Leita í fréttum mbl.is

Höftin burt

en hvernig?

Sagt er að það sé snjóhengja til upp á 10 milljarða dollara eða einhverja 1300 milljarða króna á múverandi Seðlabankagengi sem vilji hugsanlega bráðna úr landi. Svo marga dollara á ekki Seðlabankinn okkar þó hann hafi slegið eins og Már og Steingrímur gátu best. Þannig að við erum læst inni í höftunum. Um langan aldur ef ekkert er gert og Steingrímsviskan og Jóhönnujaplið ræður hér áfram ríkjum.

10 milljarðar dollarar eru til einhversstaðar. (Og miklu meira auðvitað). Sagt er að Kínverjar til dæmis eigi ofgnótt af þeim. Þeir eru úti um allt að kaupa sér grímstaði í Afríku og víðar. Ætli þeir vildu lána okkur svona upphæð? Skitna Þrjá dollar á hvern Kínverja? Ekki veit ég það en það gæti verið með einhverjum brögðum. Þá er spurnig á hvaða vöxtum þeir vilji lána okkur þetta lítilræði? Eigum við að giska á 4 %?. Við þurfum 10 ára kúlu til að byrja með. Vaxtabyrðin af henni eru 50 milljarðar króna á ári á núverandi gengi. Þó það væri meira gæti það samt verið skárra en núverandi staða.

Allur þessi snjór þarf kannski ekki að fara allur í einu. Mikið af honum vill kannski vera kyrr í hengjunni ef við bjóðum meiri snjó ofan á snjóinn. Eitthvað niðurgreidda vexti, Eitthvað betri en þeir fá á innleggin sín í Kreisparkasse. (Sem er líklega lítið meira en núll þegar Grikkir og spánverjar eru b únir að fá sitt.) Við verðum hugsanlega að niðurgreiða vextina eitthvað fyrst í stað . En það lækkar kúluna á móti. Nýtt Icesave hér uppi á Íslandi er þetta sem þeir tannlæknarnir hollensku og þýsku falla fyrir eins og fyrri daginn. Kannski getum við bara borgað Kínverjum hraðar ef vel tekst til með þetta nýja Icesave. En það gamla var jú gargandi snilld eins og kallinn sagði, það féll bara á okkur af tæknilegum ástæðum mestan part.

Þegar pressan er farin af snjóhengjunni þá er stutt í það að gengið styrkist. Stóra lánið lækkar í krónum talið, innlent verðlag lækkar og lifskjör batna. Atvinna eykst ef við missum ekki taumhald á flugumferðarstjórum og ljósmæðrum og höfum vit á að fá fjárfestingu inni í landið.

Það hlýtur að vera önnur leið útúr þessu limbói sem við höngum í núna ef við fáum einhverja skynsama menn til að setjast yfir þetta. Hvernig væri að fá Pétur Blöndal með Sigurjóni digra og Halldóri til að spá í þetta svona í fyrsta umgangi.

Má ekki reyna eitthvað annað? Höftin verða að fara burt ef þjóðin á ekki að hengjast í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Guðmundur Franklín Hægri Grænum er með lausnina svo og með afnán verðstryggingarinnar. Skoðið síðuna.

Björn Emilsson, 4.7.2012 kl. 03:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Verðtryggingin er ekki hið illa, hún er nauðsynleg sem trygging fyrir óðaverðbólgu sem lítið hagkerfi getur orðið fyrir frekar en þau stóru þar sem verðbólgan jöfn og stöðug og fyrirsjáanleg og reiknuð in í mortgages . En sjálfsagt er hún of grimm í mælingunni hjá okkur

Halldór Jónsson, 4.7.2012 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband