginu. Hingað til hefur langmest af því sorpi sem til fellur hér á landi verið urðað. Þar er um að ræða hundruð þúsunda tonna af sorpi á ári hverju. Urðun losar metan, sem er 20-50 sinnum meira mengandi lofttegund en koltvísýringur. Það sem ekki hefur verið urðað hér hefur verið sent til útlanda til endurvinnslu. Það er ólíðandi.

Í ljósi þessa tel ég brýnt að könnuð verði hagkvæmni þess að við sjáum um okkar sorp sjálf og hættum urðun þess, endurvinnum það eins og unnt er og brennum það sem út af stendur á eins umhverfisvænan hátt og unnt er."

Skandallinn hjá GAJU sýnir á hvaða villigötum vinstra liðið er í sorpmálum sem öðrum málum. Er ekki óhætt að hlusta á skynsemisraddir í sorpmálum sem í öðrum málum. Hvort ekki sé hægt að koma fyrir brennsluofnum í húnsnæðinu í Álfsmnesi og hætta dellunni sem þar fer fram?

Bergþór Ólason segir:

"Baráttan gegn þriðja orkupakkanum var ekki auðsótt en þingflokkur Miðflokksins hörfaði ekki og stóð vaktina fyrir fullveldi Íslands. Það mun Miðflokkurinn áfram gera, alltaf.

Slagurinn um hálendisþjóðgarð lifir enn góðu lífi, þökk sé ríkisstjórnarflokkunum, en það var Miðflokkurinn sem kom í veg fyrir að hann næði fram að ganga fyrir þinglok 2021 og við erum hvergi nærri hætt.

Þá stendur enn slagurinn fyrir greiðari samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Miðflokkurinn berst áfram gegn borgarlínu og berst fyrir lagningu Sundabrautar.

Það má treysta því að Miðflokkurinn verður aldrei lítill í sér þó að aðrir hafi hátt. Miðflokkurinn stendur við sannfæringu sína og stendur með íslenskum almenningi.

Við tökum slaginn þegar þörf er á. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera." 

Þarna eru ekki útgjaldatillögur á ferð.

Þurfa kjósendur ekki að að velta fyrir sér hvaðan þeir peningar koma sem á að kaupa þá með?

"Þegar fólk var spurt hvaða stjórnarsamstarf því hugnast best að afloknum kosningum kemur þó í ljós að stærstur hluti svarenda vill halda núverandi samstarfi áfram, eða 48,3 prósent.

Um 27 prósent vilja vinstristjórn með Flokki fólksins, Pírötum, Samfylkingu, Sósíalistum og Vinstri grænum en um 25 prósent vilja miðjustjórn með Framsóknarflokki, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum.

Nánast allir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisf lokkinn vilja halda samstarfinu áfram, eða 99 prósent. Framsóknarfólk er einnig ánægt með samstarfið, en 76 prósent vilja halda því áfram og mikill meirihluti VG vill það einnig, eða 64 prósent.

Heilbrigðismálin skiptu fólk langmestu máli þegar spurt var um málaflokka, en 72,2 prósent nefndu þau. Atvinnu- og efnahagsmál fá annað sætið og málefni aldraðra eru í þriðja sæti, örlítið ofar en náttúruverndarmál.

Evrópusambandsaðild skiptir mestu máli hjá 11,2 prósentum af þeim sem tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur í Norðvesturkjördæmi með 30 prósenta fylgi, Samfylkingin mælist stærst í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og Viðreisn, VG og Píratar. Framsóknarflokkurinn dansar við 20 prósenta línuna alls staðar nema í borginni."

"Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor í stærðfræði og ráðgjafi stjórnvalda um áratuga skeið, segir að eftir að f lokkum fjölgaði ráði kosningakerfið ekki lengur við að halda jöfnuði milli þingsæta og landsfylgis flokkanna.

Miðað við skoðanakannanir undanfarið séu líkur á að skekkjan haldi áfram og geti skipt máli þegar kemur að framtíð ríkisstjórnarinnar, því mjótt virðist á munum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einfaldasta leiðin til að ná jafnvægi á nýjan leik sé að fjölga jöfnunarsætum og fækka kjördæmissætum á móti.

„Til kosninganna 1987 fékk Framsóknarflokkurinn gjarnan tvo, þrjá eða jafnvel fleiri þingmenn umfram það sem hann átti að fá en í þeim kosningum náðist loksins jöfnuður, en með herkjum. Til og með kosningunum árið 2009 hélst fullur jöfnuður milli flokka,“ segir Þorkell. Árið 2013 fékk Framsóknarflokkurinn einu þingsæti of mikið á kostnað Pírata og árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkurinn aukamann á kostnað Samfylkingar. Á yfirstandandi þingi hefur Framsóknarflokkurinn haft einum manni of mikið á kostnað Samfylkingar.

„Síðan ég byrjaði í þessu fyrir fjörutíu árum síðan hef ég talað fyrir því að öll þingsæti yrðu jöfnunarsæti,“ segir Þorkell. Það þýði ekki endilega að landið yrði eitt kjördæmi. „Það yrði hægt að útfæra þetta á ýmsan máta, til dæmis þannig að það myndi ekki reyna á jöfnunarákvæðið fyrr en þörf krefur. Kjördæmin fái að ráða eins og kostur er.“ 

 

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir svo:

Sjálfstæðisflokkurinn mun taka upp nýja þjónustutryggingu – loforð um heilbrigðisþjónustu innan 90 daga. Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Þjónustutryggingin styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðiskerfið er dýrmætt, burt með biðlistana.

Stöðugleiki og lágir skattar

Við lækkum skatta. Við sýnum ábyrgð í ríkisfjármálunum, varðveitum stöðugleikann og lágt va x t a st ig . Ö f lug t at v innu l í f þrífst best undir ríkisstjórn Sjálfstæðisf lokksins og fólk hefur það betra, nýsköpun heldur áfram að blómstra og f leiri störf verða til. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins er ávísun á ósjálf bæran ríkisbúskap, skattahækkanir og óábyrga skuldasöfnun.

Íslensk orka eða innflutt olía?

Rafbílavæðing íslenska bílaflotans er eftirtektarverð á heimsvísu og erum við sú þjóð sem stendur sig næstbest í raf bílavæðingunni. En betur má ef duga skal. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða óháð olíu að fullu með því að nota græna orku á skipin okkar og f lugvélar. Fjölf lokka vinstristjórn án Sjálfstæðisflokksins mun ekki byggja upp nauðsynlega innviði til þess að svo megi verða. Við höfum skýra stefnu.

Land tækifæranna

Íslendingar hafa fulla ástæðu til bjartsýni eftir heimsfaraldurinn, sem kom harðar niður á okkur en löndunum í kringum okkur. At v innu leysi fer minnkandi, atvinnulíf ið er að ná vopnum sínum á ný. Skattar hafa lækkað, kaupmáttur vaxið. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Á næsta kjörtímabili getum við tekið stór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp velferðarkerfið okkar og fjárfest í fólki og hugmyndum. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að leiða þær breytingar."

Athyglisverður er sá munur sem er á málflutningi Bjarna og flestra hinna.Hann talar um lægri skatta en ekki aukna.

Þarf ekki kjósandinn að spá í hvaðan skattféið kemur?

 Stöðva þarf auðsöfnun fárra!

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur tekur eftir þessu:

"Það er nóg til er slagorð verkalýðshreyfingarinnar. Ósagt er, en látið í það skína, að þetta ,,nóg" þurfi bara að sækja með pólitík.

Jú, það er nóg til en það þarf að vinna fyrir því. Sá sem ætlar að sækja sér efnisleg gæði með pólitík seilist í raun í vasa annarra, - er vasaþjófur.

,,Stöðva þarf auðssöfnun fárra," er fyrirsögnin á viðtali við Loga formann Samfylkingar. Þetta þýðir ,,stöðva þarf mannlega náttúru." Það er í náttúru manna af safna sér auði. Ekki allra. Sumir eru þeirrar náttúru að eyða öllu sem þeir afla og helst líka eigum annarra. Yfirleitt eru það vinstrimenn sem eru vasaþjófarnir.

Í loka fréttarinnar segir Logi: ,,Það er eng­inn hvati í kerf­inu, það er eng­inn hvati fyr­ir ör­yrki að vinna 20-30% vinnu, af því að hann hef­ur ekk­ert upp úr því."

Einmitt. Þeir sem venjast ölmusu nenna ekki að dýfa hendi í kalt vatn. Þeir vilja fá sinn hlut á þurru. Vinstripólitík er búin til og hönnuð til að réttlæta þá öfgahyggju að lifa á annarra manna framfæri. ,,Vertu aumingi,við munum sjá fyrir þér," er ósagt  kosningaloforð vinstrimanna. Þess vegna höfum við 7 vinstriflokka en aðeins tvo borgaraleg stjórnmálaöfl sem má kenna við sjálfsbjörg."

Mikil landsfrelsun yrði af þvi ef Miðflokkkurinn og Framsóknarflokkurinn sem eru í raun upprunalega eineggja tvíburar nema fyrir persónulega fýlu tveggja einstaklinga  myndu sameinast. Mikil blessun yrði af því fyrir þjóðina.

 

 

Er ekki ágætt að eiga sér minnispunkta í kosningum?

 


Hagspeki Pírata

vakti athygli einhverra sem nenntu að hlusta á fimbulfamb Halldóru nokkurrar Mogensen í viðtali á RÚV.

Satt að segja var maður gáttaður á því þekkingar leysi sem sitjandi þingmaður á Alþingi Íslendinga opinberaði í þessu viðtali við fréttamenn með meðalgreind.

Bjarna Jónssyni rafmagnsverkfræðingi ofbauð skiljanlega frammistaða þingflokksformanns þessa þingskrípis sem kallar sig Pírata.

Hann skrifar langt mál og rekur þekkingarleysi þingmannsins. En fyrir honum er sjávarútvegurinn endalaus uppspretta fjármagns og er þetta flokksfyrirbrigði alls ekki eitt um að halda að svo sé.

Bjarni klykkir út með eftirfarandi:

"Talsvert hefur borið á umræðu í kosningabaráttunni, að sækja megi miklar fjárhæðir í hækkun veiðigjalda.  Halldóra telur svo vera og innt eftir því, hver stærðargráðan á slíkri skattheimtu gæti orðið, segir hún:"Við vorum að tala um að tvöfalda auðlindagjaldið".  Í dag er viðmiðið það, að 33 % af afkomu útgerðarfyrirtækjanna fari í að greiða auðlindagjald, og því er Halldóra spurð, hvort hún boði 66 % sértækan skatt á hagnað sjávarútvegsins.

"Ég get ekki svarað þessu algjörlega 100 %.  Þegar þú ert að fara út í svona díteila (sic !) með tölur, þá er það eitthvað, sem við þurfum að gefa út fyrir kosningar ásamt kostnaðinum"."

Þetta er einfeldningslegri málflutningur en búast má við frá þingmanni, og er þá langt til jafnað. 

Slengt er fram "tvöföldun veiðigjalda" án nokkurrar greiningar á því, hvaða áhrif slíkur flutningur fjármagns hefur á afkomu sjávarbyggðanna í landinu, á fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækjanna í nýjustu tækni til veiða og vinnslu, á orkuskipti sjávarútvegsins, á nýsköpun og þróun í átt til gernýtingar sjávarafurðanna og síðast, en ekki sízt, á samkeppnishæfni íslenzka sjávarútvegsins um fólk og fjármuni hér innanlands og um fiskmarkaðina erlendis."

Sama kenning er uppi hjá öllum skattlagingarflokkum sem bjóða fram til Alþingis eftir viku. Bara auka veiðigjöldin eins og hugurinn girnist.

Píratar eru því miður ekki einir um þessa hagspeki á Alþingi Íslendinga og kenningin á sér dygga fylgismenn í stjórnlyndisflokkunum öllum.


Björn Bjarnason á ferð

í vandaðri færslu sinni að vanda um gengismál Íslendinga. Björn segir meðal annars:

..."Þess er látið ógetið í leiðara Morgunblaðsins að snemma árs 2000 samdi Seðlabanki Íslands við bandaríska hagfræðinginn Joseph Stiglitz um að hann gerði úttekt á íslensku hagkerfi, einkum þáttum sem vörðuðu fjármálalegan stöðugleika. Hann skilaði skýrslu sinni í júlí 2001 en þá um haustið fékk hann Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2001.

Vegna umræðna um fastgengisstefnu nú er fróðlegt að rýna í 20 ára gamla skýrslu Stiglitz en þar segir meðal annars að fastgengisstefna stjórnvalda (sem afnumin var í mars 2001) hafi ýtt „undir fjármagnsflæði til landsins og þar með viðskiptahallann því markaðsaðilar vanmátu líkurnar á gengisfellingu“. Að auki virðist kenningin um hagkvæm myntsvæði benda til þess að fljótandi gengi henti Íslandi betur en fast gengi. Upptaka verðbólgumarkmiðs og afnám vikmarka krónunnar hafi því verið heppileg stefnubreyting.

Þegar rætt er um stefnu Viðreisnar nú um fastgengisstefnu og tengingu við evruna er ekki um sjálfstætt markmið flokksins að ræða heldur er evran og tenging við hana að mati flokksins „gulrót“ til að laða kjósendur til fylgis við aðildina að ESB sem er upphafs- og lokamarkmið flokksins. Sú þrönga sýn gerir flokkinn að jaðarflokki og tengir hann við Samfylkinguna á vinstri væng stjórnmálanna. Viðreisn skipar sér þannig vinstra megin við miðju.

Í Fréttablaðinu í dag birtist frétt um að skoðanakönnun Maskínu sem birtist 14. september á visir.is og sýndi að ríkisstjórnin væri kolfallin hefði strax leitt til lækkunar á verði hlutabréfa. Í frétt blaðsins segir að hlutabréfaverð hafi lækkað síðustu daga, meðal annars vegna þess að auknar líkur séu á að vinstristjórn taki við stjórnartaumunum. Undanfarna fimm daga hafi úrvalsvísitalan lækkað um 4%. Á sama tíma hafi fjárfestar keypt verðtryggð skuldabréf í auknum mæli en í ljósi lágs vaxtastigs hafi margir fram að þessu fremur horft til hlutabréfakaupa. Heiti Viðreisnar breytist í öfugmæli vegna stefnu flokksins og vinstrimennsku stjórnenda hans."

Afturhvarf til fortíðar í stað framfara í hagstjórn er þannig orðin að stefnu Viðreisnar og Samfylkingar, ef einhver sér mun á þessum tveimur flokkum. Í stað framtíðar skal horfið aftur  til fortíðar og ekkert gefið yfir reynslu Íslendinga sjálfra af kreppustjórnun sem þrautreynd hefur verið með krónunni í meira en aldarfjórðung?

Öll reynsla af hagstjórn okkar er afskrifuð og gengið skal inn í hið brennandi hús Evrópusambandsins og hinnar fjölþjóðlegu reynslu af tengingu við sterkari myntsvæði en hið innlenda? Hvernig slíkt leiðir til atvinnuleysis og ófara?

Geta menn virkilega ekki dregið neinar ályktanir af reynslu annarra?

Er mönnum ekki hollt að fara yfir það sem Björn Bjarnason rifjar upp úr reynslu okkar sjálfra í gengismálum?

 


Loksins

gersit eitthvað í pólitík sem mér líkar.

Annað er að íhaldið gefur út sérstakt áróðursblað þar sem grunnatriði þess í stjórnálum koma fram.

Hitt er að Morgunblaðið skrifar vandaðan leiðara um hagfræðileg málefni.

Morgunblaðið skrifar:

"Í dag eru 29 ár liðin frá hinum „Svarta miðvikudegi“ 16. september 1992 þegar George Soros varð í senn heimsfrægur og ofboðslega ríkur þegar hann kom Englandsbanka á kné og knúði til þess að fella sterlingspundið.

Bretar höfðu þá um tveggja ára skeið haldið uppi einhliða fastgengi við þýska markið innan evrópska myntsamstarfsins (ERM), en áhlaup spákaupmanna hafði staðið um hríð. Englandsbanki hækkaði stýrivexti sína upp í 10% og seldi ógrynni af gjaldeyri til þess að verja pundið, en allt kom fyrir ekki. Hinn 16. september var gjaldeyrisforðinn uppurinn, Bretar gáfust upp og þurftu að draga sig út úr ERM við mikla niðurlægingu. Englandsbanki tapaði að minnsta kosti 600 milljörðum króna í einu vetfangi, ríkisstjórn Íhaldsflokksins náði sér aldrei á strik aftur og galt afhroð í næstu kosningum.

Á þeim tíma höfðu mörg Evrópulönd bundið gjaldmiðla sína við þýska markið í von um lága vexti og lága verðbólgu líkt og Þjóðverjar nutu. Það endaði óhjákvæmilega með skelfingu, því gjaldmiðillinn verður að vera í takt við efnahagslíf og viðskipti.

Bretar voru ekki einir um að falla í þá freistni. Það gerðu Svíar og Finnar einnig, en urðu líka fyrir árás spákaupmanna og neyddust til að slíta gengistengingunni og fella gengið haustið 1992. Hafði þó ekki lítið gengið á og Svíar í örvæntingu hækkað millibankavexti í 500%! Sömu sorgarsögu er að segja af ámóta tilraunum annars staðar, frá Tequila-kreppunni í SuðurAmeríku 1994 til Asíukreppunnar 1998.

Einhliða fastgengi á tímum frjálsra fjármagnsflutninga er einfaldlega skotheld uppskrift að spákaupmennsku, gjaldeyriskreppu, bankakreppu og loks efnahagskreppu. Þau víti þekkja Íslendingar og verða að varast þau.

Það er enda svo að Evrópulöndin hafa skipt sér í tvo hópa: þau sem tóku upp evruna og hin sem láta gjaldmiðilinn fljóta. Finnar kusu evruna, en Svíar flotgengi. Danir einir halda enn í gamla fyrirkomulagið með gengisfestingu við evru, en eru að vísu aðilar að ESB og Seðlabanka Evrópu með samningsbundinn stuðning hans ef syrta fer í álinn. Gengisfesting Dana er því ekki einhliða, heldur reist á samningum og sögulegum forsendum, sem engum öðrum standa til boða, ekki innan ESB og enn síður utan þess, líkt og Íslandi.

Sérfræðingar í peningamálum, þar á meðal í Seðlabanka Íslands, hafa réttmætar áhyggjur af hugmyndum um að taka upp gengisfestingu á ný, eins og menn hafi öllu gleymt og ekkert lært.

Þar er þó ekki um að ræða forsögulega tíma. Ísland tók á liðinni öld upp einhliða gengisfestingu við myntkörfu helstu viðskiptaríkja, studda fjármagnshöftum, sem dugði bærilega þar til fjármagnsviðskipti við útlönd voru gefin frjáls árið 1994. Árið 2000 neyddist Seðlabankinn því til að verja fastgengið með gjaldeyrissölu og vaxtahækkunum, en í upphafi árs 2001 var ákaflega gengið á gjaldeyrisforðann og stýrivextir komnir í 11,5%. Þá loks var gengisstefnunni breytt og krónan sett á flot; gengið féll og verðbólga fór í tæp 10%.

Meðal hagfræðinga er nú almennt viðurkennt að lönd hafi í raun aðeins tvo kosti í þessum efnum: algera gengisfestu með aðild að myntbandalagi eða fljótandi gengi.

Einhliða fastgengi er peningastefna fortíðar, sem felur í sér að allur gjaldeyrisforði þjóðarinnar er lagður að veði og getur hæglega tapast til spákaupmanna á einni nóttu. Sem er alls ekki ólíklegt, vegna þess að slíkur fjársjóður dregur að sér athygli þeirra og ágirnd.

Fastgengisstefna myndi – þvert á það sem boðberar hennar segja – að öllum líkindum hækka vexti, þar sem allt myndi miðast við að verja gengið en ekki hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Þá myndu Íslendingar ekki lengur hafa sveigjanleika til þess að bregðast við áföllum í útflutningi líkt og átti sér stað í nýliðinni kórónukreppu, en rétt er að hafa í huga að allar helstu útflutningsgreinar Íslands – sjávarútvegur, orkunýting og ferðaþjónusta – eru háðar ytri þáttum, sem við fáum engu um ráðið. Við blasir að atvinnuleysi hefði orðið miklu meira og útgjöld ríkissjóðs mun hærri, hefði ekki verið unnt að beita peningastefnunni til sveiflujöfnunar líkt og gert var með afgerandi og farsælum hætti.

Allt frá því að fastgengisstefna Íslendinga hrundi fyrir 20 árum hefur verðbólgumarkmiði verið fylgt, með miklu betri árangri. Það miðast við hinar sérstöku aðstæður Íslendinga hverju sinni, gæftir og gæfu.

Eftir allt sem á undan er gengið og efnahagsuppbygginguna sem er fram undan er því með ólíkindum að fyrirfinnist íslenskir stjórnmálanenn sem hafa það helst til málanna að leggja að kollvarpa peningastefnunni og bjóða hættunni heim."

Myndi einhver ekki leita í reynslubanka Íslendinga sjálfra hvað varðar hagstjórn til framtíðar?

Hafa spilin ekki loksins verið lögð á borðið fyrir kjósendur með skýrum hætti?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418232

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband