Leita í fréttum mbl.is

Svikin eru skjalfest

af Steingrími í fjárlögafrumvarpinu:

"Að því gefnu að forsendur fyrir mati samninganefndarinnar gangi eftir er gert ráð fyrir að heildargreiðslur úr ríkissjóði til tryggingasjóðsins fram til ársins 2016 verði rúmir 47 mia. [milljarða] kr. Því til viðbótar er 3 mia. kr. greiðsla vegna útlagðs kostnaðar Breta og Hollendinga við útgreiðslur til innstæðueigenda á sínum tíma [vel smurt á "þjónustu" sem við báðum ekki um! – innsk. jvj.], en samið var um tiltekna hlutdeild í þeim kostnaði. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja TIF til 26,1 mia.kr. á árinu 2011, þar af 9 mia.kr. vegna áranna 2009–2010 umfram þá 20 mia.kr. sem sjóðurinn sjálfur getur staðið undir og 17,1 mia.kr. vegna vaxtagreiðslna á þessu ári. Áætlanir gera ráð fyrir að greiðslur áranna 2011–2016 verði eftirfarandi:

  • 2011:  26,1 mia.kr.
  • 2012:  10,4 mia.kr.
  • 2013:  8,6 mia.kr.
  • 2014:  7,0 mia.kr.
  • 2015:  5,0 mia.kr.
  • 2016:  1,8 mia.kr.
  • Alls: 58,9 mia.kr. "

 Þar hafa menn það. Steingrímur J er búinn að ganga frá samningum á bak við þjóðina og hækka skattan í samræmi við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég hef þá trú Halldór að hvorki Steingrímur né nokkur annar viti stærðargráðu þessa samnings, hvort hann verður 59 milljarðar eða 600 milljarðar ræðst af svörum við ótal EFum, þannig að það er að mínu mati landráð að samþykkja þetta með svo marga óvissuþætti.

Ég vona að Ólafur Ragnar beri gæfu til að athuga hvort þjóðinni hafi snúist hugur frá því hann spurði síðast.

Kjartan Sigurgeirsson, 13.1.2011 kl. 13:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Kjartan

Sé óvissan af réttarhöldum mikil þá hefur ekki verið upplýst um áhættuna af þessum samningi. Hversvegna má þetta ekki bíða þangað ti að óvissan er búin og búið að rukka allt inn sem þeir fá ? Fara að vaxtareikna óvissutölur? Er einhver lógík í því?

Halldór Jónsson, 13.1.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 3418436

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband