22.2.2013 | 21:42
ESB gerði innrás á Landsfund
Sjálfstæðisflokksins í dag með liðsveitum sínum.
Ég var svo sem löngu búinn að búast við slíkri uppákomu en vissi ekki hvaða form hún myndi taka þar sem liðsmenn Sambandsins eru mjög fáliðaðir á Landsfundi og þá í flokknum öllum á landsvísu.
Væri það líka ekki löðurmannlegt af stórveldinu ESB, sem er með öflugan áróðursrekstur í landinu okkar með gnægð fjár, ef það reyndi ekki að henda skiptilykli í tannhjólin á stærsta stjórnamálviðburði ársins í aðdraganda kosninga ? Þeir eiga líka miklar og tryggar liðsveitir meðal landsmanna þó utan Sjálfstæðisflokksins séu flestar.
Fyrsta árásin kom eftir hádegið í dag þegar skipulagðar sveitir réðust til inngöngu og byrjuðu að dreifa bæklingum á hvern fundarmann. Ekki var ráðist beint að því að gylla aðildarumsóknina eða Evrópusambandið sérstaklega heldur farið að á lævísari hátt.
Miklum og litfögrum bæklingi var dreift til allar fundarmanna þar sem ráðist var á íslensku krónuna með miklu afli. Henni er fundið allt til foráttu og eiginlega slegin köld í fyrstu lotu. Síðan hefjast miklar vangaveltur um það hversu margir girnilegri gjaldmiðlar standi til boða. Kanadadollarann ber hátt og eiginlega gengið út frá því að hann sé næstu kostur á eftir evrunni að sjálfsögðu. Bláköldum firrum er haldið fram eins og að skiptigengið verði það núverandi og allir verði glaðir. Allt snúist til betri vegar, vextir hrynji og verðtryggingin um leið.
Þessi bæklingur er auðvitað bein árás á forystu Sjalfstæðisflokksins sem hefur lagt á það raunhæft mat að íslenska krónan verði gjaldmiðill þjóðarinnar í næstu framtíð.
Formaðurinn hafði talað af yfirvegun um það í ræðu sinni, að forsenda gjaldmiilsskipta væri stöðugleiki í efnahagsmálum. Hefði hann sagt í kjarabaráttumálum þá hefði hann verið líklega verið nær sannleikanum í ljósi aðstæðna í launamálum opinberra starfsmanna. Þar rís nú næsta verðbólguholskefla sem skella mun á landsmönnum á þessu ári.
Formaðurinn útlistaði í setningarræðu sinni hvernig of sterkur gjaldmiðill þjóðar virkar. Hann leiðir aðeins til uppsagna og atvinnuleysis eins og þeirra 19 milljóna ungs fólks sem er atvinnulaust í evrulöndunum. Núna er slíkt atvinnuleysi yfir 50 % í Grikklandi og fer versnandi.
Þessi innrás ESB er auðvitað ósvífin íhlutun í málefni Landsfundar sem hafði ærið að starfa. Fundarmenn þurfa að vera velá verði að Samfylkingarfólk laumi sér ekki inn á fundinn á morgun að dreifa áróðri og hluta sér þannig í innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins.
Ekki er að efa að þessi árás var aðeins hin fyrsta. Fleiri munu fylgja á morgun og hinn.
Eigum við ekki að standa einhuga saman gegn áróðri og undirróðri Evrópusambandsins á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Eigum við ekki að fleygja öllu slíku áróðursefni umsvifalaust í ruslakörfuna?
Stöndum saman vörð um Sjálfstæðisstefnuna sem er enn í gildi frá 1929. Við höfum ekki þurft hjálp krata til þess að skilja hana til þessa.
Erum við ekki sjálfstætt fólk Sjálfstæðismenn og látum ekki Samfylkinguna eða ESB gera innrás og móta umræðuna á Landsfundi okkar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Eruð þið ekki með "Fréttablaðstunnur" á svæðinu, Halldór, til að henda svona bæklingum í....?
Ómar Bjarki Smárason, 22.2.2013 kl. 22:06
Nei, það rit sést ekki í höllinni
Halldór Jónsson, 22.2.2013 kl. 22:22
en það þyrfti sjálfsagt tunnu undir úrgang eins og þennan pésa frá ESB
Halldór Jónsson, 22.2.2013 kl. 22:23
Einhvernveginn kemur þessi innrás mér ekkert á óvart Halldór. Áróðurinn verður sífellt örvæntingarfyllri og áþreyfanlegri, þegar þetta hyski er að tapa orustunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2013 kl. 22:56
voru þetta ekki bara 'vondir' sjálfstæðismenn sem gerðu þetta. trúi ekki að sf hafi komið þarna til ykkar.
Rafn Guðmundsson, 22.2.2013 kl. 23:30
Halldór,þurfa menn ekki að sýna skilríki,? Ég las ehv.staðar að ákveðinn fjöldi hefði rétt til setu á landsfundi.
Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2013 kl. 23:44
Jú Helga það eru skilríki. En ég þekkti ekki dreifarann sem kom á mitt borð. kannski var hann með eitthvað merki enda datt mér ekkert í hug sérstakt þegar hann kom, það koma svo oft einhverjir svona dreifarar.
Ásthildur, já ESB trúboðarnir eru örvæntingarfullir, þeir eru að tapa orustunni.
Rafn,
jú það eru einhverjir tugir sjálfstæðismanna esb sinnar, það er alveg rétt hjá þér. Þeir þessi ca. 5 % á landsfundi kunna vel að breiða úr sér svo vel að menn halda að þetta sé armur í flokknum. Sem mér finnst nú ansi vel í lagt.
Halldór Jónsson, 23.2.2013 kl. 00:00
Að einhver skuli láta sér detta í hug að gera svona árás öllum að óvörum. Að henda liprentuðum bæklingi sem lendir innan við einn meter frá andlitum fólks sem á sér einskis ills von - er alveg hrikalegt. Ég sé ekki annað en að héðan í frá verði að skoða vandlega hvort ekki verði að hafa eftirlit með gerð og dreifingu bækinga sem innihalda upplýsingar sem hugsanlega gæti komið veiku fólki úr jafnvægi.
Atli Hermannsson., 23.2.2013 kl. 13:45
Það er svo Atli, nema ef bæklingurinn að tarna sé áróður en ekki upplýsingar, þar liggur munurinn. Hef ekki séð bæklinginn, en það væri fróðlegt að skoða hann með tilliti til þess um hvort er að ræða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2013 kl. 14:14
Ég skora á þig Ásthildur að skoða bæklinginn og sannreyna "áróðurinn".
En svona skilgreinir Vísindavefurinn áróður: "Áróður (propaganda) felst í því að viljandi,ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess."
Atli Hermannsson., 23.2.2013 kl. 14:33
Já ef hægt er að fá hann, hef reyndar lesið bækling ESB um umsóknina, þar sem kemur skýrt fram að það séu engar undanþágur, bara innlimun umsóknarríkis og það sé bara spurning um tímasetningu á samþykktum. Svo er reynt að koma því á framfæri að það sé víst hægt að semja, sem er bara óttalegt bull að mínu mati. Það stendur skýrum stöfum að það sé villandi að tala um aðildarviðræður, réttara væri að tala um aðlögun. Þannig að svona fyrirfram er ég ekki á því að hér sé um upplýsingar að ræða heldur áróður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2013 kl. 15:44
Það er þegar komin ein undanþága sem Heimsýn hamraði svo mjög á þ.e. að það verður aldrei herskylda á Íslandi nú og svo vitum við um varanlega undanþágu fyri landbúnaðinn í Finlandi og Svíþjóð. ESB hefur líkað breyt stefnu sinni í fiskveiðimálum í áttina að því sem er hér á landi svo það ætti að bvera auðvelt að semja um þann þátt þannig að það fullnægi okkar þörfum. Eigum við bara ekki að sjá hvað kemur út úr samningunm og kjósa þá um aðild þegar staðreyndirnar liggja fyrir og við þurfum ekki að dæma eftir mis mikið lognum fullyurðingum á báða vegu, eigum við ekki að leyfa þjóðinni að sjá hvað eaunverulega er í boði en ekki einhvert bull frá misvitrum og mis óvömduðu fólki sem hefur verið að gaspra um hluti sem enginn veit í rasun neitt hvernig líta út ás endanum
Allavega þúrfum við aðgang að góðum mörkuðum og það tollfrítt ef okkur á að takast að byggja upp atvinnutækifæri fyrir framtíðar Íslendinga
Guðmundur Ingólfsson, 24.2.2013 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.