Leita í fréttum mbl.is

Hvaða tilkall

eiga kvótahafarnir í alla aukningu fiskveiðiheimilda?

 

Handhafar fiskveiðiheimilda hafa fengið sinn hlut úr öllum veiðiheimildum í aldarfjórðung.Veiðiheimildir áttu að takmarka aflann svo að fiskistofnarnir byggðust upp. Síðan yrði uppskeruhátíð sem heimildarhafarnir ættu að njóta vegna þess að fara eftir kerfinu allan tímann.

 

Árin liðu frá upphafinu og mestan tímann minnka heimildirnar vegna þess að Hafró er svartsýn á að fiskistofnarnir séu í vexti af einhverjum ástæðum. Menn deila um hvað hafi brugðist í vísindunum. Einn segir umframafli, annar brottkast, þriðji ofveiði, týndir hrygningarstofnar, ofmat stofntærða? Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hangið á því sem grundvallarstefnu að þetta kerfi sé það besta í heimi. Því megi ekki breyta.

 

Morgunblaðið ver nú kvótakerfið af skiljanlegum ástæðum sem það gerði ekki áður. Ef það er staðreynd að fiskistofnar séu komnir niður á einhvern botn sem hefur verið langur og flatur með þessu kerfi eftir aldarfjórðung,hefur kerfið þá sannað sig? Er þá einhver ástæða til þess að halda því áfram á þeim forsendum?

 

Svo segja þeir líka  að þjóðin eigi fiskinn en ekki bankar eða skuldsettir útgerðarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi að grunnstefnu. Hvernig getur hann þá ríghaldið  í miðstýrt haftakerfi? Ef reynt er að brjótast út úr þessum lás og opna glufur, þá verður allt vitlaust.

 

Útgerðarmennirnir eru búnir að eiga réttinn í 25 ár. Nú í mörg ár hefur aflinn verið á sama lága rólinu. Þeir sem hafa keypt réttinn til þess sem er í dag ættu því að mega halda honum að skaðlausu.  En aukningu veiðiheimilda mætti hinsvegar ráðstafa á markaði.

Gengur tilkall einstakra manna til alls óveidds fisks í sjónum lengur upp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband