Leita í fréttum mbl.is

Hlaupum við eftir þessu líka?

Miðað við verðlag á sparperum gegn glóperum þá veltir maður því fyrir sér hver muni helst græða á þessu?

Hlaupa kratarnir hérna eftir þessu líka?


mbl.is Hamstra 75 watta glóperur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einokun stórveldisins ESB?

Hef ekki sett mig inní þessi ljósaperu-mál, en finnst eitthvað undarlegt við þetta! það kviknar  vonandi á perunni hjá mér fljótlega, svo ég skilji þetta rugl? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.8.2010 kl. 10:16

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

ESB datt í hug sú snildarhugmynd að banna glóperur til að spara orku!

Það væri gaman að vita hver raunverulegur sparnaður er í slíkri breytingu. Hvað kostar ein sparpera í framleiðslu, orku og eyðingu á líftíma sínum? Hvað þarf margar glóperur og hvað kosta þær í framleiðslu, orku og eyðingu á sama tíma?

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: The Critic

Til eru nokkrar tegundir af sparperum og eru þeir misdýrar eftir því hver framleiðir þær, hér á landi virðast þær kosta 1000kr en hef séð þær á 1 evru út í þýskalandi. Myndi nú segja að það veitti ekki af því að fara að spara rafmagnið þegar orkuveitan er nýbúin að tilkynna verulega hækkun á rafmangi. Sparpera  endist í 6000 klukkustundir þannig að það má segja að maður þurfi aldrei að skipta um hana. Er sjálfur búinn að skipta út fyrir sparperur hjá mér í þeim ljósum sem loga mikið og sé verulega lækkun á rafmangsreikningi. T.d. einn kastari sem var með 3*35w perur er nú með 3*9w sparperur sem gefa sömu birtu, kastarinn eyðir nú 27w í stað 105w áður.  Þessar reglur eru bara af hinu góða, hef heyrt að bandaríkin séu að íhuga að gera það sama. Við skulum ekki láta það koma okkur á óvart að þessar reglur verði teknar upp hér líka í gegnum EES samningin.

The Critic, 29.8.2010 kl. 11:02

4 identicon

Sparnaðurinn er augljós. Um hann má t.d. lesa hér:

http://www.orkusetur.is/page/sparperur

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 11:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér sýnist að menn séu á láta fjandskap sinn út í ESB bitna á sjálfum sér með andstöðu sinni gegn þessum perum og þeim sparnaði sem af hlýst, dæmigerður molbúaháttur. Týpísk ESB umræða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svona til að forða mér frá því að vera dæmdur sem boðberi "fávitaskapar", þá vil ég benda á að ég er fylgjandi orkusparnaði, sem og flestum öðrum sparnaði sem veikir ekki undirstöður samfélagsins.

 Hins vegar er þessi orkusparnaðarumræða nær alltaf, ekki tekin alla leið.  Ef við gefum okkur það, að svona perur eða eitthvað annað sem gengur fyrir rafmagni, minnki orkunotkun, heimila og fyrirtækja, þá hljóta orkufyrirtækin að selja minni orku.  Minni sala þýðir, lægri tekjur, lægri tekjur þýða oftast nær þörf á hækkun orkuverðs.  Hækkun orkuverðs þýðir svo vísitöluhækkun, sem þýðir svo hækkun lána fyrir þessi heimili og fyrirtæki, sem að byrjuðu að spara orkuna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2010 kl. 11:59

7 Smámynd: Ása Björg

Kristinn Karl, það er satt að þetta myndi þýða minni sala á orkunotkun til heimila, en liggja ekki tækifæri í því fyrir orkufyrirtækin að selja meiri 'græna' orku til iðnaðar!?

Og þá jafnframt hlýtur verð til neytenda að þola litlar sem engar hækkanir. Myndi maður ætla... ;)

Ása Björg, 29.8.2010 kl. 12:24

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er bara, eða virðist ekki vera nein iðnaðaruppbygging í boði, þeirra stjórnvalda er nú sitja.  Aðeins stendur "eitthvað annað" til boða og þá helst eitthvað sem nýtir hvað minnsta orku. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2010 kl. 12:42

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er aldrei tekið fram að sparperurnar sjálfar eru alls ekki umhverfisvænar. Þegar þeim er hent, verður til kemískur úrgangur sem erfitt er að farga. Mér skilst að þegar allt er tekið með, séu sparperurnar alls ekki umhverfisvænni en glóperurnar.

LED perur eru víst betri. Umhverfisvænni í framleiðslu, endast lengur en sparið og eru ekki mengandi þegar þeim loksins er hent.

Villi Asgeirsson, 29.8.2010 kl. 12:49

10 Smámynd: Alfreð K

Stóru ljósaperuframleiðendurnir, OSRAM, Philips, Sylvania o.fl. munu alla vega græða á þessu, þeir eru búnir að vera með þetta í undirbúningi lengi, búnir að setja upp verksmiðjur í Kína þar sem allar sparperurnar eru framleiddar, en gömlu verksmiðjunum í Evrópu (þ.á.m. OSRAM í Frakklandi) þar sem glóperurnar hafa alla tíð verið framleiddar, verður þá lokað (og fólki sagt upp).

Það er ekki mikið mál að reikna út nokkurn veginn hvað „sparast“ heima hjá þér:

Tökum 75 W peru, hún endist í 1.000 klst (tæpt eða heilt ár). Samsvarandi sparpera, sem er 15 W, er sögð endast í 10.000 klst (7 - 10 ár?).

Sá sem kaupir 15 W sparperu kaupir hana kannski á 1.500 kr. og notar hana svo í einhverjar 10.000 klst. (5-10 ár?)

Sá sem heldur tryggð sína við 75 W peruna, kaupir 10 slíkar perur og þær kosta kannski 10 x 150 kr. = 1.500 kr. og duga honum allar jafnlengi og eina sparperan sem hinn keypti.

HINS VEGAR er raforkunotkunin á umræddu tímabili (10.000 klst.) 75 W - 15 W = 60 W meiri með glóperurnar, það gera 60 W x 10.000 h = 600 kWh (kílóvattstundir) og miðað við núgildandi verð á kWh hjá Orkuveitunni eru það 7.200 kr. (á umræddu 10.000 klst. tímabili eða 7 - 10 ár?).

Ef þetta er allt löglega rétt reiknað hjá mér, þá finnst mér persónulega þessi sparnaður (aðallega í raforkunotkuninni) ekki þess virði miðað við hvað mér finnst lýsingin frá öllum þessum sparperum (búinn að prófa fullt af þeim í mörg ár) vera skelfileg.

Alfreð K, 30.8.2010 kl. 00:32

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Alfreð, þetta er upplýsandi sem þú segir því þjóðfélagslegu áhrifin er eitthvað sem ESB hefði nú átt að taka með í reikninginn, þegar verksmiðjum í Hollandi er skipt út fyrir Kína.

En þetta með endingu sparperanna er orðum aukið, þær deyja fyrr vegna slysa ef ekki annað. Svo er eilífðar bið eftir að birti þegar maður kveikir. Það eru líka til glóperur sem endast jafn lengi, kaupmennirninr vilja bara ekki selja þær. Svo þetta er eitt alsherjar spilverk andskotans og kratanna í ESB sem við eigum að láta lönd og leið.

Halldór Jónsson, 30.8.2010 kl. 00:51

12 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það hefur ekki verið farið hátt með það að hinar svo kölluðu sparperur

innihalda töluvert magn af kvikasilfri (Hg samböndum), því má ekki farga

þeim á eifaldan hátt og ef slík pera brotnar við notkun mæla lög svo fyrir

að það skuli kallað á eiturefna deildina hjá slökkviliðinu til að hreinsa upp.

Svo það er ekki einfalt að spara. EÐA HVAÐ.

Leifur Þorsteinsson, 30.8.2010 kl. 11:36

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Umframhitinn frá venjulegum glóperum nýtist til að hita upp húsnæðið. Þegar við skiptum yfir í flúrperur, hvort sem það eru þessar gömlu löngu eða nýju samansnúnu, minnkar þessi varmi og við þurfum að kaupa samsvarandi orku til að hita upp húsnæðið.

Orkusparnaðurinn í wöttum verður því enginn, en auðvitað er ódýrara að kynda húsið með heitu vatni eins og er, hvað sem verður. Þar sem menn kaupa óniðurgreidda raforku til að kynda húsnæðið breytir þetta auðvitað nákvæmlega engu.

Ágúst H Bjarnason, 30.8.2010 kl. 12:39

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvimleiður eiginleiki flúrpera er hve lengi er að kvikna á þeim. Það á sérstaklega við þar sem kalt ert, t.d. í geymslum. Á stöðum þar sem maður staldrar stutt við, t.d. á göngum. salernum og geymslum, getur þetta verið mjög pirandi.

Ágúst H Bjarnason, 30.8.2010 kl. 12:42

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það sem menn kalla sparperur eru í raun ekkert annað en litlar flúrperur. Því væri nær að kalla þær smáflúrperur, en þær ásamt gömlu flúrperunum mætti kalla sparperur ef menn vilja. Eiinleikar smáflúrperanna er mjög svipaður gömlu löngu flúrperunum.

Þessar perur eiga það sammerkt að ljósið frá þeim dofnar með tímanum. Í raun verulega mikið. Þó svo að peran eigi að endast í t.d. 10.000 tíma, þá er hún orðin verulega slöpp eftir helming þess tíma. Þessi breyting gerist svo hægt að maður áttar sig ekki á því fyrr en ný pera er sett í ljósastæðið.

Annar eiginleiki flúrpera er að ljósið frá þeim er ekki eins hreint og frá glóperum.  Ljósgjafinn sendir frá sér útfjólublátt ljós sem er breytt í sýnilegt með flúoriserandi efninu sem er innan á perunni. Sumar flúrperur gefa frá sér þokkalega hreint hljós, en margar eru afleitar.

Flúrperur og reyndar glóperur blikka 100 sinnum á sekúndu vegna þess að þær eru knúnar með 50 riða spennu frá rafveitunni. Þetta er lítið áberandi hjá glóperum vegna þess að þær ná ekki að kólna að neinu marki milli þess sem riðspennan er í hámarki. Öðru máli gildir um flúrperur, en blikkið frá þeim getur verið verulegt. Fæstir taka eftir þessu, en einstaka manneskja virðist þola svona flökt illa. 

Sjálfur hef ég notað sparperur í rúmlega 30 ár. Fyrst hefðbundnar flúrperur og síðan smáflúrperur. Aðalkosturinn er auðvitað góð ending, þ.e. að maður þarf ekki að klifra eins oft upp á stól til að skipta um skipta um perur. Ókostirnir eru þó ýmsir.

Ég er hræddur um að notaðar sparperur lendi einfaldlega í ruslatunnunni. Þannig berst kvikasilfrið út í náttúruna. Einstaka munu  skila þeim á förgunarstað, en hræddur er ég um að þeir séu í algjörum minnihluta. Hvernig hafa menn farið að á undanförnum áratugum? Flúrperur hafa jú verið til síðan 1859 þegar Heinrich Geissler bjó til fyrstu flúrperuna.

 http://en.wikipedia.org/wiki/Fluorescent_lamp

Ágúst H Bjarnason, 30.8.2010 kl. 13:05

16 Smámynd: Alfreð K

Eins og nokkrir benda réttilega á hér að ofan eru sparperur síður en svo umhverfisvænar (kvikasilfur) og því hlýst nokkur viðbótarkostnaður af því að farga þeim rétt (kjósi menn að gera það á annað borð).

Slíkur möguleiki hefur reyndar ekki verið til hér á landi nema bara tiltölulega nýverið (Sorpa hf. bjó til farveg fyrir ljósaperur bara í október í fyrra). Fram að því hafa kvikasilfursmengaðar flúrperur væntanlega bara verið að safnast fyrir á urðunarsvæðum sveitarfélaganna.

Svo er það góður punktur hjá Leifi að umframorkan í glóperunum (miðað við sparperurnar) birtist í formi varmageislunar sem fer ekki beint til spillis í innihúsum (alla vega ekki hér norður á hjara nema þá kannski á allra heitustu sumarkvöldum). Í þessu sambandi má til gamans nefna að einn ljósabúðareigandi (í Garðabæ) hælir sér af því að vera hvorki með gólfhita né ofna og þar af leiðandi ekki neinn hitareikning (í venjulegum skilningi)!

Ég hef ekki mikið út á hefðbundnar flúrperur að setja, þ.e.a.s. löngum perum svo og þessum bognu (U-laga), en ég vil vara menn við því að RUGLA SAMAN FLÚRPERUM annars vegar OG SPARPERUM SEM SELDAR ERU TIL HEIMILISINS hins vegar. Þetta eru ALLS EKKI SÖMU PERURNAR, a.m.k. ekki hvað varðar lýsingu og gæði.

Eins og Leifur segir geta mismunandi flúrperur gefið frá sér mishreint ljós, en ljósið frá sparperum (til heimilisins) er því miður oft alveg sérlega skítugt. Það er eins og það sleppi frá þeim meira útfjólublátt ljós (meiri blámi eða drungi yfir þeim) en eðlilegt er miðað við hefðbundnar flúrperur (auk þess sem litaendurgjöfin er ömurleg) og greint hefur verið frá því að rafsegulmengun (e. electrosmog) stafi af þeim. Gildir þá einu hvort sparperan sé sögð hlý (e. warm) eða ekki.

Þeir sem furða sig á hvernig í ósköpunum þetta geti verið, mega velta þessu fyrir sér:

Hefðbundnum flúrperum hefur alltaf verið stungið í samband í þar til gerðum stæðum sem innihalda svokallaðan „ballast.“ Þetta er ÞUNGUR KLUMPUR sem sér um að spennufæða peruna, hvort sem flúrperan er langt rör eða stutt lykkja (U-pera).

Sparperur til heimilisins eru ekki með þennan „ballast“ eða þá að hann er EKKI NÆRRI EINS ÞUNGUR og þeir sem tíðkast með „alvöru“ flúrperum. Þessum perum er svo ætlað að stingast (skrúfast) beint í samband við 230 voltin eins og tíðkast með glóperur.

Þarna er stór munur á ferðinni, menn eru að reyna brúa eitthvert bil á milli stærðar og þyngdar hefðbundinnar flúrperu ásamt tilheyrandi stæði („ballast“) annars vegar og fisléttrar glóperunnar hins vegar (sem þarf ekkert sérstakt stæði). Þetta kemur niður á gæðum sparperunnar til heimilisins, afleiðingin er „flúrpera“ sem sett er með VAFASÖMUM HÆTTI í samband við 230 V og lýsingin verður eftir því.

Alfreð K, 30.8.2010 kl. 21:02

17 Smámynd: Alfreð K

Smáleiðrétting: Ég eigna Leifi tvisvar nokkur orð í síðustu færslunni minni en þá á ég að sjálfsögðu við hann Ágúst (sem er með færslu næst á eftir honum).

Alfreð K, 30.8.2010 kl. 21:47

18 Smámynd: Halldór Jónsson

ÉG þakka ykkur öllum fyrir innleggin. Mér sýnist að niðurstaðan sé sú, að þetta verður engin framför frá þvi sem nú er.

Glóperulýsingin hefur marga kosti sem er óráð að fleygja frá sér með þeirri útrýmingarherferð sem boðuð er.

Flúrperur eru nauðsynlegar á skrifstofum og vinnustofum þar sem augun þurfa að starfa og þau sjá þess betur sem fleiri eru lúxin. Best sér maður í sólskini sem er margfalt sterkara en lamparnir okkar.

Sparperur eru fínar í garðstaurunum hjá mér. Þær lýsa vel þar og endast stundum árið eða meira meðan glóperurnar eru sídauðar. Vindhristingur, slagregn osfrv. En þær eru svo dýrar að maður kveinkar sér við að kaupa þær og freistat til að nota hinar. 

En það eru víst til endingarbetri glóperur sem kosta lítið meira í framleiðslu. En þær eru ekki á bostólum. Þekkir einhver þá sögu?

 Ég hef ekki farið á urðunarstaði með dauðar sparperur sérstaklegaog á ekki von á að margir geri það fyrir ekki neitt.

Halldór Jónsson, 30.8.2010 kl. 21:49

19 Smámynd: Alfreð K

Halldór, takk fyrir að vakta athugasemdirnar við bloggið þitt, vona að eitthvað hafi náðst að upplýsa þig og aðra betur betur um þessi mál. Þakka líka hinum sem hafa komið með gagnlegar ábendingar.

Enda þótt ég sé lítt hrifinn af sparperum, get ég þó tekið undir að þær geta leikið sitt hlutverk úti í garði, enda skipta gæði lýsingarinnar þar ekki eins miklu máli og innandyra.

Svo er það auðvitað rétt hjá þér og ég gleymdi að minnast á áðan, að í búðum er líka hægt að kaupa ýmsar endingarbetri glóperur frá hinum og þessum framleiðanda, sjálfur hef ég t.d. keypt:

1) 2.000 klst. glóperur (60 W og 100 W) frá Crompton í GH ljósum í Garðabæ

2) 2.500 klst. glóperur (75 W) frá General Electric í Glóey í Ármúla

3) 6.000 klst. glóperur (2 x 55 W SPECIAL) frá OSRAM í Krónunni. Þessar henta einmitt vel til brúks utandyra, minnir að verðið hafi verið 399 kr. fyrir 2 í kassa í fyrrahaust, veit ekki hvernig staðan er núna. Í rauninni er þetta fáránlegt verð, þegar maður hugsar út í það (miklu betri kjör en samsvarandi 11 W sparpera).

Alfreð K, 31.8.2010 kl. 00:28

20 Smámynd: Alfreð K

Smáleiðrétting frá mér aftur:

1) Þær eru 3.500 klst. langlífu glóperurnar frá Crompton, ekki 2.000 klst., og kosta í kringum 200 kallinn (bæði 60 W og 100 W).

—————

Eitt í lokin svo, bara til að fullkomna þetta yfirgripsmikla blogg hér um kosti og (þó aðallega) ókosti sparpera:

SPARPERUR ERU EKKI DIMMANLEGAR!

Flúrperur eru til dimmanlegar, en þær kosta meira en venjulegar flúrperur, og til að keyra þær þarf líka sérstakan (og rándýran) spennubúnað.

Á hinn bóginn má benda mönnum á, að sé glópera notuð með dimmrofa má snarlengja líftíma hennar.

Rafvirki sem ég talaði við minnir mig að hafi sagt að með því einu að keyra glóperu á 90% afli mætti allt að tvöfalda líftíma hennar.

Og fyrir utan það þá hlífir dimmrofinn náttúrulega glóperunni við högginu eða „sjokkinu“ sem hún verður fyrir í hvert skipti sem kveikt og slökkt er á henni með venjulegum ljósarofa og stuðlar því á þann hátt einnig að lengri líftíma hennar.

Alfreð K, 31.8.2010 kl. 12:12

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Alfreð, heldurðu að þeir banni ekki líka þessar góðperur sem þú lýsir. Ég hafði ekki hugmynd um að þær fengjust.

Er ekki bara gott að kalla þær góðperur til aðgreiningar frá venjulegum glóperum?

Halldór Jónsson, 31.8.2010 kl. 18:20

22 Smámynd: Halldór Jónsson

Skynsaman krata gæti maður kallað góðkrata til aðgreiningar frá venjulegum? Eða hv að?

Halldór Jónsson, 31.8.2010 kl. 18:21

23 Smámynd: Alfreð K

Bannið mun ná yfir þessar perur líka, jú, því miður.

Allar 100 W (og sterkari) perur voru bannaðar 1. sept. í fyrra og ég man að hægt var að kaupa 100 W OSRAM-perur í Krónunni í Lindum fram í svona október–nóvember. Síðan ekki meir.

Næsta bann (á morgun) mun ná yfir 75 W, á næsta ári 60 W og á þar næsta ári loks 40 W, 25 W og allar aðrar veikari perur sem eftir eru.

Og sem fyrr segir enginn greinarmunur gerður á 1.000 klst. venjulegum perum og 2.500-6.000 klst. svokölluðum „góðperum.“

Það eru hins vegar til halógenperur í E27-fattningunni, en þær eru töluvert dýrari, endast tvöfalt lengur, eyða 30% minna rafmagn og ljósið frá þeim er hvítara (ekki alveg eins hlýjar á litinn), en úr því má að einhverju leyti bæta með því að nota dimmer (þá roðna þær aðeins). Sumar af þessum perum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, munu sleppa við bannið. Ég hef ekki séð þær í búðarhillum hér á landi.

Ég er of ungur til að vita almennilega hvað krati er, eða hver munurinn á honum og k***a er, en ég veit bara að sumir myndu segja að skv. skilgreiningu sé k***i m.a. einhver sem ómögulega geti komið frá sér neinni skynsemi.

Annars fer það að vera svolítið torskilið fyrir mig þegar menn eru farnir að líkja þessum samanburði á misþolnum glóperum við samanburði á misskynsömum mönnum úr einhverjum væng stjórnmálanna.

Alfreð K, 31.8.2010 kl. 22:18

24 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Alfreð, þetta er beintengt.Það eru kratar sem eru á bak við allt regluverkið í Brüssel, þeir berjast fyrir bandalagið í von um bitlinga. Þeir eru allstaðar, líka í agúrkunum og ljósaperunum. Hvað er þetta K***a(i) hjá þér?

Halldór Jónsson, 2.9.2010 kl. 22:29

25 Smámynd: Alfreð K

Já, afsakaðu, stafirnir sem eiga að vera þarna eru o, emm og emm.

Alfreð K, 2.9.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband