Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju ekki?

Úr Morgunblaðinu:

"

Volodímír Selenskí for­seti Úkraínu sagði í dag að rík­is­stjórn hans væri al­var­lega að íhuga kröfu Rússa um að Úkraína yrði hlut­laust ríki og myndi ekki ganga í Atlants­hafs­banda­lagið.

Rúss­ar hafa gert þá kröfu að Úkraína gangi ekki í NATO frá því fyr­ir inn­rás­ina, en fregn­ir höfðu borist af því að stjórn­völd Úkraína væru þá að íhuga mögu­leik­ann á inn­göngu.

Samn­inga­fund­ur á morg­un eða þriðju­dag

„Við erum að íhuga þetta vand­lega og þetta skil­yrði er að mörgu leyti skilj­an­legt,“ sagði Selenskí í sam­tali við óháða rúss­neska fjöl­miðla. Þó var al­mennt talið fyr­ir stríðið að litl­ar lík­ur væru á því að Úkraína fengi inn­göngu í sam­bandið, þótt í orði geti all­ar þjóðir sótt um.

Vitað var að bæði Þjóðverj­ar og Frakk­ar höfðu sett sig upp á móti inn­göngu Úkraínu, því ef landið væri í NATO væru ríki sam­bands­ins skyldug að verja það gegn árás­um annarra ríkja, skv. fimmtu grein sátt­mála banda­lags­ins sem kveður á um að árás á eitt ríki sé árás á þau öll.

Samn­inga­fund­ur­inn er fyr­ir­hugaður í Tyrklandi, annað hvort á morg­un eða þriðju­dag."

Rússar og Nato lýsi sameiginlegri ábyrgð um að verja Úkraínu gegn hótunum um  árásir frá 3.aðilum? 

Af hverju ekki að sýna Rússum tillitssemi?


Biden býr yfir krafti

sem ég bjóst ekki við að hann hefði. Líklega eftir lýsingar fjölmiðlanna á hversu aftur honum væri farið.

En hann flutti eldmessuræðu í Varsjá núna í kvöld sem kom mér á óvart. Svo kröftuga og vel uppbyggða ræðu að ég hreifst með. Áheyrendur klöppuðu margsinnis undir ræðunni og kallinn virtist alveg vita hvað hann væri að tala um. Glápti í allar áttir og bunaði kraftmiklar setningar þannig að ég kom af fjöllum.

Er þetta maðurinn sem við rökkum niður vegna öldrunar? Ég sá engin merki um teleprompter eða slíkt. Hann var ekki með gleraugu þannig að varla las hann neitt upp.

Ég held bara að Trump hefði ekki gert þetta neitt betur. Mér datt Churchill í hug oftar en einu sinni þegar honum tókst best upp.

Biden býr yfir krafti sem ég bjóst ekki við og var Bandaríkjunum til sóma í kvöld.


Fer um fantinn Putin?

að horfa á mynd af forystu NATO og vita að þeir eru allir andskotar hans?

nato in bruxellesSvalur má hann þá vera helvízkur ef hann gefur skít í allt þetta lið.

Pólland er í NATO og fleiri lönd þarna.

Árás af Pútín á eitthvert þeirra þýðir að kjarnorkuvopnum verður líklega beitt.

Þorir fíflið að hætta á það? Hversu vitlaus er hann orðinn?

Mér finnst að það hljóti að fara um fantinn hann Pútín að horfa  á þetta fólk allt saman sem er í bandalagi sem segir að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll.


Var einhver viðbúinn?

því að stórveldið Rússland réðist á frjálst og fullvalda smáríki án stríðsyfirlýsingar eða úrslitakosta?

Hvað hugsar maður í þessu tilviki?

Hugsar maður aftur til 1, september 1939 og Adolfs Hitlers þegar hann kemur því til leiðar að Rússar og Þjóðverjar ráðast á frjálst og fullvalda ríki án stríðsyfirlýsingar eða úrslitakosta?

Er Pútín að gera nokkuð annað en Adolf? Nema hann stendur einn að árásinni? Byrjar að myrða hvað fólk sem fyrir verður. Enginn tilgangur gefinn upp nema að drepa sem flesta áður en Úkraína gefst upp og afhendir vopn og verjur skilyrðislaust. Var það ekki eins í Póllandi 1939. Jafna allt við jörðu sem hægt er? Prófa nýjustu vopnin? 

Hvaða eftirmæli hefur Adolf fengið í mannskynssögunni? Fær Pútín eitthvert annað mat sem stríðsherra?

Var nokkur viðbúinn að mæta þessu stríði sem dregst svona á langinn? Er Pútín ánægður með gang mála hjá sínum her?  

Ég held að enginn  sé ánægður eins og málin standa núna.  Meiri byssur og skot? Til hvers leiðir það annars en meiri hetjuskapar?

Hvers virði er hetjuskapur í þátíð? Hvers virði er dauð hetja?

Hvernig á þetta að enda?

Báðir segjast hafa náð sínu fram? Fá sér heiðursmerki úr kassanum í kjörbúðinni ef báðir halda lífi?

Nei, ég held að enginn hafi verið viðbúinn þessu.


Það skal í ykkur samt !

Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata kynntu í dag þings­álykt­un þess efn­is að efnt verði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir árs­lok 2022. 

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að það sé sam­eig­in­leg sýn þess­ara þing­flokka að málið sé af slíkri stærðargráðu að leita eigi leiðsagn­ar þjóðar­inn­ar um fram­hald þess.

Þar seg­ir að auk rök­semda sem lúti að efna­hags­leg­um stöðug­leika, mann­rétt­ind­um og lýðræði hnígi einnig sterk rök að því að Ísland taki af­stöðu til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu vegna nýs veru­leika í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um og hlut­verks Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim efn­um.

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, og Hall­dóra Mo­gensen, þing­flokks­formaður Pírata, eru fyrstu flutn­ings­menn til­lög­unn­ar. Þau segja löngu tíma­bært að eiga sam­ráð við al­menn­ing um þetta stóra mál enda séu mikl­ir hags­mun­ir í húfi.

Fyr­ir tæp­lega tveim­ur vik­um birt­ist þjóðar­púls Gallup fyr­ir mars, en þar kom fram að 47% aðspurðra væru hlynnt­ir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, en þriðjung­ur mót­fall­inn. Er það tals­vert hærra hlut­fall en þegar Gallup spurði að þessu fyr­ir um átta árum, en árið 2014 voru 37% aðspurðra hlynnt­ir aðild að ESB meðan 36% var mót­fall­inn.

Páll Vilhjálmsson bloggar svo:

"ESB-sinnar eru einfaldlega ekki nógu sannfærðir sjálfir um skynsemi ESB-aðildar til að þeir nenni að ræða málefnið nema sem upphrópun. Núna halda þeir að ESB-aðild trekki, þegar Evrópa stendur í ljósum logum stríðsátaka. Þetta er svo vitlaust að maður hálf vorkennir vinstri vesalingunum.

Aðeins pólitískum fáráðlingum dettur í hug að Íslendingar samþykki það samningsmarkið í viðræðum við Brussel að fá aðild að Evrópuhernum sem er í bígerð. "

Og ekki sýnist  ESB ganga betur að slökkva bálið i bakgarðinum hjá sér núna frekar en í Bosníustríðinu.Þá varð NATO að gera undantekningu á vopnavaldi til að draga ESB-ríkin að landi þegar allt var í óefni komið.

Myndi þetta lið þagna þó að það biði ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu? Er það ekki vanast því að láta kjósa aftur og aftur þar til "rétt" niðurstaða fæst 

 

 


Klerkurinn og kennimaðurinn

Geir Waage og Henry Kissingar taka höndum saman í Morgunblaðinu í dag.

Sr. Geir rifjar upp hvað Kissinger sagði árið 2014 um Úkraínu. Sá maður hafði sjaldnar rangt fyrir sér en rétt sem nú hefur komið enn einu sinni á daginn.

 

Sr. Geir skrifar:

"Vorið 2014 ritaði Henry Kissinger grein í Washington Post sem hann nefndi: „Til að leysa vanda Úkraínu þarf að byrja á endinum.“ Átök voru þá hafin í Austur-Úkraínu. Kænugarðsstjórn afnam sjálfstjórnarrjettindi Luhansk- og Donetsk-hjeraða og Rússar í hjeruðunum gripu til vopna.

Rússar á Krím höfðu í atkvæðagreiðslu sagt sig til Rússlands. Þarna var hafinn sá ófriður er nú er orðinn að stríði Rússa og Úkraínumanna.

Kissinger segist hafa orðið vitni að fjórum styrjöldum (BNA) sem allar hefðu hafizt með miklum stuðningi heima fyrir. Þremur hafi lokið með því, að BNA drógu sig til baka.

Ekki sje vandi að hefja stríð heldur að ljúka þeim.

Hann heldur því fram, að Úkraína eigi hvorki að halla sjer til austurs nje vesturs, heldur að brúa þar á milli. Rússar verði að virða landamæri Úkraínu og Vesturveldin verði að gæta þess, að Úkraína geti í þeirra augum aldrei orðið „útland“:

„Even such famed dissidents as Alexander Solzhenitsyn and Joseph Brodsky insisted that Ukraine was an integral part of Russian history and, indeed, of Russia.“

Evrópusambandið verði að skilja að kröfur þess um samræmingu og aðild að reglum og stefnu Evrópusambandsins setji alla samninga í uppnám.

Allt sje undir Úkraínumönnum sjálfum komið. Saga þeirra sje flókin og þjóðin samsett. Vesturhlutinn varð hluti Sovjetríkjanna árið 1939 vegna samkomulags Hitlers og Stalíns (Molotov-Ribbentrop).

Krím varð hluti Úkraínu þegar Úkraínumaðurinn Krútsjoff gaf landið í tilefni þess, að 300 ár voru liðin síðan kósakkar gerðu bandalag við Rússakeisara. Það, að gera Úkraínu að bitbeini átaka austurs og vesturs, myndi eyðileggja alla möguleika á samvinnu.

Úkraína hafi verið undir erlendri yfirdrottnun síðan á 14. öld, en nú sjálfstæð í 23 ár (2014). Ekki sje undarlegt að leiðtogar landsins hafi ekki enn lært að koma sjer saman eða temja sjer sögulega sýn. Þeir togist á (Janukovitsj og Timosjenko).

Hvort um sig dragi taum andstæðra fylkinga; rómversk-kaþólsks vesturhluta og rússnesk-orþódox austurhluta.

Vesturveldunum beri að leita sátta í stað þess að draga taum annars deiluaðilans.

Kissinger leggur til, að allir aðilar gæti eftirfarandi sjónarmiða:

1. Úkraínumenn velji sjálfir viðskipta- og stjórnmálatengsl sín, þar með talið gagnvart Evrópusambandinu.

2. Úkraína gangi ekki í NATO.

3. Úkraínumenn ráði sjálfir stjórnarfari sínu í samræmi við vilja þjóðarinnar. Skynsamir leiðtogar muni leita samkomulags andstæðra fylkinga.

Á alþjóðasviði skyldu þeir fara að fordæmi Finna sem sjeu eindregnir sjálfstæðissinnar, en starfi með vestrænum þjóðum og gæti þess að sýna Rússum enga óvild.

4. Ekki verði á það fallizt að Rússar hafi innlimað Krím. Þeir verði að virða fullveldi Úkraínu yfir Krím, en Úkraína verði að styrkja sjálfstjórn Krímverja sem borin verði undir atkvæði undir alþjóðlegu eftirliti.

Staða flotastöðvar Rússa í Sevastopol verði ekki vefengd.

Sýn hins reynda stjórnmálamanns og margra annarra bandarískra diplómata og háskólamanna var síðan gjörsamlega fyrir borð borin.

Evrópusambandið og NATO reri þá og æ síðan að innlimun Úkraínu í Evrópusambandið og NATO. Sú stefna hefur nú leitt til árangurs sem seint verður bættur."

Þarna eru dregin saman meginatrið málsins sem hljóta að verða ofarlega þegar samið verður um frið.

Hvorugur málsaðila má fara andlitslaus frá borðinu heldur sé gætt að reisninni.

 


Uppbygging í Úkraínu

verður mikil í Úkraínu þegar átökunum linnir og efnahagsfíflin í kring um Putín verða að fá sér aðra vinnu

Myndirnar af brenndum tugahæða blokkum í Maríupol þýða bara eitt:

Byggingaæði þegar skynsamari menn taka við  af Pútín.

Raunar verður miklu meiri hagvöxtur í Úkraínu en hjá vitleysingunum í Rússlandi sem verða fastir í sínu stirðnaða hagkerfi sem byggir flest á einhæfni í olíutengdum vörum.Þar skilja menn ekki tengslin milli alþjóðafjármagnsins og framleiðslunnar.

Ég bjó um tíma í Schumannstrasse í Botnang hverfi í Stuttgart West. Á næstu lóð var verksmiðja sem AEG átti. Öll hús á nálægum lóðum höfðu verið sprengd niður í stríðinu nema AEG. Ég spurði Þjóðaverjana um ástæðuna.

Þeir sögðu bara:

Veistu ekki hver átti AEG? Þeir fóru nú ekki að sprengja sínar eignir Kanarnir.

Maður fór að taka eftir ýmsum hliðstæðum í Þýzkalandi.Það var greinilegt hverjir áttu hitt og þetta í sprengjuregninu.

Pútín er nefnilega miklu fremur ökónómískt idjót (versta mannlýsing sem gamli Sveinn leyfði sér að viðhafa um nokkurn mann) heldur en eitthvað séní. Hann er nefnilega  ómenntaður í hagfræði  sem stendur ekki endalaust uppi úi hárinu mönnum  eins og Igor Sechin, forseta olíufélagsins Rosneft, Alexey Mordashov, meirihlutaeiganda stálframleiðandans Severstal PAO, Alisher Usmanov, sem oft er tallinn ríkasti maður Rússlands, Mikhail Fridman, stofnanda Alfa Bank og helstu manna annarra í yfirstjórn fjármála Rússa.

 

Hagvaxtarteikn um uppbyggingu hrúgast upp í Úkraínu meðan Pútín er að sprengja sjálfan sig aftur um hundrað ár.

  

 


Bravo Bravissimo

verð ég að segja þegar ég les Reykjavíkurbréf dagsins.

Þar er farið yfir lyga-og svikasögu vinstri manna í íslenskum stjórnmálum af þeirri þekkingu og kunnáttu sem nauðsynleg er til slíks verks 

Þeð er því miður svo að manni gleymast eintakir atburðir sem mynda samfelluna í þjóðarsögunni. Það þarf afburða menn að þekkingu til að koma þessu öllu heim og saman. Sé það ekki gert hinsvegar auðveldar það lygamörðum og leigupennum nútímafalsfréttafabrikka að setja saman lygarnar þannig að hægt sé að benda á stöku þætti sem styðji við sennileika framleiðslunnar að hætti gamla Göbbelsar sem sagði að það væri bara um að gera að endurtaka lygina nógu oft  því þá breyttist hún í sannleia.

Mér finnst ástæðu til að lesa þetta skrif nánar og velta hverju orði fyrir sér. Lygamerðirnir eru nefnilega enn meðal vor og geysast um vellina rétt eins og vorvindar glaðir í gamla daga.

 

Bloggari hefur leyft sér a breyta letri á einstaka málsgreinum til að vekja frekari athygli á þaim til minnis.

 

"Við brennum flest í skinninu að sjá að fullyrðingar um að varnarlið Úkraínu sé komið á sigurbraut gangi eftir. En óttumst að óskhyggjan, sem bjartsýnisfréttirnar hafa kveikt, sé of góð til að standast.

Það tekur tíma að taka lönd

Fyrrnefndar fréttir byggjast flestar á þeirri staðreynd að þrjár vikur hafi ekki dugað Rússlandi Pútíns til að leggja Úkraínu undir sig. Guð láti gott á vita, muldrum við í barminn.

Í þágu raunsæis og til að koma í veg fyrir yfirþyrmandi vonbrigði, ofan á aðra eymd sem þetta óafsakanlega árásarstríð kallaði yfir varnarlitla þjóð, hefur verið minnt á hernaðarmátt og heift Hitlers og Jóseps Stalíns, sem gerðu atlögu að Póllandi úr vestri og austri í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. Þeir kumpánar þurftu nærri helmingi lengri tíma til að ljúka óþverraverkinu en Pútín hefur þegar notað til sinna trakteringa.

Pólland varð að nota þorra síns styrks til að taka á móti húnum Hitlers úr vestri og gat ekki vænst óheilinda Stalíns og alþýðuríkis hans úr austri. Um það hafði verið gerður leynisamningur í „friðarsáttmála“ þessara tveggja af verstu subbuleiðtogum sögunnar. Innrásarstríðið um Noreg er sagt hafa tekið nasista tvo mánuði eða svo, en þangað sendu Bretar og fleiri nokkurn liðsafnað. Fall Frakklands varð hins vegar með ólíkindum snöggt og það ýtti á að fyrrnefnt lið var kallað frá Noregi.

Annar kafli sama stríðs

Í upphafi þessarar lotu var talið að Pútín ætlaði sér nú að tryggja samtengingu sinna nýstofnuðu „alþýðulýðvelda“ sem voru hluti af skrefinu sem stigið var 2014, þegar Krímskagi var sóttur inni í Úkraínu, og um leið að tryggja öruggt umhverfi skagans og nauðsynlegt aðgengi um landveg að Rússlandi. Taldi Pútín þá víst eða mjög líklegt að Úkraínumenn sæju sitt óvænna og leituðu samninga á þeim nótum sem Pútín hafði kynnt frá fyrsta degi. Vestræn ríki settu, að eigin sögn, þungar refsiaðgerðir á Pútín vegna ósvífni hans og yfirgangs 2014. En staðreyndin er sú að helstu þátttökuríkin í þeim efnum gerðu lítið með þær ákvarðanir sjálf og gleymdu þeim svo óðar en varði.

Fljótlega hófust stórsamningar um kaup og flutning á olíu til Evrópuríkja, þótt enn væri látið eins og refsiaðgerðir væru í gangi gagnvart Pútín, til að knýja hann til að skila Krímskaga og öðru því sem hann hafði haft upp úr krafsi sínu átta árum fyrr.

Var reyndar tekinn sérstakur snúningur til að ganga freklega gegn hagsmunum Úkraínu í þeim málatilbúnaði öllum, sem veikti stöðu þeirra og fjárhagslega tiltrú.

Of gott til að vera satt?

Þótt rétt þyki að slá á áköfustu væntingar um leið og haldið sé í vonirnar um hið besta, þá færast þær hugsanir einnig nær að hugsanlega gæti sú jákvæða þróun, sé hún raunin, „neytt“ Pútín til að beita enn meiri þunga en hann hafði einsett sér, til að ná sínu fram, vildi hann halda í trúverðugleika sinn heima fyrir. Pútín þyldi illa að hverfa næsta tómhentur heim, þegar jarðarfarirnar stæðu sem hæst í byggðum Rússlands.

Hvað sem meintum erfiðleikum Pútíns í stríðsrekstrinum líður hefur hann enn undirtökin, þótt hann hafi ekki enn brotið baráttuviljann á bak aftur.

„Heimurinn“ hefur hafnað því að taka beinan þátt í stríðsrekstrinum við hlið Úkraínu, nema þá með útvegun öflugra vopna. Þau eru mjög mikilvæg en hafa flest komið óguðlega seint, og þrengist um leiðir, sem dregur óneitanlega úr gagni þeirra.

Bitunum fjölgar, sem þungt er að kyngja

Rússar hafa hins vegar ekki lagt undir sig þau landflæmi, sem einhverjir höfðu vænst að gert yrði á þremur fyrstu vikum stríðs. En þrátt fyrir kröftuga viðspyrnu heimamanna og útrúlegan kjark hefur enn sem komið er enginn skiki, sem Rússar höfðu þegar tekið, náðst til baka. Haldi slík þróun áfram, sem verið hefur, er tvennt líklegt: Að sigur árásaraðilans verði dýrkeytari en ætlað var og eins hitt, að mjög hart verði gengið að varnaraðilanum til að knýja fram uppgjöf, og hafa þó engin vettlingatök verið brúkuð til þessa!

Þá virðist sú von ein liggja óræð eftir að einhverjir þegnar Pútíns, og þá einkum sá hluti þeirra, sem helst getur náð til hans, séu búnir að fá miklu meira en nóg. En jafnvel þótt svo væri og innanhússbylting sem heppnaðist yrði ofan á er ekki gefið að nýir herrar í Kreml teldu sér óhætt að gefa frá sér stöðulegan ávinning sem svo dýru verði var keyptur.

Það tók töluverðan tíma að koma Nikita Krútsjoff frá völdum eftir klúður hans í Kúbudeilunni. Eftirmaðurinn, Leoníd Brésnev, var þunglamalegur afturhaldskommi af gamla skólanum, sem sat lengi og dró verulega úr því innanlandsfrelsi sem Krútsjoff hafði þó staðið fyrir, eftir að hann afhjúpaði Stalín í frægri „leyniræðu“ sinni um óvættinn. En vissulega er Rússland nútímans ekki spegilmynd þessarar fornu tíðar, þótt Pútín sé eini leiðtogi ríkisins um langa hríð, sem er kominn nokkuð á veg um að jafna langa valdatíð Stalíns. Pútín hefur fengið góðan stuðning í öllum kosningum, en hefur þó aldrei náð 113% fylgi í kjördæmi, eins og Stalín fékk á sinni tíð, þegar best gekk.

Þeir málefnatómu hiksta enn

Einn undarlegur kækur hefur gert vart við sig hjá sama fólkinu nú, eins og varð eftir að bankar féllu á Íslandi, eins og víðar, austan hafs og vestan. Þá reyndi Samfylking að nota depurð þjóðarinnar til þess að lauma henni laskaðri inn í Evrópusambandið! Ákefð vinstri-grænna að komast í „hreina vinstristjórn“ sem reyndist sú óvinsælasta sem lengi hafði setið þoldi engin bönd. Flokkarnir, sem að henni stóðu, sáu ekki fyrir stórbrotnar hrakfarir sínar og það eftir aðeins eitt kjörtímabil!

Steingrímur Sigfússon, sem lofað hafði af ákefð kvöldið fyrir kosningar að aldrei kæmi til greina af hans hálfu og VG að samþykkja inngöngu í ESB, snerist í heilan hring um nóttina, enda kom þá í ljós að hann hafði þá þegar látið undan kröfum Samfylkingar í þeim efnum, þótt hann lygi til um það mál!

Nota átti lostið, sem þjóðin var í, eftir áfallið eftir misnotkun útrásarmanna sem átt höfðu alls kostar við bankakerfið, til að troða þjóðinni í ESB. Það tókst ekki, en allt það auma bjástur eyddi miklum tíma frá nauðsynlegri uppbyggingu og eitraði andrúmsloftið með þjóðinni. Því miður uppfyllti stjórnin, sem tók við, ekki þá sjálfsögðu skyldu sína að skrúfa til baka alls konar aðgerðir sem voru hluti af „samningagerð um inngöngu“, í ofsanum við að þoka þjóðinni í þá átt, svo að samþykkja mætti glæpinn bæði hér og í Brussel.

Var mikið slys að flokkarnir tveir, sem fengu svo ríflegan stuðning, skuli ekki hafa sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að stroka út það efni sem nú var ónýtt, og eins að skrúfa til baka yfirgengilegar Ókræsilegir tilburðir en sverja sig í ættina ’

 

 

Bréfritari sat nokkra lokaða fundi þar sem sú umræða fór fram og beitti Clinton sér af þunga. En hann varð þó að gefast upp. ESB-löndin voru algjörlega ófær um að axla þetta verkefni.

 

Finna ekki rök sem halda.

Það hefur vakið eftirtekt undanfarna áratugi, að jafnvel áköfustu ESB-sinnar á meginlandinu hafa átt erfitt með að finna sterk rök fyrir því að stofnun ESB hafi orðið álfunni til góðs. Helsta sannindamerkið, sem þeir hafa í vandræðum sínum reynt að teygja sig í, var að ekki hefði orðið stríð í álfunni eftir að til ESB hafði verið stofnað og svo ályktað að stofnun sambandsins hefði tryggt þann frið! En meginhluti ESB hafði gengið í NATÓ 1949, löngu fyrir daga ESB, og Bandaríkin höfðu áratugum saman haft rúmlega 100 þúsund hermenn á meginlandinu, auk Breta sem voru með myndarlegt lið þar lengi vel. Hverjir áttu að stofna til stríðs í álfunni við þær aðstæður?

En svo varð reyndar stríð í smærri kantinum í Balkanlöndunum. Forseti Bandaríkjanna sagði að ESB-ríkin yrðu að slökkva þá elda enda væru þeir í túngarðinum hjá þeim. Bréfritari sat nokkra lokaða fundi þar sem sú umræða fór fram og beitti Clinton sér af þunga. En hann varð þó að gefast upp. ESB-löndin voru algjörlega ófær um að axla þetta verkefni. Clinton forseti Bandaríkjanna ákvað þá að þau með bakstuðningi NATÓ skyldu skakka leikinn, en það gerði hann nauðugur vegna hreins aumingjadóms ESBríkjanna. En rétt eins og „hreina vinstristjórnin“ ætlaði að misnota alþjóðlega bankakreppu, með íslenskum séreinkennum, vegna stjórnlausrar framgöngu svokallaðra „útrásarvíkinga“, sem mjög höfðu verið mærðir af þeim sem síst skyldu, til að pönka þjóðinni inn í ESB, eru nú systurflokkarnir, Samfylking og Viðreisn, sem lengi hafa verið í hallærislegri málefnanauð, að leitast við að gera ill örlög Úkraínu, undir hrammi Rússa, að sérlegu tilefni til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið!

Ekkert samhengi er í því og er reyndar öðru nær.

En rétt er að minna á að búrókratar í Brussel stóðu fyrir því að ýta undir óróa og stjórnarkreppu í Úkraínu, með skrítnum og óljósum stuðningi Obama forseta, sem varð til þess að Pútín notaði upphlaupið og pólitískan klofning í landinu til að ná Krímskaga og tveimur bitum sem nærri Rússlandi liggja. Refsiaðgerðirnar, sem fylgdu í kjölfarið, reyndust plat, eins og nú er alræmt orðið.

Gervirefsingar og veik forysta vestan hafs skaðar

Sú staðreynd varð m.a. til þess að Pútín taldi sér óhætt að veðja aftur á sama hest, og ESB-löndin brugðust seint og illa við og Þjóðverjar beinlínis bönnuðu öðrum þjóðum för um lofthelgi sína ætluðu þau að veita Úkraínu vopnastyrk til að verja sig. Var það allt með miklum ólíkindum, og þó aðallega dapurlegt.

Veik forysta Joes Bidens bætti ekki úr skák. Hann byrjaði mistök sín á því að segja á blaðamannafundi, eftir að her Rússa hrúgaðist upp við landamæri Úkraínu, að héldi Pútín forseti sig við tiltölulega pena og hógværa innrás í Úkraínu yrði ekki nein ástæða til að blanda sér í slíkt. Pútín horfði og hlustað á þessi ósköp undrandi og þakklátur.

Kanslari Þýskalands neitaði lengi að staðfesta að olíuleiðslan mikla á milli Þýskalands og Rússlands, sem þá var í burðarlið, yrði úr sögunni gerði Pútín innrás. Kanslarinn neyddist svo alllöngu síðar til að snúa tregur við blaðinu, en þá hafði Pútín fengið aukið svigrúm og mun þrengra var orðið um að veita Úkraínu stuðning sem skipti raunverulegu máli.

Margt af þessu hefur verið þyngra en tárum taki.

Og svo kemur sú kúnstuga kenning að öll þessi afleita framkoma eigi að leiða til þess að lönd gangi í ESB! Jafnvel ríki eins og Finnland og Svíþjóð, sem hafa um langt árabil haft það sem ófrávíkjalegt pólitískt prinsip í sinni tilveru, að aldrei megi þau ganga í NATÓ, og eru í ESB, hafa áttað sig á að sú aðild hefur ekkert með öryggismál að gera.

Svíþjóð, sem hefur um árabil verið skyldug til þess að taka upp evru, hefur ekki getað komið því niður um kokið á þjóðinni, þótt mjög hafi það verið reynt. Kannski munu þeir þar reyna á ný á sömu fölsku forsendunum og systurflokkarnir málefnasnauðu á Íslandi sem mjálma nú um svo hjákátlega.

Hvers konar söfnuður er þetta eiginlega?

Ekki er hann beysinn."

 

Það eru fáir Íslendingar á lífi sem geta skrifað um þessi Evrópu-og varnarmál af eins mikilli samtímaþekkingu og höfundur Reykjavíkurbréfsins. Það er því æskilegt að að sem flestir renni yfir þennan texta til að átta sig á eðli málsins og greina kjarnann frá hisminu eða sannleikann frá lyginni á vettvangi fjölmiðla. 

Því verð ég að segja Bravo Bravissimo fyrir þessu skýrleikaskrifi og höfundi þess.


Hvað viltu uppá dekk?

eiginlega bjálfinn þinn?

Einn maður á svo stórt skuldaveldi að hann fullyrðir að hundraðþúsund kall lesi framleiðsluna daglega!

Teljarinn á prentvélinni sé ígildi lestrar. Því séu skoðanir skuldarans mikla hinar einu réttu. Sama hvort um er að ræða Alþjóðapólitík með bandalögum út og suður, og einstakir stjórnmálamenn eða flokkar  þeirra sem þeir afmynda og stýra í trássi við sannleikann hinar einu réttu skoðanir.

Svo má svo leigja sér penna til að klæða salatið i fallegar málskrúðsumbúðir sem sannfæra hvern mann sem dettur í hug að lesa svona klausur.

Einn slíkur maður er Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins.

Hann veit allt um Sjálfstæðisflokkinn svo dæmi sé tekið. Fyrir hvað sá flokkur var stofnaður og hvað klikkaði hjá honum eftir það.

Hvernig forystumennirnir bjuggu til nýja stefnu sem passaði við þeirra einkahagsmuni en ekki endilega skoðanir Sigmundar Ernis.

Eða hversvegna svona margar misritanir hafi verið á leið Evrópusambandsins til Norðuratlantshafssáttmálans ,NATO,  að það þvælist fyrir venjulegu fólki að sjá ekki að sósíaldemokratar vita allt um það mál sem önnur og hvernig það skuli leiðrétt.

Á næstu síðu opnunnar má svo þrykkja öðrum leiguenna til vitnisburðar. En sá flaggar með glæsilegri fortíð sinni sem formanns í þessum umrædda Sjálfstæðisflokki.

Það má skauta létt yfir það að hans stefnu var hafnað afgerandi af fundi í þeim flokki. það var bara á eftir tímanum að túlka hana með réttum gleraugum frá Evrópusambandinu.

Hvað vill svo vesæll bloggari eins og sá sem hér heldur á penna á móti slíku virki sannleikans og þekkingar?

Vandséð er það og ennþá verri eru líkurnar á einhverjum árangri í því  máli að andæfa þeirri skoðun að einhver munur sé á aðild að Evrópusambandinu og NATO, þetta séu jafn öflug og nauðsynlegar stofnanir hvorutveggja sem megi sem best sameina undir merkjum þess fyrrnefnda með túlkun hins alþjóðlega kratisma?

Þar er margt um manninn og hreint ekki allir vitlausir skal fúslega viðurkennt. Enda verða menn að skrifa til að lifa eins og hann langafi minn Jón Ólafsson komst snemma að.

Hefurðu séð glæsilegri skuldahrúgu en þá sem Helgi Magnússon stýrir í skjóli hinna réttu skoðana? Eða þá aðra eins heiðursfylkingu og þá leigupenna sem blaðsíðurnar skreyta?

Já hvað viltu eiginlega uppá dekk? 

 


Hvað viltu uppá dekk?

eiginlega bjálfinn þinn?

Einn maður á svo stórt skuldaveldi að hann fullyrðir að hundraðþúsund kall lesi framleiðsluna daglega.

Teljarinn á prentvélinni sé ígildi lestrar. Því séu skoðanir skuldararns mikla hinar einu réttu. Sama hvort um er að ræða Alþjóðapólitík með bandalögum út og suður, og einstakir stjórnmálamenn eða flokkar  þeirra sem þeir afmynda og stýra í trássi við sannleikann hinar einu réttu skoðanir.

Svo má leigja sér penna til að klæða salatið i fallegar málskrúðsumbúðir swem sannfæra hvern mann sem dettur í hug að lesa svona klausur.

Einn slíkur maður er Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Hann veit allt um Sjálfstæðisflokkinn svo dæmi sé tekið. Fyrir hvað sá flokkur var stofnaður og hvað klikkaði hjá honum eftir það.

Hvernig forystumennirnir bjuggu til nýja stefnu sem passaði við þeirra einkahagsmuni en ekki endilega skoðanir Sigmundar Ernis.

Eða hversvegna svona margar misritanir hafi verið á leið Evrópusambandsins til Norðuratlantshafssáttmálans ,NATO,  að það þvælist fyrir venjulegu fólki að sjá ekki að sósíaldemokratar vita allt um það mál sem önnur og hvernig það skuli leiðrétt.

Á næstu síðu opnunnar má svo þrykkja öðrum leiguenna til vitnisburðar. En sá flaggar með glæsilegri fortíð sinni sem formanns í þessum umrædda Sjálfstæðisflokki.

Það má skauta létt yfir það að hans stefnu var hafnað afgerandi af fundi í þeinm flokki. það var bara á eftir tímanum að túlka hana með réttum gleraugum frá Evrópusambandinu.

Hvað vill svo vesæll bloggari eins og sá sem hér heldur á penna á móti slíku virki sannleikans og þekkingar?

Vandséð er það og ennþá verri eru líkurnar á einhverjum árangri í því  máli að andæfa þeirri skoðun að einhver munur sé á aðild að Evrópusambandinu og NATO, þetta séu jafn öflug og nauðsynlegar stofnanir hvorutveggja sem megi sem best sameina undir merkjum þess fyrrnefnda með túlkun hins alþjóðlega kratisma?

Þar er margt um manninn og hreint ekki allir vitlausir skal fúslega viðurkennt. Enda verða menn að skrifa til að lifa eins og hann langafi minn Jón Ólafsson komst snemma að.

Hefurðu séð glæsilegri skuldahrúgu en þá sem Helgi Magnússon stýrir í skjóli hinna réttu skoðana? Eða þá aðra eins heiðursfylkingu og þá leigupenna sem blaðsíðurnar skreyta?

Já hvað viltu eiginlega uppá dekk? 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband