14.4.2013 | 16:07
Bankarán um bjartan dag?
eða viðskiptasnilld?
Ég hef verið að velta fyrir mér hver eigi þessa 50 milljarða sem ríkið segist hafa grætt á fyrirbrigðinu Nýji Landsbankinn og Gamli Landsbankinn?
Hvað eru þessi fyrirbrigði. Hver skapaði þau? Steingrímur J. Sigfússon?
Við hluthafar áttum Landsbanka íslands, the National Bank of Iceland, nafnið og fyrirtækið sem ríkið af gæsku sinni seldi Björgólfunum ef því að þeir þóttust eiga peninga. Þeir fengu svo lánað fyrir bankanum í Búnaðarbankanum þar sem þeir áttu enga aura. Svo lánuðu þeir S-hópnum í staðinn til að kaupa Búnaðrbankann eftir að Ólafur Ólafsson og kumpánar hans byggðu upp lygaleikrit með þýska microbankanum Hauch& Aufhauser m.a. Eða þannig?
Landsbankinn undir þeirra stjórn byrjaði strax að nota bankamargfaldarann til að framleiða peninga.Kaupverðið voru baunir í samanburði við það. Dæmigert minnismerki um fjármálavit íslenskra stjórnmálamanna?
Villan varð bara sú að nýji bankinn lánaði eigendum sínum bróðurrpartinn af aurnum og þeir voru svo lélegir bísnesssmenn að þeir töpuðu á flestöllu sem þeir komu nálægt.
Svo var fundin upp gargandi snilldin sem var Icesave af Halldóri bankastjóra, nú víst í Canada. Þessi snilld gerði það að verkum að ég og fleiri fórum að kaupa bréf í bankanum því að við kunnum ekki á smáaletrið.
Svo kemst bankinn í tímabundið lausafjárþrot. Lánveitandi til þrautavara finnst ekki. Þá tekur ríkið bankann yfir með ofbeldi og heldur áfram rekstri í stað þess að hann sé lýstur gjaldþrota og afhentur skiptaráðanda. Síðan tekur ríkið að deila og drottna að hætti Steingríms J., bankasýslunnar, Elínar bankastjóra, Ásmundar og svo veit maður ekki neitt meira.
Fyrr en allt í einu er bankinn borgunarmaður fyrir öllu sínu, Icesave og hvaðeina og farinn að græða fimmtíu milljarða í gegnu um einhvern Nýjan Landsbanka. Og svo væntanlega áfram eins og vera ber með góð fyrirtæki.
Hvað er á seyði? Hvað hefur raunverulega gerst þarna? Eru þetta ekki bara sjónhverfingar og hókus pókusar? Er þetta ekki allt grætt í eignum gamla bankans okkar og með eignum hans? Er ekki bara einfaldlega búið að stela eignunum af gömlu hluthöfunum í bankanum af því að gjaldþrotaskipti fóru aldrei fram? Er of seint að taka þetta upp aftur?
Af hverju á ríkið þessa 50 milljarða en ekki ég?
Er þetta ekki bara bankarán um bjartan dag?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420587
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Heill og sæll Halldór verkfr.; æfinlega !
Margar hörmungarnar; má upp á Þingeyzka drullusokkinn Steingrím J. Sigfússon klaga, sem kunnugt er.
En; hafa skyldir þú í huga, sem margur annarra, að einn helzti lyga- og svika Skúmur Íslands, síðan þeir Smiður Andrésson og Jón Gerreksson voru á dögum; Davíð Sunn- Mýlzki Oddsson, var á sínum tíma, með innlendum sem og ESB Evrópskum taglhnýtingum, aðal frumkvöðull þeirra óskapa, sem yfir okkur hafa gengið, undir lok 20. aldarinnar - sem og það; sem af er þeirri 21.
Ég hugði vart; að þetta þyrfti að rifja upp, nokkuð sérstaklega fyrir þér, sem öðrum, fornvinur góður.
Davíð; Jón Baldvin Hannibalsson, sem og Halldór Ásgrímsson eru ÁBYRGÐARMENN EES forsmánarinnar, með dyggri fylgispekt Vigdísar nokkurrar Finnbogadóttur !!!
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 16:43
Í umræðu um gömlu bankanna gleymist oft að skilanefndir og síðan slitastjórnir fengu aðeins vald hluthafafundar, en ekki eignarhaldið sem slíkt. Eignarhaldið hefur aldrei verið tekið yfir af FME og er því eru þessi fyrirtæki í raun enn í eigu hluthafa. Þá er og einkennilegt ljósi þessa og skattareglna hvers vegna hluthöfum er ekki gert skylt að telja þessa eign fram til skatts, því eins og þú réttilega bendir á hafa gjaldþrotaskipti aldrei farið fram. Skv. 103.gr.a. í lögum um fjármálafyrirtæki lýkur slitameðferð þannig að annað hvort er fyrirtækinu skilað til hluthafa og það hefur starfsemi á ný með samþykki FME, eða hluthöfum eru greiddar út eftirstöðvar eigna eftir uppgjör við kröfuhafa. Hafi nauðasamningar ekki náðst skal senda fyrirtækið í gjaldþrot eins og hvert annað gjaldþrota félag og er það þá gert upp eftir gjaldþrotalögum. Þangað til er þetta félag í rekstri að því ég best fæ séð.
Ef gamli Landsbankinn á laust fé eftir að allar kröfur á hann hafa verið gerðar upp skal því skila því til hluthafa sbr. fyrrnefnda 103.gr.a., að mínu mati, ef leggja á hlutafélagið niður. Ríkið eignaðist ekki krónu í gamla Landsbankanum við Hrunið frekar en í Glitni eða Kaupþingi. Þetta gleymist iðulega í umræðunni og ansi margir líta svo á að ríkið eigi gömlu bankana en svo er ekki.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.4.2013 kl. 22:57
Já Erlingur, það er eimitt þetta. Félagið var sett í áframhaldandi rekstur og nú stóð ekki á lánveitandanum til þrautavara. Enda búið að hreinsa gömlu spilltu stjórnina í burtu. Við litlu hluthafarnir vorum saklausir því að þeir sem réðu héldu völdunum í skjóli stærðar. eins og svo oft áður reyndist litli hluthafinn áhrifalaus og þeir stóru tröðkuðu á honum. Vilhjálmur Bjarnason sá mikli eldstólpi hefur einmitt verið óþreytandi að halda fram rétti lítilmagnans en verið stundum keyrður niður af ráðandi mönnum.
Nú skulum við segja að réttlætið hafi gengið fram í Landsbankamálinu, Það séu peningar afgangs. Ættum við þá ekki að fá afhent einhver bréf, til dæmis B-bréf án atkvæðisréttar í nýja Landsbankanum, það væri náttúrlega ótækt sðferðislega að hefja Bjöggana og Kjartan Gunnarsson aftur til valda. En mega eiga sinn hlut í afgangnum eins og ég ef hann er rakinn til gömlu hluthafanna á einhvern máta.
Halldór Jónsson, 15.4.2013 kl. 06:54
Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að á endanum munu nýju bankarnir renna inn í forvera sína, sem þar að auki eru skráðir eigendur þeirra og ballið byrja á ný. Ég er alla vega harður andstæðingur þess að lífeyrissjóðirnir kaupi þessar stofnanir.
Ef einhverjir peningar verða afgangs á að deila þeim á alla hluthafa eftir hlut hvers og eins og leggja síðan félögin niður. Það er alveg rétt hjá þér að það er algjörlega óforsvaranlegt að hefja fyrri stjórnendur til forsvars á ný. En hlutverk slitastjórna er að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi gömlu bankana. Það segir einfaldlega í skipunarbréfunum frá FME.
Og það er alveg furðulegt að FME skuli ekki gefa slitastjórnum meira aðhald en raun er, og jafnvel líta svo á að stofnunin hafi ekki boðvald yfir þeim.
Erlingur Alfreð Jónsson, 15.4.2013 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.