Leita í fréttum mbl.is

Vill Steingrímur loka MP-banka?

þar sem illa hefur gengið að finna frekar lítið viðbótarhlutafé í hann. CAD hlutfall bankans er of lágt samkvæmt hertum Basle-reglum en innistæður góðar og útlánaáhætta sögð lítil. Boðskapur Steingríms er hinsvegar skýr: Loka bankanum því fyrr því betra.

Á sama tíma ætlar hann að setja milljarðatugi til að halda sparisjóði Keflavíkur og BYR opnum, báðum gjaldþrota. Fyrr setti Steingrímur 20 milljarða inn í SAGA-Capital til þess að Sparisjóður í kjördæmi hans þyrfti ekki að loka. Og til að dreifa athygli fjölmiðla sletti hann 20 milljörðum líka í VBS sem fór með það lóðbeint á hausinn til "Berta blásaklausa", sem lýsti viðskiptunum í blöðunum í vikunni.

Hann skellti einhverjum 15 milljörðum í SJÓVÁ til að koma því félagi í ríkisforsjá að því best verður séð. Og nú ætlar hann víst að fara að borga inná það sem hann kallar Icesave-skuldina okkar.

Hvað verður þessi maður búinn að afreka til dýrðar Sovét-Íslands áður en yfir lýkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er óskiljanlegt að ekki skuli vera búið lýsa vantrausti á þessa stjórn.

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 13:50

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú ert komin í 55 milljarða, 5% raunvexti af 1100 milljörðum.

Þó sannað sé að þessi ísl. kostnaðarvaxtageiri stendur ekki undir sér til langframa.

Júlíus Björnsson, 13.1.2011 kl. 14:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eitthvað var talað um það, Halldór, fyrir nokkrum mánuðum (þótt ég muni það ekki nógu vel), að áhugi Steingríms á því að halda Sparisjóði Keflavíkur á floti –– á meðan sparisjóðurinn Byr (að mestu í eigu Reykvíkinga, Hafnfirðinga og Kópavogsbúa) hafi verið tekinn án verulegrar hjálpar og raunar með hálf-fjandsamlegri yfirtöku –– tengdist því, að hann vildi koma einum norðlenzka sparisjóðnum undan, láta sameiningu ganga til baka, og þannig gæti hann hjálpað bæði þeim og öðrum norðlenzkum sparisjóðum að fljóta, sem og stofnfjáreigendum þeirra; mátti af því skilja, að þetta væri inngrip í þágu kjördæmispots ráðherrans sjálfs, og sel ég þetta ekki dýrara en ég keypti það.

En það er víst mikið um refakyn í norðurhluta landsins.

Jón Valur Jensson, 13.1.2011 kl. 19:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef verið skammaður fyrir að fara rangt með tölur, þetta hafi verið 26 milljarðar sem hann Steingrímur sletti í VBS og væntanlega Saga Capital líka, svo til vaxtalaust og líka sem borgast heldur aldrei. Framhjá fjárlögum hvorutveggja að sjálfsögðu Það var sama með BYR, Sjóvá og nú með Sparisjóðinn é Keflavík.

Svo voru menn að skamma Jónas frá Hriflu fyrir að láta varðskipin sigla með sig milli fjarða!

Halldór Jónsson, 15.1.2011 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband