12.1.2010 | 22:05
Okkur vantar leiðtoga !
11.7.2009 | 22:21 skrifaði ég svo:
"Mig vantar leiðtoga, sem segir við heiminn hingað og ekki lengra !
Þjóð okkar er í nauðum. Fjármálakerfi hennar er hrunið. Við verðum að grípa til örþrifaráða varðandi fjármálaviðskipti við umheiminn. Þeir sem ekki eru vinir okkar eru óvinir okkar. Við verðum að komast af án þeirra.
Við munum ekkert greiða af erlendum skuldum landsins nema það sem við getum og teljum nauðsynlegt hverju sinni. Við getum ekki greitt erlendar skuldir óreiðumanna, til þess skortir okkur afl. Við getum ekki og viljum ekki veðsetja framtíð hins óborna jóðs.
Í hundrað áratugi þraukaði þetta fólk sem nú er hnípið við hið yzta haf. Stundum lá við að náttúruhamfarir, drepsóttir eða hörmungar af mannavöldum myndi slökkva hin síðasta lífsneista á landinu. Kjarkur þjóðarinnar og lífsvilji lá í dvala um dimmar aldir. En hún braust þó áfram í þeirri trú að á morgni nýrrar aldar myndi hún aftur upp rísa og menningin vaxa í lundi nýrra skóga.
Skógarnir hafa margfaldast og innviðir þjóðarinnar hafa styrkst. En þjóðin hefur sundrast og misréttið hefur margfaldast. Fáir menn hafa leikið hina mörgu grátt. Þeir hafa tekið eyri ekkjunnar til sín og sóað honum í fjárhættuspilum um víða veröld. Þeir hafa lagt það land sem við köllum ættjörð okkar undir og tapað. Nú segjast þeir hafa haft til þess fullt umboð og krefja okkar þjóð um að hún standi upp af staðfestum sínum. Leggi aleigu sína og óborinna kynslóða á spilaborð manna sem fæst okkar þekkja. Þjóð sem ekki vissi hvað undir var lagt eða hvað spilað var um. Engum einum þegni þjóðar getur verið heimilt að leggja ættjörð sína undir í eiginhagsmunaskyni. Hvorki hjá okkar þjóð né með öðrum þjóðum. Sá tími er liðinn að einstakir menn geti selt þjóðir og lönd í þrældóm.
Tími er því kominn til þess að við rísum upp og segjum nei. Forfeður okkar komu til þessara stranda í leit að betra lífi og frelsi frá skuldheimtumönnum erlendra ríkismanna. Til lítils höfum við þá farið um aldir ef þau eiga að verða okkar örlög, að glata landinu okkar og ættarjörð í fánýtum fjárhættuspilum hinna fáu. Þeir skulu svara til saka fyrir okkar æðsta dómstól vegna gjörða sinna, sem eru svik við ættjörðina og þjóð sína um leið og þær eru herfileg svik við ykkur sem þeir hafa skaðað í ranglega okkar nafni.
Við þá erlendu ríkismenn, sem nú að okkur sækja segjum við :
Í fyllingu tímans skulum við reyna að bæta ykkur á einhvern hátt þær sakir sem þér nú teljið til skuldar hjá okkar þjóð. En börnin okkar og framtíð þeirra ganga fyrir því að við látum af hendi lífsbjargir þeirra til ykkar hér og nú. Við getum það hvorki né megum. Meira getum við ekki gert á þessari stundu fyrir ykkur sem við biðjum ykkur að virða.
Þjóð okkar er ung og starfsfús. Hendur hennar munu skapa auð á ný sem mun verða okkur öllum til gagns. Hrindið ekki okkur hrasandi til falls þér göfugu herrar. Reynist okkur heldur vel í raunum okkar og við heitum ykkur vináttu í staðinn. Því að vinátta okkar sem kúgaðrar og sigraðrar þjóðar myndi heldur ekki reynast ykkur annað en stundarfró sem fyrr en varði hefði getað snúist í andhverfu sína..
Íslenzk þjóð mun lifa áfram við hið yzta haf. Hún er frjáls og á ein sitt stríð og sín opnu sund. Fyrr en varir mun henni aftur skína sól úr skýjum, þó svo að þið teljið hana á þessari stundu ekki tæka í samfélag ykkar.
Það sólskin mun einnig ná til ykkar í fyllingu tímans. Og þá munuð þið fagna með okkur, að lengra var ekki gengið á þessum tíma í að beygja okkur hina sigruðu í svaðið.
Hver þjóð verður að fá tækifæri til þess að sjá fyrir sér og börnum sínum fyrst áður en hún getur hugað að hag annarra.
Því miður miklu herrar, við getum ekki annað ! "
Þetta var í júlí s.l.
Hefur okkur eitthvað miðað áfram. Höfum við orðið vör við einhverja leiðtoga sem tala okkar máli við aðrar þjóðir ? Er okkar eini málsvari ein kona sem heitir Eva Joly ?
Það er liðið hálft ár síðan þetta var skrifað. Hefur eitthvað breyst ? Hefur verið slegin skjaldborg um heimilin ? Hefur gengið styrkst ?.Hefur verðbólgan minnkað ? Hefur atvinnuleysi raunverulega minnkað ? Hefur verið ráðist í stóriðju-og orkuframkvæmdir? Hefur eitthvað gerst nema meira japl,jarm og fuður ?
Ráðherra vor fer úr landi til að reyna samninga við erlenda ríkismenn. Hann kemur til baka með fleiri hótanir frá þeim um afarkosti okkur til handa. Hann krefst þess enn að við skrifum undir skuldaklafann. Þá getum við fengið meiri lán til að skulda svo hann geti sukkað áfram í sínum ríkisrekstri og handstýrðrar velferðar.
Ekkert annað en uppgjöf og niðurlæging virðist komast að hjá leiðtogum okkar. Sendimenn okkar liggja marflatir fyrir keisurum Evrópubandlagsins og biðja um brauðmola. Allt er falt fyrir aðgöngumiða að dýrðinni. Uppgjöf og undirlægjuháttur er sameiginlegt stefnumið ríkisstjórnarflokka Íslands. Við þessar aðstæður er ekki nema von að fólk gefist upp í stórum stíl og fari úr landi. Hver er framtíðin sem þessi ríkisstjórn boðar ? Hvað verður afgangs þegar búið er að borga Icesave ?
Vantar okkur ekki enn leiðtoga til að vísa okkur veginn úr myrkrinu ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3420157
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
skarfur
12.1.2010 | 20:47
Samningar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir hönd þjóðarinnar 10. október 2008 og 16. nóvember 2008! Þannig hófst samningaferlið!
Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
Reykjavík 16. nóvember 2008
Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar dynja á núverandi ríkisstjórn. Svona hófst í raun þessi samningaruna. Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls! Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð. Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!
Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:44
Halldór, aldeilis góður pistill. Værir fínn leiðtogi,en hætt er við að þrekið snuði,á þessum aldri.
Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2010 kl. 00:04
Mér sýnist þeir yngri detta niður dauðir alveg eins og við eldri. Meira segja eru víst minni líkur á því að 70 ára detti en 60 ára, hann er svo miklu hraustari af náttúrunni, þeas lífslíkurnar til eins árs hækka með aldri. Þetta heyrði ég einu sinni hjá Valdimari Kristinssyni. Hvað sem því líður, fram skal stauta blauta brautu buga þraut uns fjörið deyr eins og kallinn sagði.
Halldór Jónsson, 13.1.2010 kl. 00:09
Hvað var Adenauer gamall þegar hann varð kanslari í síðasta sinn ?
Halldór Jónsson, 13.1.2010 kl. 00:09
Annars var ég að auglýsa eftir en ekki að bjóða fram hið augljósa ...!!
Halldór Jónsson, 13.1.2010 kl. 00:11
já Halldór alvöru mál á ferðinni. Ég held að það vefjist fyrir mörgum að taka svona Leiðtoga hlutverk að sér, það er vanda verk og mikið krefjandi, en ef manneskja er með allar staðreyndir á hreinu sem og tungumál þá ætti það ekki að vera svo agalegt...?
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.1.2010 kl. 00:22
Ekki að ég sé að farast úr leti Halldór sæll, heldur er ég enn, (illu heilli) sama sinnis og þarna í sumar þegar þú ákallaðir leiðtoga!
Svo holar dropinn steininn, að hann lokum bregst ...... eða gerist skynsamur.
Sæll Halldór,
Takk fyrir þennan pistil. Við erum búin að vera í sárri leiðtogaþröng í langan tíma.
Þeir sem nú sitja við stjórnvölinn, eru ekki þar vegna leiðtogahæfileika, miklu fremur vegna þess að þau eru talinn "minnst spillt" af stjórnmálaspillingaflórunni, og þá er ég að tala um einstaklingana, ekki flokkana.
Nú virðist sem þau bæði hafi gefist upp, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.7.2009 kl. 15:33
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.1.2010 kl. 04:25
Takk fyrir mig. Þennan góða pistil ætti að lesa upp í Rúv.-Kastljósi. Sjónvarpi allra landsmanna eða þannig sko. Er þó lítið örugg um að hann kæmist í gegnum þann ;toll;
Guðrún (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.