16.8.2011 | 12:47
Sameinum leik-og grunnskóla
og spörum okkur auk þess tvöfaldar kjaradeilur. En fleira kemur til en það.
Leikskólinn er orðinn miklu meira en geymslustaður fyrir börnin eins og hann var. Þetta er beinn forskóli og á að vera hluti af menntakerfinu. Börn eiga að vera leikskólaskyld frá unga aldri, kannski 4 ára. Þetta er alvöru skóli, það sér maður á því hvað börnin læra mikið og þroskast.
Hættum að flokka leikskólakennara sér. Þetta eru kennarar eins og hinir.
Samfelldur grunnskóli frá 4 ára aldri er vænlegur til árangurs.Hugsanlega myndu þá fleiri börn kunna margföldunartöfluna á fermingardaginn en nú er venja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2011 | 18:31
Skuldadagar
eru sífellt að renna upp fyrir alla launþega sem voru skyldaðir til að leggja laun sín og mótframlög í lífeyrissjóði. Oftar en ekki tapast peningar í þessum sjóðum og lífeyrir lækkar af þeim sökum.
Lífeyrissjóðunum hafa verið skipaðar stjórnir af stjórnum í samtökum án þess að þeir sem eiga að hljóta lífeyrinn hafi fengið neitt um það persónulega að segja. Þessar stjórnir ráða síðan framkvæmdastjóra sem eru upp og ofan. Í það heila eru valdar ávöxtunarleiðir þessa fólks sumar góðar en flestar aðrar vondar. Í heildina er sífellt verið að skerða lífeyri vegna mislukkaðra fjárfestinga þessa liðs.
Guðmundur Ólafs hefur giskað á að lífeyrisjóðir landsmanna séu búnir að tapa í braski 800 milljörðum af lífeyrinum sem átti að renna til fólksins í lífeyrissjóðnum. Þeir tilkynna því ofur rólega eins og ekkert sé sjálfsagðara að lífeyrir verði skertur og skertur.
Hefur þetta fyrirkomulag þá gefist vel eða illa? Eru aðrar leiðir tiltækar og er ástæða til að breyta til?
Væri myndaður gegnumstreymissjóður, sem væri skattlagður um leið og greitt væri inn, og til dæmis Seðlabankinn varðveitti sem best hann gæti, eitthvað skárri? Gætu menn treyst þannig kerfi eitthvað betur? Eða treystum við yfirleitt nokkru eða nokkrum lengur?
En í þessu kerfi myndi fólki vera sendur lífeyrir við ákveðinn aldur og allir fengju jafnt og skattfrjálst. Þessi lífeyrir gæti verið ákveðin prósenta af launum Forseta Íslands þannig að menn viti sína ævina fyrr en öll er. Ekkert vesen meira eða tapsbrask einshverra misviturra manna.
Yrðu bara ekki færri skuldadagar hjá almenningi með einum allsherjar gegnumstreymisjóði, jafnt fyrir alla, konur jafnt sem kalla, Jóna og séra Jóna? Hversvegna á sannur jafnaðarmaður eins og Steingrímur að fá hærri eftirlaun en hver annar kjósandi?
Er ekki lífeyrir bara til að lifa á?
14.8.2011 | 17:32
Vaclav Klaus
forseti Tékklands flutti góðan fyrirlestur í Ástralíu um loftslagsbreytingar og Evrusvæðið. Nálgast má fyrirlesturinn á bloggsíðu Ágústar H.Bjarnason í gegnum snertu hér til hliðar.
Ég hafði mjög gaman af því að hlusta á forsetann, sem er lærður hagfræðingur og vanur tövulíkanagerðarmaðurm ræða hvernig sjálfskipaðir loftlagssérfræðingar hafa komið ár sinni fyrir borð í heiminum. Þeir stefna að því að móta veröldina að sínum vilja og vilja takmarka frelsi mannkynsins, sem þýðir árás á lískjör alls heimsins. Þeir vilja láta fylgja sérvisku sinni sem hefur áhrif á afkomu allra jafnt kolanámumanna í Ástralíu sem sjómanna á Íslandsmiðum og stóriðju í okkar landi.
Vaclav rifjaði upp að hann hefði lifað 40 ár ævi sinnar undir kommúnisma sem reyndi að fella alla hluti að fyrirframgerðum kenningum sínum og áætlunumn. Afleiðingin varð stórtjón á frelsi og hagvexti kynslóða Tékka. (Manni verður hugsað til þess sem Íslendingar líða nú undir stjórn Steingríms J.og Jóhönnu.)
Baclav fór líka í gegnum Evrusvæðið. Hann varaði við stofnun þess fyrir 20 árum og sagðist enn vera sama sinnis. Að stofna eitt myntsvæði hefði tekið Bandaríkin 150 ár og eitt borgarastríð, það væru liðin 150 ár síðan Ítalir settu sitt sameiginlega myntsvæði á stofn með sameiningu Ítalíu. Þeir væru enn á sama stað með vandamálin milli norðurs og suðurs, iðnaðar og landbúnaðarsavæðanna. Það myndi taka ekki skemmri tíma að koma Evrusvæðinu saman í eitt ríki, sem væri ekki lengur efnhagsbandalag heldur Evrópusamband á leið til eins ríkis sem fengi öll fyrirmæli beint frá Brüssel til framkvæmda að viðlögðum refsingum. (Tékkar hafa haldið krónunni sinni).
Það er þess virði að horfa á þennan fyrirlestur.
Ennfremur er á YouTube kappræður Lord Monctons stærðfræðings og Dr. Dennis hagfræðings um það hvort borgi sig að eyða stórfé í dag til að berjast við áhrif af hugsanlegum loftslagsbreytingum af mannvöldum. Moncton segir það vera miklu ódýrara að gera ekkert og sjá til hvert vandamálið verði en Dennis vill eyða stórfé til að reyna að koma í veg fyrir það sem Moncton segir alls óvíst að verði. Þetta á allt beint erindi við Íslendinga sem eru komnir á kaf í verslun með losunarheimildir, sem engin ástæða kann að vera fyrir.
Efnahagsleg áhrif af því að stjórnmálamenn byrji að hlaupa eftir mýrarljósum í hlutum sem þeir ekki skilja til fulls en þeim hefur verið talin trú um af slóttugum kaupmönnum hugmynda, þar sem gróðavon ýmissa afla geta verið undirliggjandi, geta verið gríðarleg.
Vaclav Claus varar okkur við að láta blekkjast af hávaðaseggjum og vefurum keisarans sem vaða uppi í skjóli hálfsannleika eða hreinnar ímyndunar á sviði loftslagsbreytinga og snöggsoðinna hagfræðikenninga. Lord Moncton hefur tímabær skilaboð að flytja til almennings að láta ekki blekkjast af órökstuddum fullyrðingum sem geta komið niður á okkur og börnum okkar í níunda lið.
14.8.2011 | 12:15
Kosningar sem fyrst!
er það sem þjóðin þarfnast mest. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns Egilssonar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins á Bylgjunni nú í þessu.
Bjarni dró saman horfurnar eftir næstu kosningar á stjórnarsamstarfi sem margir velta fyrir sér. Hann spurði hvernig ábyrgur stjórnmálaflokkur gæti unnið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og leitt þær til lykta. Staðið síðan upp og tekið í hönd viðsemjendans og þakkað fyrir sig. Snúið sér síðan við og ávarpað þjóð sína fyrir allra augum og skorað á hana að fella hið nýgerða samkomulag. Það hlutskipti biði VG.
Hvernig gæti það gengið upp, að slíkur stjórnmálaflokkur væri fyrsti kostur sem samtarfsaðili fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar? Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans væri andvígur aðildarviðræðunum og vildi hætta þeim.
Þetta er skýr röksemdafærsla sem nánast útilokar samstarf við Evrópuflokkanna, Samfylkinguna og VG. Þeir geta hreinlega ekki orðið þáttakendur í ríkisstjórn með svo eindregnum andstæðingi Evrópusambandsaðildar sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Áframhaldandi vinstri stjórn er því eini valkosturinn við það að Sjálfstæðisflokkurinn komi til forystu eftir næstu kosningar. Línurnar eru því algerlega skýrar.
Sjálfstæðiflokkurinn vill virkja í neðri-Þjórsá.Ríkisstjórnarflokkarnir vilja það ekki. Enn einn átakapunktur. Sjálfstæðisflokkurinn vill atvinnuuppbyggingu sem forgangsmál. Ríkisstjórnin hefur ekki starfað á þann hátt.
Því fyrr sem kosningar verða knúðar fram þeim mun betra er það fyrir þjóðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2011 | 21:21
"Fjárhagsleg endurskipulagning"
er samnefnari fyrir allskyns reddingar, klíkuskap,afskriftir og jafnvel misnotkun á almannafé.
N1, áður Olífélagið ESSO, er nýjasta dæmið þar sem allskyns ábyrgðarlausir fúnksjónerar sem enga ábyrgð bera á því fé sem þeir eru að skálka með, koma saman undir ofanskráðum formerkjum. Skeður á sama tíma og fréttist að Steingrímur hafi möndlað með 700 milljónir af ríkisfé til að bjarga sparisjóði í sínu kjördæmi.
En N1, sem undir forystu "rekstrarmanns ársins", er komið svo kirfilega á kaf að skuldirnar eru sagðar nálgast hundrað milljarða, er sett á vetur undir þessum nýjum flöggum og Pótemkín-tjöldum til að keppa við önnur félög í smásöluverslun með nýlenduvörur um land allt, sem ekki selja líka olíur.
Einu sinni var ég stoltur hluthafi í Olíufélaginu sem var eitt stöndugasta félag landsins. Það var áður en þessir Excel-strákar með löngu lærdómstitlana komu að dæmunum í íslensku viðskiptalífi. Fjölbreytni í félögin hét það, og olíufélögin fóru að selja pulsur hvert í kapp við annað. Og núna eru þau öll stórskuldug meira eða minna að vasast í öllu milli himins og jarðar tilviðbótar því að skaffa olíu. Og Olíufélagið mitt gamla, stærsta félagið sýnu mest og dýpst sokkið.
Af hverju eru gjaldþrota félög ekki sett á hausinn, seld á nauðungaruppboði í heilu lagi eða hlutum eins og var í gamla daga? Hvað eiga þessir ókjörnu og umboðslausu lífeyrissjóðafurstar með að vera að gambla með lífeyri landsmanna með því að festa peninga þeirra í allskyns hlutabréfum eftir að hafa verið staðnir að því að hafa misfarið með peninga eigendanna með því að lána áhættufé til allskyns félaga sem þeir hafa greinilega ekki yfirsýn yfir rekstrarlega?
Af hverju fá ekki lögmál kapítalismans að njóta sín? Sá sem skuldar of mikið eða tapar of miklu fer á hausinn. Punktur.
Þessi "fjárhagslega endurskipulagning" sem tröllríður þjóðfélaginu út og suður undir gunnfánum leynibankanna er eitt mesta mein þess og kemur auðvitað út í augum almennings, sem á peningana í mörgum tilvikum, sem eitt spillingarforardíki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2011 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2011 | 10:56
Il faut recoloniser
en l´Afrique.
Ég var að bauka við að læra hrafl í frönsku fyrir nokkrum árum. Ég komst á það stig að ég gat lesið greinar í Paris Match nokkurn veginn. Þar í voru ýmsar greinar um málefni sem við í enskumælandi heiminum sinnum lítt. Frakkar og raunar Bretar líka fylgjast mun meira með Afríku en við Íslendingar til dæmis.
Ég man eftir einni grein um málefni Afríku eftir málsmetandi mann með langa reynslu. Hans niðurstaða var, eftir langa yfirferð um söguna og ástandið,fólgin í setningunni að ofan(ef ég skrifa hana rétt, ég hætti í lærdómnum). Ef eigi að leysa vanda hluta Afríku þurfi ýmis ríki þar að verða nýlenduveldi aftur. Þjóðirinar þar hafi ekki haft gæfu til að fara með stjórn egin mála. Afríka sem áður var útflytjandi matvæla værinú háð matvælagjöfum. Það eru meira en 10 ár síðan ég las þetta og ástandið hefur aðeins versnað.
Ég held að þessi maður hafi haft þá þekkingu á vandamálinu að það hefði betur verið hlustað á hann. Ef við horfum til Sómalíu til dæmis, þá er ekki vafi að stofnun nýlenduveldis þar myndi líklegra til þess að leysa vandamál landsins heldur en árleg neyðaraðstoð. Stjórnlaus eyðing náttúrugæða fer fram viðast hvar, skógar eru höggnir fyrir beitilönd og uppblástur og þurrka í kjölfarið. Innanlandsregla hefur leystst upp, engin stjórn er í landinu og afleiðingin blasir við.
Sem fyrsta skref gætu Sameinuðu þjóðirnar boðið Sómalíu að taka við sjálfstæði þeirra til geymslu um eitthvert hæfilegt tímabil til að byrja með, hugsanlega næstu 25 ár. Sómalir gætu treyst SÞ betur en einstöku ríki. Á þeim tíma yrði mjög takmörkuð stjórnmálastarfsemi leyfð í landinu nema sú sem innfæddir kunna á. Aðeins ein lög yrði í gildi í stað þriggja eins og nú er og 30 ára borgarastyrjöldinni myndi ljúka.
Sameinuðu Þjóðirnar færu alfarið með rekstur ríkisins, lögreglu og hervald eins og var á nýlendutímunum. AðildarÞjóðir samtakanna gætu komið að uppbyggingu atvinnuvega hvert eftir sinni getu, t.d. gætu Íslendingar komið að uppbyggingu fiskveiða okkur til hagsbóta.
Verkefnið er aðvitað risavaxið í landi sem er sex sinnum stærra en Ísland og með þrítugfaldan fólksfjölda. Aðalatriðið hlýtur samt að vera að koma reglu á í landinu þannig að tóm og friður fáist til að erja jörðina og nýta landsins gæði. Nokkuð ljóst er að vandamálið núna er ekki að leysast í landi þar sem engin ríkisstjórn hefur ríkt árum saman.
Sómalir undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu 2012. Hugsanlega vildu þeir greiða atkvæði jafnhliða um slíka skipan mála ef trúverðug áætlun hefði þá verið undirbúin og kynnt.Í Sómalíu hlýtur margur maðurinn að vera orðinn langþreyttur á ástandinu þó aðstæður í landinu kunni að vera mismunandi slæmar eftir héröðum. Sómalir treysta ekki hverjir öðrum. En þeir gætu hugsanlega átt auðveldara með að treysta óháðu yfirþjóðlegu valdi.
Fleiri ríki í Afríku kunna þurfa slíkrar aðstoðar við.
Il faut recoloniser sagði maðurinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.8.2011 | 12:19
Steingrímur fyrir landsdóm?
vegna fjármálaafglapa sinna á kostnað skattgreiðenda. Þessu eru gerðir skórnir úr Hádegismóum í dag.
Hreint hlutlægt sýnast tiltíndar ástæður öllu meiri að vöxtum en í tilfelli Geirs H. Haarde sem nú er réttað yfir. Þjóðin hefur skaðast svo hundruðum milljarða skiptir af stjórnartiltektum Steingríms Jóhanns og stefndi þó í meira.
Óbeina tjónið af glötuðum tækifærum þjóðarinnar er ekki hægt að reikna út í krónum eða aurum. En það er hún sem kaus hann til valda. Á nokkur að gjalda andlegrar fötlunar sinnar? Þýðir nokkuð að kvarta yfir Eyjafjallajökli?
Sagði ekki Frelsarinn: "Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra."
Er ekki alveg óhugsandi að draga Steingrím fyrir landsdóm?
11.8.2011 | 19:30
Seljum stóran hlut !
í Landsbankanum segir Steingrímur J. til að loka gatinu.Ekki er útskýrt hverjum verði selt en "Menn geta treyst einu: það verða ekki vinnubrögðin frá 2002 sem verða viðhöfð." segir hann svo til viðbótar. Og þessu er samviskusamlega slegið upp á forsíðu Baugstíðinda eins og þetta sé stórisannleikur og reginfregnir.
Hversu mikil verðmæti skyldu nú vera í Landsbankanum sem voru þar ekki 2002? Björgólfarnir fengu bara lán í Búnaðarbankanum 2002 til að kaupa The National Bank of Iceland og fengu afslátt þega í ljós kom að málverkin áttu ekki að fylgja með. Hverjir skyldu nú fá að kaupa af Steingrími?
Skyldi Steingrímur hafa komið auga á kaupanda sem bæði á fyrir kaupum á minnihlutaeign í Landsbankanum með Steingrími og vill vera memm? Eigum við að trúa því að kaupendur að stórum hlut í Landsbankanum standi í röðum ? Fylgir kannski lán með í kaupunum eins og 2002? Og þá hvaðan?
Steingrímur þykist ekki vita ekki hver á Íslands-og Aríon banka. Fá þeir að kaupa? Hverjir verða valdir þóknanlegir kaupendur í þetta sinn?
Hvernig stendur á því að fréttamenn okkar láta Steingrím komast upp með að henda svona bombum fram gagnrýnislaust? Hafa þeir ekki hugleitt Steingrímur er þegar búinn að loka fjárlagagatinu með boðaðri þreföldun matarskattsins? Einhverntíman hefði slíkt þótt tíðindum sæta.
Nei, við bara seljum stóran hlut í Landsbankanum og lokum fjárlagagatinu án þess að hækka tekjuskatta á fólkinu í landinu eða skerða lífeyrissjóðina.
11.8.2011 | 08:23
Einn með glóru!
í stjórnarliðinu. Ég bara kleip mig í handlegginn til að vita hvort ég væri vaknaður.Ég hélt að í stjórnarliðinu væri ekki nokkur maður með glóru.
Viðtal var við Kristján Möller í útvarpinu. Hann bara talar bara eins og einhverjir sjálfstæðismenn um nauðsyn þess að koma atvinnulífinu og fjárfestingu í gang. Hann vill fara í álverið í Helguvík, hann vill boranir fyrir austan. Hann segir skattaleiðina komna á leiðarenda og hún muni ekki leiða okkur út úr kreppunni.
Ég bara klíp mig aftur. Hann styður stjórnina auðvitað segir hann en hann telur að ekki hafi verið efnd ákvæði stöðugleikasáttmálans.Hann virðist líka vera stjórnmálamaður og kunna að tala í gátum. Nú er spurning hvor verður ofaná á fundi iðnaðarnefndar kl 10:30, kristján þessi eða Kristján hinn?
Eitt vildi ég þó að þeir hugleiddu. Það er að setja takmarkanir á innflutning vinnuafls meðan við vindum ofan af atvinnuleysinu innanlands. Það eru farnar að myndast kjarnar af fólki sem ætlar sér að vera atvinnulaust áfram eins og allstaðar hefur skeð þar sem atvinnuleysi hefur verið mikið og langætt. Við verðum að fá tíma til að fást við þá þróun. Vegabréfaeftirlit er ágætt fyrsta skref. Hættum að vera svona hrædd við undantekningarnar frá EES. Beitum einhverri lævísi eins og aðrar þjóðir gera þegar þeim hentar.
Vonandi glórir eitthvað á fundinum klukka 10:30..
10.8.2011 | 14:22
Sósíalismi andskotans
fær góða umfjöllun í grein Magnúsar Hallddórssonar í Viðskiptablaðinu:
Magnús segir m.a.:
.....Ef kröfuhafar fá að endurheimta skuldir sínar með því að taka tækifæri frá samkeppnisaðilum rekstrarins sem fór í þrot þá er markaðsbúskapur ekki fyrir hendi í raun. Þá hættir eiginlegur samkeppnismarkaður að vera til. Fyrirtæki þurfa að geta komið og farið, það er grundvallaratriði. Í þessu felast helstu mistökin, að því er mér finnst, þ.e. að ýta regluverki markaðarins til hliðar þegar kemur að illa stöddum fyrirtækjum. Þessi mistök eru nú dragbítur á hagvöxt í landinu þar sem þau draga úr fjárfestingum og ávöxtunarmöguleikum. Til þess að koma fjárfestingu af stað þurfa að skapast tækifæri fyrir fjárfesta, sem þeir sjá sjálfir og eru ekki þvingaðir til þess að fara í með pólitískri stefnumörkun. Þau tækifæri geta kviknað í gjaldþrotum. Eins dauði er annars brauð....
... Ósjálfbær störf leggjast af, en þau sem nýir fjárfestar telja að geti hjálpað til lifa. Nýr tilverugrundvöllur verður til fyrir reksturinn, sem áður var kominn útaf sporinu....
...Í kreppum skiptir máli að nýta tækifærin sem gjaldþrotin skapa. Þá falla eignir í verði og fjárfestar fara á stjá. Þeir einir geta skapað rétt markaðsverð og lagt rétt mat á það hvort rekstur sé lífvænlegur. Starfsmenn á fyrirtækjasviði banka sem lesa úr excel-skjölum eru ekki réttu mennirnir til þess að sjá tækifærin. Það eru þeir sem eru tilbúnir að taka áhættuna sem felst í fjárfestingu. Bankarnir hafa komist upp með að halda uppi verði á ýmsum eignum, t.d. aflaheimildum, atvinnuhúsnæði og fleiru, með því að virða gjaldþrotalöggjöfina að vettugi.... Fyrirtæki starfa lifandi dauð, þar til skuldirnar eru niðurfærðar að einhverju leyti. Eftirlitsstofnanir vita af lögbrotunum, sbr. 64. grein gjaldþrotalaga, en gera ekkert,... bjarga útvöldum mönnum og eigendum fyrirtækja með niðurfærslum á skuldum sem þeir stofnuðu til með samningum....
....Markaðsöflin, .. eru ekkert slæm. Síður en svo. Þau eru drifkrafturinn í hagkerfum og undirstaða þess að fólk fær vinnu þegar upp er staðið, hvort sem er hjá ríkinu eða á einkamarkaði. Það er tilgangslaus vindmyllubardagi að ætla sér að berjast gegn lögmálunum, með gjörspilltri skuldaniðurfærslu til útvalinna eigenda fyrirtækja, ekki síst í gegnum stærsta banka landsins sem skattgreiðendur eiga, Landsbankann, frekar en leyfa fyrirtækjum að fara í þrot líkt og lögin segja til um. ....En hræðslan við markaðsöflin er alltof víðtæk og það er að fara illa með hagkerfið og halda aftur að hagvexti þar sem fjárfesting á markaðsforsendum er lítil sem engin.
Hér kjarngóð lýsing á hagstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Hversvegna hún ber dauðann í sjálfri sér og er búin að valda ómældu tjóni þjóðabússinn.
Steingrímur J. er nátttröll á 21.öld, hann er maður sem ekkert skilur lögmálum markaðarins, en er eins og fíll í glervörubúð þar sem hann ryðst um fast í þeirri trú að hann sé að bjarga landinu.
Það þarf hinsvegar sem fyrst að bjarga landinu frá honum sem fyrst og víkja af braut þess sósíalisma andskotans sem hann stendur fyrir í ríkisvæðingu gjaldþrota sem allstaðar liggja í slóð hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2011 | 13:59
Er krónan sterkari en evra?
fer maður að velta fyrir sér eftir grein Þorsteins Pálssonar á laugardaginn var.
Þorsteinn segir:
..." Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Gengishrunið hefur fært peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja en ekki aukið hagvöxtinn. Í ýmsum evruríkjum hefur verið meiri hagvöxtur en hér...."
Stenst þessi órökstudda fullyrðing Þorsteins?
Falli evran og færist nær gengi dollar, hvað skeður þá hérlendis? Útflutningstekjur fyrirtækja minnka úr ofsagróða niður í gróða. Verðlag færist nær 2006 ástandinu. Þá kostaði dollar 71 krónu og evran 91 krónu. Nú kostar evran 164 og dollar 114. Ekki af markaðsástæðum heldur af skv. skipun frá Steingrími. Þetta gengi er hægt að færa niður ef menn kæra sig um. Lækka allt verðlag í landinu. Kommúnistarnir vilja hinsvegar ekki að fólkið fái neina miskunn. Hækkum skatta, kreistum lífskjörin niður er þeirra boðorð. Ekki fækka opinberum starfsmönnum hvað sem tautar.
Hver er munurinn í dag og 2006. Afurðaverð hefur haldist svipað. Innstreymi gjaldeyris er ekki neitt miðað við 2006 óg þá var ríkisð skuldlaust.Nú borgar það 100 milljarða í vexti. Segjum að evran falli í 120 á morgun. Af hverju ætti krónan að hrynja? Væri það ekki besta mál? Skuldir ríkisins myndu lækka. Vaxtagreiðslurnar myndu lækka. Aflandsgengið myndi líka lækka og jöklabréfavandinn myndi minnka. Icesave skuldirnar myndu lækka.
Hvað er Þorsteinn Pálsson eiginlega að fara með þessum málflutningi? Ef við fáum erlenda fjárfestingu í gang þá styrkist allar hagur á Íslandi með meiri atvinnu ef við hefðum vit á því að flytja ekki umsvifalaust inn Kínverja eins og við gerðum.
Þorsteinn segir enn:
.."Enginn fullveldisréttur losar okkur því undan harkalegum ríkisfjármálaaðgerðum á næstu árum nema við ætlum að gefa stöðugleikamarkmiðið og samkeppnisstöðuna eftir. Það þýðir lakari lífskjör..."
Ég vona að svona "Steingrímsk" skriffinnasjónarmið verði ekki ofarlega hjá forystu Sjálfstæðisflokksins eftir næsta landsfund. Okkur vantar bjartsýni og trú á landið og sjálfstæði þess.
Fall evrunnar mun leysa margan vanda ríkisfjármálanna sem stjórnlyndisfólk kemur ekki auga á. Íslendingar geta ekki nema grætt á falli evrunnar. Styðjum þá þróun sem við bara getum. Niður með evruna, upp með gengið!
Krónan er sterkari en evran. Sterkasta verðtryggða mynt í heimi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2011 | 12:43
Engar skattahækkanir, nei nei
er það sem fjölmiðlarnir ríkisreknu hafa um væntanleg fjárlög ríkisstjórnarinnar að segja.
Svona neðanmáls er greint frá því að AGS hafi mikinn áhuga á að það sé bara eitt virðisaukaþrep á Íslandi. Til þess að gera þeim til hæfis veltir ríkisstjórnin því fyrir sér hvernig 22 % flatur vaskur liti út í þeirra augum. Þetta er þá ekki hækkun heldur lækkun ! Fréttamennirnir láta alveg vera að skoða það að þetta þýðir 300 % hækkun á matarskattinum sem Þorsteinn Pálsson þá formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandii trúboði Evrópusambandsins á vegum Baugsmiðla kom á fyrir margt löngu. Síðari ríkisstjórnir spiluðu skattinn svo niður í 7 % af augljósum ástæðum. En Steingrímur ætlar með hann í 22 % Þetta er ekki nein hækkun sem skiptir máli að mati fjölmiðla sei sei nei. Þetta er ekki skattahækkun segir Oddný G.Miklu fremur skattlækkun þar sem vaskurinn í efra þrepi lækkar ú 25.5 í 22 %!
Matarútgjöld eru líklega þriðjungur af öllum útgjöldum heimila og mun meira af útgjöldum fátæka fólksins. Þetta hækkar framfærslukostnaðinn um 3-5 % eða étur nærri upp umsömdu "kjarabæturnar"frá í vor. Þá þarf að gera nýja skrúfu til að fá þetta bætt. Osfrv., við kunnum öll framhaldið. Og öll verðtryggðu lán heimilanna hækka að sama skapi svo nóg verður fyrir hagsmunasamtök heimilanna að mótmæla.
Fjármálasnilld Steingríms er engu lík og framtíðarsýn norrænu velferðarríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur örugglega það sem þjóðina hefur lengi vantað. Hækkun í % x skattstofn þýðir hækkun tekna í þeirra höfði enda betri í "coffee or tea and you and me" en Laffer-kúrfum.
Ég benti á Þráinn Bertelsson í pistli nýverið og spáði því að Kvikmyndaskólinn myndi fá allt sitt á fjárlögum. Ég virði Þráinn fyrir það að viðurkenna kinnroðalaust að hann beiti óhikað fjárkúgun í þágu listarinnar. Flestir aðrir stjórnmálamenn bregða á langar lygaræður við svipaðar aðstæður. Ekki Þráinn Bertelsson, það má hann eiga. En kann hann máltækið "divide et impera" til fulls? Mun lengi standa á Guðmundi Steingríms til að svíkja nýja flokkinn sinn til að bjarga málum fyrir Steingrím og Jóhönnu og er kannski Siv kvenna vísust til að hjálpa honum byrjandanum? Eða þá hvaða verð verður á Sigmundi Davíð þá stundina veit enginn fyrr en á reynir? Hann er nú einu sinni Guðfaðir stjórnarinnar sem hefur áberandi illa launað honum fyrir.
Málunum verður reddað og allar skatthækkanir verða í höfn. Ríkisstjórnin er því hvergi á förum. Fjölmiðlarnir eru líka hennar megin og munar um minna. Skítt með þjóðina, hún er hvort sem er ömurleg og felldi Icesave fyrir öllu því gáfufólki sem ætlaði að hafa vit fyrir henni, ekki einu sinni heldur fjórum sinnum.
Skattahækkanir, nei nei nei!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko