18.6.2020 | 20:21
Hneykslanlegt viðtal
við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur var á RÚV í kastljósi rétt áðan.
Þar lét spyrillinn Þorgerði Katrínu komast upp með að vaða elginn um allt og ekki neitt sem máli skipti. Hún þvældi almenna frasa um nauðsyn aukinnar atvinnu, lækkun tryggingagjalds og önnur smáatriði án þess að koma að kjarna málsins nema í blálokin og þá í framhjáhlaupi sem engu skilaði fyrir neinn sem í vafa kann að vera um stefnumið flokksins Viðreisnar.
Viðreisn vill nefnilega íslensku krónuna feiga og vill ganga í ESB og taka upp Evru. Stöðugleiki með krónunni er ekki inni í myndinni hjá Þorgerði sem hún kom að síðast í framhjáhlaupi og í flýti sem drekkti spurningunum.
Spyrillinn gleymdi auðvitað alveg að spyrja hana um hvernig yrði með sjávarauðlindina eftir inngöngu í ESB?
Yrði sameiginleg sjávarútvegsstefna hornsteinninn sem opnaði aðgang allra ESB ríkjanna að Íslandsmiðum rétt eins og Bretar þurftu að þola á sínum fiskimiðum árum saman sem lögðu breskan fiskiðnað í rúst.
Þorgerði er hlíft við að svara svona grundvallarspurningum um auðlindir Íslands en er leyft að vaða elginn um allt og ekki neitt sem máli skiptir.
Hún er ekki spurð um orkusamstarfið og sæstreng heldur fær hún að setja á ræðuhöld í slagorðum og óskalistum sem ekkert koma málunum við.
Ómerkilegt blaður og orðaflaumur Þorgerðar Katrínar skilaði áhorfanda nákvæmlega engu um fyrir hvað Viðreisn standi eða hver væri stefna flokksins í efnahagsmálum.
Ekkert slíkt kom fram hjá formanninum heldur bara almennt mælgiflóð um áhyggjur hennar af einhverri ókominni framtíð Íslands sem hún veit greinilega minnst um hver verður eftir COVID19 faraldurinn.
Ræfildómur skeggjaða spyrilsins var alger og til skammar fyrir menn sem eiga að taka viðtöl til stjórnmálalegrar greiningar til að hjálpa kjósendum að greina hismið frá kjarnanum. Sjálf er Þorgerður Katrín ekki kjarninn.
Þetta viðtal var hneykslanlega lélegt og greinilega vilhallt fyrir formann flokksins Viðreisn sem hann hefði átti að spyrja spjörunum úr til upplýsinga fyrir kjósendur til Alþingis en gerði ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2020 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2020 | 19:01
Hápúnktur heimskunnar
hlýtur þaðp að vera að við látum snjóa hér inn hælisleitendum sem við tökum við til efnislegrar meðferðar.
Ákvarðanir um umsóknir um vernd árið 2020, eftir ríkisfangi og niðurstöðu
222 samtals sem við tökum að okkur að því að ég skil töflu útlendingastofnunar:
Hvað er að okkur í miðjum COVID19 faraldri í öllum hremmingunum sem þjóðfélagið er að upplifa?
Ég held að þarna sé náð nýjum hápunkti heimskunnar í stjórnsýslunni.
18.6.2020 | 18:04
www.Fréttatiminn.is
er með óvæntar fréttir af viðskiptamálum forsetafrúar Íslands.
Eftir lestur https://frettatiminn.is/med-yfir-hundrad-milljonir-i-styrki-og-tekjur/er ég litlu nær um hvað þessi forsetfrú er að bauka með.
Auðvitað var Dorrit eiginlona Ólafs Ragnars í stórviðskiptum svo að fordæmið er fyrir hendi. En Eliza Reid er að reka fyrirtæki sem ég vissi ekkert um þar til núna.
Gúndi var hótelstjóri á Borgundarhólmi síðast þegar ég vissi. Þar áður í einhverjum Burnham Securities og Handsali sem ég veit ekkert um.
Þurfa ekki kjósendur ekki að vita eitthvað um viðskiptasögu þessarra frambjóðenda til Forseta Íslands áður en kosið er?
Það má byrja á að lesa www.frettamininn.is og svo getur Gúndi tekið til máls svo að við vitum eitthvað um hans bisness.
18.6.2020 | 10:46
Fullveldisframsal
er á dagskrá tvíburastjórnmálaflokkanna Viðreisnar og Samfylkingar.
Vagn nokkur sem kemur með ýmsar athugasemdir við heimskuleg blogg mín. Í dag hljóðar ein slík svo:
"Vagn: Ef við gefum okkur að Danir, Skotar, Baskar og Bandaríkjamenn séu þjóðir þá er nokkuð ljóst að fullveldi, sjálfstæði, vera í ríkjasambandi og kosning þingmanna kemur þeirri skilgreiningu ekkert við. En að reyna að gera þar einhverja tengingu bendir til þess að sá sem fram setur þá rökleysu hafi veikan málstað að verja."
Einmitt það. Sú rökfærsla að fullveldi Íslendinga sé ekki meira virði en þeir sem Vagn nefnir fellur sem flís að greinum tveggja framsalssinna sem skrifa í Morgunblaðið og Fréttablaðið í dag. Þar fara þeir Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Pálsson með samhliða áróður um kosti þess að framselja fullveldið, ganga í ESB og taka upp Evru. Er þetta tilviljun eða samhæfing á vettvangi Viðreisnar?
Vill þjóðin fara þessa leið? Ef svo er ekki eru þessi sífelldu áróðursskrif svona spekinga í besta falli pirrandi og leiðigjörn. Síbylja um eitthvað sem landsmenn vilja ekki sjá frekar en að opna landhelgina fyrir Spánverjum og öðrum ESB ríkjum eins og Bretar urðu að gera.
Þessir menn eru orðnir einskonar fornaldareðlur sem þvæla um hluti sem enginn hefur áhuga á.Leiðindakurfar sem varla nokkur maður nennir að hlusta á lengur flytja fullveldisframsalsræður sínar.
18.6.2020 | 00:44
Virkilega?
erum við þjóð?
Jón Magnússon lögmaður veltir fyrir sér 17.júní.
Hann segir:
"Margir hafa á undanförnum árum gert lítið úr þjóðmenningu íbúa í norðurhluta Evrópu og hafa Svíar gengið þar fremstir í flokki. Einn forsætisráðherra þeirra, Frederick Rheinfeld, sagði að varla væri hægt að tala um sænska þjóðmenningu og formaður sósíalista,Mona Sahlin,að það eina sem hægt sé að tala um sem sænska menningu sé miðsumarhátíðin. Sjálfstæð tilvera þjóða, sem tala með þeim hætti niður menningu sína til að hygla einhverju sem þeir kalla fjölmenningu er neikvæður áróður gegn eigin þjóð og gildum hennar. Við verðum að varast að ganga þann veg. Telji þjóð, að hún sé svo ómerkileg, að hún eigi enga sjálfstæða menningu, sem sé einhvers virði að varðveita er þeirri þjóð best að hverfa úr þjóðasafninu, sem sjálfstæð þjóð. Slík þjóð á engan tilverugrundvöll.
Við skulum gæta þess að eiga tilverugrundvöll sem þjóð og geta sagt með stolti að við séum Íslendingar og við skulum gæta þess fjöreggs sem okkur hefur verið falið og gæta vel að hagsmunum þjóðarinnar í viðskiptum við útlönd jafnvel þó að um vinveitt ríki sé að ræða og varast að framselja eða deila um of fullveldi okkar yfir náttúruauðlindum þjóðarinnar sem og öðru því sem íslenskt er.
Gleðilega þjóðhátíð."
Ég held að að það sé hollt að láta hugann reika að þessu atriði. Af hverju erum við Íslendingar? Af hverju erum við að kjósa Alþingismenn? Af hverju erum við að bögglast við að vera Íslendingar?
Fyrir mér er það á hreinu að ég vil ekki ganga í Evrópusambandið. Ég fylgi ekki neinum stjórnmálaöflum sem vilja einhverjar málamiðlanir í sjálfstæði Íslands og fullveldi.
Ég tel að við séum þjóð, -virkilega-, og okkur beri að standa vörð um fullveldi Íslands.
17.6.2020 | 21:43
Gúndi eða Guðni?
þar er efinn.
Guðni og frú hans er flott á velli og koma vel fyrir sem staðalforsetahjón. Hún innflytjandi og hann doktor.
Gúndi er víst konulaus, er ekki doktor, en hefur meiri skoðanir en mönnum finnst hann mega hafa. Sumir segja að hann skilji ekki muninn á Alþingi og Forsetamebættinu, á pólitík eða ráðsmennsku. Hann er greinilega hægri sinnaður. Slíkur maður fær aldrei kosningu hjá íslenskum sósíalistum sem eru þjóðin. Davíð Oddsson falleraði á þessu grunvallaratriði þegar honum datt sú della í hug að hann ætti sjans í íslensku kommahjörðina.
Honum Gúnda er ekki spáð mörgum atkvæðum vegna þess að menn átta sig ekki alveg á honum. Guðni gerir engum neitt ef hann ekki gerir þá bara heldur ekki neitt fyrir neinn.
Hálfs milljarðs grín er þessi kosning um Gúnda eða Guðna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2020 | 18:17
Vinstri fasistar og skríll
er umfjöllunarefni Jóns Magnússonar lögmanns.
Jón segir á bloggi sínu:
Boðað var til mótmæla í London s.l. laugardag. M.a. skyldi mótmæla framferði Breta fyrir áratugum og öldum síðan. Aðsókn skyldi gera að minnismerkjum og styttum manna, sem höfðu gert garðinn frægan en eiga ekki upp á pallborðið hjá mótmælendum og má sögulega arfleið, sem er mótmælendum ekki að skapi.
Mótmælendur höfðu lýst yfir andúð á því að þeir þyrftu að horfa upp á styttur af Nelson Lávarði á Trafalgartorgi og af Winston Churchill við þinghúsið. Töldu mótmælendur að rífa bæri stytturnar niður þar sem þessir menn hefðu haft skoðanir sem þeir töldu fyrirlitlegar í alla staði. Mótmælendur vildu auk heldur sækja að fleiri styttum og minnismerkjum og rífa þær niður og kasta þeim á glæ.
Þessi fasíska afstaða mótmælenda að líða engar skoðanir nema sínar eigin átti að hafa framgang í mótmælunum og allt skyldi rifið niður sem gat verið andstætt skoðunum þeirra og hugsunarhætti. Íslenska ríkisútvarpið kallaði þetta fólk mótmælendur án frekari skilgreiningar.
Svo brá við að fólk úr ýmsum áttum dreif þá að, til að standa vörð um enskan menningararf, minnismerki og styttur af fólki sem skarað hefur fram úr í bresku þjóðlífi þar á meðal styttuna af Churchill.
Í fréttum Ríkisútvarpsins af atburðunum í London var talað um mótmælendur þegar vísað var til þeirra, sem vildu eyðileggja styttur og minnismerk, en um hægri öfgamenn þegar vísað var til þeirra, sem vildu varðveita og gæta að þjóðlegum hefðum, þjóðlegum arfi og minnismerkjum.
Hvernig skyldi standa á þessum greinarmun hjá fréttafólki RÚV? Af hverju voru mótmælendurnir ekki nefndir réttu nafni eða "vinstri fasískir öfgamenn" eða "óþjóðalýður" í stað þess að kalla þá bara því meinleysislega heiti, mótmælendur.
Af hverju er venjulegt fólk sem vill standa vörð um eðlilegt líf og þjóðleg gildi jafnan kallað hægri öfgamenn, en niðurrifsöflin, sem hafna viðteknum gildum og vilja falsa söguna og sýna þjóðlegum gildum og hefðum lítilsvirðingu eru bara kallaðir mótmælendur? Þarna er verið að falsa fréttir og gildishlaða jákvætt gagnvart vinstri fasistunum og neikvætt gagnvart þeim sem bregðast við til varnar þjóðlegum gildum.
Er einhver glóra í svona fréttamennsku? Er hún sanngjörn? Er hún réttlætanleg?
Fréttafalsanir og vinstrimennska ríður húsum á Útvarpi allra landsmanna sem kallar sig RÚV. Það tekst ekki að ráða þangað annð fólk en telur sig þess umkomið að hafa allt vit fyrir öðrum sem vinstra fólk með réttar skoðanir. Allar aðrar skoðanir er ekki virtar af hlutleysi á þeim bæ.
Athafnir vinstri fasista og skríls sem eyðileggur þjóðargersimar eru kallaðir mótmælendur sem eru að mótmæla dauðsfalli svarta byssubófans Floyds en allir aðrir eru kallaðir hægri öfgamenn sem er næsti bær við nasista, fasista og rasista sem allit eiga það sameiginlegt að styðja Sjálfstæðisflokkinn og Repúblikana í Bandaríkjunum.
17.6.2020 | 14:08
Hnignun mannauðsins
er viðfangsefni ásgeirs Ingvarssonar sem skrifar um Sádi Arabíu.
Þar fóru Arabarnir öfuga leið við Norðmenn sem lögðu auðlindarentuna í Olíusjóð sem landsmenn komust ekki í til að eyða.Þeir vissu sem var að stjórnmálaskúmarnir myndu nota þetta sé til þess að fjármagna dellur sínar sem myndu eyðileggja mannauð landsins.
Sádarnir fóru aðra leið og settu alla á kaup sem hefur gert flestan almenning þar að aumingjum. Alaska gerir smávegis í þessa átt en svo lítið að það gjörspillir ekki fólkinu heldur seður sárast hungrið í auðslindapeningana af olíunni.
Ásgeir rifjar upp spillingaráhrif gullsins úr nýlendunum Spánverja.
Síðan segir hann:
". Önnur lönd eru smám saman að taka við því hlutverki að leiða og sameina hinn íslamska heim. Tyrkland hefur t.d. látið að sér kveða í Sýrlandi, Katar, Írak, Líbíu og víðar og reynir að stuðla að friði og stöðugleika á milli íslamstrúarlanda.
Þá er fólk frá múslimaríkjum Asíu alls ekkert æst í að fylgja línu Sádi-Arabíu enda þekkir það af fyrstu hendi hvaða mann Sádi-Arabar hafa að geyma. Er örugglega leitun að þeim Pakistana, Indverja, Egypta, Indónesa eða Bangladessa sem hefur búið í SádiArabíu í lengri eða skemmri tíma og ber heimamönnum vel söguna. Að hugsa sér hvað Sádarnir hefðu getað gert fyrir allan þennan pening. Það sem þeir hefðu getað lært, þroskast og ferðast. En í staðinn hefur þjóðin staðnað.
Sást það best á meðferðinni sem blaðamaðurinn Jamal Khashoggi fékk hjá samlöndum sínum á sínum tíma að undir gullhúðuðu yfirborðinu eru Sádarnir sömu ruddarnir og dusilmennin og þeir voru á dögum ArabíuLárens.
Það vantar ekki hallirnar og glæsivagnana, en mannréttindi eru fótum troðin og mannsandinn rís ekki hátt á Arabíuskaganum. Að hafa eitthvað fram að færa Hvaða lexíu má svo læra af þessu öllu saman?
Sowell bendir á að vandi Sádi-Arabíu birtist hér og þar, bara ekki alltaf með jafn afgerandi hætti.
Hann hefur t.d. lengi haft áhyggjur af því hvernig velferðarkerfi Bandaríkjanna skapar hvata sem rýra mannauð svarta minnihlutans þar í landi svo að með hverri kynslóðinni gengur svörtum Bandaríkjamönnum erfiðar að fóta sig.
En mannauður snýst líka um gildi, seiglu og þroska, og margt langskólagengið fólk býr ekki yfir þeim mannkostum en fer samt víða með allt of mikil völd.
Við sjáum þannig fólk í röðum bandarískra lögreglumanna, og við sjáum það í röðum bandarískra þingmanna, í röðum mótmælenda og álitsgjafa.
Við eigum meira að segja nokkur þannig eintök á litla Íslandi.
John Cleese talaði um þennan hóp fólks þegar hann lýsti gremju sinni yfir ritskoðun sjónvarpsþáttar síns: Í dag eru það markaðsmenn og smámunasamir kerfiskarlar sem ráða ríkjum hjá BBC, sagði hann.
Sú var tíð að inn á milli mátti finna töluverðan fjölda fólks sem hafði það fyrir atvinnu að búa til sjónvarpsþætti, en það á ekki lengur við. Í dag eru ákvarðanirnar teknar af fólki sem hefur það sem sitt aðalmarkmið að tryggja eigið starfsöryggi.
Þetta er athyglisverð greining hjá Ásgeiri.
Margur verður nefnilega af aurum api sem er sama og hnignu mannauðs.
17.6.2020 | 13:41
Örnólfur Hall arkitekt
kvaddi okkur því miður fyrr á þessu ári.
Hann kynnti sér gjarnan rekstrar-og byggingasögu Hörpu. Hann margbenti á þá gríðarlegu fjármuni sem þangað hafa runnið umfram áætlanir.
Allt sem hann sagði var rétt.
Nú birtist lítil frásögn af raunveruleikanum:
" Ríkið og Reykjavíkurborg hafa samtals greitt tæpa 12,5 milljarða króna vegna tónlistarhússins Hörpu frá árinu 2011. Framlag ríkisins til rekstrar hússins á árunum 2013 til 2019 nemur um 1,2 milljörðum króna á föstu verðlagi og framlag Reykjavíkurborgar á sama tímabili nemur 974 milljónum króna.
Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um byggingar- og rekstarkostnað Hörpu. Tölurnar miða við fast verðlag.
Fasteignagjöld af húsinu hafa verið tæpir tveir milljarðar króna á föstu verðlagi frá árinu 2011. Ríkið á 54% í Hörpu og borgin 46%."
Reykjavíkurborg gerir hinsvegar góðan bísness þar sem sjötta hver króna til Hörpu rennur í Borgarsjóð sem hirðir gjöld af húsinu hvernig sem veltur.
Harpan er hið fegursta hús eins og Óperuhús eru gjarnan um víða veröld. Flest öll kosta miklu meira en hægt er að ná inn á þau. Menningin kostar nefnilega fé en leggur lítið fram á móti.
Mér finnst ég heyra Örnólf vin minn og skólabróður hvísla á bakvið mig: Sagði ég ekki?
17.6.2020 | 13:27
Að skipta því sem ekki er til !
er heiti á grein eftir Halldór Benjamín í Morgunblaðinu í dag.
Mikið vildi ég að sem flestir læsu það sem nafni minn Benjamín skrifar af sinni hófstilltu yfirvegun. En því miður eru flestir þeir sem þyrftu mest á skilningsauka að halda ekki líklegir til að draga ályktanir.
Halldór Benjamín skrifar:
"Kórónuveiran hefur haft slæm áhrif á heilsu og efnahag. Víða eru efnahagsáhrifin víðtæk. Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki vinnu.
Þótt stjórnvöld reyni að létta undir þá munu erfiðleikarnir aukast eftir því sem fram líður. Sparifé margra mun þurrkast upp, það verður erfiðara að standa í skilum, ráðstöfunartekjur dragast saman og smám saman birtast afleiddar afleiðingar atvinnuleysis.
Fyrirtækin eiga í erfiðleikum. Þau hafa dregið saman seglin, fækkað fólki og dregið úr útgjöldum. Nýsköpun og vöruþróun er minni en áður. Því lengur sem samdráttarskeiðið varir, þeim mun lengri tíma mun taka að endurheimta fyrri stöðu. Þau eru að þessu leyti í sömu stöðu og einstaklingarnir.
Það hjálpar ekki mikið að fá greiðslum frestað meðan ástandið er sem verst ef gjalddagarnir hrúgast saman á skömmum tíma, til dæmis á fyrri hluta næsta árs. Í nýrri könnun meðal stærstu fyrirtækja landsins kom fram að þau telja nánast öll að slæmar aðstæður ríki í efnahagslífinu.
Þótt helmingur þeirra telji stöðuna verða betri að hálfu ári liðnu þá telur hinn helmingurinn stöðuna verða óbreytta eða enn verri en nú. Stjórnendurnir búast við enn frekari fækkun starfsmanna næsta hálfa árið eða svo. Ekki er við því að búast að dragi úr atvinnuleysi fyrr en kemur vel fram á næsta ár. Það gæti tafist enn frekar.
Þrátt fyrir að Íslendingar verði margir á faraldsfæti í júlí og ágúst og að við séum fús til að taka á móti erlendum ferðamönnum þá mun það ekki duga til. Komandi vetur verður mörgum langur og erfiður.
Þegar lífskjarasamningurinn var gerður fyrir rúmu ári var gert ráð fyrir að aukin verðmætasköpun gæti staðið undir umsömdum launahækkunum og að kaupmáttur launa gæti haldið áfram að aukast.
Nú blasir við að svo verður ekki. Þvert á móti dregst verðmætasköpunin saman og það vantar um 400 milljarða króna inn í hagkerfið. Verðmætin sem samið var um að skipta í kjarasamningum hafa gufað upp.
Ríkið og sum sveitarfélög geta aukið útgjöld um tíma en að því kemur að þau þurfi að huga að sparnaði í rekstri og greiða skuldir sem safnað er um þessar mundir. Sama á við um fyrirtækin. Þau verða að hagræða, þróa nýjar lausnir, auka framleiðni og draga úr kostnaði við þjónustu og framleiðslu. Líkur eru því til að þau muni ráða til sín færra fólk en áður þegar eftirspurnin eykst að nýju. Það er eina leiðin til að greiða skuldirnar sem safnast á samdráttartímanum. Mörg munu vart lifa af.
Engar forsendur eru til þess að til ófriðar komi á vinnumarkaði í haust eða vetur. Það mun einungis dýpka kreppuna, fjölga þeim sem missa vinnuna og seinka efnahagsbatanum.
Þvert á móti verða verkalýðsfélögin hringinn um landið og atvinnurekendur að vinna saman til að finna sársaukaminnstu leiðina fyrir alla.
Það er ekki hægt að skipta því sem ekki er til.
Í raun er enginn valkostur annar en að aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að ábyrgri og skynsamlegri nálgun til að draga úr áhrifum kórónukreppunnar. Allt annað mun skaða hagsmuni allra og valda tjóni á velferðarkerfinu, hag fyrirtækjanna og alls almennings í landinu sem býr við sögulega mikið atvinnuleysi."
Ragnar Þór, Sólveig Anna og hjúkrunarfræðingar vilja frekar verkföll og uppsögn lífskjarasamninganna. Það muni bæta haga allra.
Það er sagt að alltaf sé hægt að ræna Pál til að borga Pétri. Margir virðast líka trúa því að hægt sé að skipta því sem ekki er til.
17.6.2020 | 13:10
Inga Sæland
skrifar athyglisverða hugvekju í Mbl.í dag.
Inga segir:
"Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er mikið áfall. Fiskifræðingar ráðleggja að þorskkvótinn verði minnkaður um sex prósent, úr 272.593 tonnum í 256.593 tonn. Þorskstofninn virðist í frjálsu falli.
Stofnvísitölur þorskins, sem eru mikilvægur liður í stofnstærðarmati, vísa allar nánast lóðrétt niður og hafa gert undanfarin þrjú ár. Nú er stofnvísitalan svipuð og hún var 2010 en þá var kvótinn um 170 þúsund tonn. Horfur eru hverfandi á því að takast megi að snúa þessari miklu og hröðu niðursveiflu þorsksins við. Nýliðun stofnsins hefur verið léleg um margra ára skeið.
Nú eru 35 ár síðan almennilegur þriggja ára þorskárgangur bættist við veiðistofninn. Grátt bætist síðan ofan á svart með því að fiskifræðingar virðast vera búnir að týna stórum hluta af svokölluðum milliþorski, sem er fiskur milli 30 og 80 sentimetrar á lengd og á að vera hryggjarstykkið í veiðanlegum hluta þorskstofnsins. Hingað erum við komin eftir nálega 40 ára þrotlausa friðun með tilraunum til uppbyggingar á þorskstofninum.
Þessi auðlind skilaði stöðugt á bilinu 350 til 500 þúsund tonna ársafla á árabilinu 1955 til um 1980. Allar götur frá um 1990 fram til nú hefur kvótaársaflinn rokkað frá um 270 þúsund tonnum niður í 165 þúsund tonn.
Þegar kvótakerfið var sett á fyrir um fjórum áratugum var því heitið að nú skyldi þorskstofninn byggður upp svo hann gæfi um hálfa milljón tonna í árlega veiði. Eftir allar þær fórnir sem hafa verið færðar með hagræðingu sem leitt hafa af sér stórtjón á sjávarbyggðum og mannlífi allt umhverfis landið þá er árangurinn sá árið 2020 að við sitjum uppi með þorskstofn sem virðist minnka mjög hratt og stjórnlaust. Það er nú öll fiskveiðistjórnunin.
Dýrasta hagfræði- og líffræðitilraun Íslandssögunnar.
Þessi válegu tíðindi af fúskinu í veiðistjórnuninni sem viðgengist hefur um árabil, lengst af í skjóli sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, verða enn ískyggilegri þegar við lítum norður í Barentshaf. Þar er veiðum og nýtingu stýrt af Norðmönnum og Rússum í sameiningu. Á næsta ári ráðleggja fiskifræðingar að þorskveiðar í Barentshafi verði auknar um 20 prósent heilan fimmtung!
Þær fari þannig úr 738 þúsund tonnum í 885.600 tonn. Þar segja menn að þeir treysti sér til að auka veiðarnar vegna þess að hrygningarstofn Barentshafsþorsksins sé sterkur.
Íslenskir hrokagikkir í sjávarútvegi hælast oft af því að hér sé heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta fólk er með allt á hælunum. Ég kalla eftir uppgjöri um nýtingarstefnu fiskistofna við Ísland. Innleiða þarf nýja hugsun ef ekki á að fara verr."
Þetta er dapurleg niðurstaða eftir að hafa hlýtt Hafró í nær hálfa öld.
Það læðist að mér sú niðurstaða að hvalafriðunin eigi hér áhrif. Svo loðnuveiðarnar sem þorskurinn fær ekki að éta. Jón Kristjánsson hefur lagt til auknar veiðar til að hindra svelti þorskstofnsins. Á hann hefur ekki verið hlustað. Væri það ekki tilraunarinnar viðri að fela honum stjórn Hafró næstu árin? Þessi stefna með togararöllum er ekki að fúnkéra og aflinn minnkar ár frá ári.
Eða er þarna bara sjónarspil á ferðinni. Samsæri stórútgerða, bankanna og Hafró til að hækka verðið á aflaheimildunum svo að efnahagsreikningurinn fríkki?
Ekki getur það verið eða hvað Inga Sæland?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2020 | 23:55
Seinni bylgjan er hafin
á COVID 19
En vonirnar eru að glæðast með bóluefnið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 3421023
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko