31.1.2013 | 09:22
Framsóknarfundur
var haldinn á Grand í gærkvöldi um verðtrygginguna. Fundinn sóttu líklega á þriðja hundrað manns svo að pakkað var í Hvamm og út á gang. Þar fluttu þau Ólafur Arnarson, Sveinbjörg lögfræðingur, Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og Vilhjálmur verkalýðs Birgisson af Akranesi miklar framsögur.
Framögumennirnir Ólafur og Frosti fluttu fróðleg erindu um stöðu fjármála í landinu. Ólafur var einkum ómyrkur í máli hvers eðlis bankarnir Aríon, Íslands- og að einhverju leyti Landsbanki væru og líka gengju erinda erlendra hrægammasjóða og eigenda sinna í því að sjúga og mergsjúga íslenskt efnahagslíf með samstilltu átaki með hjálp verðtryggingar.
Sveinbjörg flutti reiknuð dæmi um eignaupptöku skuldara sem vissulega eru hrollvekjur.
Frosti ræddi efnahagsmál og kom vel inná ofurvald bankanna í peningamagni og hvernig þeir þannig stjórnuðu efnhagslífinu og sætu yfir hvers manns disk án þess að hlýta endilega stefnu stjórnvalda. Báðir voru þeir Ólafir og Frosti gagnrýnir á hvernig ríkisstjórnin hefði glutrað niður möguleikanum á að gera eitthvað í skuldamálum heimilanna þegar færi gafst við gjaldþrot bankanna. Nú væri staðan orðin verri viðfangs en þó auðvitað leysanleg. Þeir voru harðorðir í garð bankanna og vildu taka á þeim svo um munaði.
Vilhjálmur þrumaði gegn verðtryggingunni og beitti einskonar ungmennafélgsstíl í ræðumennskunni sem minnti helst skemmtilega á Guðbrand gamla í Áfenginu gegn verðtryggingunni enda náði hann vel til áheyrenda. Hann rakti varðstöðu ASÍ forystunnar um verðtrygginguna og hvernig hann með sinn málflutning ætti minni möguleika að komast þar til áhrifa og forsetaembættis heldur en í Norður Kóreu. Hann skoraði á Sigmund Davíð að taka ekki þátt í ríkisstjórn sem ekki réðist gegn verðtryggingunni og þeim skaða sem hún hefði valdið heimilunum í landinu.
Þessi fundur er merkilegur fyrir þær sakir að þarna er flokkur Ólafs Jóhannessonar á ferðinni hvers lagasetning er enn við lýði. Til eru þrumuræður Jóhönnu Sigurðardóttur frá þeim árum til stuðnings þeim ráðstöfunum á tímum óðaverðbólgunnar. En þá var sparnaður landsmanna lagður í rúst og peningar nánast fuðruðu upp í höndum launþeganna. Það voru Ólafslögin bjargvættur landsmanna sem studdu þau. Nú ganga öfgarnar á hinn veginn í þessum ágæta flokki eins og í þjóðfélaginu sem hann endurspeglar.
Staðreyndin er hinsvegar sú að verðtryggingin olli því að lánsfé fékkst til fjárfestinga sem áður fékkst aðeins af skornum skammti. Fyrsta húsnæðislánið mitt var fyrir helmingi af fokheldiskostnaði sem var kannski fjórðungur af fullgerðu. Það voru litlar verðbætur þá 1967 en þó etthvað í þá veru minnir mig. En þá fluttu menn inn á steininn sem kallað var. Svo byggði maður aftur og svo aftur og nú eru þau lán uppgreidd og getur maður byrjað aftur ef maður vill kaupa sér elliíbúð af verktaka.
Miklu síðar kom dellan með 100 % lánin og verktakaeinokunina í byggingum sem leiddi til þess að menn gerðu ekki og gátu ekki heldur gert handtak sjálfir nema úti á landi þar sem lóðir eru á sannvirði. Smáíbúðahverfi hafa ekki verið skipulögð síðan þá og lóðaokrið með yfirtökugjöldunum gerir hvern mann vitlausan á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk á erfitt í dag.
Og svo þegar lánin stökkbreyttust við hrunið eins og þeir Frosti nefndu það, þá var orðinn forsendubrestur. Og öll loforð um að snúa sér að þeim málum sviku stjórnvöld og aðhöfðust ekkki þegar þau gátu eins og fyrr er sagt. Þess i stað stóðu þau vörð um bankana og lífeyrissjóðina sem eru búnir að lækka almenna lífeyrinn vegna 500 milljarða taps á meðan ekki er einu sinni fært í ríkisreikning hvað við skuldum opinberum starfsmönnum í lífeyri. Það er bara almenningur sem fær skerðingar á sínum kjörum.
Þetta var snarpur fundur það sem ég sá af honum en ég fór heim í hléinu. Víst er að enginn stjórnmálaflokkur kemst undan því að taka á verðtryggingarmálunum sem ætlar sér til áhrifa. Það verður að finna einhverjar leiðir fyrir kollhnísa kynslóðina.
Fleiri flokkar en Framsókn verða að finna þær leiðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.