Leita í fréttum mbl.is

Silfur Egils

var ekki sérlega merkilegt að vanda. Kostulegt var að heyra málflutning Baldurs Þórhallsonar, sem mér skilst að sé lektor í Háskólanum. Þessi maður tilkynnir að krónan sé ónýt, við verðum að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, þá sé allt í lagi. Hvað sagði annars Brúnó á bálinu? Ég velti fyrir mér hvað þessi maður er að kenna og hvort það sé óhætt að láta hann kenna þessi fræði yfir viðkvæmum sálum.

Sem betur fer var einn maður með viti í þessum þáttarhluta og það var Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Honum tókst á yfirvegaðan hátt að kveða niður mestu vitleysurnar í málflutningi Baldurs og Gísla Tryggvasonar, bæði í stjórnarskárrmálínu ótímabæra og því slysi sem það mál er allt orðð og farsi, svo og í verðtrýggingar-og gjaldmiðilsmálunum.

Það er nefnilega ekki hægt að láta skuldarana bera eina allan skaðann af falli Lehmansbræðranfilega og kollsteypu krónunar okkar vegna utanaðkomandi áhrifa. Þau innlendu voru ærin fyrir og nauðsynlegt að endurskoða með hvaða hætti innlendir atburðir eins og skatthækkanir á bensíni hafa áhrif á útreikning verðbóta. Grunnhugmyndin að verðtryggingu er hinsvegar rétt en var barn síns tíma og annarra aðstæðna en heils hruns efnahagskerfisins og atvinnulífsins var. Að segja að krónan sé ónýt er þvílíkt bull að engu tali tekur. Hún tekur breytingum ef verðbólga geysar en hún er aldrei ónýt.

Krónan speglar okkur sjálf og okkur ætti að nægja að líta til Suður Evrópu og Írlands til að sannfærast um gildi eigin gjaldmiðils. Baldur er líklega búinn að gleyma því að á Davíðstímanum mátti hann sjálfur nota hvaða gjaldmiðil sem var. Það er efnahagslífið sem ræður öllu og framleiðslustigið.Nú er glæpur að eiga dollar og skila honum ekki til Seðlabankans.

Síðan kom skynsamur maður Jón Daníelsson og talaði um þann stöðugt hækkandi kostnað sem þjóðin ber af viðhaldi haftanna. Við stefnum inn í áratugi hafta með þessu framhaldi og einangrumst æ meir meðal þjóða með því að vera svona paríhar í samfélagi þjóða, þangað sem enginn getur komið með pening í vasanmum öðruvísi en til að vera rændur. Hver vill vera með okkur uppá svona býtti? Okkur treystir enginn við þessar aðstæður. Þessu verður að ljúka segir Jón og krefst afnáms haftanna. Sá sem þetta skrifar hefur einnig lagt þetta til lengi en auðvitað fyrir daufum eyrum þeirrar ríkissjórnar sem hér situr enn yfir hvers manns hlut.

Svo kom Margrét Tryggvadóttir blessunin og bauð landsmönnum leiðsögn nýrrar og endurbættrar Hreyfingar til að ráða fram úr vandamálum sínum. Meiri glundroða en þegar hefur af henni hlotist til þessa og er þó ærið orðið.

Þjóðin þarfnast styrkrar stjórnar fárra flokka en ekki glundroðaglamrara á borð við alla sem fram komu i Silfri Egils sem ekki hétu Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Halldór, til hamingju með að vera orðin sammála Jóni með verðtrygginguna.kv, Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 18.3.2012 kl. 23:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei, ég er ekki sammála Jóni í grunninum. Hann ræðir aldrei um hvernig eigi að spara. ef enginn sparr þá verða engin lán heldur nema eignaupptaka fari á undan.

Halldór Jónsson, 18.3.2012 kl. 23:43

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Halldór. Mét datt þetta vísukorn í hug í eitt af fáum skiptum sem ég lét mig hafa það að horfa á þennan trúboðsþátt samfylkingarinnar.

Silfur Egils sækir á

Samt finnst mér það best

Eins og þú munt sjálfur sjá

Stækkar Egill mest.

Hreinn Sigurðsson, 19.3.2012 kl. 11:17

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég horfði aðeins á þennan þátt, verð að segja að hann kom mér ekki á óvart, Egill hefur einstakt lag á að velja"hagstæð hlutföll" vinstri manna í viðræðuhópinn.  skoðanir þeirra og málflutningur kom mér ekki á óvart heldur, einna helst kom mér á óvart hvað Gísli Tryggvason stimplaði sig rækilega inn í hóp þeirra sem ekki virðast hafa lært í uppeldinu þá einföldu mannasiði að maður á ekki að grípa fram í fyrir þeim sem er að tala.  Ég saknaði þess sárlega að fá ekki að heyra málflutning Jóns vegna götustráksgjammi Gísla.  Þarna er Gísli í mínum huga kominn í flokk með Merði Árnasyni og Ólínu Þorvarðardóttur hvað varðar ókurteisi og yfirgang.

Kjartan Sigurgeirsson, 19.3.2012 kl. 17:19

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála Kjartani.

Eyjólfur G Svavarsson, 21.3.2012 kl. 00:05

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta. Það er raunalegt hvernig almennum mannasiðum hefur farið aftur með þjóðinni. Maður sér bankastjóra heilsa sér meiri mönnum með aðra hönd á pung og aðra sjúga upp í nefið í beinni útsendingu. Og óuppdregið kommahyski kann sig hvergi í viðræðum við siðað fólk, sem er skráð sem taparar eftir þætti með því. Ég minnist Ingibjargar Sólrúnar sem gargaði Ingu Jónu niður í samtalsþætti og skríllinn hrópaði hallelúja fyrir henni. Hún er væntanlega jafn staffírug í Afganistanbitlingnum sínum þar sem hún hefur ekki Davíð til að skamma heldur alvöru byssukjafta.

Halldór Jónsson, 21.3.2012 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband