Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022
9.1.2022 | 13:14
Borgarlínuboðskapurinn
Í einni af úrvalsgóðum greinum hans Þóris Gröndals sem býr vestur í Bandaríkjunum stendur þetta eftir athugun hans á fullorðnum konum í hans nágrenni:
" Flestar eiga það sameiginlegt að vilja ekki enda lífið á elliheimilum. Allar reyna þær að halda í bifreiðar sínar eins lengi og hægt er, því hér er næstum ómögulegt að komast leiðar sinnar án bílsins. Margar segjast samt ekki geta keyrt eftir að rökkva tekur."
Trúið mér því ég hef búið við hvárutveggja aðstæður sem líkjast þessu. Aldrei hef ég átt vélknúinn lélegann fararskjóta að mér hafi ekkki þott vænna um hann en strætó eða sporvagninn.
Af hverju halda íslenskir vinstrimenn að okkar þjóð vilji frekar ekki eiga sín farartæki sín, ferðast þegar það vill sjálft, þaðan sem vill sjálft, þegar það vill sjálft, með því fólki sem það vill sjálft en ekki með fólki sem það vill ekkert hafa með að saman að sælda, ekki híma á einhverjum pólitískt ákveðnum stöðum í kulda og trekki til að bíða eftir einhverri pólitískri hugsjón annar fólks úr öðrum stjórnmálaflokkum? Af hverju halda þeir að við horfum ekki á auglýsingar af gljáfægðum bílum sem allsstaðar blasa við á einstöku verði?
Af hverju vill Íslendingur ekki ráða neinu sjálfur meðan fólk um allan heim vill ekki láta stjórna öllu sínu lífi?
Er ekki Borgarlínuboðskapurinn hluti af okkar heimspekilegu afstöðu til lífsins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2022 | 15:40
Fisksalinn frækni
frá Floridu hefur lengi skemmt lesendum Morgunblaðsins með léttum pistlum sinum. Fyrir utan að vera öndvegismaður ásamt konu sinni heitinni henni Erlu flugfreyju sem marga svaðilför átti að baki á fyrstu árum Vesturflugsins.
En Þórir akrifar í dag:
"Engin veit sína æfina fyrr en öll er
Leturbreytingar eru bloggarans)
Fyrirsögn þessarar greinar er eitt af þessum flottu íslensku orðatiltækjum sem við erum svo rík að eiga. Það er auðskilið og þýðir bara að við vitum ekki hve lengi við eigum eftir að lifa. Margir kvarta yfir ellinni, sem er skiljanlegt. Elliárunum fylgja oft ýmsir pirrandi og auðvitað oft alvarlegir kvillar, sem geta gert lífið leitt og líka bundið enda á það. Læknavísindin hafa fundið upp alls konar lyf til að lengja ævina, en sum þeirra hafa ýmsar hliðarverkanir. Einhver á að hafa sagt að þær séu stundum verri en sjálfur sjúkdómurinn. Þrátt fyrir allt þetta virðist flest fólk sæmilega ánægt með lífshlaupið, en samt eru alltaf nokkrir sem orðið hafa fyrir vonbrigðum með sitt líf. Þegar kemur að lífslokum hjá þeim má kannski heyra þeirra síðustu orð: Var þetta allt og sumt?
Á Íslandi lifir fólk lengur en í mörgum öðrum löndum. Þegar ég var á miðjum aldri hérna í henni Ameríku veitti ég því athygli að lífslíkur karla voru einum fjórum árum betri þar en hér vestra. Hugsaði ég að klókt gæti verið að flytja heim í ellinni og krækja í þessi fjögur viðbótarár, en einhvern veginn varð ekkert af þeim áformum og tíminn hélt bara áfram að fljúga. Og nú er ég búinn að slá met og lifa lengur en meðalaldurinn er í Ameríku og meira að segja líka á Íslandi og er þá mikið sagt.
Það tíðkast að spyrja gamlingja sem náð hafa háum aldri hverju þeir þakki langlífið. Einn auli hér svaraði því til að hann vissi ekki hvað hefði hjálpað sér að verða svona gamall. Aftur á móti sagðist hann myndu hafa farið betur með sig ef hann hefði vitað að hann myndi lifa svona lengi. Í hverfinu þar sem ég bý var aldursforsetinn okkar, hún Lucille, að deyja um daginn. Hún var orðin 104 ára og bjó enn þá í sínu eigin húsi. Síðustu þrjú árin hefir hún notast við hjólastól, og réð þá konu frá Nígeríu til að búa hjá sér og annast um sig. Í fyrra spurði ég hana hverju hún þakkaði að hún skyldi hafa orðið svona gömul. Hún sagðist ekki vera í neinum vafa um það að ástæðan væri sú að hún hefði aldrei gift sig og þurft að hugsa um börn og svoleiðis stúss. Svo mörg voru þau orð.
Lengi hefi ég haldið því fram að það væri hvergi betra að verða gamall og deyja en á Íslandi. Og sannarlega vona ég að það sé rétt. En það veldur mér áhyggjum að ég sé svo oft í fréttum frá Fróni að talsmenn aldraðra eru sífellt að kvarta undan öllu mögulegu. Þeir halda því fram að stjórnvöld komi ekki nógu vel fram við gömlu kynslóðina, sem stýrði landinu farsællega í marga áratugi. Þeir vilja fleiri elliheimili og svo eigi gamlingjarnir að fá frítt í sund og strætó. Á Íslandi er ellilífeyrir skertur ef viðkomandi leyfir sér að stunda vinnu og meðtaka laun. Líka ef hann fær greiðslur frá einkalífeyrissjóðum. Hér í hinni vondu Ameríku fær hver gamlingi sín ellilaun að fullu, hvaða aðrar tekjur sem hann nær sér í, hvort sem það er frá atvinnu eða einhverju öðru. Jafnvel hinn ljóti Trump fær ábyggilega óskert ellilaun. Í hverfinu hjá mér býr mest gamalt fólk. Mikill meirihluti er konur, mest ekkjur en líka fráskildar. Svo eru hér örfá hús sem í eru svo konur sem enn eiga lifandi eiginmenn. Ég er forvitinn að eðlisfari og hefi tekið margar af konunum tali og spurt þær um líf þeirra og framtíðarhorfur. Flestar hafa mikla ánægju af að segja frá ævi sinni, sem oft er gaman að hlusta á, en svo verður maður líka að heyra um krankleika þeirra og baráttu við ellina. Flestar eiga það sameiginlegt að vilja ekki enda lífið á elliheimilum. Allar reyna þær að halda í bifreiðar sínar eins lengi og hægt er, því hér er næstum ómögulegt að komast leiðar sinnar án bílsins. Margar segjast samt ekki geta keyrt eftir að rökkva tekur. Einhleypir gamlir karlar sem geta ekið bíl í myrkri eru hér mjög eftirsóttir. Ég var að grufla í gömlu dóti um daginn og rakst þá á árbókina úr Versló 1951. Á hverri blaðsíðu var mynd af bekkjarsystkini, og svo skrifaði hver og einn eitthvað persónulegt fyrir þig í þína bók. Minningarnar flæddu yfir mig við að fletta síðunum og líta á öll þessi ungu og fallegu andlit. Eftir því sem ég best veit hefir nú meira en helmingur af nemendum í okkar 60 manna bekk safnast til feðra sinna. Þeir sem eftir eru slást við elli kerlingu og eru sumir enn í bærilegu standi miðað við aldur og ævi.
Það tíðkaðist hér áður fyrr að skrifa tækifærisferskeytlur í svona bækur. Þessi var mjög vinsæl:
Tíminn líður trúðu mér
taktu maður vara á þér.
Heimurinn er sem hála gler
hugsaðu hvað á eftir fer.
Einn skólabróðirinn skrifaði þetta:
Oftast svellin örlaga
illum skellum valda.
Fyrir brellum forlaga
fáir velli halda.
Svo var öllum óskað gæfu og gengis og samveran þökkuð.
Fyrir allmörgum árum, þegar ég var í heimsókn í Reykjavík, hitti ég á bekkjarkaffi hjá skólasystkinunum.
Ég og Gunni Pet. félagi minn stungum þá upp á því að keyptur yrði langlífisbikar, sem veittur yrði þeim úr bekknum sem lengst lifði. Hann myndi svo verða afhentur við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Þið verðið endilega að reyna að fylgjast með því.
8.1.2022 | 15:18
Ærleg taug Ögga
kemur fram hjá honum í Mogga í dag. Stjórnmálamaður sem setur svona fram er sjálfur er ekki drullusokkur heldur valmenni sem ég virði að meiru. Mynd Hallgríms Helgasonar afmynduðu af bræði og brjálsemi á bílrúðunni hjá Geir H. Haarde hefur seint farið úr huga mér síðan þetta var.
Öggi segir í Mogga í dag:
"...Þetta var það hræðilegasta sem ég gerði á mínum þingferli. Níðingsverk. Ég áttaði mig raunar á því strax við atkvæðagreiðsluna eins og ljósmynd sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir ber glöggt með sér (sjá hér á opnunni). Málið var lagt upp kollektíft, ákæra átti fjóra ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum, en á endanum var Geir einn leiddur í gapastokkinn. Þarna breyttist málið að eðli til og snerist upp í ofsóknir á hendur einum manni.
Það var ekki meining þeirra sem að þessu stóðu og þeim þótti þetta illt. En því betur sem ég hugsaði málið þá þótti mér þetta hafa verið rangt gagnvart öllum þeim sem átti að ákæra. Allt var þetta heiðvirt fólk sem var að reyna að gera sitt besta. Mistökin lágu í hinum pólitíska kompás. Og vissulega voru þau mistök ekki smá.
En þetta voru ekki fyrstu mistökin í íslenskri pólitík og örugglega ekki þau síðustu. ESB-málið gríðarlega erfitt Annað þungt mál var umsóknin um aðild að ESB sem Samfylkingin lagði mikla áherslu á í téðu ríkisstjórnarsamstarfi þvert á vilja VG. Þar lentir þú og fleiri í miklum hremmingum, ekki satt? Jú, ég lenti í miklum hremmingum í ESBmálinu.
Ég studdi umsóknina en var um leið gagnrýninn á aðild að Evrópusambandinu. Þarna er illskiljanleg mótsögn sem ég reyni að skýra í bókinni. Kannanir á þessum tíma, haustið 2008 og fram á vorið 2009, þegar stjórnin var mynduð, sýndu að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vildi ganga inn í ESB og taka upp evru.
Þessu urðum við að bregðast við á einhvern hátt. Mér þótti eðlilegt að bera málið undir þjóðina við upphaf þessarar vegferðar en taldi það jafnframt stórvarasamt því líkur væru á að við myndum tapa þeirri atkvæðagreiðslu.
Af hverju keyrði Samfylkingin þá ekki á þjóðaratkvæðagreiðsluna? Það var vanhugsað af hennar hálfu að gera það ekki.
Össur [Skarphéðinsson] vildi þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu stigi en Jóhanna ekki. Það var eins gott, því hefðu sjónarmið Samfylkingarinnar orðið ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu stigi hefðum við andstæðingarnir verið dæmdir til þagnar. Síðan var flogið með umsóknina til Brussel.
Já, niðurstaðan var sú að sækja um aðild án þess að spyrja þjóðina og við í VG samþykktum það gegn hörðum mótmælum innan flokksins en á þeirri forsendu að hver maður gæti galað með sínu nefi. Það gerðum við sum og ég sjálfur mjög ákveðið allan tímann meðan ég sat í þessari ríkisstjórn. Í upphafi töldum við að málinu yrði lokið á einu og hálfu ári en það gekk ekki eftir. Á þeim tímapunkti áttum við að setja niður hælana og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hefði það verið gert er ég sannfærður um að málið hefði verið út úr heiminum. Svo var bullandi óánægja í grasrót flokksins allan tímann. Bullandi óánægja. Sem var mjög erfitt og fór illa með okkur. Sjálfur lenti ég á milli tvegga póla; annars vegar þeirra sem alls ekki vildu sækja um og hins vegar þeirra sem vildu sækja um og halda umsókinni til streitu jafnvel eftir að kjörtímabilinu lyki.
Ég vildi hins vegar koma með krók á móti bragði þegar sýnt var að ESB hygðist draga málið á langinn, setja niður tímasetningu og segja að við kysum um þá niðurstöðu sem þá lægi fyrir. Þetta er ekki gerlegt sögðu nauðhyggjumenn. En auðvitað var það gerlegt sem við sem stjórnvald á Íslandi kæmum okkur saman um og þar með hefði málið verið út úr heiminum. Nú hefurðu staðið fyrir utan þingið í nokkur ár, hvernig líst þér á stöðuna í dag og nýju gömlu ríkisstjórnina sem var að taka við?
Þetta stjórnarmynstur hefði verið í góðu lagi í móðuharðindunum eða í heimsstyrjöld en gengur ekki núna. Nú heyrir maður að þau ætli að ná sátt um kvótakerfið. Sátt um hvað og við hvern? Og hverjar eiga áherslur okkar í utanríkismálum að vera? Ef menn eru sjálfum sér samkvæmir og fara eftir þeim hugsjónum sem þeir segjast hafa þá gengur þetta dæmi ekki upp. Yfirlýst markmið ganga í gagnstæðar áttir og hljóta því einhverjir að vera að svíkja sína kjósendur illa. Þetta er mjög óheilbrigt fyrir stjórnmálin og samfélag sem brýnt er að ræsa og lífga við eftir erfiða tíma. Það fylgir engin örvun þessari ríkisstjórn.
Ertu með þessu að segja að við séum dæmd til stöðnunar? Já, það finnst mér. Það er verið að frysta hin félagslegu viðhorf sem er afleitt á tímum þegar hinn þungi straumur í heiminum öllum er á forsendum fjármagnsins. Það er málið. Gegn því þarf að rísa upp og hvernig fara vinstrimenn að því? Ekki með því að komast að einhverjum málamiðlunum í litlum herbergjum. Þvert á móti þarf að fara með kyndlana um samfélagið og fíra upp.
En bauð það sem kom upp úr kjörkössunum upp á eitthvað annað mynstur? Það hefði alveg verið hægt að mynda annars konar og mun skárri stjórn. Nú eða þá skipa sér í stjórnarandstöðu. VG hafði ekki lítil áhrif í stjórnarandstöðu fyrsta áratuginn sem sá flokkur lifði. Ekki vanmeta áhrif vígreifrar baráttu.
Allir geta lært Er Samfylkingin þá vænlegri til samstarfs nú en hún var á árunum 2009-13? Allir geta lært og athyglisvert var að þegar skoðanakönnun var gerð um afstöðu fólks til einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni fyrir síðustu kosningar kom í ljós að 100% kjósenda Samfylkingarinnar voru á hinni félagslegu sveif. Kjósendur eru lykilatriðið í þessari jöfnu; það er miklu auðveldara fyrir þá sem kosnir eru á félagslegum forsendum að ná saman en að vinna með einhverjum sem kosnir eru á allt öðrum forsendum. Í því er ekki fólgin nein lítilsvirðing gagnvart andstæðingi á öndverðum meiði heldur þvert á móti virðing við hann og kjósendur hans.
Hægrisinnaðir kjósendur hafa ekkert síður verið sviknir, þó í minna mæli sé, því undansláttur gagnvart þeim hefur verið minni en gagnvart vinstri sinnuðum kjósendum. Í stuttu máli þá ganga þessi kaffibollastjórnmál, þar sem keppikefli er það eitt að sigla lygnan sjó, ekki til lengdar.
Ögmundur nefnir í þessu sambandi átökin á íslenskum vinnumarkaði á níunda og sérstaklega tíunda áratugnum sem hverfðust um tvo stórviðburði, annars vegar verkfall BSRB 1984 og hins vegar Þjóðarsáttina 1990. Um þetta fjallar hann ítarlega í bókinni. Þarna voru tveir meginstraumar í þjóðfélaginu; annars vegar var kauphækkunarkrafan samfara gagnrýni á hávaxtastefnu fjármálakerfisins og hins vegar verðhjöðnunarstefna en þessi sjónarmið sameinuðust í Þjóðarsáttinni svokölluðu. Sjálfur hafði ég fylgt kauphækkunarmönnum og andstæðingum fjármálaokurs í Sigtúnshópnum. Í dag er vísað í Þjóðarsáttina eins og verið sé að fletta upp í helgiritum en veruleikinn var allt annar. Meginhluti þjóðarinnar sagði sig nefnilega fljótlega frá Þjóðarsáttinni þegar hún sá að böggull fylgdi skammrifi. Hann var sá að nota átti lognið og stöðugleikann til að umbylta samfélaginu í þágu markaðshyggju.
Menn byrjuðu til dæmis fljótlega að selja aðgang að heilsugæslustöðvum, sem var ókeypis hér áður. Þjónustugjöldin áttu að innræta sjúklingum kostnaðarvitund, eins og það var kallað. Þannig hófu menn undirbúning markaðsvæðingar sem var þá að byrja að gera vart við sig alþjóðlega. Lognið sem þarna skapaðist var með öðrum orðum misnotað. Síðar hafa menn búið til nýjar sáttir, svo sem með draumi um SALEK sem átti að færa samninga á vinnumarkaði undir handarjaðar sérfræðinga á miðstýrðu borði og nú síðast Lífskjarasamninginn. Þegar ég heyrði þá nafngift fór um mig enda ljóst að einhver auglýsingastofan hafði komið að málum og markmiðið að búa til það andrúmsloft að þeir sem vildu ganga lengra eða gera hlutina öðruvísi en miðstýrt vald vildi væru að eyðileggja lífskjarasamninginn. Og það var alveg bannað.
Hvað, ertu á móti bættum lífskjörum? Sjálfur vil ég hafa hemil á verðlagi, vöxtum og svo framvegis og er ekki andvígur samfloti í kjarasamningum en svo eru mörk, ég vil ekki handjárna alla þjóðina. Það þarf að vera líf í tuskunum og ákveðinn hreyfanleiki. Það á ekkert síður við á vinnumarkaðnum en í stjórnmálunum. Það er fyrst og fremst straujárnið sem ég er á móti; þessi vinna má ekki fara fram undir straujárni sem sérfræðingar stýra.
Áhugsamur um fréttamennsku Við ljúkum spjalli okkar þar sem við hófum það, á fjölmiðlum. Ögmundur var í áratug, frá 1978- 88, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu, starf sem hann sótti um fyrir orð tengdaföður síns, Andrésar Björnssonar, þáverandi útvarpsstjóra. Í bókinni kemur fram að hann hafi kunnað ákaflega vel við sig í fréttunum og gat hæglega hugsað sér að gera það að ævistarfi sínu. Það varð þó ekki.
Ég fór í sagnfræði og stjórnmálafræði án þess að vita hvað ég vildi taka mér fyrir hendur. Ég sóttist eftir almennri menntun sem síðan gagnaðist mér ágætlega í fréttamennskunni. Ég var mjög áhugasamur um það starf og gat alveg hugsað mér það til frambúðar. En ég vildi líka vera virkur í samfélaginu. Áður en yfir lauk áttaði ég mig þó á því að ekki voru allir áhugasamir um það. Ég sóttist eftir starfi fréttastjóra Ríkissjónvarpsins árið 1988 og þrátt fyrir góðan stuðning starfsmanna fór það á annan veg.
Þá steig ég inn á annan vettvang, var kjörinn formaður BSRB, sem átti ágætlega við mig. Sjálfur sé ég ekkert því til fyrirstöðu að blaða- og fréttamenn taki þátt í hinni pólitísku umræðu, ef þeir svo kjósa. Síðan skulum við bara dæma þá af verkum þeirra. Sjálfur vildi ég láta dæma mig af verkum mínum en ekki hvað ég segði annars staðar. Hvernig rækti ég starf mitt? Ég lagði í mínum störfum ríka áherslu á að öll sjónarmið kæmust að, bæði frá hægri og vinstri. Við það voru ekki allir sáttir. Vildu bara sinn uppáhaldslit.
Talandi um skoðanir blaðamanna þá kveðst Ögmundur sjá eftir gömlu flokksblöðunum. Ég hef alltaf viljað skoðanir og sjá skarpar línur. Þannig var það á tímum flokksblaðanna. Hart var tekist á, líf of fjör. Og maður vissi hvar allir stóðu. Þú gagnrýnir suma fjölmiðla í bókinni fyrir einhliða fréttaflutning í Icesave-málinu. Voru þeir hlutdrægir í því máli?
Já, sumir. Sérstaklega Ríkisútvarpið og Fréttablaðið. Sama staða var uppi í orkupakkamálinu. Morgunblaðinu og Stöð 2 gekk betur að leiða fram ólík sjónarmið eins undarlegt og það kann nú að hljóma að þessi orð komi frá mér. En þannig var það.
Hann segir fjölmiðlun enn þá heilla sig og mjög áhugavert sé að fylgjast með því sem er að gerast á þeim vettvangi í dag. Margir fögnuðu því þegar samfélagsmiðlarnir komu fram á sjónarsviðið, þar með opnaðist almenningi leið inn í umræðuna. En viti menn, þar eru krumlur fjármálavaldsins komnar sem annars staðar og loka bara á menn ef þeim líkar ekki hvað þeir eru að segja. Mér leist ekki á blikuna þegar farið var að tala um upplýsingaóreiðu og að koma þyrfti skikk á hana. Hvar endar sú vegferð?
Ríkisvaldið er farið að teygja sig þarna inn, eftir atvikum í samkrulli við þá sem eiga þessa stóru miðla eins og Twitter og Facebook. Þá er nú stutt fram á bjargbrúnina fyrir lýðræðið. Fjölmiðlun er gríðarlega mikilvæg í lýðræðissamfélagi enda byrja einræðisöflin, þar sem þau vilja festa sig í sessi, alltaf á að loka þeim eða beygja þá undir sig. Varðstaða um frjálsa fréttamennsku, góða og mikla umfjöllun er lykilatriði fyrir framtíð lýðræðisþjóðfélagsins
Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon unnu árum saman þétt og náið saman. Þung mál sem komu upp í tíð vinstristjórnarinnar 2009-13 reyndust hins vegar snúin og vík varð milli vina. Morgunblaðið/Ómar Ögmundur og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sáu hlutina ekki alltaf í sama ljósi.
Mér fannst Öggi yfirleitt ekki vera vitlausasti komminn þó við væru ekki bandamenn nema í Icesave. Svona einlægt orðaval notar ekki vondur maður.
8.1.2022 | 14:54
Bætt úr brýnum
skorti hefur "Colonel Sanders", eldstólpinn hann Helgi í Góu, verið óþreytandi að tala fyrir.
Loks virðist eitthvað vera að hreyfast og þá auðvitað í Kópavogi:
Í Mogga er þetta í dag:
"Uppfærð drög að viljayfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins og Kópavogsbæjar um að standa saman að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Kópavogi voru lögð fyrir bæjarráð í fyrradag. Gert er ráð fyrir að þar verði allt að 120 rými, nærri tvöfalt fleiri en nú eru í Sunnuhlíð. Viðræður hafa síðustu ár verið milli ríkis og bæjar um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Kópavogi sem kæmi í stað Sunnuhlíðar. Aðstaðan þar er ekki lengur talin standast kröfur sem gerðar eru til slíkra heimila.
Sunnuhlíð er rekin af Vigdísarholti, félagi í eigu ríkisins, eins og fleiri heimili. Þar eru nú 66 almenn hjúkrunarrými og fjögur fyrir hvíldarinnlögn með endurhæfingu og til viðbótar 20 dagdvalarrými.
Á lóð Kópavogsbæjar
Fyrir rúmum tveimur árum lýsti Kópavogsbær sig reiðubúinn til að skoða úthlutun á lóðum nr. 5 til 17 við Kópavogsbraut til Sunnuhlíðar í þessum tilgangi. Þær lóðir eru skammt frá núverandi hjúkrunarheimili og sumar í eigu bæjarins en aðrar í eigu ríkisins. Gert var ráð fyrir að hús við Kópavogsbraut myndu víkja, meðal annars kvennafangelsið og byggingin sem hýsir Arnarskóla. Í drögum að viljayfirlýsingu sem meirihluti bæjarráðs samþykkti í fyrradag að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar er aftur á móti kveðið á um það að húsið rísi á lóðum Kópavogsbæjar. Samkvæmt því er ekki gert ráð fyrir að hús Arnarskóla víki.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarráðsfulltrúi Viðreisnar, greiddi atkvæði á móti, lét bóka að ekki væri tímabært að lofa úthlutun lóðar við Kópavogstún. Telur hún að slíkt fjölbýli rúmist ekki innan lóðar Kópavogsbæjar og íbúar hafi hafnað svo miklu byggingarmagni.
Framkvæmdir hefjist 2023
Kveðið er á um að ríkið greiði 85% stofnkostnaðar en bærinn 15% og þarf að tryggja fjármögnun á fjárlögum og fjárhagsáætlun. Verði þau áform sem fram koma í viljayfirlýsingunni samþykkt þarf að ráðast í skipulagsbreytingar. Áform eru um að hefja verklegar framkvæmdir árið 2023 og að taka heimilið í notkun á árinu 2026."
Það er leitt að ekki hafi tekist að sætta lóðasjónarmið í málinu, sem einhugur hefði mátt um ríkja eins og hina fyrri Sunnuhlíð. Ekki sýnist mér af kynnum við þá framkvæmd að henni megi loka heldur bæta við, slík er neyð margs gamals fólks sem maður sér þarna.
Byggingarnar eru að mér sýnist í góðu standi alveg eins og gamli Landsspítalinn sem hún afsystir mín Ingibjörg H. bar fyrir brjósti. Að loka þeim finnst mér fráleit tímabært.
6.1.2022 | 18:55
Jón Magnússon lögmaður
veltir fyrir sér þeim hættum sem að okkar samfélagi steðjar vegna andvaraleysis okkar sjálfra.
Jón segir á bloggi sínu:
"Við verðum að bregðast við og gjörbreyta reglum um hælisleitendur og meinta umsækjendur um alþjóðlega vernd strax. Annars vex vandamálið gríðarlega á næstu árum.
Við getum ekki leyst vanda Egyptalands, Afganistan, Pakistan o.s.frv. en með því að reyna það, þá eyðileggjum við okkar samfélag. Þeir sem koma frá þessum ríkjum og öðrum sambærilegum eru ekki tilbúnir til að aðlaga sig þeim gildum, sem Evrópa byggir á.
Þjóðerni,menning og grunngildi Evrópuríkja, sem meitluð hafa verið í aldanna rás á grundvelli kristinnar arfleifðar, frjálslyndra viðhorfa og virðingar fyrir gildi einstaklingsins og frelsi borgaranna mun láta undan nema við bregðumst strax við og leggjum fyrst og fremst áherslu á hagsmuni eigin borgara."
Sem oft áður mælir lögmaðurinn ljúfi sem út úr mínu hreina hjarta.
Andvaraleysi okkar ráðamanna er með þvílíkum endemum að til landauðnar horfir. Og ekki bara hérlendis heldur er galdrafordæðuskapurinn sem fylgir þessu Islams fólki með morðum og forneskju með þvílíkum ódæmum að neð endemum er. Hvernig á að snúast til varna svo vel sé er ekki auðvelt að sjá.
Vantar okkur Íslendinga ekki þjóðernisvakningu og þjóðernisstolt?
Þarf ekki að kveða niður fyrirlitningu vinstri manna á því sem okkur hægri mönnum finnst vera þjóðerni íslenskt.
Antipóll Píratadellunnar og alls þess sem Evrópuhugsjóninni tengist fer ekki saman við margt sem okkur finnst eiga að hafa í hávegum.
Jón Magnússon lögmaður talar oft skýrt svo að hlusta má.
6.1.2022 | 15:18
VG-vitleysan
er ekkert ódýr ef við Sjálfstæðismenn en stöndum að því að kaupa af þeim vitleysuna reynum að yppta bara öxlum?
60 milljarðar.
Af vef Sigríðar Andersen sem gerði eiginlega síðustu tilraunina mér vitanlega til að sporna við hælisleitendaflóðinu, les ég þetta áður en Magnús Norðdahl fékk flest völd í málaflokknum:
"
Íslendingar hafa fyrir löngu lokið við stóru þættina í orkuskiptum sínum. Íslenskt þjóðfélag gengur 85% fyrir endurnýjanlegri orku. Nánast öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum hætti og orka til húshitunar að mestu leyti einnig. Orkustofnun hefur áætlað hvað þessi orkuskipti sem þegar hafa átt sér draga árlega úr útblæstri COâ. Það eru 19,9 milljónir tonna.
Eins og sjá má á myndinni er sú losun sem við höfum þegar náð að draga úr tvítugfalt meiri en sú losun sem svonefnd skuldbinding Íslands hljóðar upp á.
Í þessum samanburði eru skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsáttmálanum því agnarsmáar. Allur bægslagangurinn og tugir milljarða króna sem verja á í að standa við skuldbindingar Íslands líta einnig undarlega út frá þessu sjónarhorni. Við erum búin að draga úr losun um tæpar 20 milljónir tonn COâ á ári með hagkvæmum hætti en ætlum að verja tugum milljarða króna til að draga úr losun um tæpa 1 milljón tonna til viðbótar.
Aflátsbréfin tíföld skuldbindingin
Það er líka gagnlegt að bera skuldbindingar Íslands saman við aflátsbréfin svokölluðu. Íslendingar selja svonefnd upprunavottorð raforkunnar sem hér er framleidd. Með þessari sölu geta fyrirtæki í Evrópu sem nota orku úr kolum, olíu og gasi haldið því fram við viðskiptavini sína að þau noti endurnýjanlega orku sem er auðvitað ekki tilfellið. Orkustofnun reiknar út hvað Ísland tekur við mikilli óhreinni orku og þar með útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Móttaka Íslands á losun í stað upprunaábyrgða er 9 milljónir tonna COâ en skuldbinding um að draga úr losun er aðeins tíundi hluti hennar eða 0,9 milljónir tonna.
Lítill ávinningur - mikill kostnaður
Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig stjórnvöld fámennrar þjóðar sem notar að stærstum hluta endurnýjanlega orku töldu sér trú um að það væri sérstakt verkefni sem gengi nánast framar öllu öðru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og réttlætanlegt væri að fórna til þess milljörðum úr vösum heimila og fyrirtækja.
Það er sérstakt afrek að ætla að draga jafn lítið úr losun á alla þessa mælikvarða með jafn miklum tilkostnaði og íslensk stjórnvöld ætla sér.
Ekki síst þegar haft er í huga að þessi losun mun hvort eð er minnka jafn og þétt með nýrri véltækni. Sú tækni mun koma eða er þegar komin hvort sem ríkissjóður Íslands lætur 60 milljarða í loftslagsmál á árunum 2020 - 2024 (skv. fjármálaáætlun) eður ei.
Ávinningurinn er hlægilegur en kostnaðurinn grátlegur."
"En hvaða losun á borgarlínan að minnka?
Losun frá rafbílum sem nú ryðja sér til rúms?
Bílar eru þegar með lítinn hlut losunar
Losun frá vegasamgöngum (einkabílar, bíleigubílar, rútur, strætó, flutningabílar) er um 7% af heildarlosun Íslands (um 1 milljón tonna á ári af um 14 milljón tonna losun fyrir utan millilandaflug). Einkabílar á höfuðborgarsvæðinu bera ábyrgð á hluta af þessum 7%.
Með borgarlínunni er stefnt að því að lítill hluti bíleigenda á höfuðborgarsvæðinu yfirgefi bílana sína og hoppi um borð í borgarlínuna. Því markmiði ætla borgaryfirvöld meðal annars að ná með því að tefja sem mest fyrir annarri vélknúinni umferð í borginni.
Lítill eða enginn ávinningur
Þegar litið er til lítils hlutar bíla í heildarlosun og hve lítill hluti bíleigenda á að færa sig yfir í borgarlínuna blasir því við að borgarlínan mun að öðru óbreyttu hafa hverfandi áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Jafnvel þótt björtustu spár um notkun hennar rætist. Í besta falli væri það brot úr prósenti og borgarlínan þar með ein dýrasta loftslagsaðgerð sögunnar.
Ég segi að öðru óbreyttu af góðri ástæðu. Nú eru komnir á markað bílar sem hafa ekki í för með sér útblástur í akstri. Ef bílafloti okkar Íslendinga færist allur í þá átt, hver verður þá ávinningurinn af borgarlínunni í loftslagsmálum þegar borgarlínan verður borin saman við bíla án útblásturs?
Eða minni en enginn?
Verði nýting borgarlínunnar hins vegar lítil mun hún leiða til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni kemur nefnilega fram (sjá mynd A.18 bls. 47) að borgarlínan verði ekki kolefnishlutlaus, sama hver orkugjafinn verður, enda fylgja henni miklar framkvæmdir og innkaup á risavögnum. Eins og samsvarandi verðmiði hennar ber glöggt vitni."
Nú á að fara að stækka Straumsvíkurhöfn. Ekki til að fara að framleiða meira vistvænt Ál.
Nei, til að flytja inn CO2 frá ESB ti að dæla niður í berggrunninn.0.1 tonni af dýrindinu á hvert tonn af íslensku bergi að geta gleypt.
Er ég með réttu ráði lengur að horfa upp á þessa vitleysu alla saman. Carb-Fix á Hellisheiði þar sem milljónum er brennt í svipaða vitleysu? Er það þetta sem ég er að kaupa fyrir ríkisstjórnarsamstarf með Gunnari Inga?
Hvar er ég eiginlega staddur í tilverunni? Hvað segir Sigurður Ingi?
Hvað er eiginlega borgandi fyrir VG-vitleysuna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2022 | 08:09
Blekking og þekking
var heiti á riti prófessors Nielsar Dungals um trúmál á sinni tíð.
Nú eru annarskonar vísindi keyrð áfram af offorsi sem fjalla um loftslagsvá.
Jörðin er sögð vera að hitna svo af mannavöldum að óbyggilegt mun verða þar ef ekki verður hafinn fjáraustur í mótvægisaðgerðir.
Sem virðast þó ekki vera hafnar yfir allan vafa samkvæmt rannsóknum fjölda vísindamanna?.
QED er notað sem skammstöfun yfir óyggjandi niðurstöðu í stærðfræði yfir það sem sannað er. Okkur er sagt að milljörðum af skattfé verði varið í þessu tilgangi.
En á sú skammstöfun við hér?
Hvar er þetta fé Katrín Jakobsdóttur?
Hvar er þessi hlýnun?
Er þetta bara blekking en ekki þekking stjórnvalda?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2022 | 20:26
Bjartsýni eða ekki?
þegar maður hefur hafið sitt 85.lífsár eru hlutirnir kannski ekki eins sjálfsagðir og áður. Maður þarf að hleypa í sig herkju þar sem áður voru grænir vellir.
Það er því brýning til lífsins að lesa hugleiðingar manns eins og Óla Björns Kárasonasr úr Bakaríiinu á Sauðaárkróki um lífið framundan? Sem er alls ekki sjálfgefið að verði eins og maður óskar?
En ég dáist af manni eins og Óla Birni sem leggur á sig að ýta við okkur meðborgurum sinum á almennan og heimspekilegan hátt.
Í dag kemur hann víða við í Morgunblaðinu:
"Við getum gengið til móts við nýtt ár, tekist á við verkefnin og mætt áskorunum með hugarfari hins bjartsýna sem skynjar tækifærin og nýtir sér þau sjálfum sér og öðrum til heilla. Eða við getum haft allt á hornum okkar, full vantrúar og svartsýni sjáum aðeins hindranir og erfiðleika.
Kannski er ekki að furða að margir eigi erfitt með að fagna nýju ári. Yfir okkur hellast fréttir um heimsfaraldur, þar sem ekki er slegið á ótta almennings heldur alið á honum. Fjölmiðlar flytja stöðugar fréttir um hamfaraveður vegna loftslagsbreytinga og æ fleira ungt fólk er orðið fráhverft því að eignast börn vegna loftslagskvíða. Stríð, átök, morð og ofbeldi eru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla.
Hið afbrigðilega vekur óneitanlega meiri athygli en hið hefðbundna. Það sem miður fer er fréttaefni en ekki það sem gengur sinn vanagang. Það vekur meiri áhuga fjölmiðla ef eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustu en sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er eitt það besta og öflugasta í heimi. Afleiðingin er sú að við sjáum aðeins gallana en kunnum ekki að meta styrkleika þeirrar þjónustu sem við höfum náð að byggja upp á síðustu áratugum.
Hagfelld framtíð
Öll vitum við að bjartsýni eykur okkur vellíðan og rannsóknir sýna að vongleði lengir lífið og eykur lífsgleði og lífsgæði. Þeir sem eru að eðlisfari bjartsýnir eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika og yfirvinna veikindi.
En bjartsýni gengur ekki á hólm við raunsæi. Trúin á framtíðina blindar okkur ekki gagnvart brotalömum í samfélagsins kemur ekki í veg fyrir að við áttum okkur á að það sé verk að vinna til að lagfæra það sem miður fer. Svartsýni og bölmóður koma hins vegar í veg fyrir að við tökumst á við verkefnin stór og smá.
Í upphafi nýs árs er vert að hafa í huga að þrátt fyrir allt hefur okkur Íslendingum tekst að byggja upp eitt mesta velferðarsamfélag í heimi. Verkinu er langt í frá lokið en við getum glaðst yfir mörgu:
. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa hækkað yfir 60% þrátt fyrir töluverða lækkun á fyrstu árunum eftir fall bankakerfisins. Frá ársbyrjun 2013 hefur kaupmátturinn hækkað um 44%.
. Jöfnuður innan ríkja OECD er hvergi meiri en á Íslandi og við stöndum nokkuð betur að vígi en aðrar Norðurlandaþjóðir. . Fátækt er hvergi minni og mun minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar.
. Ísland er fyrirmyndarhagkerfi samkvæmt mati Alþjóðaefnahagsráðsins.
. Ísland er friðsamasta og öruggasta land heims. . Íslenska lífeyriskerfið er til fyrirmyndar og talið það annað traustasta í heiminum.
. Hvergi í Evrópu er ungbarnadauði jafn fátíður og hér á landi.
. Lífslíkur Íslendinga eru með því hæsta sem um getur í heiminum. Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Meðalævilengd karla var 81,0 ár árið 2019 og meðalævilengd kvenna 84,2 ár.
. Tólfta árið í röð eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins.
. Árið 2020 var landsframleiðsla á mann sú fimmta mesta í heiminum á Íslandi. Þessar staðreyndir renna stoðum undir trúna á að framtíðin geti orðið okkur hagfelld.
Alveg með sama hætti og heimurinn allur ætti fremur að fyllast bjartsýni en bölmóði, þegar stórkostlegar framfarir síðustu áratuga með bættum lífskjörum eru hafðar í huga.
Heimur batnandi fer
Árið 2014 gaf Almenna bókafélagið út bókina Heimur batnandi fer eftir Matt Ridley, rithöfund, vísindamann og fyrrverandi ritstjóra hjá tímaritinu The Economist. Í bókinni gengur Ridley á hólm við bábiljur, dómsdagsspár og svartsýni. Og færir um leið rök fyrir því að þrátt fyrir allt sé ástæða til að hafa trú á framtíðinni.
Ridley bendir á að frá árinu 1800 hafi mannkyninu fjölgað sexfalt, en meðallífslíkur meira en tvöfaldast og rauntekjur aukist meira en nífalt. Árið 2005 aflaði meðalmanneskjan þrefalt meiri rauntekna en árið 1995 og nærðist á þriðjungi fleiri hitaeiningum. Barnadauði hafði minnkað um tvo þriðju og lífslíkur aukist um þriðjung: Ólíklegra var að hún [mannskepnan, innsk. óbk] dæi af völdum stríð, morðs, barnsfæðingar, slyss, skýstróks, flóðs, hungursneyðar, kíghósta, berkla, mýrarköldu (malaríu), barnaveiki, útbrotataugaveiki, taugaveiki, mislinga, kúabólu, skyrbjúgs eða lömunarveiki. Ólíklegra var að hún veiktist á hvaða aldri sem var af krabbameini, hjartasjúkdómi eða heilablóðfalli. Líklegra var að hún væri læs og hefði lokið grunnnámi. Líklegra var að hún ætti síma, vatnssalerni, ísskáp og reiðhjól. Allt þetta átti sér stað á hálfri öld, á sama tíma og fólksfjöldinn í heiminum tvöfaldaðist rösklega. Í stað þess að aukinn mannfjöldi leiddi þannig til stöðnunar, fjölgaði vörum og þjónustuþáttum sem fólki stóð til boða. Hvernig sem á það er litið var þetta undraverður árangur.
Ridley viðurkennir að hinir ríku hafi orðið ríkari en hinum fátækari hafi hins vegar vegnað enn betur: Fátæklingar í þróunarríkjunum juku neyslu sína tvöfalt hraðar en heimurinn í heild sinni árin 1980 til 2000. Og þrátt fyrir að íbúafjöldi heimsins hafi tvöfaldast hefur þeim sem lifa í sárri örbirgð fækkað frá sjötta áratug síðustu aldar. Að mati Sameinuðu þjóðanna dró meira úr fátækt síðustu 50 ár en þau 500 ár sem á undan fóru.
Dásamleg öld
Á 21. öldinni verður hraði breytinga næstum óendanlegur og Ridley spáir því að skiptaskipulagið breiðist út. Skiptaskipulagið er orð Friedrichs Hayeks yfir sjálfsprottið skipulag sem skapast af sérhæfingu og viðskiptum. Hugvitið verður sífellt sameiginlegra, nýsköpun og skipulag spretta æ meira upp úr grasrótinni, vinnan verður sífellt sérhæfðari og tómstundaiðja sífellt fjölbreyttari. Stórfyrirtæki, stjórnmálaflokkar og stjórnvaldsskriffinnska mun hrynja og sundrast eins og miðstýringarstofnanir gerðu áður.
Ridley tekur fram að skiptaskipulagið verði hvorki án þyrna né andspyrnu. Náttúrulegar og ónáttúrulegar hamfarir munu áfram dynja yfir. Ríkisstjórnir munu bjarga stórfyrirtækjum og stórum stofnunum með sérstökum greiðum, svo sem niðurgreiðslum eða kolefniskvótum, vaka yfir þeim með reglugerðum sem hindra komu nýrra fyrirtækja á markaðinn og hægja á skapandi tortímingu. En það verði erfitt að slökkva loga nýsköpunar vegna þess að hann er grasrót sem þróast í nettengdum heimi.
Heimur batnandi fer er holl lesning fyrir alla, ekki síst þá sem sjá glasið alltaf hálftómt en ekki hálffullt. Vonandi munu hinir svartsýnu skilja af hverju Ridley er bjartsýnn á framtíð mannkyns sem haldi áfram að breikka og auðga menningu sína þrátt fyrir bakslög og þrátt fyrir að einstaklingar hafi sama óumbreytanlega eðlisfarið.
Kannski taka þeir undir með Ridley að það verði dásamlegt að lifa á 21. öldinni. Og að þess vegna eigum við að þora að vera bjartsýn."
Það er ómetanlegt þegar stjórnmálamenn ganga fram fyrir skjöldu og nenna a'vekja +athygli á því sem vel er til að takast:
Til dæmis: Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa hækkað yfir 60% þrátt fyrir töluverða lækkun á fyrstu árunum eftir fall bankakerfisins. Frá ársbyrjun 2013 hefur kaupmátturinn hækkað um 44%.
Hlustum svo á Pírataspjallið eða Flokk Fólksins sem aðeins sjá böl og þraut og vilja skyndilausnir á hverju sem er.
Er bara ekki ástæða til að vera bjartsýn í byrjun ársins 2022 eða ekki þó margt gangi í mót?
4.1.2022 | 14:32
Af hverju allt þetta?
vesen varð hjá mér á dögunum þegar ég fór að kanna bráðadeildina á Borgarspítalanaum?
Mikið makalaust apparat er þetta heilbrigðiskerfi okkar og ég er eiginlega feginn að þurfa ekki að stjórna því. Það iðar og skriðar af yndælisfólki hvar sem maður kemur að því.
Þetta er rosalegt og mörg fræðsluvídeó fékk ég að sjá á meðan á dvölinni stóð.
Þá eru jólin búin og áramótin þó þau hafi mikið farið fram hjá mér í þetta sinn.
Það er komin ný ríkisstjórn og í mörg horn þarf hún að líta.
En hversvegna vann Framsókn þennan yfirburða sigur? Fyrir mér er skýringarinnar að leita hjá hinum flokkunum. Eru þeir ekki bara fullir af alls kyns bulli sem fólk er ekkert spennt fyrir? Gildir jafnt um minn flokk Sjálstæðisflokkinn sem aðra.Eru ekki fregnir af andláti gamla fjórflokksins stórýktar? Er ekki fólk bara frekar þjóðlegt í sér eins og Guðni Ágústsson og ekkert sérlega Evrópusinnað hvað sem Viðreisn, Píratar og Samfó segja?
Mér finnast Staksteinar Morgunblaðsins fara ansi nálægt ýmsu sem mér finnst koma til greina sem hluti af ástæðunni:
Þeir segja í dag;
"Er ekki bara best að kjósa Framsókn var trikkið frá auglýsingastofunni sem ýtti þeim flokki upp um 6% á síðustu metrum kosninga.
Sértu í hreinum vandræðum með að kjósa eitthvað, því þá ekki að kjósa Framsókn!
Það svínvirkaði. En hvaða veganesti fylgir því?
En Páll Vilhjálmsson leggur dýpri merkingu í trikkið:
Frjálslynda vinstrið er með böggum hildar eftir sigur Framsóknar.
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar segir í grein í Morgunblaðinu stærstu heilsufarsvá samtímans vera geðheilbrigði.
Yfirvarp Helgu Völu er alþjóðakófið frá Kína en það er íslenska framsóknarkófið sem hún óttast.
Draumur Helgu Völu um samstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar undir merkjum alþjóðlegs frjálslyndis varð að engu í haust.
Varaáætlunin um alþjóðavædda vinstristjórn með Vinstrigrænum, sósíalistum og Pírötum er rjúkandi rúst.
Maður þarf ríkisstyrkta sálfræðihjálp af minna tilefni.
Sigur Framsóknar var sigur gamla Íslands sem er orðið þreytt á opnum landamærum frjáls innflutnings útlendrar vitleysu, svo sem woke, veiru og mengaðs kjöts.
Gamla Ísland sótti í sig veðrið á nýliðnu ári. Það er vanmetnasta frétt ársins 2021.
Mér hefur fundist margt í þjóðlífinu hafa verið að fyllast af alls kyns aukaatriðum sem maður þarf ekkert á að halda. Til hvers þarf maður endalaust að logga sig inn á gmail og hverskyns veitur þar sem maður hefur aldrei beðið um aðgangsorð? Til hvers þurfa þeirra sífellt að láta mann sanna hver maður er? Af hverju þarf ég sífellt að gera einhver trikk á símanum til að komast í næsta forrit? Reka puttann í eitthvað sem sendir mann ljósár út á netið sem maður kærir sig ekkert um?
Var þetta eitthvað sérstakt trikk hjá poppurum?
Af hverju þarf ég að leggja blessun mína yfir innflutning á múslímskum flóttamönnum í hópum? Hef ég sóst eftir þessu? Er ég spenntur fyrir einhverju Woke eða fleiri kynjum en tveimur?
Viljum við ekki margir vera bara venjulegir Íslendingar og éta smér og búa að okkar en ekkert alþjóðakjaftæði sem við kunnum ekkert á, keyra díslibíla og trúa yfirvöldum hæfilega þegar þau fimbulfamba sem mest um hluti sem við erum ekkert meira en svo sannfærð um?
Hvað ætlum við að gera ef Áliðnaðurinn finnur leið til að greina ál á an C02?
Virkja meira Ál eða láta Kínverjana um það?
Sitja hjá í heiminum eða taka þátt?
Reyna að búa sjálf í þessu landi með gögnum þess og gæðum með skynsemi eða fela öðrum stjórnnina?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko