9.8.2011 | 12:44
Veit Joschka ekkei neitt?
um Evrópusambandið? Hvað er hann að skrifa svona:
"...Mun sambandið nú skiptast í framvarðasveit (hóp evruríkja) og bakvarðasveit (hin í hópi aðildarríkjanna 27). Þessi formlega skipting mun breyta innra skipulagi ESB í grundvallaratriðum. Undir regnhlíf stækkaðs Evrópusambands munu hinar gömlu brotalínur á milli evrópsks efnahagsbandalags sem leitt er af Þjóðverjum og Frökkum annars vegar og evrópsks fríverslunarbandalags sem leitt er af Bretum og Norðurlöndum hins vegar koma fram á ný. Héðan í frá munu evruríkin ákvarða örlög ESB meira en nokkru sinni, vegna sameiginlegra hagsmuna.
Í öðru lagi mun stökkið inn í gjaldeyrissjóð og sameiginlega stjórn efnahagsmála leiða til frekari og víðtækrar skerðingar á fullveldi aðildarríkjanna, í þágu evrópskrar lausnar á vettvangi sambandsins. Má til dæmis nefna að innan myntbandalagsins munu fjárlög einstakra aðildarríkja heyra undir evrópska eftirlitsstofnun...."...
Og enn segir Joschka:
..."Ef evran á að lifa af mun ósvikin sameining, með frekari tilfærslu á fullveldi til sameiginlegs evrópsks vettvangs, verða óhjákvæmileg...."
Hvernig stendur á því að þessi fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherra talar með þessum hætti? Eru ekki íslenskir aðildarsinnar með það á hreinu að fullveldi Íslands muni í engu skerðast og við munum ef til vill fá Evru þegar við erum búnir að kíkja í pakkann?
Maður heyrir Íslendinga halda því fram að það skipti þá engu máli hver veiði fiskinn. Það sé búið að stela honum frá þeim hvort sem er af kvótagreifunum þannig að tilfærsla til Brüssel skipti þá persónulega engu. Sama sé um landbúnaðinn, það breyti engu fyrir þá hvort kvóti sé aukinn eða ekki.
Breytir það þá nokkru fyrir þetta fólk hvaða þjóð býr í landinu okkar? Okkur sé alveg sama hvort Þjóðverjar eða Rúmenar búi í Þýskalandi því það snertir okkur ekki neitt. Það skiptir okkur engu máli hvort okkur séð stjórnað af Austurvelli eða frá Brüssel. Við verðum þáttakendur í samfélagi þjóðanna segja þeir líka, þó 92 % mannkyns standi utan Evrópusambandsins.
Hvorir skyldu vita meira um Evrópusambandið: Okkar aðildarsinnar eða Joschka Fischer?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2011 | 12:10
Af hverju ekki hálfa milljón á dag?
í veggjöld í þessi göng?
"Alls fóru 2.107 bílar um Héðinsfjarðargöngin Siglufjarðarmegin á laugardag en 2.091 bíll um göngin Ólafsfjarðarmegin sem jafngildir því að 2.099 bílar hafi farið um hvor tveggja göngin. Meðalumferðin yfir helgina var 1.779 bílar á sólarhring, sem einnig er nýtt met yfir helgarumferð um Héðinsfjarðargöng. Meðalumferð það sem af er ári er komin í 601 bíl á sólarhring, sem gæti þýtt meðalumferð rúmlega 500 bíla á sólarhring þegar árinu lýkur, sem yrði töluvert meira en búist var við, samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar."
Svo segir í Mogga. Af hverju eru notendur ekki látnir borga í þessi göng eins og Hvalfjarðargöng?
Af hverju má ekki fá hundraðmilljónir uppí kostnað af þessum göngum? Og svo í Vestfjarðargöngum?
8.8.2011 | 13:28
Brandarakallinn Páll Óskar
vakti athygli með því að skella skuldinni af óförum mannkyns á venjulegan hvítan karlmann með biblíu í annarri hendi en byssu í hinni. Og Ómar Ragnarsson gengur lengra og kennir þessum karli um 2. heimstyrjöldina að mér skilst. Já Ómar sem með öll sín börn er væntanlega ekki mikið fyrir samkynhneigðina dagsdaglega.
Mér finnst þetta athyglisvert þar sem mér finnst allt þetta stand í kringum gleðigönguna sé til þess eins að klína öfuguggahætti þessara hópa uppá þennan hvíta karlmann, sem heldur uppi heiminum í krafti meirihluta hvort sem Páli Óskari líkar betur eða verr. Neyða hann til að taka við þessari storkun og þora ekki að mótmæla. Hommeríið skal í hann helvítið.
Þessi hvíti biblíuboxari er hinsvegar í yfirgnæfandi meirihluta á Vesturlöndum og þessi maður kærir sig ekkert sérstaklega mikið um hommerí Páls Óskars og hans nóta. Hann er heldur ekkert tiltökulega yfir sig hrifinn af fjölþjóðamenningu og vill bara fá að vera í friði fyrir svona afkáraskap eins og dragdrottningum í gervi borgarstjóra jafnvel og auglýsingum á samkynhneigð eins og þetta vesen er allt.
Þetta er auðvitað áreiti á börn og fjölskyldur sem kæra sig ekkert um sódómísku nálægt sér en vill hafa hefðbundin fjölskyldugildi í friði fyrir öllu slíku. En þessum hvíta karlmanni er svosum alveg sama um perrahátt Páls Óskars og alls hinsegins fólk. Hann hefur sitt kynlíf útaf fyrir sig og vildi óska að hinir færu eins að. Heilbrigt kynlíf á að vera einkamál en klámiðjan er hinsvegar allra eign og stóriðja. Þetta hefur ekkert með fordóma að gera heldur vill hann að menn virði hvern annan. Og Páll Óskar er í mínum augum jafngóður söngvari þó Árni Johnsen syngi kannski öðruvísi.
Þennan hvíta karl sem Páll ÓSkar ávarpaði varðar ekkert um hommerí og lesbíugang en vill ekkert hafa það fyrir augunum frekar en að fá áhorfendur inn í sitt svefnherbergi. Kynhneigð hefur yfirleitt ekkert að gera með karakter fólks og marga samkynhneigða hefur maður þekkt sem eru afbragð annarra manna. Manni kemur bara ekkert við hvernig náunginn er á því sviði frekar en næsti maður.
Svo ég kippti mér ekkert upp við ræðu Páls Óskars í Gaddafi-úníforminu, fannst hann bara skörulegur. Innhaldið finnst mér hinsvegar rúmast í einu orði sem er ekki brandari en er of lítið af í veröldinni:
Umburðarlyndi.
7.8.2011 | 19:37
"You aint seen nothing yet?"
með komandi skattlagningu þjóðarinnar. Oddný G. segir að ríkisstjórnin muni ekki hækka tekjuskatta. Þetta þýðir auðvitað með tilliti til reynslunnar fyrir almenning að ríkisstjórnin mun hækka alla skatta og líka tekjuskatta. Því stjórnin er einbeitt í því ætlunarverki að rýra lífskjör almennings til þess að láta fjárlagadæmið ganga upp án þess að segja up opinberum starfsmönnum. Þessvegna er ekkert að marka hvað einstaka þingmenn og stuðningsmenn segja svona út og suður eins og þessi formaður fjárlaganefndar úr Samfylkingunni. Það er Steingrímur Jóhann sem ræður ferðinni til "syvende og sidst."
Og svo er maður sem heitir Þráinn Bertelsson og er óútreiknanlega skemmtilegur húmoristi. Hann er í sömu stöðu núna og Alfreð Þorsteinsson var í R-listanum á sinni tíð. Meirihlutinn valt á honum og því fékk hann hvaða krásir sem hann vldi.Vitað er að áhugamál Þráins tengjast kvikmyndum. Það verður ví fróðlegt að sjá hvað verður um Kvikmyndaskólann og sjóðinn þegar kemur að fjárlagagerðinni.En svo er auðvitað Framsóknarflokkurinn sem enginn veit yfirleitt hvað gerir.Beggja handa járn í besta lagi og vinstrihneigður að eigin sögn.
Þetta er hinsvegar ekki neitt sérlega fyndið lengur. Hagvöxturinn fer í mínusinn og landið rís ekki hvað sem Steingrímur segir.Atvinnuleysið vex og fólksflóttinn heldur áfram. Þessi ríkisstjórn á sér engin stefnumið önnur en að hanga. Þannig bæði safnast eftirlaunum fyir ráðherrana og svo skiptir máli að láta ekki íhaldið verða sannspátt um úthalds-og gæfuleysi vinstri flokka almennt.Samúð með þjóðinni fyrirfinnst ekki. Hún má éta það sem úti frýs eins og fyrri daginn.
Virðisaukaskatturinn fer því hugsanlega í 27 % í vetur og persónuafsláttur stendur í stað. Sagði ekki kallinn sjálfur : "You aint seen nothing yet"?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2011 | 12:38
Kostur er góður Kostur
hef ég löngu gert upp við mig.
Ég fylgdist nokkuð með Baugsmálum frá því að þau hófust. Engnn fór í grafgötur með afl Baugsfeðga til málsvarna. Svo var dómur uppkveðinn og Jón Gerald Sullennberger fékk sama dóm og Jón Ásgeir Jóhannesson, eða 3 mánuði á skilorði.
Nú er Baugsveldið komið í aðra farvegi en áður. Allt er á huldu eins og fyrri daginn hver á hvað og hvað ekki. Enginn veit hvað fram fer bak vð þykkar gardínur Aríons banka, sem enginn veit hver á eða hvert er að fara nema Steingrímur einn. Og hann segir ekki frá. Og aðeins Aríon banki veit hver á Haga eða önnur fyrirtæki Baugs-og Bónusveldisins og sá banki segir heldur ekki neitt fremur en Steingrímur. Skyldi vera til fólk sem finnst þessi leyndarbanki vera banki fólksins?
En það er alveg á hreinu hvaða kostur býðst í Kosti. Jón Gerald Sullenberger opnaði nýja nýlenduvöruverslun mitt í kreppunni Ekki fannst manni það nú skynsamlegt og var nú eigninlega áhyggjufullur yfir þessu. En búðin opnaði og maður fór að venja þangað komur sínar til að leggja sitt litla lóð á skál baráttumannsins. Og búðin hefur sem betur fer dafnað og vörunum fjölgað. Hún hefur yfir sér þægilegt amerískt yfirbragð og þarna eru margar vörur sem maður þekkir að westan en eru ekki víða á boðstólkum hér.Ég vil hvetja þá sem ekki hafa farið þangað að gera það. Það er alveg hættulaust.
Landbúnaðarvörurnar eru auðvitað þær sömu og annarsstaðar, þar sem hérlendis er einokun og innflutningshöft.Við megum ekki kaupa amerískt lambakjöt eða ost, þó svo að það yrði ofurtollað. Fólk á Íslandi má ekki velja sér landbúnaðarvöru þó það vilji borga hærra verð fyrir innflutning. En svo er líka íslensk landbúnaðarvara orðin þvílíkt afbragð á mörgum sviðum að ekki er völ á betra. Þó að við ráðum engu um hvernig mjólkurumbúðir við viljum frekar en fyrri daginn, þá er það líklega sama náttúrulögmálið sem við verðum að búa við. Við erum dæmd til að fá þessa ómögulegu stútlausu skærapakka utan um mjólkina þó svo að hinar vélarnar séu til í landinu. Engin skýring fæst hvað sem spurt er. Hversvegna megum við ekki velja með verðlagningu til dæmis, borga hærra verð fyrir mjólk i almennilegum umbúðum sem hægt er að hella úr og loka stútnum aftur í ískápnum?
Þegar maður er kominn úr kuldanum í landbúnaðardeildinni Í Kosti þá kemur maður inn í minni kuldann í ávaxtadeildinni. Þar er á boðstólum nýinnflutt vara, sem ilmar eins og maður hefur ekki fundið síðan í Ameríku. Sullenberger lætur fljúga inn ferskri vöru frá Bandaríkjunum þrisvar í viku. Auðvitað kostar þetta sitt, en gæðamunurinn upphefur verðmuninn.Maður hreinlega fallerast.
Jón Gerald svífur gjarnan um búðina og heilsar gestum eins og þeir séu aldavinir hans og oft hefur hann sérstaka manneskju við dyrnar að bjóða mann velkominn með kaffisopa og meðlæti. Stöku sinnum er gefin útrunnin vara við útganginn í stað þess að fleygja henni. Þarna er því þægilegt andrúmsloft.Og stund sannleikans við kassann er eiginlega ekkert verri en annarsstaðar þannig að verðið finnst manni alveg samkeppnisfært.
Til hamingju Jóni Gerald Sullenberger með að vera útnefndur verslunarmaður ársins! Í mínum huga var þetta kjör á kaupmanni ársins góður Kostur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2011 | 14:31
Árni Páll og Evran
er til meðferðar í viðtali sem Árni Páll átti við Le Monde í Frakklandi og greint er frá í Mbl.í dag.
Þar segir Árni Páll:
.."Evran mun veita Íslandi óendanlega meiri stöðugleika en krónan. Vandinn á evrusvæðinu er ekki evrunni að kenna heldur þeirri ábyrgðarlausu stefnu sem þar hefur verið fylgt..."
Aðspurðu hvort umsókn ÍSlands samrímist atburðunum í Evrópu segir Árni Páll:
...»Ég var að höfða til þess að hugmyndin um evruna sem stóra mynt er enn jafn gild og hún hefur alltaf verið. Vandinn við íslenska krónu fyrir alþjóðavætt hagkerfi er einnig jafn mikill og hann hefur alltaf verið,«
Hvað tímasetningu í ljósi evrumála varðar segir Árni aðspurður ljóst að við förum inn í sameiginlegt myntkerfi þegar þessi mál séu leyst en hann gangi út frá því að fundin verði á þeim viðunandi lausn.
Má rifja upp fyrir Árna Páli að Jón Þorláksson hafði miklar hugmyndir um nauðsyn sterks gengis. Hann skrifaði bók til að skýra hugmyndir sínar um gengi fyrir sér og öðrum". "Lággengið" hét bókin.
Hann taldi að Íslendingar þyrftu sterkara gengi og gerði ráðstafanir til að hækka það. Þetta kom aðvitað nuður á útflytjendunum og þá rúlluðu margir máttarstólpar eins og Stefán Th., Sæmundur í Hóminum og fleiri frumkvöðlar sem höfðu haldið uppi atvinnunni í plássunum. Það var sagt þá að maður kæmi alltaf í manns stað og þeir mættu bara rúlla. En það varð bara lengri bið á þeirri staðreynd en menn héldu og langt kreppuskeið hófst af þessum og auðvitað fleiri ástæðum.
Það er ótrúlegt hvernig menn geta haldið því fram að kaupið á Íslandi núna eigi undantekningarlaust að vera að það sama í evrum og það var 2006. Þeir eru í rauninni að segja það að sá sem hafði jafngildi 1000 evra árð 2006 eigi að hafa það í dag, eða sá sem hafði 90.000 kr. eigi að hafa núna 165.000 krónur ef ekki bara hærra miðað við aflandsgengi. Það eeru fáir sem trúa þessu.
Það er enginn stöðugleiki fáanlegur í dýnamísku kerfi.Kerfi sem er næmt fyrir öllum breytum sen að því geta flotið. Panta rei ! sögðu fornmenn og gerðu sér ljóst, að allt hreyfist og ekkert er stöðugt í heiminum. Allt er í heiminum hverfult sögðu líka forfeður okkar og datt ekki í hug að þeir gætu skaffað öllum stöðugleika og sælu til æviloka.
Listin að lifa líka sú að bregðast við breytingum og því óvænta. Ef þú bindur hendur þínar fastar með einhverju evrubandi eða álíka, þá verður þér erfiðara um vik að hefja þær upp til varnar ef ráðist er á þig.
Við bjuggum lengst af við óðaverðbólgu þegar ég var og hét. Íslendingar sóttu samt fram og kjör manna árið 2000 voru gerólík því sem var 1960.Með dýnamískum gjaldmiðli sem hreyfðist með okkur sjálfum! Ef við öngruðum krónuna ekki, þá lét hún okkur í friði. Ef við bekktumst við hana, þá svaraði hún. Hún er nefnilega við sjálf.
Núna tölum við um verðtryggingu eins og hún sé undirrót alls ills.Það má auðvitað reikna hana öðruvísi en gert er. En í stórum dráttum var hún hugsuð til að tryggja það að venjulegt fólk gæti lagt aurana sína fyrir en þyrfti ekki að hlaupa með þá útí búð og eyða þeim áður en þeir brynnu upp.
Til þess var verðtryggingin sett á af Ólafi Jóhannessyni sem var sjálfur höfundur af mestu verðbólgu sem þá hafði orðið 1971 þegar hann hækkaði kaupið um 10 % og stytti vinnuvikuna um 10 %, sem jafngilti 20 % kauphækkun á línuna.. Karlinn sá að sér þó síðar væri.
Verðtryggingin skapaði aftur sparnað í bönkum og bankar fóru að lána út venjulegu fólki án þess að spyrja fyrst um flokkskírteini.Kollsteypan 2008 breytti forsendum svo snöggt að bregðast hefði þurft við með því að festa lánavísitöluna á öllu og leita nýs jafnvægis. Það var ekki gert,í bankamálum voru allar vitlausustu leiðirnar farnar, m.a. undir forystu Árna Páls.Og hér sitjum við og vitum ekki okkar rjúkandi ráð.
Tíminn hefur sýnt okkur að flest sem frá Árna Páli og hans fólki hefur komið um ágæti Evrunnar og inngöngu í ESB er ekki lengur eins girnilegt og það var.
5.8.2011 | 14:19
Jóhanna fær verðlaunin!
Þetta gengur um netheima þessa stundina:
Útflutningsverðlaun voru veitt í dag.
Að þessu sinni var það Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra sem hlaut verðlaunin.
Í umsögn dómnefndar segir:
Enginn forsætisráðherra, hvorki fyrr né síðar hefur flutt út fleiri Íslendinga..........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2011 | 08:37
Varanlegir vegatollar í Vaðlaheiðargöngum?
kemur í hugann þegar þeir rífast Ögmundur og Kristján Möller um það hvort eigi að grafa Vaðlaheiðargöng samhliða Norfjarðargöngum.
Vaðlaheiðargöng sem eiga að verða 7.4 km á lengd. Nú er loksins sagt að þessi göng eigi ekki verða fríkeypis fyrir alla sem vilja þau keyra eins og venjan hefur verið með göng úti á landi. Eitt er að grafa göng og annað að borga þau eins og Vestfjarðagöngin.
En er því að treysta að vegtollum verði ekki breytt við fyrstu hentugleika og dæmið flutt yfir á höfuðborgarsvæðið vegna sérstakra aðstæðna sem þá koma upp? Má minna á Straumsvíkurhliðið og brennuna þar.
Það er svo einfalt ef ekki er búið til sérstakt félag þar sem fjármagnseigendur stjórna ferðinni fremur en ríkið og þá þingmennirnir. það væri hægt að grafa göng víða um land ef þeirri stefnu væri fylgt að tryggja rekstrargrundvöllinn í sérstökum félögum fyrst áður en grafið er, sbr. Hvalfjarðargöngin.
En það er sjálfsagt til of mikil mælst þegar Austfjarðaliðið á í hlut að ákveða að borga Norfjarðargöng með vegatollum eins og Vaðlaheiðargöng og grafa þau þá bæði í einu.Hjáleiðir eru þó fyrir hendi í báðum tilvikum alveg eins og í Hvalfirði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2011 | 21:35
Hver fjandinn er framundan?
spyrja margir sig í dag þegar fregnir berast af hruninu á kauphöllinni í Wall Street. Gull hækkar, olía hækkar,skuldirnar hækka.Tekjurnar lækka hjá fólkinu hvað sem líður "kjarasamningum". Skuldavandi fleiri ríkja kemur meira upp á yfirborðið. Fjárfestingar dragast saman víðast hvar og einkaneysla lætur undan. Fólkið er óttaslegið og kippir að sér höndunum.
Munu Þjóðverjar samþykkja að halda áfram að borga fyrir þá skuldugu eða mun þeir yforgefa evruna fyrstir? Hinn þögli meirihluti í landinu því gæti tekið upp á því að fara að hafa skoðun og hætta að láta segja sér fyrir verkum og skipa sér að þegja. Litli maðurinn þýski, þessi miðaldra, því það er svo lítið af ungu fólki í landinu, hann hristir hausinn. Hann man gamla D-Markið og er farinn að hugsa sitt um þetta basl með evruna. Af hverju á hann að láta skattpína sig fyrir Grikki? Trúir hann raunverulega á framtíð ESB?
Ef sllstaðar er heimtað að ríkissjóðir skeri niður og hætti að eyða umfram tekjur, þá blasir hryllingurinn við. Atvinnuleysi, upplausn, einangrunarstefna. Síðan kemur væntanlega uppgangur svokallaðra öfgaflokka, og þá gæti stefnt aftur í stærstu skuldabrennslurnar,- stríð.
Hvernig var ástandið fyrir 1939? Hvað hefði gerst ef hervæðingin hefði ekki farið af stað? Hvert átti framleiðslukrafturinn að fara ef engir voru kaupendur? Hefur heimurinn ekki síðan 1945 verið drifinn af fólksfjölgun sem býr til eftirspurn? Ef fjölgunin hættir utan Afríku hvað geerist þá? Áður þurfti alltaf meira af þessu og meira af hinu. Ef hægir á fjölgun þeirra sem geta keypt, hvað gerist þá? Velsæld myndast ekki á samdráttarskeiðum.
Draga ríkin fyrst saman í öllum útgjöldum eins og Steingrímur hér?.Hækka skatta eins og hann? Fólkið fer að kaupa gull og grafa í jörð eins og Frakkar hafa lengi gert vegna biturrar reynslu? Enginn treystir öðrum fyrir láni. Menn og þjóðir einangra sig. Hvað verður um Kínverja ef Bandaríkin hætta að kaupa? Hvað gera Indland, Kína og Japan?
Makróeconomics er fræðigrein sem ég veit ekki mikið um.En það er stofnun í Bandaríkjunum sem hugsar hið óhugsanlega.Rand-Corporation. Hvað skyldu þeir vera að spekúlera þessa dagana?
Það er orðið vandlifað lagsmaður Gróa ef þessi þróun vestanhafs heldur áfram. Allur fjandinn getur verið framundan sem við ekki bjuggumst við.
4.8.2011 | 08:06
Jú Tryggvi, tími til að tengja
Í Fjarðarbyggð segir þú réttilega í Mogga í dag. Grafa göng og það strax.
EN, það á að vera veggjald í öllum jarðgöngum landsins, líka úti á landi.
Veggjaldið á að standa allavega undir vöxtum af framkvæmdinni, þeas 40 % hlutanum sem ríkið er ekki búið að fá staðgreitt af framkvæmmdinni.
6 milljarða nettó segir þú að göngin kosti þegar ríkið hefur fengið sitt staðgreitt. Af því að þú ert póitíkus að gera áærlun, þá margföldum við þessa upphæð með pí og þá kostar þetta 18 milljarða. 4 % vextir af þessu er 0.7 milljarður á ári.Segjum að 2000 bílar fari um göngin á sólarhring, svona helmingur á við Hvalfjörð. Sem þýðir að 730.000 bílar fari um göngin þín á ári, þá þarf hver að borga þúsundkall fyrir bununa. Sem er alveg sama og í Hvalfjarðargöngum.
Ef þú reynist betri í áætlanageerð en ég, þá Bravó fyrir þér!.Þá getur þetta gjald meira að segja borgað göngin niður á einhverjum árum.
Endilega byrja strax á þessum göngum Tryggvi, en auðvitað ekki fyrr en eftir næstu kosningar, hann Steingrímur getur ekki tekið hugann frá því að bjarga landinu. Og líka göngum til Seyðisfjarðar. Þá verða Egilstaðir Aþena Austurlands með Seyðisfjörð sem sína Píreus.Göng og aftur göng, þau marg borga sig. En ekki eins og Héðinsfjarðargöng og Vestfjarðagöng, sem bara tapa.Ekki grafa fleiri göng á þennan venjulega Blöndælska útálandiliðshátt með bara núlli í veggjald.
Það er sannarlega kominn tími til að tengja Tryggva Þór Herbertsson við að takmarka tap þéttbýlisskattgreiðenda út á land!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2011 | 16:10
Hvað er að ?
spyr Björn Valur Gíslason sig í örvæntingu á Eyjunni.
Hann skrifar..."Það vekur því furðu að nú rúmum tveim árum eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni á orsökum og aðdraganda efnahagshrunsins, skuli sjálfstæðisflokkurinn nú vera með hátt í 40% fylgi meðal þjóðarinnar.
Kannski verður einhverntímann sett á fót rannsóknarnefnd til rannsaka hvernig það getur gerst að jafn dauðasekur stjórnmálaflokkur og sjálfstæðisflokkurinn er getur öðlast slíkt fylgi meðal þjóðar sem hann hefur kvalið jafn mikið og þá íslensku...."
Þetta eru kostuleg skrif af ýmsum ástæðum. Hvað er að, hvað er að ! Æpir Björn í örvæntingu sinni. Hversvegna vill fólkið mig ekki, sem er svo góður og göfugur?
Kreddufastur kommi með spjöld fyrir augunum eins og dráttarklár í ölgerðinni hjá Tuborg getur aldrei skilið frjálshyggjuna né frelsisástina. Sem er auðvitað alger þversögn í manni sem er skipstjóri og aflamaður. Hann ætti fremur að skipta um flokk sjálfum sér til björgunar heldur en að hanga þar sem hann er. Því þannig bara stendur hann kyrr í þroska og skilur hvorki upp nér niður.
Stjórnmálaflokkur breytist dag frá degi. Það sem hann gerði í gær getur hafa sýnt sig að þurfa endurskoðunar við. Flokkurinn breytir stefnunni ef hann telur það til bóta og dettur ekki í sama pyttinn aftur.Kýs sér nýtt fólk með aðrar hugmyndir. Alveg eins og brennt barn forðast eldinn.
Þetta getur margt fólk gert í sínu daglega lífi. En VG-tréhesti eins og Birni Vali er fyrirmunað að skilja það.
Ég er búinn að horfa uppá sukkið og vitleysuna hjá VG núna í meira en 2 ár. Það hefur bólusett mig ævilangt við því að trúa nokkurntíman orði sem frá þessum núverandi talsmönnum flokksins kemur. Varist vinstri slysin. Aldrei aftur vinstri stjórn! Þegar nýtt fólk hefur komið til áhrifa í þessum VG flokki er kannski hægt að hlusta aftur. En þess sjást engin merki meðan Björn Valur skirfar í þessum dúr á Eyjunni.
Vinstri grænum virðist fyrirmunað að skilja það að þeir geti haft rangt fyrir sér. Hvorki síðustu 20 ár, í gær eða í dag. Björn þyrfti ekki annað en líta í pólitíska skuggsjá flokksins síns. Þá blasir orsökin við. En hann er bara blindaður af eigin ágæti.
Allt sem VG hefur boðað um ágæti skattahækkana, ríkisvæðingu og þjóðnýtingu hefur misheppnast. Hagvöxtur minnkar, tekjur ríkisins af áfengi, bensíni, virðisaukaskatti og brennivíni dragast saman. Landflóttinn geysar áfram. Kreppan dýpkar.
Og fólkið sér þetta og þessvegna leitar það frá VG til Sjálfstæðisflokksins. Þetta er þó sá eini flokkur sem aldrei hefur kvikað frá trúnni á einstaklinginn og frjálshyggjuna.
Flokkurinn hefur auðvitað gert sín mistök og geldur þess meðal fólks. Annrs væri hann enn stærri flokkur. En hann vill bæta sig og boðar stefnu sína ótrauður um að hann vilji "vinna í inannlandsmálum að þjóðlegri og víðsýnni umbótastefnu, á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsi, með hagsmuni allra stétta fyrir augum." Til viðbótar vill hann "standa vörð um sjálfstæði landsins" og vill því selja það fyrir grautardisk til ESB eins og VG, Björn Valur og Steingrímur J. vinna ótrauðir að með vopnabræðrum sínum í Samfylkingunni.
Fólkið skilur þetta. En kommúnisti eins og Björn Valur getur auðvitað aldrei skilið það, að fólkið vill heldur ráða sinum málum sjálft, vera í félagskap frjálsborinna manna, heldur en að treysta rískisforsjárflokki eins og VG og þingmanni hans Birni Vali fyrir þeim.
Það er akkúrat þetta sem er að Björn minn.Þú þarft bara að horfa í spegil.
2.8.2011 | 12:22
Gegnsæi?
er er yfirlýst aðalsmerki ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Í Morgunblaðinu er eftirfarandi frétt um söluna á SJÓVÁ, sem Steingrímur J. ákvað að leggja í einhverja 15 milljarða af ríkisfé eftir að þjófar höfðu haft að hluta skattfrjálsan bótasjóð félagsins á brott með sér og það bótalaust til þessa.
..."Guðlaugur Þór bendir á að SF1 hafi keypt 52,4% hlutafjár í Sjóvá á 4,9 milljarða króna. Það þýði að heildarverð félagsins sé ríflega 9,4 milljarðar. »Í nóvember á síðasta ári lá fyrir tilboð frá fyrirtæki sem var ekki þóknanlegt seðlabankastjóra upp á 10,9 milljarða,« segir hann. »Skattgreiðendur þurfa að greiða mismuninn,« segir Guðlaugur Þór.
Tilkynning um að verið sé að ljúka sölunni á Sjóvá kom á föstudag, daginn fyrir verslunarmannahelgina. »Tímasetningin er engin tilviljun, hún er valin til að engin athygli verði á málinu. Komið hefur í ljós að Seðlabankinn hefur látið skattgreiðendur borga 1.500 milljónir til þess að hópur sem nýtur hans velvildar fái að kaupa Sjóvá,« segir hann...."
Svo merkilegt sem það er heyrist ekki hósti nér stunda frá Mávi Seðlabanakastjóra til útskýringar á þessu máli.
Það er hinsvegar ekki rétt hjá Guðlaugi Þór að almenningur borgi bara 1.5 milljarð með þessum díl heldur má ekki gleyma hinu féinu sem Steingrímur J. lagði í félagið. Tapið fer þá að slá frekar í 5 milljarða en 1.5.
Ætli Mávi finnist þetta svoddan skíterí miað við önnur vandamál Seðlabankans
að það taki því ekki að vera að æsa sig yfir því?
Og til hvers var svo þetta útspil Steingríms J. upphaflega? Af hverju var SjÓVÁ ekki bara sett á hausinn eins og önnur félög þjófanna?
Engum nema sanntrúuðum VG-félögum, ég held Lilju líka, fannst reddingin sérlega gegnsæ þegar hún var gerð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3420791
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko