Leita í fréttum mbl.is

Reka Björgvin?

Þá er vinstri elítan búin að finna sér enn eitt umræðuefnið til að draga athyglina frá hinum raunverulegu vandamálum sem er vandamál heimilanna. Nú er það orðið hræðilegast að Björgvin Björgvinsson hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar bendir hógværlega á að fólk beri einhverja ábyrgð á sjálfu sér.

Fólk geti haft áhrif á það í hvaða hættu það leggur sig. Svona svipað og maður sem á peningabúnt og leggur það til geymslu á miðju hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal. Það er bannað að stela peningum segir þetta fólk. Það er við þjófinn að sakast ef búntið hverfur. Sá sem lagði það þarna ber því enga ábyrgð. Nauðsyn ber því til að setja hertar reglur um stuld á peningum, ekki geymslu þeirra.

Það væri skelfilegt ef Björgvin verður látinn axla ábyrgð á ummælum sínum og verður þvingaður úr embætti. Í mínum augum nýtur hann meira trausts en til dæmis ýmsir ráðherrar.

Síðan er uppi fótur og fit útaf áætlunum um að fá lögreglu forvirkar rannsóknarheimildir. Þetta sama lið talar þá mest um persónuvernd og alls kyns aukaatriði. Yfirvöld tala þá um Hells Angels til varnar sér. Ef þau hefðu nefnt Múslíma, sem tengjast flestum hryðjuverkum heims, þá hefði orðið skrækur. Rasistar, fasistar og þaðan af verra.  

Ég veit ekki með ykkur en ég segi fyrir mig að aldrei verð ég var við áreiti lögreglu nema í gegnum radarinn. Og þá er það ég sem leita eftir vandræðunum.  Lögreglan hefur yfirleitt ekki afskipti af venjulegu fólki sem hegðar sér þannig að það er ekki að angra meðborgarana. Sem betur fer. Þeir koma hinsvegar til hjálpar ef eftir því er leitað. Við treystum þeim og virðum þá.  Það er því af góðum hug þegar Björgvin segir stúlkum að gæta sín þar sem hætta getur verið á ferðum. Reyna að hugsa sjálfar um sjálfa sig. Þetta hefur akkúrat ekkert að gera með alvarleika nauðgana.

Ekki reka Björgvin heldur styðja hann !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ég viðurkenni að ég hef nú ekki lesið viðtalið í heild sinni en þetta er dálítið merkilegt mál.

Það sem ég hef séð af þessu gefur alls ekki tilefni til að láta sér detta í hug að Björgvin geri lítið úr nauðgunum sem slíkum.  ...En hann er kanski þreyttur á skelvingunum?

Nauðgun er glæpur og alls ekki neitt sem mér sýnist Björgvin gera lítið úr.

Af hverju má ekki segja sannleikan hér?  Fikniefnin eru alvarlegt böl sem auka líkur á alvarlegum atburðum.  Hvort sem það eru nauðganir eru annað.  Talar ekki "skynsama" fólkið um forvarnir?

Hvað eru betri forvarnir en að segja sannleikan í þessu samhengi sem öðru? 

Jón Ásgeir Bjarnason, 17.8.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Alveg er ég steinhissaá því Halldór að Björgvin skuli ekki haft sagt við yfirmenn sína:"Ég stend við orð mín". Hvað hefðu þeir gert þá? Rekið hann? Tæpast. Því er fróðlegt að upplýst verði hvaða verðmiði var hengdur á þennan innanhússflutning Björgvins. Að vísu klókt hjá honum að losna við að þurfa að starfa með ofstækisfemínistana andandi ísköldu oní hálsmálið alla daga í vinnunni og kannski getað hækkað eftirlaunin sín í leiðinni.

Gústaf Níelsson, 17.8.2010 kl. 15:27

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir sem gerðu þarna atlögu að Björgvin vegna tilmæla hans til fólks á næturröltinu að bera ábyrgð á gerðum (ástandi) sínum mundu flestir líta svo á að sá sem hjólar án hjálms útsetji sig fyrir hættu.

Þetta var bara viðvörun, eftir sem áður er fólki frjálst að glata dómgreind að vild. 

Ragnhildur Kolka, 17.8.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband