Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Góður Jónas

Elíasson prófessor emertitus í Morgunblaðinu í dag.

Fróðalegt sögulegt yfir lit um sögu Úkraínu síðustu aldir.

Jónas skrifar:

" Allir Íslendingar vita að upphaf Rússlands sjálfs og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar var Garðaríki (e. Kievan Rus). Höfuðborg þess, Kænugarður, var miðstöð hins heilaga Rússlands (Svyatáya Rus), þar var byggð ein mesta kirkja rétttrúnaðarins, Dómkirkja heilagrar Soffíu, á 11. öld. Mongólarnir lögðu undir sig ríkið um 1100, en létu Muskovy (ríki stórhertogans af Moskvu) að mestu í friði, hertækni Mongóla hentaði ekki fyrir skógana þar. Þegar Mongólar hurfu á braut átti furstinn af Kænugarði lítinn her, svo Muskovy gat lagt undir sig Garðaríki smám saman, núverandi Úkraína er syðsti hluti þess. Þá varð Moskva valdamiðstöð rétttrúnaðarkirkjunnar og tók sér tignarheitið „þriðja Róm“, tign sem Kænugarður hefði annars fengið. Öll menning Úkraínu er miklu eldri en Rússlands, en landið var sett undir „vernd“ Rússakeisara á 17. öld og nú vill Pútín gera það aftur. Pútín hefur rétt hlut kirkjunnar mikið frá því sem var á dögum sósíalismans og um það eru skrifaðar heilu bækurnar hvernig rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur aukið sín pólitísku völd síðan Pútín komst til valda, næstum í þau völd sem hún hafði á keisaratímanum. Hvernig sem það nú er, þá er ekki vafi á að Pútín ætlast til að kirkjan standi með sér. En vegna þessarar arfleifðar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur innrásin orðið til þess að öflugur hluti hennar hefur snúist gegn Pútín í fyrsta skipti í sögunni. Biskup Íslands ritar um þetta athyglisverða grein í Mbl. 5.3. ’22. Það er alveg öruggt, að ef Pútín nú sest um Kænugarð eins og Hitler 1941 mun rússneska rétttrúnaðarkirkjan snúast gegn Pútín af öllu afli, en hún hefur stutt hann fram að þessu. Þá mun margur rússneskur hermaðurinn sem sér Soffíukirkjuna ekki ráðast á hana með vopnum heldur falla á kné og biðjast fyrir. Stýrir Rússakeisarinn Pútín að eigin endalokum? Úkraína var helsti vígvöllur seinni heimsstyrjaldarinnar, bara umsátur Hitlers um Kænugarð í júlíoktóber 1941 kostaði hálfa milljón fallinna. Í hvað stefnir Pútín?

Leppríki Rússlands og vatnsuppspretta Krímskaga

Pútín vill gera Úkraínu að leppríki eins og Hvíta-Rússland og innrásin er tákn þess að hann hefur gefist upp á að ná því marki með friði. Biden forseti Bandaríkjanna og ESB eru reiðubúin til að láta þetta yfir sig ganga, en bæði Vesturlönd og Pútín misreiknuðu sig. Í fyrsta lagi er innlimun Pútíns á Krímskaga 2014 að breytast í martröð, eftir að Úkraínumenn lokuðu fyrir stóran skurð frá Dnjepr-fljótinu sem sá Krím fyrir eina vatninu sem þeir höfðu. Úkraínumenn byrjuðu að draga úr rennslinu strax 2015 og lokuðu alveg fyrir 2017. Skurðurinn liggur eftir endilöngum norðurhluta skagans svo nú er sá hluti Krím að breytast í algera eyðimörk. Rússar reyndu að láta líta svo út að þeir hefðu mætt þessum vanda, en á síðasta ári (2021) var ljóst að það hafði mistekist. Ræktað land á svæðinu hafði minnkað tífalt. Þá verður herinn að sjá fólki á Krím fyrir vatni og mat, sem verður hrikalega kostnaðarsamt. Í öðru lagi er hatrömm andstaða Úkraínumanna og frábær frammistaða forsetans Selenskís, sem leysti úr læðingi algjöran stuðning almennings í hinum frjálsa heimi.

Aðgerðir Pútíns styrkja NATO og eyða evrópskum sósíalisma

Þau ríki sem sem vildu sýna Rússum hlutleysi eða vináttu ganga nú í NATO. Ef Pútín óttaðist NATO áður ætti hann að vera alvarlega hræddur núna. Framferði Rússa skapar gríðarlegan pólitískan vanda fyrir evrópska vinstrimenn, gæti einfaldlega þýtt endalok vinstri sósíalisma í Evrópu. Aðalmál þeirra, hatrið á bandarískum kapítalisma, hefur leitt þá yfir í ósjálfrátt, og stundum ómeðvitað, Rússadekur og kröftuga andstöðu við NATO, en allt þetta er nú að gufa upp út í veður og vind. Evrópskir stjórnmálamenn munu ekki komast upp með Rússadekur og evrópskir vinstrimenn verða að snúast á sveif með NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr. Lítil grein á forsíðu Fréttablaðsins 9.3. ’22 sýnir að þetta vandamál á ekki síður við um íslenska sósíalista. Pútín á eftir að fara verr með evrópska vinstrimenn en Stalín í Finnagaldrinum, uppreisnum í AusturÞýskalandi, Ungverjalandi og Póllandi. Stalín stal korni Úkraínu 1931-33 og þrjár milljónir dóu úr hungri. Þetta man Úkraína, svo á hvaða vegferð er Pútín?

Hættan fram undan

Stríðið í Úkraínu endar með sigri Rússa eins og stríðið gegn Hitler, enginn reiknar með öðru. Það er hvernig það endar sem er vandamálið; kemst einhver friður á við það? Búast má við að Úkraínumenn hafi ekki sagt sitt síðasta þótt Rússarnir nái því landi sem þeir sækjast eftir, hvort sem það er austurhlutinn eða landið allt. Í síðustu heimsstyrjöld börðust Úkraínumenn af mikilli hörku gegn Þjóðverjum og áfram gegn Rússum allt til 1953. Vesturlönd komast ekki upp með annað en að styðja þá baráttu, leynt ef ekki ljóst. Munu Rússar sætta sig við að skæruliðar í Úkraínu fái skjól, vistir og búnað í NATO-löndum og herji á Rússa bæði í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi? Nei, það mun Pútín ekki sætta sig við. Rússar fengu að leika þetta hlutverk í stríðunum í Kóreu og Víetnam, en Vesturlönd fá ekki að gera þetta núna, ekki á landamærum Rússlands. Þá fara Rússar út fyrir landamæri Úkraínu með hernaðinn, taka Moldavíu, einangra Eystrasaltslöndin með því að loka Suvlaki-hliðinu og það leiðir til afskipta NATO og heimsstyrjaldar. Hvað getur komið í veg fyrir þetta? Menn einfaldlega vona að valdadagar Pútíns verði ekki miklu lengri, sem er reyndar spurningin um hve lengi hann hefur stuðning hersins, eða hvort honum verður komið frá með þeim aðferðum sem hann hefur beitt á aðra. En ef það gerist ekki og Pútín verður áfram við völd, þá er gríðarleg stríðshætta fram undan."

Ein mesta orrusta 2. heimstyrjaldarinnar var skriðdreka dauðinn við Kursk sem er austur af Ukraínu 1943. Þar voru þúsundir skriðdreka eyðilagðir og hundruð þúsunda hermanna féllu.Þarna beið Hitler eiginlega sinn síðasta afgerandi ósigur. Hann gat ekki efnahagslega bætt sér töpin sem Rússar gátu hinsvegar gert.Þýzku iðnaðarvélinni var þorrinn máttur.

Það koma fram yfirgripsmiklar sögulegar upplýsingar frá kollega mínum prófessornum Jónasi Elíassyni og hafi hann þakkir fyrir.

Í viðtali við Egil Helgason setti Andrej Kurkov rithöfundur frá Úkraínu fram afdráttarlausar skoðanir á Pútín og friðarhorfum í Donbass og víðar.

Þessi góða grein Jónasar Elíassonar er fræðandi fyrir þá sem vilja skyggnast bak við atburðina í tengslum við söguspjöldin. 


Norðurströnd Azov -hafs

finnst mér líklega sem markmið Pútíns í landvinningstríði hans á hendur Úkraínu.

Í Úkraínu hafa gegn  um aldirnar verið háðar gríðarlegar styrjaldir. Pétur mikli sigraði mun fámennari her Svía 1709 og gerðust Svíar bandamenn þeirra síðar.

Katrín mikla dóttir hans hélt stefnu hans áfram 1762 -1797.Hún skrifaði æviminningar sínar og var afrekskona í ástamálum.

Hitler barðist við Stalín í skriðdrekaorrustunni í Kursk. 

Gæti ekki verið að Pútín ætli sér að skera Úkraínu frá aðgangi að sjó frá Maríupól og vestur eftir til Odessu? Hann á Krímskagann með Sevastopol  þegar og vill bæta stöðuna?

Er ekki ólíklegt að hann vilji semja frið fyrr en þessum markmiðum hefur verið náð?

Pútín er í grimmu landvinningastríði til að stækka Rússland sem enginn endir er sjáanlegur á. 

Þetta stríð er ekkert að enda fyrr en hann ræður allri norðurströnd Azov-hafs.


Og Rússar neita.

Er ekki Pútín verðugur jafnoki Hitlers?

Ætlar hann að segja að þessar ljósmyndir séu lygi?

Það þarf ósvífni til að neita.


Ég verð hataðasti maður heims!

ef mér mistekst er Adolf Hitler sagður hafa sagt eitt sinn í spjalli um stefnu sína.

Honum mistókst.

Skyldi Pútín leiða huga sinn að svipuðum nótum?

Er líklegt að margir verði til að réttlæta árás hans í Úkraínu þegar vitleysunni lýkur?

Atferli beggja er svipað þó Pútín hafi ekki byggt sínar útrýmingarbúðir fyrir endalausn Úkraínudeilunnar.

Hversu lengi verður haldið út þarna austurfrá?

Er virkilega engin lausn í sjónmáli?


Bara setja í stokk

alla umferð á Miklubraut og Sæbraut og byggja svo blokkir ofan á stokknum.Lóðirnar borga stokkinn segja menn.

Þannig komast fleri íbúar í nánd við Miklatún og Sæbrautarfjöru.

Hvernig verða þessir stokkar?

Sjá menn fyrir sér þversnið með 2 akreinar í tvær áttir?

Þurfa menn ekki að hugsa hvað gerist ef árekstur verður eða eldsvoði í svona mannvirki. Hlýtur þetta ekki að kalla á 3. akreinina í hvora átt.

Og dygði hún?

Þarf ekki neyðarbíll að komast framhjá slysstað? 3. akrein plús eitt neyðarspor?

Svo koma vandamál við reykræstingu. Og auðvitað stöðuga loftræsingu  inn og út úr stokknum.

Munu ekki þurfa beygjuakreinar að og frá svona stokkum?

Höfum við hugsað málið til enda?

Hver er kostnaðurinn og hverjar eru tekjurnar af lóðasölunni ofan á stokknnum?


Mergurinn málsins

deilunnar um keisarans skegg kemur fram í grein :Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings sem áður hefur komið íslenskri þjóð til bjargar í vanda með undirskriftunum um varið land.

Nú skrifar Þorsteinn um það ágreiningsefni í trúarbrögðum um það hvort heimurinn sé að hlýna af mannavöldum eða ekki.

Þorsteinn skrifar í dag:

" Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hlýnun jarðar og þær ráðstafanir sem Íslendingar eigi að gera til að draga úr losun koldíoxíðs. Þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru af stjórnvöldum munu verða mjög kostnaðarsamar og hafa veruleg áhrif í virkjunar- og umhverfismálum.

Spurningin er hvort þessi stefna stjórnvalda sé réttlætanleg. Um 90% af orkunotkun Íslendinga styðst við endurnýjanlega orkugjafa.

Það er því ekki við Íslendinga að sakast ef koldíoxíð í andrúmsloftinu er farið að hafa áhrif á loftslagið. Þeir eru á grænni grein.

Aðrar þjóðir eru hinir eiginlegu sökudólgar, og þeim ber að hafa forgöngu um aðgerðir.

Margar þjóðir eiga þarna hlut að máli, en mest er ábyrgð Kína, sem reiðir sig mjög á kolaorku. Úr henni fá Kínverjar um 1.000 gígavött, og kolaorkuverum í Kína fjölgar stöðugt.

Árið 2020 bættist 41 gígavatt við kolaorkuframleiðslu Kínverja, og árið 2021 var lagður grunnur að orkuverum sem framleiða munu 33 gígavött til viðbótar.

Jafnframt gáfu kínversk stjórnvöld til kynna að þau myndu ekki geta staðið við fyrri áætlanir um að minnka losun koldíoxíðs þar sem atvinnulífið yrði að reiða sig svo mjög á brennslu kola.

Til samanburðar skal bent á að heildarorkunotkun á Íslandi er aðeins þrjú gígavött, þ.e. minna en tíundi hluti af árlegri aukningu kolaorku í Kína. Það er því algjör barnaskapur og sjálfsblekking að ímynda sér að ráðstafanir Íslendinga skipti einhverju máli.

Áhersla íslenskra stjórnvalda á orkuskipti í vegasamgöngum með fjölgun rafmagnsbíla er sömuleiðis vafasöm. Þar er aðeins um að ræða lítið brot af fyrrnefndum þremur gígavöttum, auk þess sem framleiðsla bílrafgeyma og förgun þeirra vekur alvarlegar spurningar af umhverfisástæðum.

Sett hafa verið metnaðarfull alþjóðleg markmið til að takmarka hitastigshækkun á jörðu.

Ekkert bendir til þess að þeim markmiðum verði náð. Því ættu menn fremur að búa sig undir þá hlýnun sem í vændum er.

Hinn þekkti stjörnufræðingur Fred Hoyle sagði á sínum tíma að ef hlýnunin væri af mannavöldum mætti líta á hana sem jákvætt skref, því að hún gæti bjargað mannkyninu frá ísöld sem annars væri líkleg að hans mati.

Hvort sem menn eru sammála Hoyle eða ekki er þetta umhugsunarvert. "

(Leturbreytingar og málsgreinaskiptingar eru bloggarans)

þorsteinn spyr hvort við Íslendingar lifum í barnaskap eða sjálfsblekkingu í loftslagsmálum?.

Það verðu vart hjá því komist að taka undir þá spurningu þegar menn skoða málflutning forsætisráðherra ríkistjórnar Íslands.

Annað hvort hlýtur að vera í forgrunni.

 


Ekki gleyma Gröndal

í Ameríku sem leggur á sig að senda okkur hugvekju þaðan í Morgunblaði dagsisma. Fullur af humornum að vanda.

 


Ekki vildi ég gleyma Guðna

hvenær sem hann þyrfti mín með.

Í auglýsingu Fréttablaðsins fyrir Hringbraut stendur þetta:

"Skúli Eggert Sigurz varð fyrir hrottalegri hnífaárs fyrir réttum áratug á lögmannsstofunni Lagastoð í Lágmúla. Á örfáum sekúndum stakk andlega veikur maður hann margsinnis í lungu, lifur og nýra, áður en Guðni Bergsson kom fyrstur til bjargar og var sjálfur stunginn tvívegis í lærið.

Í fyrsta skipti segir Skúli Eggert Sigurz söguna alla, af kraftaverkinu að geta lifað af svo mikinn blóðmissi að Blóðbankinn tæmdist allur. Þetta er saga af fádæma æðruleysi og fyrirgefningu."

Mér finnst að félagar hans Guðna í íþróttahreyfingunni hefðu mátt betur muna hvílík hetja þessi maður er.

Ég mun ekki gleyma Guðna.


Er þetta svona Óli Björn?

við treystum því sem þú segir.

Þeir eru að efast um það kommarnir  að við höfum staðið eins og menn að einkavæðingu bankanna.

Einn skrifar svo í Moggann í dag:

..." en hvað gerði þá hæfa fjárfesta umfram okkur hin er ekki ljóst á þessari stundu.

Einn þeirra keypti í gegnum félag sem er með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 135 milljónir.

Annar sérvalinn snillingur rak einkahlutafélag sitt í þrot árið 2015 vegna skulda við umræddan banka en þykir samt hæfur til stjórnarsetu í honum(!).

Árið 2008 fékk félag í hans eigu 233 milljónir að láni hjá Íslandsbanka (Glitni) til hlutabréfakaupa en varð gjaldþrota árið 2015 og skuldaði þá 313 milljónir.

EKKERT fékkst upp í skuldirnar.

Getur verið að bankinn hafi líka lánað honum fé til hlutabréfakaupa núna?

Greinilega eru vel valdir eðalfjárfestar í þessu partíi. Já það er aftur byrjað partí á Íslandi eins og 2007 og kannski ekki skrýtið að fjármálaráðherra fullyrði ítrekað að heimilin á Íslandi hafi aldrei haft það betra því þetta er skemmtilegt partí.

En á sama tíma berast fregnir af því að einstætt foreldri á lágmarkslaunum sé tæknilega gjaldþrota og þar vanti 83.000 í hverjum mánuði upp á að það geti framfleytt sér og að hjá pari með tvö börn sé rekstrarhallinn tæpar 90.000 á mánuði.

Ætli það sé fólkið sem mun sitja uppi með timburmennina þegar partíinu lýkur?

Mun sauðsvartur almúginn sem ekki er með í partíinu eiga að borga þrifin eins og síðast?

 

Flokkur fólksins segir NEI við því. Aldrei aftur! "

Segðu okkur Óli Björn hvort sé verið að ljúga að okkur eða ekki? 

 

Mun sauðsvartur almúginn sem ekki er með í partíinu eiga að borga þrifin eins og síðast?

Flokkur fólksins segir NEI við því. Aldrei aftur!"

Þetta skrifar þingmaður flokks fólksins, Þórdís Lóa.

Við trúum þér Óli Björn  að þú segir okkur sannleikann um stöðu þeirra sem nú voru að kaupa í Íslandsbanka en látir ekki kommana bara ljúga að okkur?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3420587

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband