Leita í fréttum mbl.is

Skilanefndarfarsinn

í Glitni myndi fá mann til að hlæja ef maður vissi ekki að maður verður látinn að endingu borga fyrir hann sjálfur.

Það voru áður komnar fréttir af ævintýralegri töku Steinunnar Guðbjartsdóttur á fjármunum til sjálfrar sín vegna skilanefndarstarfa. Nú hættir hún við málssóknina á hendur grunaðara í Glitnismálinu fyrir rétti í New York samkvæmt ráðleggingum ráðgjafanefndar sinnar. Er það sama ráðgjafanefndin og ráðlagði málsóknina í NY í upphafi þar sem málinu var auðvitað vísað frá ? Annar kostnaður nefndarinnar hleypur á hundruðum milljóna.

Nú hefur skapast bótaskylda til grunaðra í Glitnismálinu uppá hálfan milljarð. Forgangskrafa í búið! Pálmi í Fons og Jón Ásgeir hljóta að hlæja sig máttlausa.

Hvað á þessi Steinunn að fá að valsa með eigur almennings lengi enn? Er ekki hægt að fá fólk fyrir venjulegt kaup til að taka þessi störf að sér í stað tugþúsunda tímagjalds Steinunnar? Ætli það sé ekki fullt af fólki sem er tilbúið til þess. Og getur það hugsanlega líka? Ég skyldi til dæmis með ánægju útvega tilboð í verkið.

Hvenær á þessum skilanefndarfarsa bankanna eiginlega að ljúka? Er skilanefnd líkleg til að flýta sér að skila ef betur launuð störf eru ekki í boði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418443

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband