Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin biður afsökunar

á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Fjallað er um þennan atburð í leiðara Baugstíðinda í dag. Þar segir ritstjórinn m.a.

"Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum."Það er svo að skilja á framhaldi pistilsins, að Framsóknarflokkurinn  eigi eftir að bera fram afsökunarbeiðni sína þar sem hinir flokkarnir hafi þegar beðist afsökunar.

Furðulegur spuni er þetta tal um að stjórnmálaflokkar eigi að fara að dæmi Sturlu Sighvatssonar að láta hýða sig fyrir höfuðkirkjum. Er það til þess að vera klár til að syndga á ný ?  Mér finnst ég ekki bera ábyrgð á mistökum í starfi Sjálfstæðisflokksins , hvað þá Framsóknarflokksins, þó að forystumönnum hafi verið mislagðar hendur í einstökum málum. Flokkar eru myndaðir um grundvallaratriði og heimspeki  án skuldbindinga um efndir. Hver maður situr að lokum uppi með sjálfan sig og afleiðingar eigin heimsku og trúgirni.

Svo til hvers er Samfylkingin að biðja mig afsökunar? Í mínum augum er þetta ógeðfelldur flokkur sem höfðar ekki til mín og ég gef því ekkert fyrir hvað segir.  Sama fólkið, sem grætur eins og hjörð af grænum krókódílum uppi á leiksviði undir forsöng þess gráhærðasta, snertir mig ekki neitt. Ég treysti því ekki neitt betur en ég gerði þá. Hvað þá að mér geðjist að yfirlýstum áformum þess eða afrekum frá hruni.

 Nema það,  að þetta sama fólk  ætlar nú að taka landið mitt og mig með því og selja það í hendur annarra þjóða.  Var þessi afsökunarbeiðni til þess fallin núna að sannfæra mig um það,  að einmitt þessu sama fólki, sem skýrir mér nú opinberlega frá heimsku sinni í hruninu,  eigi ég að treysta núna fyrir framtíð minni og framtíð lands og þjóðar? Hversu vitlaust getur fólk annars orðið?

Það breytir engu fyrir mig hvort Samfylkingin fari með iðrunarsálma og strýki sjálfa sig í sinni  höfuðkirkju.  Inntakið breytist ekkert frekar en hjá Sturlu Sighvatssyni.   Krókódílatár hafa aldrei þótt sannfærandi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þessi gjörningur er allur mjög furðulegur, en samt verður maður ekki hissa, því að svona sýndarmennska er Samfylkingarinnar ær og kýr !

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.12.2010 kl. 10:44

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Hjó eftir því að Samfylgingin sagðist ekki  ( eða málsvarar hennar ) vera nægilega skemmtilegur stjórnmálaflokkur.

Þetta er auðvitað nýmóðins hugsun fyrir stjórnmálaflokk, allt þarf að vera svo skemmtilegt. Treyst engum betur en þér að innleiða þetta í Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Atli Kristjánsson, 8.12.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418231

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband