Leita í fréttum mbl.is

Öngstræti heilbigðismálanna

er staðreynd sem sá vísi maður Gunnar Rögnvaldsson veltir fyrir sér á bloggi sínu. Gunnar segir m.a.:

"....Staðreyndin er hins vegar sú að hið opinbera er komið í þrot með rekstur sjúkrahúsa. Það er alveg sama þó allri landsframleiðslu Íslands væri dælt ofan í hinn opinbera geira — og þar með talið þá stjórnmála- og embættismenn sem alltaf þykjast vita betur en allir aðrir hvernig reka á þessar göngudeildir starfsfólksins — það mun aldrei koma neitt betra út úr því en lengri gangar og meiri sóun.

Endalausir biðlistar eru heimsþekkt norrænt fyrirbæri.

Hér er búið er að heilaþvo of marga. Lítil fullkomin sjúkrahús í nálægð við borgarana á öllu landinu þar sem læknar, hjúkrunarkonan- og maðurinn þramma ekki jarðgöng sjúkrahúsa helminginn af deginum, eiga fullan rétt á sér.

Lífeyrissjóðir landsins gætu eins og skot fjárfest summum í sjálfseignarrekstur fullkominna sjúkrahúsa og í aðhlynningu út um allt land fyrir þá sem þurfa á að halda. Það er óþolandi að þessu máli sé endalaust haldið sem einka-pókerspili stjórnmálamanna fyrir hverjar kosningar þeirra inn á þing. Allt er síðan svikið og hinn almenni borgari látinn um skaðann - og starfsfólk látið þramma tugi kílómetra á dag. Þessi vegalengd stjórnmála á kostnað þjóðarinnar eykst bara við hverjar kosningar, sama hver stjórnin er.

Sumir halda það að fari hlutur, mál eða hugmynd fyrst inn í höfuð ríkisrekins embættis- og stjórnmálamanns, að þá komi málið þaðan út sem gæðastimplaður gjörningur. Það er fjarri sannleikanum að svo sé. Tökum Sovétríkin og DDR sem dæmi. Ekkert gat þar lengur gerst nema með samþykki og leyfi yfirvalda. Afleiðingin varð sú að ríkin dóu úr fátækt...."

Er Gunnar einmitt ekki kominn að vandamáli okkar? Það er þessi allsherjar ríkisvæðing á heilbrigðismálum með byggingu þessara risaspítala? Og nú á að fara að byggja enn einn klumpinn þegar við getum ekki rekið þann sem fyrir er.

Hvað er orðið af einkasjúkrahúsunum sem hér voru áður? Hvítbandið, St.Jósefsspítali, Landakostsspítali? Það er búið að útrýma þessu öllu með sósíalismanum. Í þýskalandi þegar ég var þar voru mörg smásjúkrahús, ég man Klinik dr.Baumann, osfrv. Læknarekin sjúkrahús í litlum byggingum. Þangað voru menn lagðir til dæmis með fótbrot og þess háttar. Sérfræðingar í Fraktura.

Af hverju þarf þetta monster, nýjan Landspítala sem ekki er hægt að reka? Af hverju ber ekki hver maður bara með sér tryggingu frá ríkinu og getur látið leggja sig inn að eigin vali á eitthvað einkasjúkrahús sem gerir hjúkrunina ódýrara en það sem við getum ekki borgað í dag? Möguleika fyrir ríka að borga fyrir lúxushjúkrun, til dæmis aðgang að bar og klúbbum osfrv? Eitthvað hugmyndaflug í staðinn fyrir þetta eilífðarþras um biðlista og niðurskurð.

Má ekki létta á kerfinu með einkasjúkrahúsum fyrir efnameiri? Erum við ekki komin í öngstræti með þessu ríkisreknu heilbrigðismál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Verpa þau gulleggjum? Bara spur!! Nægjir milljarðar voru til að borga Æseif nr.1

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2012 kl. 23:04

2 Smámynd: Starbuck

Ríkið þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu til að geta borgað af lánum sem tekin voru til að bjarga einkareknu fjármálkerfi.  Svo væla menn yfir því að þjónustan sé ekki nógu góð og heimta einkavæðingu! Og vilja að byggð séu lúxussjúkrahús fyrir liðið sem er búið að ræna almenning og velta hrikalegum skuldum sínum yfir á ríkið!  Mér sýnist hugarfarið hjá sumum vera komið í öngstræti!

Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki ódýrari en ríkisrekstur nema að þjónustan sé þeim mun minni.  Líttu bara til Bandaríkjanna.

Starbuck, 6.1.2012 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418442

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband