4.8.2019 | 12:11
Hugsanlegur hatursglæpur?
að myrða tugi manna?
Hvað er svona glæpir annað en glórulaust mannhatur?
Á að setja svona skepnur á? Af hverju er verið að geyma svona kvikindi eins og þetta og önnur slík eins og til dæmis Breivik við sús og dús á kostnað skattgreiðenda?
Hvað eiga þeir eftir að gera fyrir mannkynið?
Eru glæpir þeirra eitthvað annað en hatursglæpir?
4.8.2019 | 11:01
Flugafrek
á heimsmælikvarða:
Hreint ótrúlegt flugafrek.
4.8.2019 | 10:46
Einar G.E.Sæmundsen
skógarvörður var ógleymanlegur maður öllum þeim sem kynntust honum. Hann var svo kátur og einstaklega skemmtilegur í orðræðum, góður yfirmaður og verkstjóri og vandaður til orðs og æðis. Hestamaður mikill og forystumaður í þeim hópi og hagyrðingur og skáld gott sem verið hafði faðir hans Einar Sæmundsen skógarmaður sem kallaður var.
Ég man aðeins Einar eldri þá er hann var orðinn gamall og slitinn. En hann hafði verið léttleikamaður á yngri árum. Guðmundur Pálsson frá Hjálmsstöðum spurði hann að því hvort satt væri að hann hefði runnið skeið þegar gossúlan úr Geysi féll niður og stokkið þvert yfir gospípuna sem fer víst beint niður eina 70 metra. Hann sagði að Einar hefði hrist sig og sagst ekki mega til þess hugsa.
En kvæði hans Einars Sæmundsen skógarmanns lifa með þjóðinni eins og snilldarverk þeirra Inga T. Lárussonar sem þeir gerðu saman um nótt "það er svo margt að minnast á..."
Einar yngri G. E. Sæmundsson og faðir minn Jón Á.Bjarnason rafmagnsverkfræðingur, Birgir Kristjánsson járnsmíðameistari og skeifnasmiður, Grímur Guðmundsson kenndur við Íspan og synir þeirra voru ferðafélagar um fjöll á hestum.
Eftir einn slíkan túr komu þeir Einar og Birgir í Haukadal og gistu í skemmu pabba. Þeir vöknuðu um morgun og þreif þá Einar panelfjöl eina sem er meira en metri á lengd og hóf að yrkja á enda hennar og hætti ekki fyrr en hann hafði ort á alla fjölina. Þennan brag náði ég að skrifa niður af fjölinni sem er orðin dálítið máð og lúin:
Birgis-Raunir:
Þegar loksins Birgir brá
blundi á þessum degi,
í kveisusting og kvölum lá
karlinn vörpulegi.
Keifaði hann á kamarsfund
keikur allavega.
Settist þar um stutta stund
og stundi óskaplega.
Ýlda, fýla og iðradót
ofan af honum gengu.
Það voru beysin blíðuhót
sem Biskupstungur fengu.
En kannski loksins fæ ég frið
fyrir skotum þínum
og við ljúfan lækjarnið
að loka augum mínum.
Þá skal sofið sætt og rótt
uns sólin roðar fjöllin
og endurvakin vökunótt
með vizku og hlátrasköllin.
Birgis Von:
Augu Birgis upp á þil
í ástaþorsta mæna.
Hann mun líka langa til
að leggjast hjá þér væna.
Matarást:
Jón í margri fjallaferð
fyllti á manni svanginn.
Ennþá snillings grautargerð
gleður ferðalanginn.
Sumarlok:
Nú skín sól á Suðurland
sumarið er á förum.
Eins og báran upp við sand
eða koss á vörum.
Viðarþurrð:
Þrýtur óðum við og vit
um vínið lítt ég hirði,
og allt er þetta andans stritA
ósköp lítils virði.
Þetta voru kátir kallar á sinni tíð og manni finnst að varla finnist þeirra margir jafningjar á nýrri öld flatneskjunnar og sérvisku.
Einar G. E. Sæmundsen var okkur öllum sem þekktum hann mikill harmdauði þegar hann beið bana í hörmulegu bílslysi árið 1969 á leið í Biskupstungur.
Þessi mynd var tekin þegar Einar var að steypa undir sumarbústað sinn á Bergstöðum síðsumars 1968.
Aðrir á Myndinni eru frá vinstri. Líklega Ólafur sonur Einars,mér óþekktur(Birgir?) , Þórarinn Benedikz skógfræðngur, Einar G. E. Sæmundsen, bloggarinn með Pétur Hákon son sinn ársgamlan á háhesti, Gunnar Skaptason tannlæknir, Þorsteinn Halldórsson og Grímur Guðmundsson kenndur við Íspan
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2019 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2019 | 09:24
Sýnisbók í stjórnmálum
Íslands mætti semja ef maður nennti að halda saman allri þeirri dellu og geðsýki sem vellur upp úr íslenskum vinstrimönnum og ESB sinnum.
Mér dettur að tilfæra hér nokkur sýnishorn af þessu:
Prófessor doktor Þorvaldur Gylfason er eitt fyrirbrigðið sem sóðar út síður Fréttablaðsins reglulega. Hvursu margir lesa þetta er ekki vitað og enn síður hvaða skoðanir menn hafa á ritsmíðum doktorsins, sem þó er langt frá því að vera alvitlaus á stundum þegar hann tínir saman hagtölur og fróðleik.
Hvað getur maður sagt þegar maður les texta eins og þennan:
"Hér eru tilfærð sýnishorn af orðbragðinu sem Háskólamaðurinn telur sér sæma að nota um Donald J. Trump:
" Ég lýsti því hér fyrir viku hversu komið er fyrir tveim sögufrægum flokkum, bandaríska Repúblikanaflokknum sem situr nú og stendur eins og víðræmdur rasisti, hálfgildingsfasisti og hreint fífl stabílt séní kallar hann sjálfan sig býður mönnum sínum og einnig fyrir brezka Íhaldsflokknum sem bíður þess að gera sams konar trúð að forsætisráðherra Bretlands. Við skulum nefna hlutina réttum nöfnum. Skófla heitir skófla eins og kaninn segir..."
Hvaðan kemur þessum Þorvaldi öll þessi óhenju vizka og sjálfsupphafning? Og þolinmæði til að hamra lygina um stjórnarskrármálið seint og snemma með útúrsnúningum.
Enn segir þessi Þorvaldur:
Það kom í hlut kommanna og AGS að reisa landið við. Þriðji flokkurinn Í miðju hruni reyndu sjálfstæðismenn að selja Ísland í hendur Rússa til að komast hjá neyðarhjálp frá AGS. Bandamenn Íslands í Nató og kommarnir! supu hveljur.
Af þeim sjö mönnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga voru fjórir hátt settir sjálfstæðismenn. Enginn þeirra var þó látinn sæta ábyrgð, öðru nær.
Sá þeirra sem keyrði Seðlabankann í kaf heldur áfram að láta ljós sitt skína í Morgunblaðinu, fjármagnaður af útvegsmönnum. Sjálfstæðismenn hafa reitt sig á réttarkerfi sem þeir hafa mannað að miklu leyti sjálfir, refsileysi og fyrningu brota, eins og t.d. þegar álitlegur hluti gjaldeyrisforða Seðlabankans var sendur til Tortólu 6. október 2008 og bankinn komst í þrot."..
Þorvaldur snýr auðvitað öllu á haus. Vinstri stjórnin setti landið á hvolf, sló skjalborg um fjármálafyrirtækin, skar upp herör gegn fjölskyldunum heimilunum svo að tíuþúsund manns missti heimili sín, mokaði milljörðum af skattfé í þjófa-og asnaveislur hjá Sjóvá, Byr,SPK og fleiri félögum. Og svo halda þeir kommarnir því fram að þeir hafi bjargað öllu?
Steingrímur gaf sér ekki tíma til að éta svo upptekinn var hann í montinu og því að halda það sjálfur að andi hans í fjármálum væri heilflaska meðan efnahagsvitið hans myndi ekki fylla meðalaglas af minnstu sort og hafi aldrei orðið stærra.
Kommarnir uppskáru eins og þeir sáðu þegar þjóðin fékk loks tækifæri að segja sitt álit eftir Icesave svikin.
Þessi umtalaði leiðarhöfundur Morgunblaðsins lýsir þessu svo:
"...Skyndiinnganga í ESB var hástig dómgreindarleysis þeirrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn sundrungarleiðtoganna missti starfhæfan meirihluta sinn þegar kjörtímabilið var rétt hálfnað en hékk löskuð áfram og tafði endurreisnina sem því nam.
Fólkinu í landinu ofbauð og með tvöföldum Icesave-gerningi magnaðist fyrirlitningin. Í kosningum vorið 2013 átti fólkið loks leik.
Vinstristjórnin sem fengið hafði hreinan meirihluta 2009 fékk þá verstu útreið sem ríkisstjórn hefur fengið.
Fastagestir stjórnmálafræðinnar á RÚV forðast eins og eldinn að rifja upp þennan sögulega hápunkt.
Ríkisstjórn hafði látið sjálfshólið ganga í fjögur ár og forkólfarnir þóttust þeir fyrstu sem tekið hefðu á því í ríkisstjórnarsögu landsins.
Gengið var með 34 þingmenn til kosninga en meira en helmingur þeirra tapaðist.
Átján þingmenn féllu og aðeins sextán lifðu nóttina af!
Hið innistæðulausa sjálfshól fann hvergi samastað nema hjá montrössunum sjálfum. Aðalástæða einstæðrar rassskellingar var ákvörðunin um að sundra þjóðinni þegar samheldni, samvinna og samhjálp hlutu að verða kjörorð hvers dags..."
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, skrifar langt mál og lítt skiljanlegt til að hakka niður hugsjónir Óla Björns Kárasonar sem reynir af veikum mætti asð synda gegn straumnum og berjast fyrir lækkun skatta og gjalda.
Ekki er nein leið að fá nokkurn botn eða boðskap í grein þessa formanns frekar en skrif formanns Samfylkingarinnar Loga Más m orkumál nema að Logi segir:
"...Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er.
Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru..."
Logi Már vill engar frekari hefðbundnar virkjanir. Logi er því heldur greinilegra afturhald en Þorgerður Katrín sem mælir nú með inngöngu í ESB að vanda og dýrkun EES-samstarfsins með svohljóðandi skrúðmælgi:
"...Þó að þingmaðurinn tali ekki skýrt um hvað hann meinar með þessu má ætla að hann sé að tala gegn fjölþjóðasamvinnu en fyrir tvíhliða viðskiptasamningum í anda Brexit og Trumps.
Flestar þjóðir drógu þann lærdóm af kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar að fjölþjóðasamvinna yrði að leysa tvíhliða viðskiptasamninga af hólmi til að tryggja sem mest viðskiptafrelsi..".
Það væri auðvelt að halda svona áfram og tilfæra speki sem vellur upp úr sumum háttvirtum þingmönnum eins og Birni Leví, Smára McCarthy og Þórhildi Sunnu og Ingu Sæland en ég hreinlega nenni því ekki. Miðað við það margt er fylleríisröfl Bergþórs og Gunnars Braga á Klaustrinu saklaust og grínagtugt.
Það er erfitt að ímynda sér að frá Alþingi sem inniheldur þvílíka hjörð af þessu sundurlynda afturhaldsfólki geti komið eitthvað sem til framfara horfir á atvinnusviði landsins, virkjanir sem annað.
Enda fer tíminn þar í salnum í meiningarlaust karp og málþóf sem engu skilar nema samræmdu pólitísku sjálfsmorði þeirra sem ætla að samþykkja Orkupakka 3 þann 3. september.Almenningur er löngu hættur að botna í málum og verklagi á þeim bæ.
Hvernig skildi landslagið líta út eftir næstu kosningar? Verður þetta lið endurkosið? Virkilega?
Sýnisbók spekinnar í íslenskum stjórnmálum þarf kannski að semja fyrir þann viðburð ef kjósendur eru þá yfirleitt ályktunarfærir.
3.8.2019 | 10:31
Af hverju ekki úðakerfi?
í byggingar?
Íslendingar eru haldnir einhverri fælingu þegar maður nefnir úðakerfi sem brunavarnir? Þetta getur fari að leka segja þeir og allt verður ónýtt undir lekanum. Eða bara þeir segja að maður bara tryggi vel og þá megi draslið brenna sem komi þá út sem hagvöxtur.
Maður fer að hugsa eftir þessa síðustu stórbruna af hverju menn vilji ekki setja upp sprinkler. Fólk er að deyja í íbúðum í nýlegum steinhúsum og hundruða milljóna tjón verða reglulega í atvinnuhúsum. Við eigum menningarhús sem myndu fútta af eins og NotreDame ef kviknaði í þeim. Það er eins og við séum fatalistar, que sera sera?
Sprinkler er sáraeinfaldur. Yfirvöldin i Scottsdale Arizona stóðu frammi fyrir rándýrri beiðni slökkviliðsins um nýja brunabíla. Þau ákváðu að kaupa enga en fyrirskipa sprinkler í allar nýbyggingar. Eftir einhvern áratug gerðu þeir upp dæmið og þá hafði enginn dáið í eldsvoða og alvarlegum brunum fækkað mikið. Reynslan var ótvíræð úðakerfunum í hag og bæjarsjóður stórþénaði.
Ein sönn saga er af glæpamönnum sem ætluðu að drepa félaga sinn. Helltu hann fullan og helltu svo bensíni yfir hann drykkjudauðan og kveiktu í. Þeim yfirsást að það var sprinkler í loftinu og furturinn bara lifði af til að fingra þá kónana.Sprinklerinn er svo ótrúlega skilvirkur að slökkva elda sem kvikna að enginn deyr í bruna þar sem hann er uppsettur.
Af hverju er þessi tregða og hræðsla við vatnstjón? Er ekki vatnstjón alltaf betra en brunatjón?
Af hverju ekki úðakerfi í allar nýbyggingar sem lækka iðgjöldin hjá tryggingafélögunum sem bæta tjónin ef ekki er búið að stela bótasjóðunum eins og glæpamennirnir gerðu hjá Sjóvá á sínum tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2019 | 19:05
Farsinn um fyllerí
Miðflokksins hélt áfram á Alþingi með einskonar Stóradómi um delerantana Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson.
Þeir eru bara auðvitað ótíndir klámkjaftar sem varla margir vilja hafa nálægt sér fulla. En þeir mega delera alveg eins og þeir vilja fyrir mér. Þeir höfða ekki til mín hvorki pólitískt né persónulega.
En mér finnst þeirra hegðun alveg hverfa í skuggann í samanburði við drullusokkshegðun Báru Halldórsdóttur.
Skripaleikurinn í kring um svínslega hegðun hennar þar sem hún laumast að fylliröftunum til að selja upptökur af þeim er farsi frá upphafi til enda.
Að halda það að að láta hana opinberlega eyða einhverjum upptökum úr gömlum farsíma sínum er hlægilegur.
Það hefur alls ekki að mínu viti verið rannsakað hvort hennar þáttur er ekki hlutur í samsæri hennar og álíka drullusokka úr blaðamannastétt sem hafi undirbúið aðförina að fyllibyttunum úr Miðflokknum.
Og ég sem hélt að maður mætti fara á fyllerí prívat án þess að vera tekinn upp og upptakan seld?. Nei, drullusokkar mega gera það sem þeim sýnist varðandi persónunjósnir bara ef þeir eru nógu vinstri sinnaðir, öfugir eða fatlaðir.
Sveiattan öllu þessu Klaustursmáli.Fyllerísfarsi þeirra Bergþórs og Gunnars Braga hneykslar mig ekki neitt á borð við það sem Bára gerði sem mér finnst frámunalega jóhannesískt og skítseiðislegt.
1.8.2019 | 17:16
Í Hafnarfirði hreyfast hlutirnir
sá ég í dag þegar ég fékk mér salíbunu á Hellurnar til að skoða mig um.
Þarna úir og grúir af iðnfyrirtækjum stórum og smáum. Það rifjaðist upp fyrir mér saga sem Kollege Guðmundur vinur minn Einarsson verkfræðingur sagði mér eitt sinn þegar hann tók á móti Japönum og vildi sýna þeim hvernig Íslendingar lifðu. Hann keyrði þá í ný hverfi og sýndi þeim það nýjasta í íslenskum blokkabyggingum.
En Japanirnir þráspurðu þegar þeir voru búnir að berja blokkirnar augum: "But where are the factories?"Þeir vildu vita á hverju fólkið lifði frekar en hvernig það byggi.
Það hefði verið gaman að fara með þá um Hafnarfjörð. Allt frá höfninni og út í Helluhraunin er gnægð byggingarlanda og þar eru aragrúi fyrirtækja og allt á fleygiferð.
Hafnarfjörður á sannarlega framtíðina fyrir sér og maður fær hérumbil komplex sem landluktur Kópavogsbúi.
Í Hafnarfirði hreyfast hlutirnir svo sannarlega og þar blómgast "the Facories" sem Japanirnir spurðu hann Guðmund Einarsson um fyrir margt löngu.
1.8.2019 | 10:29
Þar hafa menn það
óþvegið hver er stefna Samfylkingarinnar í fullveldismálum Íslands. Það er að leggja það niður og ganga í ESB.
Logi Már formaður skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag. Hann lýsir þar helstu kostum þess sem við fengum með EES.
Logi segir:
"Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi.
Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna.
En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins.
Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu.
Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti.
Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður.
Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar.
Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB.
EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar.
Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki.
Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót."
Látum vera að Logi hafi ekki heyrt um Brexit þar sem 500 milljónir breytast í 400 milljónir manna.
Fullyrðingar um farsímafrelsið standast auðvitað ekki þar sem símafrelsið og ferðafrelsið gildir um allan heim.
Fyrir tíma EES gátu Íslendingar ferðast og sótt sér menntun hvar sem var í ESB löndunum. EES samninginn þurfti ekki til þess svo mikið er víst.
Logi fullyrðir eins og aðrir íslenskir stjórnmálamenn að við eigum EES allt að þakka.
Hver getur fullyrt að við hefðum ekki fengið öll þessi réttindi með frjálsum samningum við önnur ríki um leið og við hefðum losnað við alla delluna sem við erum búnir að láta yfir okkur ganga með EES aðildinni eins og aðskilnað orkusölu og dreifingu og allskyns vitleysu sem ekkert hefur gert annað en að auka kostnað og skriffinnsku?
Til hvers höfum við fullveldi ef það nær ekki til að semja við önnur ríki? Stunda Íslendingar ekki viðskipti og nám um alla heimsbyggðina og við gerum sífellt betri samninga út um allt?
En við höfum samt ekki enn ekki fengið EES fullgiltan gagnvart okkur tollalega þó aldarfjórðungur sé liðinn frá gerð hans.
Hún er hvimleið þessi órökstudda fullyrðing um ágæti EES samningsins sem er eins órökstudd og trúarjátning í hákirkju.
Síðustu fullyrðingu Loga geta menn svo borið saman við ástandið í Grikklandi og Spáni þar sem atvinnuleysi ungs fólks er 40 % og alger efnahagsleg stöðnun ríkir samanborið við Bandaríkin hjá hinum vonda Trump sem sem prófessor doktor Þorvaldur Gylfason þykist hafa ráð á að kalla rasista í tvígang í enn einni soragrein sinni í sama blaði.
Maður veltir fyrir sér hvaða nöfn væri hægt að velja á Þorvald þennan ef maður vildi leggjast niður í svaðið til hans. Hann gerir föður sínum skömm til þar sem dr. Gylfi var fágætur séntilmaður í alla staði og ógleymanlegur þeim sem kynntust honum.
En innganga í ESB, upptaka Evru með öllu sínu atvinnuleysi, örbirgð og Þýskalandsþjónkun er það sem hæst ber hjá Loga Má og Samfylkingunni .
Ekki dettur mér í hug að kjósa neitt í þessa veru, hvorki þessa Samfylkingu eða hinn tvíburann hennar Þorgerðar Katrínar sem hún kallar öfugmælinu Viðreisn.
Þar hafa menn það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.7.2019 | 12:30
Bjarni Már Magnússon
prófessor í lögum veltir upp athyglisverðum punktum í sæstrengsmálin í Fréttablaðinu í dag:
Hann segir í niðurlagi:
"Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EESsamningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands.
Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stend ur óhagg aður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður."
Spurningin er hvort við viljum tengjast Evrópu raforkulega eða ekki?
Ef við viljum það, ættum við þá ekki að athuga að reisa Thoríum-kjarnorkuver hérlendis í stað þess að drekkja okkar fagra landi stöðugt en hafa ekki einhverja stöðuga kjarnorkufóbíu sem aðrar þjóðir hafa ekki í orkumálum? Erum við ekki að selja upprunaábyrgðir raforku sem telja fram kjarnorkuframleiðslu hvort sem er?
Bjarni bendir á hafréttarleg sjónarmið sem ekki hafa verið mikið í umræðunni um 3. orkupakkann.
31.7.2019 | 09:57
Michael Mann
hæstvirtur ambassador ESB á Íslandi skrifar grein fyrir ESB í Fréttablaðið í dag.
Skiljanlega mæra hans hávelborinheit Mann ambassador Evrópusambandið og hina nýju forstýru sem íbúar hafa nú fengið yfir sig án þess að hafa kosið hana sértaklega.
Herra Mann lýsir uppbyggingu og stefnu sambandsins ágætlega.Hann nefnir ekki að sambandið er að rýrna um meira en 60 milljónir við útgöngu Breta innan tíðar og er því ekki 500 milljónir manna lengur.
Jafnframt blasir við öllum hversvegna Evrópusmbandið getur aldrei keppt við lýðræðisríkið USA vegna þess að þjóðarvitundina vantar.
Herra Mann segir í niðurlagi:
"Í innflytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomulagi um fólksflutninga og hælisleitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksflutningum, berjast gegn smyglurum og mansali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu f lóttamanna.
Hún stefnir að því að flýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunnar.
Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði.
Lýðræði og samráð
Til að auka lögmæti evrópsks lýðræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess.
Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár.
Undanfarna áratugi hefur Evrópusambandið stækkað, þroskast og eflst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí.
Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheiminum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öf luga verkefni til farsællar framtíðar."
Ekki get ég sagt að herra Mann hafi sannfært mig um ágæti Erópusambandsins í þessari grein frekar en annar málflutningur í þá veru. Miklu frekar blasa við mér hvernig skortur á þjóðernisvitund í þessu tollasambandi getur aldrei keppt við þá lýðræðisþjóð sem því var gegn stefnt, Bandaríkjum Norður- Ameríku.
Mér finnst reynslan í utanríkismálum frá tímum Bosníu-stríðsins ekki benda til þess að Evrópusambandið geti ákveðið sig í því að beita sameiginlegum herstyrk eins og hinn nýi forseti boðar að setja skuli á stofn. Eða hvernig hafa efnahagsmál þróast í þessu Evrópusambandi borið saman við hagvöxt og atvinnu í USA? Hvar er hagvöxturinn og atvinnan fyrir unga fólkið í sambandsríkjunum?
Þurfa ekki hans hávelborinheit Herra Michael Mann að koma með frekari framtíðarsýn og vitnisburði um árangur fyrir þetta mikla embættimannastjórnaða skriffinnskubákn Evrópusambandið, sem ekki hefur getað skilað ársreikningum um árabil ef hann ætlar að sannfæra Íslendinga um ágæti þess?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2019 | 23:03
Hverjir eru kostirnir Björn?
ef engir eru ókostirnir?
"Í tilefni af öllu þessu skal hér ítrekuð spurningin:
Hvert er valdaframsalið?
Þrjár greinar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. júlí 2019 geyma því miður engar skýringar á þessu lykilatriði.
Ein er til stuðnings upprisu Miðflokksins, önnur um andstöðu við EES og sú þriðja um skort á umræðum innan Sjálfstæðisflokksins.
Það leynist margt í þriðja orkupakkanum en þó ekkert valdaframsal."
En hvar leynast kostirnir Björn?
30.7.2019 | 12:44
Þversum er Björn
Bjarnason í Orkupakkamálinu. Hann neitar öllu öðru en að samþykkja pakkann af því hann sé skaðlaus.
"Í lok Staksteina áréttar blaðið þá skoðun sína að með stuðningi við þriðja orkupakkann hafi þingflokkur sjálfstæðismanna ályktun landsfundar að engu og að Bjarni Benediktsson hafi horfið frá yfirlýsingum sínum á þingi um orkupakkann og enn skýringarlaust eins og segir í ritstjórnardálkinum.
Ályktun landsfundarins sem þarna er nefnd snerist um andstöðu við framsal á valdi. Ekkert slíkt felst í tillögum sem nú liggja fyrir alþingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og þingflokkur þeirra hefur samþykkt.
Bjarni Benediktsson hefur oftar en einu sinni skýrt umræddar yfirlýsingar sínar á þing. Hann gaf þær á alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um hvað fælist í landsfundarályktun sjálfstæðismanna. Bjarni skýrði efni ályktunarinnar og þar með andstöðuna við framsal á valdi í orkumálum. Stuðningur við þriðja orkupakkann gengur hvorki gegn orðum flokksformannsins né ályktun landsfundarins. Það hefur margsinnis verið skýrt á skilmerkilegan hátt.
Í tilefni af öllu þessu skal hér ítrekuð spurningin: Hvert er valdaframsalið? Þrjár greinar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. júlí 2019 geyma því miður engar skýringar á þessu lykilatriði. Ein er til stuðnings upprisu Miðflokksins, önnur um andstöðu við EES og sú þriðja um skort á umræðum innan Sjálfstæðisflokksins. Það leynist margt í þriðja orkupakkanum en þó ekkert valdaframsal."
Björn hefur þó ekki skýrt hvaða kostir fylgja samþykkt pakkans. Hvað samþykktin muni kosta Sjálfstæðisflokkinn í stað þess að beygja hjá?
Þar er Björn aðeins þversum og afþvíbara.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko