Leita í fréttum mbl.is

Business as usual!

er víst sú staðreynd sem við blasir eftir hrunið. Jafnvel hefur bankahrunið búið til nýja stétt ofurríkra skilanefndarmanna, sem þiggja ofurfúlgur á að skila helst ekki neinu vegna umfangs málanna og enginn veit hvort þeim endist ævin til að klára málin.

Á meðan moka endurreistu bankarnir út afskriftum lána til valdra einstaklinga, sem sumir hafa fyrir löngu komið sér fyrir í ríkjum sem ekki framselja glæpamenn. Aðrir fá að kaupa stórfyrirtæki fyrir slikk með peningum sem þeir áður svindluðu út úr sömu bönkum með dyggilegri aðstoð löggiltra endurskoðendafyrirtækja  sem lögðu grunninn að skuldsettum yfirtökum, óefnislegum eignum  og féflettingum stöndugra fyrirtækja í framhaldi  af því á árunum fyrir 2008.

Þetta er ekkert ólíkt því sem niðurstaðan er í myndinni um fjármálavafningana sem sýnd var í sjónvarpinu 4.jan sl.. Vestra sitja allir þessir fósar enn í efstu embættum og bankarnir þar ryðja út fjármálabónusum til stjórnenda og sölumanna vafninganna sem aldrei fyrr án þess að taka minnsta tillit til þess að fé bankanna er nú ættað frá bandarískum skattgreiðendum eftir að þeir voru látnir bjarga bönkunum. Spillingin heldur áfram  þar eins og Íslandi. Enginn er saksóttur,  allir sleppa.

Bankar og tryggingafélög hérlendis hlægja að verktökum sem vantar verktryggingar til að bjóða í opinber útboðsverk nema þeir geti lagt fram tvöfalda fasteignatryggingu á móti. Fjármálakerfið íslenska er orðið svo varfærið að það hlýtur að draga úr hagsvaxtarviðleitni þjóðfélagsins þegar almennri starfsemi er orðið svo þröngur stakkur sniðinn.  Bankar vilja heldur geyma fé í Seðlabanka heldur en að fjármagna almennt atvinnulífið öðru vísi en að fá meira virði innlagt fyrst.

Svo bjóða þessir sömu bankar til sölu gömul fallítt sem þeir hafa yfirtekið. En söluverðið er svo hátt að enginn venjulegur maður getur keypt þau nema með láni úr gamla spillingarkerfinu.   Og hverjir fá þessi lán? Jú, sannið til að í þeim hópi verða aðeins gamalþekkt nöfn sem áður fóru með himinskautum í bólunni. Eða þá Framtakssjóðir með opinbert fé frá almenningi.

Ný spillingaralda er um það bil að hefjast á Íslandi sem mun ekkert gefa eftir hinni fyrri.  Ekkert hefur lærst og engu hefur verið gleymt. Eini munurinn að upphæðirnar eru ennþá lægri en áður, en það getur lagast.

Business a s usual! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebbs - ekkert mun breytast.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.1.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418443

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband