22.1.2010 | 11:38
Góður Guðni !
Guðni Ágústsson skrifar afbragðs grein í Mogga um Icesave. Mér finnst við hæfi að árétta nokkur hans orð hérna:
"SÓLMYRKVI« hefur um leikið Ísland allt frá því að Gordon Brown haustið 2008 lýsti Ísland gjaldþrota, beitti landið hryðjuverkalögum og felldi Kaupþingsbankann breska og móðurskipið féll hér heima. Þessir örlagaatburðir eru þúsunda milljarða virði í skaðabótakröfum sem ekki hefur verið hirt um að sækja af hálfu Íslendinga.........
......Ólafur Ragnar Grímsson sýndi að hann er margra manna maki þegar hann er kominn í rökræður við öflugustu fjölmiðlamenn Evrópu. Hann skoraðist ekki undan að viðurkenna að ákveðna ábyrgð bærum við, en mjög takmarkaða. Hann upplýsti umheiminn og breytti viðhorfum til Íslands, að sögn Evu Joly. Nú kemur fram hver sérfræðingurinn á fætur öðrum sem lýsir sök á hendur Bretum og Hollendingum sem hefðu misfarið með varnarlausa þjóð og hefðu nauðgað Íslandi til að taka á sig drápsklyfjar sem þeir og Evrópusambandið bæru meiri ábyrgð á en við. Martein Wolf, ritstjóri Financial Times í London, skýrði frá breyttu viðhorfi í garð Íslands og rekur málavöxtu af þekkingu. Íslensk stjórnvöld hafa því miður þvert á öll rök fundið upp slagorð í þessari baráttu sem er. »Við verðum að borga og standa við okkar skuldbindingar.« Þó eru þetta skuldir og brask einkabanka en ekki almennings á Íslandi hvað þá barnanna sem nú sitja á skólabekk. Tryggingarsjóður innistæðueigenda fer auðvitað upp í kröfurnar og ber að gera það. Eva sagði að Íslendingar væru eina þjóðin sem bæði væri gerendur og þolendur í haftaafnámi heimsins í helför kapítalismans.....
.......Nú hefur sú réttlætissól brotist fram úr skýjum Icesave-deilunnar að öflugir einstaklingar með ríka réttlætiskennd hafa komið fram og útskýrt á einfaldan hátt að Evrópusambandið, að breska fjármálaeftirlitið og það hollenska beri þyngri ábyrgð á framgöngu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi en íslensk stjórnvöld. Þarna fer Íslandsvinurinn Eva Joly, sem hefur kafað ofaní öll rök, en er nú snupruð af ríkisstjórninni fyrir. Hún hefur gengið í hlutverk íslenskra ráðherra og rætt við höfunda EBS um bankalöggjöfina og komist að niðurstöðu sem ríkisstjórnin því miður hundsar. Össur Skarphéðinsson gerði meira gagn í því að bera töskur þessarar hetju en að grátbiðja um að ekkert trufli EBS-drauma Samfylkingarinnar......
Ég vil svo nefna íslensku lögfræðingana Sigurð Líndal, Stefán Má Stefánsson og Lárus Blöndal svo og Ragnar Hall sem hafa verið rökfastir um lagalegar hliðar þessa máls allt frá upphafi. Hvers vegna binda íslenskir ráðherrar sig fasta í þessa vitleysu að um sé að ræða »skuldbindingar íslensku þjóðarinnar«? Þetta er ekki boðlegur málflutningur að mati færustu sérfræðinga sem nú tjá sig um málið heima og erlendis. ....
Þegar svo ráðherrar vinaþjóða einsog Norðurlandanna og AGS tyggja sömu tugguna er von að spurt sé, kynnir íslenska ríkisstjórnin málið á röngum forsendum erlendis, segja ráðherrarnir virkilega að Icesave-skuldin sé »skuldbinding íslensku þjóðarinnar,« hvað sem raular og tautar? Er það svo þegar forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra Íslands hitta kollega sína, halda þeir þá fram þessum bresku og hollensku rökum. Nú kann það vel að vera að vinstrimenn skammist sín upp fyrir haus út af framgöngu útrásarvíkinganna, það gerir þjóðin líka. Hins vegar opnaði þeim þessa leið slakt íslenskt eftirlitskerfi en ekki síður gölluð evrópsk lög. Rétt er rétt og sú hlið málsins hefur loksins skýrst við synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á lögunum......"
Guðni greinir hér réttmæti orða fyrrum samstarfsmanns síns Davíðs Oddssonar. "Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna."
Það er ríkisstjórn uppgjafar og ömurleikans sem nú situr sem ætlar að keyra okkur inní myrkur örbirgðarinnar að hætti Haiti-búa sem voru kúgaðir til að kaupa sér frelsi af þrælahöldurum sínum 1804 . Á Með sömu rökum og nú er beitt á okkur af sömu aðilum, Evrópubandalaginu og AGS.
Biðjum þetta lið bara vel að lifa og leitum okkur nýrra bandamanna. Til dæmis þar sem dollararnir eru. Við þurfum ekkert á ESB að halda og getum alveg lifað án Breta ef þeir vilja ekki við okkur tala.
Burt með þessa ríkisstjórn uppgjafar og ömurleika.
Góður Guðni !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þið eruð góðir, Halldór, þegar þið leggið saman, þú og Guðni......!
Ómar Bjarki Smárason, 22.1.2010 kl. 12:29
Vel mælt hjá Guðna og viðbótin í lokin góð sömuleiðis.
Því miður hefur eitruð blanda af uppgjöf og aumingjaskap dregið máttinn úr ríkisstjórn okkar, sem virðist á köflum telja að "alþjóðasamfélagið" samanstandi af Bretlandi, Niðurlöndum og klíku Barrosos. Þjóðin verður að taka í taumana og fella IceSave 2 með glans.
Haraldur Hansson, 22.1.2010 kl. 12:59
Ég bara spyr, voru það ekki landráð þegar Steingrímur skrifaði undir samninginn í skjóli nætur?
Björn Emilsson, 22.1.2010 kl. 16:04
Það þarf að fara vandlega yfir það, Björn, hvar "landráðamörkin" liggja. Það má spyrja hvort einkavæðing bankanna, eins og hún var framkvæmd, getur ekki flokkast undir landráð. Nú og aðgerðar og aumingjaskaður forsvarsmanna þjóðarinnar að horfa upp á að auðvisarnir voru að sigla hér öllu í strand og ráðherrar og embættismenn bara horfðu á og dásömuðu þessa vitleysinga..... Þeir hljóta jú að vera vitleysingjar allir með tölu því hvaða óvitlaus maður hefði getað horft upp á þetta aðgerðarlaust....?
Ómar Bjarki Smárason, 22.1.2010 kl. 16:41
Ég var í stuttri heimsókn til Íslands vorið 2003. Undraðist þessa framkvæmdagleði ríkjandi. Bankakonan mín spurði mig hvort mér findist ekki mikið til koma. Ég gaf lítið útá það, en spurði, si sona, hvaðan kemur fjármagnið? Einhver svaraði, frá álverunum auðvitað!!
Björn Emilsson, 22.1.2010 kl. 18:21
Íslensk útibú um árabil skeið dældu fjámagni inn á Breskan sjálfábyrgan markað. Skattar skiluðu sér í Breskan Ríkissjóð, breskar keðjum haldið gangandi , tryggði fleira fólki atvinnu.
Í hinum raunverulega heimi viðskiptanna fara fyrirtæki ekki á höfuðið á einni nótt. Aðdragandin er í samræmi við umfang fyrirtækisins.
Spurning er hvenær veit stærsti lánadrottinn fyrst um hvert stefnir? Þetta er spurning um x ár.
Ábyrgur lánadrottin eins og Deutche bank er alltaf á verði. Þið getið fengið það staðfest hjá honum sjálfum.
Hvað gerist fyrst ef aðilar hafa ekki gert það nú þegar þá kynna þeir sér málsmeðferð skuldalúkningar.
Svo byrja ráðbruggið. Stærsti lándrottin oftast innheimtir greiða fær skuldnaut til að minnkaskuldir við sig og koma yfir á fleiri. Einning er hægt að gera óhagstæða lánasamninga við lándrottna til að byggja upp hjá þeim varasjóði.
Svo getur ílka sama gerst hjá næst stærst lánadrottni. Þá vex spenni og lándrottnar fara í innbyrði samkeppni um að tapa sem minnst eftir x ár.
Þeir sem aldrei hafa migið í salta sjó, mömmudrengirnir sem komu út uppeldistofnunum á fertugaldri læra ekki svona hluti í vernduðu stofnunum.
Þótt ég sé einni Íslenski aðilinn sem hef vit á svona hlutum af þeim sem ekki tóku þá í stefna í gjaldþrot, þá eru margir út um allan heim sem álíta að Íslandi sé stjórnað af simpönsum.
Bretar er fyrirgreiðslu stofnum Íslenska stjórnmálamenn. Þeir eru bara að hugsa um sig og sína og allt baktjaldbak sem ekki er hægt að sanna verður aldrei staðið við.
Síðust 5 ár nágrannaríkis með foréttindi til að sækja um formlega aðild að EU þegar fyrirgreiðslur verða ólögleg mismun gagnvart öðrum Meðlima-Ríkjum í innri samkeppni sjálfábyrgra efnahagslögsaga, grundvelli EU Seðlabankakerfisins sem selur evrur. Þær er seldar á þjóðargengi Meðlims.
Taka mið af þjóðartekjum síðustu fimm ára og endurskoðast á 5 ára fresti minnst.
Þjóðartekjur á haus samkvæmt opinberu mati IMF verði helmur þess sem gerist í Danmörku 2014. Ef við förum inn þá. Greiða Lettar og Grikkir þá fyrst atkvæði að okkur verði hyglað til að ná upp þjóðartekjum? Bretar með sinn fasta 25% hráefniskvóta, Spánverja um 12%, þjóðverjar um 8%,.... samþykkja þeir að hækka þá hefðbundnar þjóðartekjur Ísland.
Maður kynnir sér hinn aðila áður en maður fer í samninga og veit hvað hægt að græða þegar sest er að samninum [farið að prútta].
T.d. ef þú ætlar að kaupa mikið af kökum til endursölu þá athugarhvað hráefnin kosta í hana og á hvað kjörum hinn aðilinn gæti fengið þau, eis er get með framleiðslu kostnaðinn, eining er reynt að leggja mata á fjárhagslega styrkleika og skoða aðra skuldunauta hans og lánadrottna. Þá veit maður hvað maður getur fengið. Maður spyrð ekki eins og fávís, heldur af falskri kurteisi. Svo þarf líka að athuga hvort hægt er að liðka fyrir.
Yfirstéttin Breska er ekkert betri en Ítalska mafían þegar kemur að semja.
Hinvegar að stefna Bretum á grunnforsendu EU að sérhvert Meðlim-Ríki er sjálfábyrg lögsaga. Bretar eigi sinn innri bankasamkeppni markað einir og óskiptir. Þar af eigi þeira ekki að mismuna útibúum á þjóðernislegum forsendum. Eyðileggja möguleikan að LB og KB gætu fjármagnað einkatryggingarsjóðsinn vegna Glitnis.
Ég sé Þjóðverja í anda samþykkja samtryggingarkerfi Meðlima-Ríkja á eigin heimamörkuðunum. Breta afsala sér ábyrgð á eigin bankamarkaði.
Bretar hafa supervision og contol skyldur gagnvart útibúum í samkeppni án þess að mismuna. EFTA tryggir okkur aðgang að EU dómstólum til að kæra.
Hér er engin sekur svo Bretar fara ekki að kast steini. Íslendingar voru í slagtogi með Breskum ríksborgurum.
EU er samansafn heraga og herkænsku þjóða, raggeitur og væluskjóður ekki hátt skrifaðar. Enda er næst áfangi eftir landvinninga. Uppbygging herafla til að endurheimta forna virðingu á Atlandshafinu. Sbr. Berlin plus. Og finalisering. Það mun ef ég þekki þjóðverja rétt skera niður óþarfa kostnað eins og við skoðanir nefnda Meðlima-Ríkja sem þær útnefna á útfærslum Umboðs valdahafanna sem byggja á vandaðari vinnu bestu fagmanna EU í stofnum EU. Breyttir tímar breyttar áherslur. Áttvísi hjá hæfum meirihluta EU. Stefnumörkun hjá Íslenskum stjórnvöldum síðan 1995. Dráttarhesta stefnumörkun minnir á augnhlífar dráttarhestanna á meginlandinu.
Það eru Bretar sem koma illa út úr málaferlum gagnvart hæfum meirihluta í EU. Áhersla Breta í málum EU svo sem að kaupa ekki hlut í Fjárfestingabankanu eða Evrópska Seðlabankanum segja sitt. Þjóðverja hirða þarna mikinn hagnað enda meðal stærstu hluthafa. Þeir geyma hagnaðinn í Lúxemburg.
Júlíus Björnsson, 23.1.2010 kl. 01:24
Bretar eru ekki fyrirgreiðslu stofnum Íslenska stjórnmálamanna. Þeir eru bara að hugsa um sig og sína og allt baktjaldbak sem ekki er hægt að sanna verður aldrei staðið við.
Júlíus Björnsson, 23.1.2010 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.