4.4.2012 | 13:35
Ráð-og rökleysur
verða fólki ljósar við lestur greinar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um áform ríkisstjórnarinnar um að trufla Forsetakosningarnar með spurningavagni um 115 greinar stórnlagaráðsritgerðarinnar, sem er mikill doðrantur, líklega 10 sinnum meira lesmál en núverandi stjórnarskrá og 100 sinnum lengri en stjórnarskrá Bandaríkjanna. Skiljanlega því óunninn að flestu leyti og því gersamalega óhæfur til notkunar sem stjórnarskrá í nokkru landi.
Grípum niður í grein Guðlaugs:
"...Við gerð spurninga í skoðanakönnunum og þá sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslum er alger forsenda að þær séu skýrar og að allir sem koma til með að svara skilji þær á sama veg. Ef það er ekki gert er hætta á að niðurstaðan verði marklaus.
Þetta er þverbrotið í öllum spurningum ríkisstjórnarinar, að undanskilinni spurningu 5. Á sama hátt má ekki gefa sér - líkt og þarna virðist gert - að allir sem svari hafi sömu þekkingu á því sem spurt er um. Spurningarnar eru allt of víðar, óskýrar og hugtakanotkun er óljós og fyrir marga mun hún hljóða flókin.
Spurningar ríkisstjórnarinnar
1. spurning
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Þess má geta að tillögur stjórnlagaráðs eru í 115 greinum.
Augljóst er að skilgreina þarf viðfangsefnin mun betur; hvað er átt við með að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar? Óbreyttar? Í heild? Að hluta og þá að hve miklu leyti? Hvaða tillögur? Er það skýrt í hugum fólks sem mætir á kjörstað hvaða tillögur er verið að tala um, hvað þær innihalda og þýða?
Og svo á að svara já eða nei... Segjum sem svo að kjósandi þekki 115 tillögur stjórnlagaráðs og telji sig tilbúinn til að svara; hvað ef kjósandanum finnst tillögurnar misgóðar; gæti alveg hugsað sér að tillögur x, y og z væru lagðar til grundvallar? Hvort ætti kjósandinn þá að segja já eða nei?
En það veit enginn hvað er átt við með því að tillögurnar verði »lagðar til grundvallar«. Þýðir það að ný stjórnarskrá mun taka mið af öllum tillögum stjórnlagaráðs, að öllu leyti, eða bara hluti þeirra, og þá að sumu leyti en ekki öðru... og að hvaða leyti þá?
2. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já eða nei.
Hvað átt er við með »náttúruauðlind«, er það hafið? Fiskurinn? Jarðvarmi? Fallvötnin? Fallegir staðir sem nýta má í þágu ferðamanna?
Og hvað er »þjóðareign«? Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, hefur t.d. bent á að: ,,Í ákvæði stjórnlaganefndar felst að »þjóðareign« vísar ekki til eignarréttar í lagalegum skilningi - hvorki ríkiseignar né sérstaks (nýs) eignarforms. Þvert á móti vísar hugtakið til þeirrar hugmyndar að náttúruauðlindir Íslands séu gæði sem þjóðin öll hefur ríka hagsmuni af (ekki ósvipað því að við, þjóðin, »eigum« tungu, bókmenntir, landslið í handbolta, o.s.frv.). Af þessu leiðir að auðlindir í þjóðareign geta lagalega verið háðar eignarrétti einkaaðila, eign ríkisins eða verið eigendalausar.«
Og sama og í spurningu 1: Já eða nei.
Hvað ef kjósandi hefur mismunandi afstöðu til fiskveiða og jarðvarma? Hvað um fólk sem hefur ólíkan skilning og mismunandi afstöðu til »þjóðareignar«?
3. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já eða nei.
Þjóðkirkja hvað? Hvernig ákvæði? Er verið að vísa til skilgreiningar á þjóðkirkju líkt og hún hefur verið skilgreind fram til þessa? Hvernig hefur hún verið skilgreind fram til þessa? Er það skýrt í hugum fólks? Hafa allir sama skilning á því?
4. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já eða nei.
»Persónukjör« - hvað þýðir það? ...heimilað í meira mæli en nú«? í hve miklum mæli og hvernig væri því háttað? Þetta þarf að skýra. Hér er um að ræða óskýra hugtakanotkun og ekki fyrirfram gefið að allir skilji á sama veg.
5. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já eða nei.
Þetta er óvenju skýrt.
6. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já eða nei.
»Tiltekið hlutfall« - hve hátt hlutfall geti krafist þess að »mál« - hvernig mál? - Öll mál? Fari í »þjóðaratkvæðagreiðslu«? Hvernig verður því háttað?
Sitjandi ríkisstjórn hefur í kringum sig hjörð fræðimanna sem um leið eru álitsgjafar, þetta fólk hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum þar sem þeir tjá sig gjarnan um hin ýmsu mál. Þeim hefur til að mynda orðið tíðrætt um vinnulag í kringum stjórnarskrána. Þessir aðilar ýmist kenna aðferðafræði eða hafa góðan aðgang að slíku fólki. Það vekur því furðu að enginn úr þessum hópi hafi bent á hið augljósa: að spurningar í kosningum og skoðanakönnunum þurfa að standast aðferðafræðilegar kröfur. Það gera spurningarnar í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu ekki. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að jafnvel þótt hún færi fram yrðu niðurstöður hennar markleysa."
Þarna er sýnt fram á með skýrum hætti að útilokað er að svara margræðum spurningum með já eða nei.Aðeins 5. spurning er til þess hæf.
Þessi áform ríkisstjórnarinnar um truflun þýðingarmikillar stjórnarskrárbundinnar athafnar sem er um kjör Forseta Íslands, er bæði illyrmisleg ef ekki ólögleg og stjórnarskrárbrot og svo afspyrnu órökvís hvað varðar uppsetningu spurninganna, að aðeins væri við að búast af slíku liði sem nú situr stjórnarráðið.
Guðlaugur Þór á þakkir skildar fyrir að vekja athygl á þessu með svo skýrum hætti.
4.4.2012 | 13:14
Leiðari Morgunblaðsins 4.apríl 2012
er eitthvað sem ég vona að sem flestir lesi.Það er því ástæða til þess að hvetja þá sem ekki sjá það blað að renna yfir þetta skrif.Til þess að létta þeim ómakið birti ég leiðarann hér;
"Hinar nöturlegu niðurstöður skoðanakannana hafa sett stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar út af laginu. Aðeins einu sinni áður hefur fyrirlitning þjóðar á fyrirmennum sínum mælst önnur eins í sögu skoðanakannana. Og það gerðist við þær einstöku aðstæður, þegar barsmíðabyltingin stóð sem hæst. Eggjum, tómötum og grjóti rigndi yfir ríkisstjórn sem þegar var löskuð vegna innanmeins, Samfylkingar sem misst hafði kjark og fóta og var því á síðasta snúningi.
Mótmælin voru ekki aðeins úr ríki náttúrunnar. Hreinum óþverra var sturtað yfir þjóðþingið og sama eðlis voru stóryrðin sem glumdu um allan miðbæinn úr rándýru hátalarakerfi, sem »einhver« borgaði fyrir, kvöld eftir kvöld, helgi eftir helgi. Og helstu öryggisstofnun þjóðarinnar þóttu þessi ósköp ekki nægja. Hún útvarpaði hvaða sívirðingum sem hentaði yfir nafngreinda einstaklinga, sem komu engum vörnum við. Hún kom á framfæri skilaboðum frá »skipuleggjendum« um að fólk hefði með sér potta og pönnur að heiman svo gera mætti lífið nær óbærilegt fyrir þjóðkjörna fulltrúa að störfum og stefna öryggi, heill og heilsu fámenns lögregluliðs í mikla hættu. Og hún útvarpaði jafnvel tilkynningum »skipuleggjenda« um hvar embættislegir óbótamenn ættu heimilisfesti!?
Á meðan öll þess ógnarbylgja gekk yfir náði Gallup í eitt skipti að fá fram lakari mælingu en sú er sem nú er til vitnis um álitshnekki ríkisstjórnar, sem enn þá lífvana lafir í landinu. Sú ríkisstjórn kallaði sig í upphafi »forystusveit fólksins«, »norræna velferðarstjórn« og útnefndi sjálfa sig sem aflið sem slá myndi »skjaldborg um heimilin.«
Slík stjórn átti auðvitað upphafsreit í himnaríkisparadísarsælu skoðanakannana. En með ævintýralegum hætti tókst henni að slá hraðamet Adams, en eins og heimurinn veit var Adam ekki lengi í Paradís.
Og nú gefa forkólfar ríkisstjórnarinnar skýringar, eða öllu heldur skýringu, á því að útkoman sé orðin svo afleit. Einum rómi rymja þeir að í rauninni sé þetta næsta eðlileg niðurstaða. Ríkisstjórnin hafi staðið í erfiðum endurreisnarverkum og slíkt sé aldrei til vinsælda fallið.
Hvaða verkum? Ríkisstjórnin eyddi miklum tíma og fjármunum í fyrsta Icesavesamninginn. Um það mikla mál var fjallað í pukri og átti að keyra í gegn umræðulítið. Það var stöðvað og 98 prósent kjósenda sem að málinu komu höfnuðu því og komu í veg fyrir að endurreisnin færi ofan í niðurfallið. Ríkisstjórnin var komin upp á kant við 98 prósent kjósenda í öruggu úrtaki, þúsund sinnum stærra en nokkur skoðanakönnun.
Þó hafði Ríkisútvarpið og ósjálfstæður seðlabanki og hópur heiðurskonsúla Kúbu norðursins básúnað slíkan hræðsluáróður að annar eins hafði ekki heyrst. En ekkert dugði. Samt var reynt aftur! Og enn var ríkisstjórn rassskellt af fólkinu í landinu. Allt stjórnkerfið var í aðlögunarvinnu fyrir ESB-aðild, með miklum kostnaði, gegn vilja þjóðarinnar og með einstæðustu svikum íslenskrar stjórnmálasögu.
Næst var ráðist að sjálfri stjórnarskránni. Þátttaka í allsherjarkosningu um málið var svo slök að augljóst var að ríkisstjórnin væri ekki samferða þjóðinni í því fremur en öðru. Undirbúningur kosninganna var í skötulíki. Hæstiréttur Íslands neyddist til að ógilda kosninguna. Kostnaður við þessa atlögu að stjórnarskránni slagar þegar upp í einn milljarð króna. En samt var ekki hætt, heldur var hæstarétti landsins gefið langt nef rétt eins og Ísland væri siðlaust bananalýðveldi.
Aðalgrein íslensks efnahagslífs, sjávarútvegurinn, hefur legið undir samfelldum árásum frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar, með ómældum skaða fyrir hann og þjóðarbúið.
Og hvað um heimilin og skjaldborgina? Hörmungarsaga um samfelld svik. Það eina sem dugað hefur fólki eitthvað eru ákvarðanir Hæstaréttar. En hverri lagasetningu stjórnarmeirihlutans af annarri hefur á hinn bóginn verið hafnað af dómstólunum.
Þegar alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson lagði til vorið 2009 að samþykkt yrðu lög um flýtimeðferð mála sem snertu hagsmuni viðskiptavina bankakerfisins sem voru í uppnámi eftir hrun bankakerfisins, þá var sú tillaga svæfð. Nú, þremur árum síðar, ræða stjórnarliðar um nauðsyn þess að samþykkja slík lagafyrirmæli!
Þessi örfáu dæmi af ótal mörgum sýna að það er ekki bjargvættur heldur bölgróin ríkisstjórn sem var að fá sína einkunn. Og þau sýna einnig að síst er hún ósanngjörn."
Það er hollt að lesa þessa samantekt um stöðu mála eftir 3 ára slímsetu ríkisstjórnar sem er ekki hissa á óvinsældum sínum og telur þær stafa af því að hún hafi staðið í svo óvinsælum tiltketarmálum eftir íhaldið. Þó að maður reyndi til þrautar að finna þessu stað þá er mér að minnsta kosti það um megn.
Hinsvegar leiðir það hugann að því að það stefnir í það að þjóðin þurfi að þola aðgerðaleysi í atvinnumálum og vatnsaflsvirkjunum í heilt ár til viðbótar.nærri 400 daga án þess að minnsta viðleitni sé í gangi til að stöðva landflóttann og efla atvinnulíf í landinu, auka sókn í sjávarútvegi og efla stóriðju til landsins. Menn gætu rétt ímyndað sér hvernig ástandið væri hér án þeirra stóriðjuframkvæmda sem okkur þó lánaðist aðkoma á fót á síðustu hálfu öld eða svo mestan tíman í harðri andstöðu við þau öfl sem nú ráða för.
Í því ljósi sér maður hversu dýrmætir 400 glataðir dagar eru í raun og veru.
Leiðari Morgunblaðsins í dag er holl áminning fyrir þjóðina að tíminn er dýrmætur og það er ábyrgðargluti að fara illa með ævidaga.
1.4.2012 | 15:39
Hvað er fyndið?
Það má legni deila um hvað er fyndið. Þennan brandara fékk ég sendan og fannst hann fyndinn. Það er ekki víst að öðrum finnist hann fyndinn, kannski rasískur.
An Arab student sends an e-mail to his dad, saying:
Dear Dad
Berlin is wonderful, people are nice and I really
Like it here, but Dad, I am a bit ashamed to arrive
At my college with my pure-gold Ferrari 599GTB
When all my teachers and many fellow students
Travel by train.
Your son, Nasser
The next day, Nasser gets a reply to his e-mail
From his dad:
My dear loving son
Twenty million US Dollar has just been transferred
To your account. Please stop embarrassing us.
Go and get yourself a train too.
Love, your Dad
é man eftir því að ég hitti íslenskan kaupsýslumann í árdaga kanaríferða og vasareiknivéla. Hann sýndi mér eina reikninvél sem hann hafi keypt í ferðinni. Þessi kostaði hundrað sagði hann hróðugur því þetta voru gersimar sem voru ekki á allar færi að eignast.
Svo voru líka vélar með sin og cos og kostuðu 200 sagði hann svo. Kannski hefði ég átt að kaupa þær heldur? Hvað er annars þetta sin og cos?
Oftar eru brandarar á einhvers kostnað en ekki alltaf.
ACTUAL AUSTRALIAN COURT DOCKET 12659 ---
A lady about 8 months pregnant got on a bus.
She noticed the man opposite her was smiling at her..
She immediately moved to another seat.
This time the smile turned into a grin, so she moved again.
The man seemed more amused.
When on the fourth move, the man burst out laughing,
She complained to the driver and he had the man arrested.
The case came up in court.
The judge asked the man (about 20 years old)
What he had to say for himself.
The man replied,
'Well your Honour, it was like this:
When the lady got on the bus,
I couldn't help but notice her condition.
She sat down under a sign that said,
'The Double Mint Twins are coming' and I grinned.
Then she moved and sat under a sign that said,
'Logan's Liniment will reduce the swelling,' and I had to smile.
Then she placed herself under a deodorant sign that said,
'William's Big Stick Did the Trick,' and I could hardly contain myself.
But, Your Honour, when she moved the fourth time
And sat under a sign that said,
'Goodyear Rubber could have prevented this Accident!'
... I just lost it.'
'CASE DISMISSED!!'
Þetta er í rauninni fyndið nemaeinhverjum þyki á minnihlutahópa hallað eða femínísma. Spurning er þá hvað er fyndið?
1.4.2012 | 12:56
Darling Google!
Í fyrsta sinn er ég ekki sammála Gunnari Rögnvaldssyni þeirri miklu mannvitsbrekku og bloggvini mínum.
Gunnar segir svo:
"Vandamálið með Google
er það að fyrirtæðið kann ekki að hafa viðskiptavini. Og kann ekki að umgangast þá. Fyrirtækið er ekki með eiginlega viðskiptavini og hefur aldrei haft eiginlega viðskiptavini, bara notendur og auglýsendur. Google er eins konar ókeypis þetta og hitt. Flest, ef ekki allt, sem þeir gera er gallað og heldur áfram að vera gallað, endalaust. Hlutabréf fyrirtækisins hafa varla haggast í 5 ár. Það segir sitt og sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú.
Leitarvélin þeirra er ekki lengur góð. Reyndar er ekkert af því sem Google gerir first class. Það er bara gert. Bara gert og gert þangað til peningarnir eru búnir.
Þetta fyrirtæki mun sennilega aldrei geta orðið stolt af þeim hlutum sem það aldrei gerði. Aldrei stolt af því sem það lét ekki leiðast út í.
Fyrirtækið er þess eðlis að það mun aldrei læra að hafa viðskiptavini. Og þeir sem vinna hjá fyrirtækinu eru því eftir því. Ótengdir og lost in space.
Darling Google er að fölna. Þeir stigu útaf stígnum."
Allt er rétt sem Gunnar segir nema síðasta setningin. Þó svo að Google setji einhverja krækju inn á mann sem skammar Íslendinga fyrir hvalveiðar, þá megum við ekki halda að það sæe dauðasök að setja útá Íslendinga.
Google er alltaf að batna. Google er dásamlegasta fyrirtæki í heimi. Það sem það er búið að gera fyrir mannkynið er ómetanlegt hvernig sem á það er litið. Og þér og mér og öllu mannkyninu er fært þetta allt ókeypis. Hvað yrði það lengi ef íslenskir lágvöruverðskaupmenn kæmust þar til valda?
Google á að fá friðarverðlaun Nóbels, bókmenntaverðlaun Nóbels, eðlisfræðiverðlaun Nóbels og helst allar þær orður sem til eru, innifalinn Fálkakrossinnaf sverustu gerð áður en Óli lætur af embætti.
Guðisélof fyrir GOOGLE!
31.3.2012 | 12:33
Áfram niður
með lífskjörin. áfram með höftin, áfram með ringulreiðina. Hlustum áfram á Alþingi vort með sínni sundurþykku samsetningu ræða sín hjartans mál. Horfum á ný forsetaframboð sem leiða hugann frá hörmungunum, kosningar um stjórnarskrá og umræður um áhrif virkjana á laxagengd í Þjórsá eins og þjóðin lifi lengur á laxveiðigróða einstakra bænda en megawöttum fyrir milljónir manna. Engar vatnsaflsvirkjanir á næstu árum er lokahnykkur gjafa þessarar ríkisstjórnar og fagnaðarerindis fyrir land og lýð.
Ég horfi á landflóttann með skilningi. það er ekki furða að fólk gefist upp og nenni ekki að hanga yfir þessu. Við erum þjóð í hafti og fjötrum kommúnista sem hafa ekki önnur úrræði í efnahagsstjórn en að skipta skortinum einum.
Hvernig ætli kosningaloforðalisti Steingríms og Jóhönnu muni líta út? Hvað verða margir sem trúa? Vafalaust mun þeim verða tíðræddara um fortíð Sjálfstæðisflokksins og vafninga hans eða peninga Sigmundar Davíðs og pabba hans, kvóta Halldórs heldur en framtíð þjóðarinnar. Spurning hversu margir setja fortíðin ofar framtíðinni?
Vonandi eru lýðræðisöflin og þjóðrækið fólk farið að starfa eins og skuggaráðuneyti sem undirbúa byrjun virkjanaframkvæmda í neðri Þjórsá samfara nýjum orkufrekum iðnaði. Á fyrstu viku nýs þings verður vonandi öllum ráðstöfunum kommúnistastjórnarinnar sópað burtu í allri stjórnsýslunni, og nýtt fólk sett inn í nauðsynlegar lykilstöður. Slétað yfir öll unnin skemmdarverk stjórnarinnar og tekið til hendinni í að reyna að byggja þetta land upp og lýðinn sem þar þraukar ennþá.Og stjórnarskráin látin víkja fyrir öðru nauðsynlegra.
Ekki bara áfram niður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2012 | 14:28
Tær snilld
birtist í grein Sigurðar V. Sigurjónssonar læknis í Mbl. í dag.
"
Hjörleifur Stefánsson arkitekt reit góða grein í Fréttablaðið 4. febrúar sl. Þar stakk hann upp á að Perlan yrði gerð að Náttúruminjasafni Íslands. Perlan væri tákn Reykjavíkurborgar með fögru útsýni. Þaðan séð væri fjallahringurinn ægifagur. - Það er furða að ekki skuli vera komin fyrir löngu skilti á svalir staðarins sem lýsa tilurð þessa hrings.
Skoðum fyrst mynd í norður - síðan mynd í suður.
Fjallasalur norðursins segir sögu síðustu ísaldar, sl. 3 milljónir ára. Vestast er Akrafjall, en efst á því er jökulberg, Rauðrönd, menjar fyrsta víðfeðma ísaldarjökulsins. Þetta er við mynni Hvalfjarðar, en báðum megin eru nú fornir skriðurunnir sjávarhamrar. Í Kollafirði, sunnan mynnisins, er askja megineldstöðvar sem kennd er við Kjalarnes. Aðeins sunnar, austar og nær í tíma eru leifar öskju í Viðey og í Vatnagörðum. Varmi sem enn er í iðrum eldstöðva í nágrenni Reykjavíkur yljar nú hjartarætur íbúanna í gegnum Hitaveituna. - Akrafjall sjálft er 3-5 milljóna ára gamall blágrýtisstafli, hraunlög frá síðasta hluta tertíer-tímans. Skarðsheiði er sama eðlis, en hraunlögin þar eru runnin frá megineldstöð Hafnarfjalls.
Á síðustu jökulskeiðum ísaldar (síðustu hundruð árþúsundin) hefur falljökull grafið hratt á bak aftur þann Hvalfjörð sem við þekkjum. Köld tunga skriðjökuls hans hefur oft legið við munnopið og sleikt út um, eins og sjá má merki um þar. Ávöl austurhlíð Akrafjalls og v-laga dalverpi, sem hangir þar niður undir þessa nú horfnu tungu, segja sína sögu. Þarna við mynnið sjáum við glímuvang Ægis og hrímþursa. Sunnan í Skarðsheiði hanga líka u-laga jökuldalir, grafnir af litlum skriðjöklum niður að meginjökli fjarðarins. Á efra borði þessa fjalls og Esjunnar eru leifar eldri ósýnilegs dalbotns hangandi hátt yfir firðinum. Sennilega nær sá rofflötur hraunfletinum sjálfum sunnar í brún Kistufells. Austar er ávöl bunga Skálafells, en þar hefur jökull gengið yfir andstætt flötum láréttum kolli Kistufells. Þar á milli eru bleikir Móskarðshnjúkar, ljósgrýtisinnskot eins og síðustu andvörp megineldstöðvarinnar í Stardal. Nú liggur Mosfellsdalur í gegnum öskju hennar, grafstóna. Ung grágrýtishraun frá Mosfellsheiði þekja svo dalbotninn og ná vestur út í sundin, en þar stendur Reykjavíkurborg og perla hennar.
Frá rekbeltinu Þingvellir-Hengill að títtnefndu mynni Hvalfjarðar eru 30 km og 3 milljónir ára (elst vestast). Hér birtist því »freðið« landrekið, kjölfar Ameríkuflekans sem rekur í vestur einn cm á ári. Þetta staðfestir m.a. aldur bergs vestast í Esjurótunum, 3 milljónir ára.
Í sjávarhömrum SV-Esjunnar er bláleitt hverasoðið móberg með kalkspati (þverskorinn hryggur), myndað í jökli kuldaskeiðs fyrir 2,5 milljónum ára (kalksteinn þaðan var brenndur þar sem nú er Kalkofnsvegur) með sprungusveimi tengdum Kjalarnesseldstöðinni. Eldvirknin hefur svo haldið þar áfram næsta hlýskeið og drekkt móberginu með hraunlögum sínum. Nú birtist þetta sem móbergsfjall innan í Esjunni.
Þegar horft er til suðurs út á Reykjanesskaga sést vel sama fyrirbæri gerast í nútíma. Hvernig móbergstindar síðasta jökulskeiðs eru að hverfa undir hraunbreiður síðustu 10 þúsund ára. Af tindi Trölladyngju sér sumstaðar á koll þeirra í óbrinnishólmum niðri á hraunsléttunni.
Úti við Reykjanestá (=hæl) gengur »Miðgarðsormur«, mið-Atlandshafshryggurinn á land og hlykkjast skástígur þvert norður yfir landið og stingur sér síðan niður í hafið við Öxarfjörð, þó eigi hauslaus.
Reykjanesfjallgarður er líka leiksvið elds og íss. Þar rísa móbergshryggir myndaðir í jökli ísaldarskeiða og móbergsstapar með hraunskjöldum sínum á kollinum, til marks um hæð jökulsins. Þar er Langahlíð, samsettur stapi krýndur nútímahraunum sem hvíla á grágrýtisskildi sem liggur síðan á jafngömlum móbergs-sökklinum. Lögun fjallsins gefur góða hugmynd um legu og lögun skriðjökulsins sem faðmaði fjallið. Svipaður skjöldur eða lag er einnig ofarlega í Vífilsfelli og Bláfjöllum, en ofan á því liggur lægri móbergshryggur. Kannski jafnaldra berginu neðan við og sýnir þá hlé sama goss, sbr. Hlöðufell.
Lengst í austri er svo helgasta vé Fjallkonunnar, Þingvellir. Þar eru rætur landsins, berggrunnsins og menningarinnar sem á honum hvílir. Þar fæddist landið, Alþingi, lögin og kristnin. Þar fæddust líka sumir inn í nýjan heim. Og yfir Þingvöllum gnæfa Botnsúlur, leifar af stapa svipuðum ungri drottningu öræfanna, Herðubreið. Þar hafa hrímþursar aðeins bitið í skjaldarrendur, en förin eru dýpri og ná inn að miðju í Botnsúlum. Þær, eins og fjöllin sitt hvorum megin Hvalfjarðar, hafa lyftst í upphæðir og hvort tveggja vegna affergingar við rof. En þær tróna líka á upplyftum vesturbarmi sigdals vallanna.
Máðir grágrýtisskildir Mosfellsheiðar og svæðisins vestan Hengils greinast illa, en Reykjavíkurborg að meðtalinni Öskjuhlíð stendur á slíkum dyngjuhraunum. Öskjuhlíð var lítil eyja í lok síðasta ísaldarskeiðs, enda jökullaust landið þá ekki fullrisið undan fargi hans. Lábarið grjót hinnar fornu fjöru og skeljar í leirsteini Skerjafjarðar (Fossvogslögin) segja þessa staðbundnu sögu. Sömu sögu segja lábarðir hnullungar skersins, sem Kópavogskirkja stendur á.
Langt í vestri úti við sjónarrönd rís svo eldkeila á besta aldri, megineldstöðin Snæfellsjökull.
Hvergi í heiminum er boðið upp á slíkt sjónarspil. Þar yrði sýning íslenskrar náttúru úti og inni, nær og fjær.
Ekki má láta þetta tákn Reykvíkinga, og raunar allra Íslendinga, í hendur blindra svokallaðra fjárfesta, sem virðast lítið skynbragð hafa á annað en fé er - það yrði hneyksli. Sjá andanna menn við Reykjavíkurtjörn aðeins »guðslambið«? Á að fórna því, þar sem stutt er til páska, fyrir skammlíft silfur?
Ef þetta djásn er á leið á krossinn, eigum vér að gerast musterisriddarar og reka þessa kauphéðna út úr helgidóminum, musteri náttúrunnar, harðri hendi.
Gerum Perluna að náttúruminjasafni íslensku þjóðarinnar!"
Það þarf snilld til að skrifa svona um jarðfræði Íslands sem Sigurður læknir gerir. Hversu þægilegra væri ekki að lesa námsbækur sem væru skrifaðar af svona tilfinningu?
Ég mátti til að vekja athygli á þessari tæru snilld fyrir þá sem ekki lesa Moggann þó þeim fari nú aftur fækkandi með vaxandi brambolti ríkisstjórnarinnar.
30.3.2012 | 00:08
Bravó Jón Gunnarsson !
þú sagðir það!
"Þegar lýðræðið og kommarnir rekast á þá skal lýðræðið víkja."
Þannig hugsa kommúnistar og hafa alltaf hugsað. Og þannig hugsa þeir í ríkisstjórn Íslands sem er að meirihluta skipuð kommúnistum fornum og nýjum, þó þair hafi málað yfir nafn og númer að hætti landhelgisbrjóta.
Þetta var rétt Jón Gunnarsson. Enda heyrðust ýlfrin í ríkisstjórnarliðinu þegar orðin féllu svona til að undirstrika að sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Bravó Jón Gumnarsson!
29.3.2012 | 22:15
Fáránleiki
Í dag hefur staðið umræða um vitlausustu þingsályktunartillögu sem nokkru sinni nokkrum hefur dottið í hug að leggja fyrir heila þjóð.
"Alþingi ályktar að tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningum 30. júní 2012.
Eftirfarandi spurningar verði bornar upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
1. Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?
Merktu í reitinn fyrir framan þann valmöguleika sem þú kýst.
* Já, ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga.
* Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
* Tek ekki afstöðu.
2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði Já Nei Tek ekki afstöðu
1. náttúruauðlindir lýstar þjóðareign ?
2. ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er ?
3. persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er ?
4. ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ?
5. ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera?
* 10%
* 15%
* 20% "
Hvað er náttúruauðlind? Norðanvindurinn ? Sunnanvindurinn? Rigningin? Sjávarföllin? Sólin? Á Jóhanna Sigurðardóttir að ráða sólinni í umboði islensku þjóðarinnar?
Allt kraftar náttúrunnar sem virkjaðir eru til orkuvinnslu.
Laxveiði í Kjarrá? Hver á að selja veiðileyfin? Geysir í Haukadal? Hver á tekjurnar af komu ferðamanna að Gullfossi og Geysi?
Hvað er Persónukjör? Eru útstrikanir persónukjör? Eru prófkjör flokka persónukjör? Til bæjarstjórnar eða Alþingis? Er biskupskjör persónukjör?
Tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðis? Um hvaða mál? Öll mál? Icesave undanþegið?
Ég er viss um það, að Útvarp Saga væri ágætlega betur til þess fallin að komast að afstöðu þjóðarinnar í einni síðdegiskönnun heldur en svo illa grundaðar spurningar og því heimskulegar sem þær eru órökvísar.
Sérstaka athygli vekur að sá sem ber ábyrgð á að þessu máli öllu, Þór Saari, sá ekki ástæðu til að vera á þinginu í þessum umræðum. Og Björn að baki Kára ekki heldur.
Umræðurnar á Alþingi í dag eru því miður fyrirlitlegur farsi se komið er fram af fullkomnum trúðshætti í hrosskaupum.
Hvað annað fær Saari að launum fyrir þetta leikrit en þennan fáránleikadag á Alþingi? Verður hann kannski sendiherra í ESB hjá Össuri?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2012 | 17:48
Á Alþingi
fer fram meðan ég skrifa þetta hér á Florida í fjarlægðinni umræða um það hvort eigi að blanda einhverjum spurningavagni ríkisstjórnarinnar í Forsetakosningarnar. Fyrir utan það hversu fráleitt mér sýnist það samrímast stjórnarskránni og því mikilvægi sem þar er forskrifað um að velja Forseta í þjóðkjöri, að draga þannig athyglina frá þessari alvarlegu athöfn lýðræðisins íslenska, þá er birtist manni það í umræðunum, að spurningarnar fyrirhuguðu eru svo vanhugsaðar og ómarkvísar, að furðu sætir að þessi blómi þjóðarinnar skuli bera slíkt á borð. Þær eru órökrænar í röð sinni og samhengislausar auk þess sem niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur engin áhrif, þar sem aðeins Alþingi getur gert breytingar á stjórnarskránni.
Bæði Pétur Blöndal og Asmundur Daði hafa sýnt fram á hversu furðulegt er að spyrja um afstöðu fólks til auðlinda og fullveldis þjóðarinnar og spyrja þá ekki um afstöðuna til ESB umsóknarinnar, sem óneitanlega tengist þessu hvorutveggja órjúfanlega. Yfirgnæfandi líkur má telja á því að þjóðinni séu önnur mál ofar í huga en ófullburða tillögur stjórnlagaráðs. Þjóðin þarfmast aðgerða í atvinnumálum í stað innantómra orða um ekki neitt.
Eftir situr í vitum mér ólykt af yfirgangi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms j. Sigfússonar gagnvart rökræðum á Alþingi. Þau taka hæpin mál, sem fráleitt er eining um meðal þjóðarinnar og reyna að keyra þau í gegn um þingið í skiptum fyrir atkvæði Þórs Saari í hugsanlegu vantrausti.Af þingmennsku þessa farandþingmanns finnst mér svo til viðbótar leggja enn verri þef vegna brigðmæla hans við þá kjósendur sem hann sótti sinn stuðning til.
Þarna horfir maðurí beinni útsendingu á þingmenn engjast sundur og saman í ræðustól og þruma yfir auðan stól Steingríms J., sem er að skemmta sér í Kanada meðan þetta upphlaup varir.
Stjórnarþingmenn, nema Össur, nenna varla upp í ræðustól til að verja aðfarirnar meðan sökudólgurinn Saari lætur ekki sjá sig ennþá núna klukkan ap ganga sex. Það er Þór Saari sem stendur fyrir þessari sýningu og þeirra útgjalda sem hún kostar. Hennar eina markmið er að halda stjórninni á lífi við það eina verk að keyra andlit þjóðarinnar dýpra í forina svo hún megi ekkert gera sér til bjargar. Búa áfram við þessar endalausu samræðustjórnmál sem koma því einu fram að tala en gera ekki neitt, hvorki í virkjanamálum, atvinnumálum eða skuldavanda heimilanna.
Mér finnast þetta vera pyndingar á heilbrigðri skynsemi og ógeðfellt niðurrif á þeirri litlu virðingu sem Alþingi kann að eiga eftir um þessar mundir.
Megi skömm Þórs Saari vera lengi uppi fyrir þessa hörmulegu meðferð hans á Alþingi í skjóli svika sinna við kjósendur.
29.3.2012 | 12:13
"Hvamargapoga"?
spyr persónan á kassanum í matvöruverslununum okkar. Ef hún nær tölunni vegna algengra tungumálaerfiðleika stimplar hún tugi króna ofan á verðið sem eru sagðar fara í góðverkapokasjóð og fleygir svo í okkur "pogunum".
Publix er ein matvöruverslun sem ég fer glaður í. Rosalega hrein og falleg og úrvalið stórfenglegt. Á kassanum er glaðlegt fólk og afgreiðslan gengur vel. Við kassann eru tveir prjónar þar sem eru þræddir upp bréfþunnir plastpokar. Stundum er einn jafnvel gamlingi við grundina og pokar vörurnar eftir því sem þær stimplast.Stundum pokar stimplarinn sjálfur. Konan mín hjálpaði henni við verkið og fékk breitt bros í staðinn og þakkir fyrir að hjálpa mér við sitt verk.Ekki sé ég að þetta tefji afgreiðsluna. Og þetta kostar ekki neitt aukalega. Engin áprentuð auglýsing um eigið ágæti. Enginn pokasjóður. Bara elskulegheit.
Þessi keðja Publix væri líka keðja sem mætti reyna að fá til Íslands til að keppa við samráðeinokunina okkar í nýlenduvörunum ef margir vilja ekki WalMart. Og mannasiðakennslan myndi hugsanlega breiðast út.
Það yrði mikil bylting frá "hvamargapoga".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2012 | 18:30
Meira Silfur
hafsins var til umræðu hjá Agli.
Bjarni Benediktsson sagði að sér virtist að nýja kvótafrumvarpið hans Seingríms segði svo mikið sem að tapið mættu menn eiga sjálfir en ríkið fengi gróðann í formi stóraaukins veiðigjalds.
Ef maður hugsar sér veiðigjald sem sérstakan tekjuskatt á útgerðina þá er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að þetta sé rétt ályktun hjá Bjarna. Í raun er sjávarútvegur ekki annað en venjulegur sjoppurekstur nema að fjöldi fiska í sjónum er látinn takmarka vöxt hans og fjölda söluturna eða þá samdrátt sem er ekki í neinum öðrum rekstri þar sem markaðurinn er einn látinn stýra. .
Auðvitað er hámarksgróði af því að veiða fisk og selja samkeppnislaust á sem hagstæðustu gengi og skila gjaldeyrinum í Seðlabankann. Hagnaður er upptækur, tapið ríkisvætt með gengisfalli. Alger Sovétrekstur. Borið saman við steypustöðvarrekstur, þar sem enginn stjórnaði fjölda steypubíla eða steypustöðva, þá nýtur íslenskur sjávarútvegur algerrar verndar hvítvoðungsins. Fólkið sem í honum er lifir í vernduðu umhverfi og veit ekkert um veruleika markaðsrekstrar.
Ef þetta er skoðað þá sést að eina hættan sem að íslenskum sjávarútvegi á heimamiðum steðjar er fjöldi skipa. Hver branda sem fer annað en til upprunalegu kvótahafanna eða arftaka þeirra sem keyptu af þeim, er bitbein og grundvöllur fyrir garginu um þjóðareign á auðlindunum sem er náttúrlega argasta stjórnlagaráðsklisja, þar sem þjóðin á aldrei neitt saman heldur þeir sem ráða löndum eða ríkisvaldinu. Oftar en hitt maka þeir eigin króka fyrst þegar þeir fara að útdeila náðarbrauðunum eins og kvótanum eins og menn muna. Það verður aldrei nein þjóðarsátt um kvótakerfi hvernig sem menn reyna.
Þjóðin verður bara að vera viss um að gjaldeyrinum sé skilað og og að vinnan sé innlend sem mest hún má. Og ekki leyfa Kínverjunum að kaupa útgerðir og kvóta eins og þeir munu vera byrjaðir á sem er ekki skárra en ESB áformin í útgerðarmálum.
Það væri þessvegna hægt að gefa út lög á morgun sem myndu afnema kvótakerfið. Veiðið eins og þið viljið, þegar þið viljið! Svo einfalt.
Engin veð bankanna lengur á óveiddum þorski. Við munum aðeins stýra fjölda veiðiskipa og hvar þau mega veiða. Ef við höldum að gengið sé of nærri fiskinum þá lokum við svæðum eða gefum út banndaga.Skipafjöldinn ræður afköstunum, ekki hver á þau. Nýliðar verða að kaupa hluti í skipum.Endurnýja má skip en ekki fjölga.
Stúlkan sem skrifaði ritgerðina með Wade, náði ekki nafninu, var skörp í sinni greiningu á vandamálum okkar stjórnsýslu. Ég vildi heyra meira frá henni.
Sveinn frændi minn Valfells hinn þriðji sagði svo það um sjórnarskrána, að skynsamlegra væri að reyna að laga þá núverandi heldur en að skoða hina nýju og stórauknu pappírstillögu. Manni ofbauð þegar maður sá skriffinskuna í pappírsþykkt.
Enda finnst venjulega fólki meira liggja á einhverju öðru en nýrri stjórnarskrá sem hefur dugað okkur ágætlega til þessa og er alveg nógu löng. Hún væri fyllilega góð áfram væri Alþingi lýðræðislega kjörið. Væri atkvæðavægið lagað þannig að fólkið sætti sig við það, þá er vandséð að þjóðin þurfi einhver önnur ákvæði en þau sem eru í okkar gildandi stjórnarskrá. Þau hafa flest hvorki glatt okkur né grætt til þessa eða þar til við þurftum á því að halda í Icesave.
Gunnar Thoroddsen og fleiri góðir stjórnmálamenn reyndu að breyta stjórnarskránni til þess sem þeim þótti betra. En þeir bara gátu ekkert betur og mér er til efs að þeir Þorvaldur Gylfason og Ómar Ragnarsson séu eitthvað betri til þess en þeir vísu menn.
Sæmilegt Silfur að þessu sinni án þess að nokkuð bitastætt sitji eftir.
21.3.2012 | 03:31
Af hverju er þetta Alþingi ónýtt?
til allra verka?
Ég fór að velta þessu fyrir mér undir sjónvarpi frá Alþingi. Ég fór að horfa á skallana á Þór Saari og Steingrimi, sem mér finnst vera álíka vitlausir báðir.(pólitískir féndur mínir en ekki persónur)
Ef maður fer að skoða inní hausinn á þeim báðum, þá eru þetta sjálfsagt báðir betur gefnir menn en ég á margann hátt þó þeir séu til muna praktískt vitlausari. Þair halda að þeir geti leitt þjóðina með öskrum og óhljóðum og stjörnulátum einir og sér í pontu Alþingis. Þegar margir svona snillingar koma saman án þess að hafa bundist í fóstbræðralag alvöru stjórnmálaflokks eða bræðralags með öðrum um framkvæmdir, þá verður útkoman auðvitað sú að ekkert gerist frekar en í stjórnlagaráði, þar sem tuttugu séní geta ekki séð einföldustu hluti fyrir.
Stjórnmál eru hópvinna flokka sem hafa komið sér saman um meginstefnu. Og eru í grunninn líka vinir sem virða hverjir aðra. Ræðumennskan í pontu Alþingis er bara farsi til að skemmta áhrifalausum minnihlutanum sem lætur ekki skynsemina af hendi fyrir trúarsetningar og alþýðusnobb. Á móti til að vera á móti.
Samvinna skynsams fólks er það sem stjórnar framförum þjóðar en afturgöngur Leníns eins og Steingrímur J.,Áfheiður Ingadóttir og Björn Valur til dæmis tefja bara málin með hávaða og bulli eins og afturganga ömmu sinnar hún Jóhanna Sigurðardóttir gerir sig seka um aftur og aftur. Frá þessu fólki kemur ekki neitt, hvorki nú né síðar og vest að kjósa það frá strax.
Það er ekkert hægt að gera fyrr en þetta fólk er í afgerandi minnihluta. Það væri alveg hægt að nota Þór Saari og fleiri í Sjálfstæðisflokknum ef hann hefði haft þolinmæði til. Þar hefði hann getað haft áhrif í stað þess að sprikla svona eins og trúður í flokksbroti sem ber áhrifaleysi dauðans í sér.
Þessi flokksbrot eru til einskis nýt. Hafa sýnt það og sannað um áratugi að þeu eru bara sönnun skapgalla forystumannanna sem setja eigin hag ofar þjóðarhag hverju sem tautar og raular.Þór Saari, Lilja Mós, Guðmundur Seingríms eru ömurleg dæmi um þannig hreyfingar.
Þessvegna er þetta Alþingi sem hann nú situr ónýtt með öllu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 3421092
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko