Leita í fréttum mbl.is

Alvarlegar afleiðingar

fyrir ferðaiðnaðinn ef verkfall skellur á segir Morgunblaðið á forsíðu.

Hefur einhverntíman orðið verkfall sem hefur ekki alvarlegar afleiðingar? Er þeim ekki komð á til að hafa alvarlegar afleðingar?

Það er staðreynd að ýmsum starfstéttum hefur verið leyft að renna saman í félög sem hefur verið úthlutað skotleyfi á afganginn af samfélaginu. Lítum á flugumferðarstjóra sem dæmi.

Það er auglýst af ríkinu efir nemum í flugumferðarstjórn. Fagið er ekki hægt að læra annarsstaðar en hjá ríkinu. Þegar þeir eru orðnir útlærðir þá stofna þeir stéttarfélag. Þeir hafa einokun á flugumferðarstjórn. Svo fara þeir í verkfall gegn skapara sínum. Allt í einu eru þeir með einkaleyfi til að taka flugumferð í gíslingu. Hóta að allir alþjóðasamningar Íslands sem gefa þeim sjálfum tekjur verði rofnir og komi kannski aldrei til baka.

Lögreglufélagið er hliðstæða. Menntaðir af ríkinu og fá starfsréttinndi þar. Þeir geta svo farið í verkfall útá einkaleyfið. Læknafélagið er annað.Ljósmæður til viðbótar. Rafvirkjar enn aðrir. Flugmenn.Flugfreyjur.Kennarar. Verkfræðingar geta ekki farið í verkfall af því að það er hægt að fá nóg af erlendum verkfræðingum. Og svo er líka ördeyða á markaði.

Samtök Atvinnurekenda er stofnað til að hindra það að stettarfélögin geti tekið einstök fyrirtæki útúr og kúgað þau með hnífinn á barkanum til að selja verkalýðsbullunum sjálfdæmi. Þetta er svo galið system að hver maður sér fáránleikann í því að önnur félög en hans eigið fái að starfa svona.

Þegar eitt félag tekur sig útúr og gerir skrúfu, þá telja menn truflunina það litla að þeir vilja semja við þennan hóp á einhverjum nótum svo þeir þegi. Þegar stórbandalög bófaflokka leggjast í hernað gegn hinum verða óþægindin meiri. Ef tekst að ná nógu mörgum svona flokkum saman þá er ástandið óbærilegt fyrir alla af því að Ísland hefur ekki vopnaðan her. Þá er bara samið um hvaða dellu sem er þó allir viti að þetta sé della.

Vinstri stjórnin 1971 kom sér hjá verkföllum með því að diska út samtals 20 % almennri kauphækkun til allra. 10 % á alla taxta, 10 % með styttingu vinnuvikunnar. Afleðinguna þekkja allir fram að þjóðarsátt 1990. Það voru nú góðir tímar og krefjandi. Við skulum fá þá aftur því allt er betra en þessi núverandi andskotans ráðleysi.

Förum því í almennilegt verkfall. Og ekkert hálfkák. Allsherjar verksviptingu af hálfu SA þegar í stað um leið og sá fyrsti fer í verkfall. STOPP.
Horfumst einu sinni í augu við okkur sjálf. Sjáum heimskuna einu sinni taka til starfa óáreitt. Látum vera allsherjarverkfall í einhverja mánuði helst. Ákveðum svo 30 % hækkun á alla með lagaboði.

Verkföll eiga að hafa alvarlegar afleiðingar. Ekkert hálfkák heldur allsherjar verkfall frá fyrsta degi til þess að afleiðingarnar verði eins alvarlegar og nokkur kostur er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæll Halldór

Samtök Atvinnulísins fara með samningsumboð fyrir svo til öll Fyrirtæki á Íslandi.

Önnur eins miðstýring þekkist varla nema hjá Einvalds eða Kommúnista ríkjum sem mér hefur fundist af skrifum þínum að þú sért ekki allt of hrifinn af.Ég sat í samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands á síðasta ári sem fékk á sig lagasetningu.Evrópudómstóllinn hefur dæmt slík lög ólögleg,en hér á landi gleðjast flestir þegar um fámenna stétt er að ræða.Það sama var ekki þegar slökkviliðs og sjúkrafluttningamenn boðuðu verkfall.Þeir höfðu almenningsálitið með sér þannig að stjórnvöld aðhöfðust ekkert.Það er slæmt ef mannréttindi eru bara fyrir vinsæla eða fjölmenna

Kveðja Sigmundur Friðþjófsson

Sigmundur H Friðþjófsson, 28.4.2011 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband