20.11.2011 | 23:46
Að loknum Landsfundi
stendur uppúr hjá mér, sem minna en einum þúsundasta af fundinum, að ég er ánægður með það sem að mér snýr. Lítið peð á átakafundi er ánægt með visku landfundar sem birtist í niðurstöðum fundarins sem allir geta lesið á vef flokksins, www.xd.is.
Landsfundur tekur eindregna stöðu með Reykjavíkurflugvelli og þýðingu hans fyrir höfuðborgina á þeim stað sem hann er og í þeirri mynd sem hann er nú. Landsfundur sýndi sig að sýna hlutverki vallarins fullan flugtæknilegan skilning sem varavöllur fyrir alþjóðaflug. Hann áttar sig á því að Reykjavíkurflugvöllur verður þarna áfram sem miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs. Allt tal um stórsjúkrahús í Reykjavík er samofið tilvist vallarins. Allar aðrar skipulagshugmyndir verða að víkja fyrir skynseminni og talnaturnar sem reistir hafa verið í óraunsæi ýmsra frammámanna í reykvískum stjórnmálum eru hrundir til grunna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir áttaði sig á því, að hún kæmist hvergi á Landsfundinum með því að taka undir fjandskap við tilvist Reykjavíkurflugvallar, sem Gísli Marteinn er helstu samnefnari fyrir. Málflutningur Gísla Marteins um að landsfundur væri í mótsögn við sjálfan sig þegar hann blandaði sér í skipulagsmál sveitarfélags með þessum hætti hafði ekki áhrif til þess að lina afstöðu landsfundarfulltrúa.Var ótrúlegt að verða vitni að eindreginni afstðu fundargesta í þessu máli.
Bjarni Benediktsson var kosinn formaður með 55 % atkvæða á móti 44 % atkvæða Hönnu Birnu.Tæplega annar hver landsfundarfulltrúi treystir Hönu Birnu betur en Bjarna Benediktssyni. Hefðu aðeins 76 landsfundarfulltrúa af rúmum þrettánhundruð breytt nafninu á atkvæðaseðlinum hefði Hanna Birna sigrað. Svo knappt var þetta
Þetta lýtur að vera Bjarna mikil aðvörun um að hann verði bæði að vanda sig og leggja sig enn meira fram til að vinna sér inn aukið traust flokksmanna. Sem hann getur hægleg svo vel gerður maður til munns og handa.
Hanna Birna átti auðvitað undir högg að sækja þar sem hún er ekki þingmaður og fundarmenn margir komu ekki auga á það hvernig formaður flokksins gæti verið utan þings svo vel sé. Hönnu verður ekki skotaskuld úr því að breyta þessu í næstu kosningum hvenær sem þær verða. Hún er og verður stærð sem ekki er auðveldlega litið framhjá í pólitík.
En eins og Ólöf Nordal varaformaður orðaði það, þá kom tími Jóhönnu svo sannarlega í íslenskum stjórnmálum. En það sem verst væri, að í huga okkar ætlaði honum bara aldrei að ljúka og engar kosningar væru í augsýn. Ólöf hlaut svo yfirburðar kosningu í embætti varaformanns.
Davíð Oddsson sem ávarpaði fundinn óvænt við mikinn fögnuð sagði einhvernvegin, að norræna velferðin sem stjórnin hefði lofað að færa Íslendingum væri í reynd sú sú að fara með "Norrænu" á vit velferðarinnar á Norðurlöndum. Og fleira sagði Davíð í gamni og alvöru. Hann er og verður fremstur meðal jafningja í Sjálfstæðisflokknum fyrir leiftrandi fjör og persónutöfra sína. Þar sem hann kemur gerist yfirleitt eitthvað.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsti sig reiðubúinn að berjast gegn skuldavanda heimilanna með ráðum og dáð. Hann lofaði að aflétta öllum sköttum sem vinstri stjórnin hefði hækkað og fundið upp sem nýja. Hann lofaði að vinna að atvinnusköpun umfram allt, beisla orkulindirnar og NÝTA TÆKIFÆRIN eins og var yfirskrift fundarins. Hann trúir því að aukin atvinna muni færa ríkinu meiri skatta en sem nemur lækkun gjaldanna. Þar liggur munurinn á stjórnlyndi og frjálslyndi.
Það verður nóg af fýlupúkum í Sundlaugunum og öðrum förnum vegum svo og á samanlögðum fjölmiðlum landsins til að rakka allt þetta niður og reyna að gera alla þessa viðleitni landsfundarfulltrúa fyrirlitlega og fábjánalega. Þetta munum við Sjálfstæðismenn sem lögðum á okkur að vinna að tillögum landsfundar,þola og svara fullum hálsi. Fundur okkar snéri að því að reyna að leysa vandamál, -ekki landsfundarfulltrúaanna eða félaga í Sjálfstæðisflokknum sérstaklega, heldur landsmanna allra. Sjálfstæðismenn trúa á þjóðina, landið okkar Ísland, Sjálfstætt Ísland eins og nafn flokksins okkar ber með sér, og teljum hagsmunum þess, nú sem fyrr, betur borgið utan ESB
Sjálfstæðisflokkurinn vill sækja fram og bæta böl. Það eru skilaboðin frá þessari samkomu í Laugardalshöll. Því það er sagt að ætíð sé betra að veifa röngu tré en öngu og má eiga við þá sem láta dæluna ganga og allt vilja rakka niður í forina sem tengist Sjálfstæðisflokknum. Ríkisstjórnin hefur ekkert tré á loft, aðeins njólarætur og þöngulhausa sem ekkert verður á byggt.
Sjálfstæðisflokkurinn er leiður yfir því virðingarleysi sem Ríkisstjórnin sýnir því góða fólki í Evrópubandalaginu með því að halda áfram viðræðum við það eins og allt sé í stakasta lagi. Sjálfstæðismenn þola ekki slíkt og vilja gera hreint borð og segja við viðsemjendurna, að best sé að fresta frekari viðræðum meðan þjóðin gerir upp við sig hvað hún vilji sjálf.Það er þjóðin sem á síðasta orðið.
Kosningar er krafa Sjálfstæðisflokksins. Fyrr fær þjóðin ekki viðnám fyrir krafta sína til að NÝTA TÆKIFÆRIN.
Það er boðskapur Landsfundar Sjálfstæðisflokksins til þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góð samantekt hjá þér og fagleg að vanda Halldór.
Ég efast ekki um að "samsömun" flokksfélaga Landsfundarins gæti verið mikil um þá niðustöðu sem flokkseigendafélagið vildi og á "status quoe". Það hlýtur þó að vera áhyggjuefni hvernig þeir sem ekki eru allt of fastið í fortíðinnig og vilja horfa fram, taka þessari niðurstöðu. Kannski verður til út þessu sterku frjálslyndur miðjuflokkur undir stjórn Hönnu Birnu....? Það gæti orðið góð niðurstaða með þeir sem hafa nýja sýn á stjórnmál. Með þessu mætti kannski koma Hannesi Hólmssteini og viðhlæjendum hans endanlega í "pólistíska gröf". Þá hef ég trú á að niðurstaða Landfundar, þó ekki sé hún góð fyrir flokkinn, gæti haft góð áhrif á þjóðmálin til lengri tíma litið.....
Ómar Bjarki Smárason, 21.11.2011 kl. 00:35
Sínum tíma runnu saman flokkur fulltrúa Danska efnahagsbandlagsins og fulltrúar einkaframtaksins sem töldu arðabærar að stunda frjáls skipti við markaðina utan hins litla danska. Ég á ættir mínar að rekja til beggja þessara flokka. Nú er heimurinn stærri og reynslan af EES sannar að þjóðargengið hér hefur hrapað um 40% í samanburði við Íra og Skota, og flest ríki S og A EU. Nútíma tækni og lækkunar byggingarkostnaðar skilað sér að fullu inn í þessi ríki en hér ríkti verðtrygginningakrafa á ávöxtunarkröfu lánadrottna, Heildaneysluvísitala með vægi á sem selst mest óháð raunvirði eða innhaldi pakkninga. Gæða staðlar eru hluti af raunvirðis gengjum á frjálsum mörkuðum sem gefa upp GDP(PPP). Raunkaupmátt og því raunvirði sölu innan hvers ríkis. DEB parity rúmmálslega er KRED parity.
Innan EU gildir eða á gilda "fair trade" milli Meðlima Markaða, þannig að á öllum 60 mánuðum jafnast allt grunn gengis umfram út á móti grunn gengis afföllum. Gróði ríkja sem myndast á þeirra heimamörkuðum er framlag til aukningar á rúmmáli sama ríki og heildarinnar.
Hér öfugt við Þýskaland er öll áhersla að fjármagna ábyrgðalausa græðgifulla stjórnsýslu með að fórna langtíma vexti þjóðargengis í skammtíma eyðslu sjónarmið á hverjum tíma. Fleiri erlendar Gular hænur til að borða brauðið heima hjá sér.
Íslenskir hagfræðingar og lögfræðingar eru örugglega ekki 100 % læsir á erlent menntamál.
Ríkið hefur einkaleyfi að markaðasetja mynt gegn sölu neyslu vöru og þjónustu á sínum markaði og líka að meta raunvirði hennar á sama markaði. Krónur seljast á Íslandi og erlendis verða eignir við sölu. Allar myntir sem breytast í eignir verða svo verðlausar þangað til þær seljast aftur á almennum markaði. Sjaldgæfar mynt hafa söfnunargildi. Ríki sem þarf að selja 2000 milljarða af krónum og gerir það hefur þá eignast raunvirði að upphæð 2000 milljarðar á sama uppgjörstímabili til að tekjufæra á því uppgjörstímabili. Ríki sem segist hafa markasett 4000 milljarða og selur ekki nema 2000 miljarða en leggur hitt inn á bók á verðlausar krónur inn á sömu bók. Láta lífeyrisjóði geyma verðlausar krónur er tíma eyðsla. Það má markaðasetja þessar krónu síðar þegar kaupgengið hefur efni á þeim. Erlendir fjárfestar kaupa ekki svona eignasöfn almennings sem á ekki einu sinn bíl í framtíðinni.
Það verður gaman að fylgjast með sjálfstæðisþingmönnum fram til kosninga.
Hér sagðist aðili hafa haldið að Landsbakinn hefði gengið sjálfvirkt eftir að faðir hans tók við stjórn. Það gerði Landsbankinn svo sannarlega, hann er bundinn í óstaðlað regluverk sem hefur sett alla útlendinga á hausinn sem hafa komið hingað á skerið, hingað til.
Fé er peningur , bú er peningur. Eyðibýli getur orðið peningur í höndum Kínverja. Það þar að breyta öllu í pening. Kínverjar falast eftir dollurum og undirbjóða yuang. Íslendingar falast eftir evrum til að geta tekið þátt í innilegri stjórnmálalegri samvinnu um að efla heildargengi EU sama hvað Meðlima Ríki gerir það.
Júlíus Björnsson, 21.11.2011 kl. 05:45
Ómar Bjarki
Ekki gef ég nú mikið fyrir pælingar þínar í stjórnmálum eins og þessar um að jarða Hannes Hólmstein og fá einhvern nýjan flokk undir Hönnu Birnu. Ég held að þú ættir í alvöru að taka þátt í starfsemi flokksins og spá í fyrir hvað hann stendur áður en þú kemur með svona hugleiðingar sem eru í raun ekki mjög djúpar.
Halldór Jónsson, 21.11.2011 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.