Leita í fréttum mbl.is

Neyðarréttur?

er hugtak sem kom úpp þegar ég las um aðfarir Svandísar umhverfis gagnvart fólkinu á Kirkjubæjarklaustri og þar áður í Vestmannaeyjum.

Eygló oddviti lýsti því hvernig fólkinu eru bannaðar allar bjargir til að hita sundlaugina sína og skólahúsið vegna hás rafmagnsverðs þegar Svandís af sínni alkunnu samningalipurð og ástar á alþýðu lætur loka sorpbrennslunni sem hefur gegnt þessu hlutverki. Allt útaf einhverju díoxíni sem hingað til hefur fokið á haf út þar sem fólk er ágætlega heilsugott í plássinu. Hvað á svo sem betra að gera við sorp annað en að nota það til orkuvinnslu?

Ég varð var við útboð í Færeyjum þar sem tilbjóðendum var gefinn kostur á að koma með vindmyllur og skaffa úr þeim rafmagn á föstu verði per kwst. Mig minnir að lægsta verð hafi verið 0.32 aurar danskir á kílówattstundina. Sem er bara þokkalegt verð eða hvað Eygló góð?

Hversvegna reynir Eygló ekki að fá svona tilboð fyrir sitt pláss. Hún sér um skipulagsmálin og mótmælin, sem verða legíó veit ég. Tilbjóðandi sér um að skaffa rafmagnið á föstu verði tlil að hita sundlaugina. Ég skal útvega henni addressur og byrjendaleiðsögn ef hún vill.

En þangað til finnst mér að þeir Kirkjubæjarklaustrar eigi bara að kynda sinn ofn á grundvelli neyðarréttar. Það er ekki hægt að fara svona fram gegn fólkinu eins og Svandís gerir. Afrek hennar í þágu atvinnuleysis og eymdar þjóðarinnar eru orðin alveg nægileg og gott til þess að vita að hennar valdatíma lýkur í fyrirsjánlegri framtíð.

Er ekki þess vegna ráð að hrista hana af sér með skírskotun til neyðarréttar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 165
  • Sl. sólarhring: 983
  • Sl. viku: 5955
  • Frá upphafi: 3188307

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 5065
  • Gestir í dag: 159
  • IP-tölur í dag: 158

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband