Leita í fréttum mbl.is

"Flugvöllurinn varðveitir Vatnsmýrina"

segir dr. Sturla Friðriksson í skarpri grein í  Morgunblaðiðinu í dag með næmu auga náttúrufræðingsins og nábúa flugvallarins um áratugaskeið:

"Borgarstjóri okkar hefur látið þess getið, að ákveðið sé að flytja flugvöllinn í Reykjavík úr Vatnsmýrinni. Eins og kunnugt er af fréttum er stór hópur manna andvígur þessari fyrirætlun og hafa þúsundir manna skrifað nöfn sín á lista til að mótmæla þessari áætlun. Einnig hafa verið ritaðar fróðlegar greinar í dagblöð um þýðingu þess að hafa flugvöll í nágrenni við Landspítala til þess að geta komið slösuðu og sjúku fólki þangað sem bráðast utan af landsbyggðinni. Þetta eru rétt sjónarmið, en fleira má nefna þessu til stuðnings.

 

Geta má þess að Vatnsmýrin er autt svæði í framhaldi af Hljómskálagarðinum. Margar stórborgir eiga sína víðlendu lystigarða í miðjum bæjum. Nægt land er í nágrenni Reykjavíkur til þess að stækka byggðina. Er því engin ástæða til þess að fara að þétta byggð á þessu opna svæði, sem er í nágrenni flugvallarins.

Væri farið að reisa þarna stórt byggðarhverfi myndi það hafa skaðleg áhrif á næsta nágrenni. Úr Vatnsmýrinni kemur vatn. Það vatn rennur eftir litlum læk í Tjörnina, sem er prýði borgarinnar. Úr Tjörninni streymir vatnið síðan til sjávar um rör er liggur undir Lækjargötu. Verði farið að byggja á öllu þessu svæði myndi lækurinn hverfa og Tjörnin þorna upp.

Illu heilli hafa nokkrar stórar byggingar verið reistar á þessu svæði, svo sem Umferðarmiðstöðin, Náttúrufræðihúsið Askja og fleiri. Þetta auða svæði á að gera að lystigarði, sem má tengja Hljómskálagarðinum og jafnvel Öskjuhlíðinni. Garðinn á að skreyta trjám og blómum, styttum og leikvöllum, sem allir borgarbúar eiga að njóta. Þarna er enn autt svæði í hjarta Reykjavíkur, sem ætti að varðveita til útivistar.

Flugvöllinn á ekki að flytja. Hann varðveitir Vatnsmýrina. "

Einmitt þetta sjónarmið heyrist of sjaldan í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll. Víddin og kyrðin sem hann skapar með nærveru sinni á þessu fagra svæði gróðurs og fugla. það er að vonum að dr. Sturla, sem er eitt fremsta ljóðskáld Íslendinga án þess að hann flíki því mikið, árétti þetta sjónarmið. Hugsanlega deilir Sturla því með skáldfrænda sínum Einari Benediktssyni að "ljóðabullið" muni halda nafni hans á lofti er tímar líða.

" En Wurst ist alle Poesi" sagði Goethe. Flugvöllurinn er raunveruleg náttúruperla. Hann og umhverfið er Central Park höfuðborgarsvæðisins sem við eigum að hlúa að.

Farið að Reykjavíkurflugvelli og hlustið á kyrrðina sem þar ríkir og njótið fegurðarinnar. Flugvöllurinn varðveitir Vatnsmýrina segir dr.Sturla og hefur rétt fyrir sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að segja, ef Vatnsmýrin verður þurrkuð upp hverfur tjörnin.  Vilja menn það?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2013 kl. 11:05

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gísli Marteinn gæti byggt einbýlishús fyrir sig á tjörnini þegar hún þornar upp, þá getur hann gengið í vinnuna þegar hann verður borgarstjóri þarf ekki hjól.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 11:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha góður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2013 kl. 13:10

4 Smámynd: K.H.S.

 Mikið rétt.. Skrifaði um þetta sama 2012.

Lífdagar tjarnarinnar taldir.

Allur sá byggingamassi aðfluttur  og eða nýbyggður sem leifður hefur verið í Vatnsmýrinni, Öskjuhlíðinni og nánasta umhverfi, er að eyðileggja,  með drenum og niðurföllum sem þurka upp votlendið, allt lífríki tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar.. Þessi breyting á vistkerfinu  kemur í veg fyrir eðlilega fæðusköpun fyrir lífríki tjarnarinnar. Ef svo síðan eins og horfur eru á að kjánum  verði að ósk sinni að taka flugvallarstæðið og allt ósnortið  land þar um kring undir nýbyggingar , þá geta menn nú kysst líf tjarnarinnar  endanlega bless og ekki meira um það.
Það færi þá svipað um þá dýrð og fjörurnar sem voru kringum Reykjavík, sem allar eru horfnar, nema 50 metrar í Laugarnesi og ein heimatilbúin ylströnd í Nauthólsvík,

http://kuldaboli.blog.is/blog/kuldaboli/entry/1220668/

K.H.S., 10.9.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 3418317

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband