Leita í fréttum mbl.is

Niðurlæging Alþingis

Mér finnst Alþingi niðurlægja sig þegar það eyðir tíma í það að láta vinstrimönnum eftir þá flugu, að hér þurfi stjórnlagaþing til að setja landinu stjórnarskrá !  Ef Alþingi hefði sinnt skyldum sínum í þessu efni væri ekki verið að þrátta um þetta núna. En Alþingi getur ekki leyst þetta verkefni. Af hverju ekki ?

Af því að Alþingi er ekki lýðræðislega kjörið. Það er ekki þversnið af þjóðinni. Það endurspeglar ekki þjóðarviljann af því að einn maður hefur ekki eitt atkvæði við kjör til þess. Svo gefst þetta Alþingi upp við að sinna skyldum sínum að setja landinu lög því það getur ekki leiðrétt grunnskekkjuna vegna andstöðu hinna óréttlátu lýðræðisóvina.

Nú ætla kommarnir að keyra í gegn eitthvað ráðgefandi stjórnlagaþing, þar sem þeir ætla að raða á lista þeim sem þeir vilji að þangað fari. Eitthvert svona handvalið lið á að gera rándýrar tillögur til Alþingis um hvað það geti gert í stjórnarskrármálum ! Fyrirgefið, en mér finnst þetta bæði heimskulegt og ömurlegt. Og auðvitað rándýrt til viðbótar.

Alþingi á að taka á sig rögg og samþykkja þær breytingar sem við blasa að eru nauðsynlegar ef Ísland á að vera lýðræðisríki. Sem byggist á jafnræði þegnanna til að ráðstafa sínum málum. Ekkert minna, ekkert meira.

Allt annað er bara fasismi og kommúnismi. Og aumingjaskapur til viðbótar.

Eitthv að ráðgefandi stjórnlagaþing úti í bæ er alger niðurlæging Alþingis sem stjórnlagaþings þessarar þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418284

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband