Leita í fréttum mbl.is

Ferðamannaklósett fyrst

áður en fleiri eiga að flæða yfir landið og skilja eftir sig fótatraðk og fremur fáar krónur af skemmtiferðaskipum.

Það er sprenghlægilegt, fyrir aðra en leiðsögumanninn,  að horfa á margar ósamhæfðar ferðaskrifstofur lenda rútubílum sínum með hálft þúsund manns innanborðs á stöðum þar sem annaðhvort er ekkert klósett eins og á neðraplani við Gullfoss eða örfá einkaklósett(Sigríðarstofa er höfð læst) eins og á efraplani þar, Hveragerði eða Dimmuborgum og engin á Goðafossi og víðar svo eitthvað sé nefnt.Biðraðir af tvístígandi kvenfólki langt út á götu og leiðsögumaðurinn á að halda áætlun. Örugglega ekki hlægilegt fyrir fólkið í biðröðinni.

Það verður að fara að gera átak í ferðamannaklósettum og selja inn á staðina. Jafnvel við Hakið  á Þingvöllum þar sem byggð hefur verið stór drithöll sem selt er inná  myndast biðraðir þegar búið er að stífla allt með rútufjöldanum, myndast langar raðir við klósettin. 

Fyrst koma ferðamannaklósettin áður en ferðamannaiðnaðurinn leysir fjárhagsvanda Íslendinga eins og nú er boðað. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þarf ekki 750 þúsund manna  aukin ferðamennska í umhverfismat Halldór, hvað eru þetta mörg þúsund tonn sem á að skíta til viðbótar á helstu náttúruperlum landsins -  bak við steina  milli þúfna og/eða annars staðar?

Og hvað þarf marga ferðamenn til að menga á við eitt álver. Það er engin smá CO2 losun af skemmtiferðaskipum flugvélum rútum o.fl.

Ekki það að ég sé neikvæður út í ferðamennsku -  þetta er bara svona aths. um að hafa umræðuna á jafnréttisgrundvelli. 

Kristinn Pétursson, 11.9.2013 kl. 09:30

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott og tímabært innlegg, Halldór.

Og þetta er góður punktur með umhverfismatið, Kristinn.  Auðvitað er það ekki boðlegt koma hingað með allt þetta fólk þegar ekki er nein aðstaða til að taka við því, enda mengunarhætta "á bak við" stóra steina við hringveginn orðin verulegt umhverfisvandamál....!

Ómar Bjarki Smárason, 11.9.2013 kl. 10:47

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Alltaf ertu víðfeðmur í hugsun Kristinn og bendir á hluti sem menn gæta ekki að eins og þessi atrið i sem þú nefnir. Það er alger sveitamennska ríkjandi í ferðaþjónustunni og hver bendir á annan þegar spurt er: Ekki mitt mál að eysa þetta heldur einhvers annars.

Já Ómar Bjarki, það má sjá fyrir sér að það er ekki gaman að slá jarðfræðihamrinum í einhvern mjúkan aflangan...

Halldór Jónsson, 11.9.2013 kl. 11:32

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á að fara að byggja síldarbræðsluverksmiðjur ríkisins út um allt land svo að Flugleiðir & Co geti haldið áfram að landa afla sínum til bræðslu.

Einfaldasta mállið er að láta klósettin í rúturnar. Það ætti að reynast þessum fyrirtækjum í ferðaþjónustu auðvelt, þar sem bransinn samkvæmt honum sjálfum, skýrslugerða- og talsmanna á þeirra vegum, er að mala allt þetta svakalega gull í bræðsluferðum sínum með farminn til og frá landinu í flugvélum.

Athugið að það eru klósett í flugvélunum. Að minnsta kosti ennþá, þó svo að flug-strætófélagið Ryanair hafi reynt að fjarlægja þau.

Bransinn getur hæglega leyst þessi vandamál sín sjálfur. Installera á klósettum í rúturnar þeirra. Að öðrum kosti verða þeir bara að hætta veiðum og bíða eftir löndunar-plássi. Þetta eru þeirra viðskiptavinir.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2013 kl. 16:58

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar

það eru klósett í þó nokkrum rútum. En þeir vilja ekki opna þau þar sem verðin eru svo niðurpínd að þau standa ekki undir þrifum á klosettunum. Um að gera að p+ína allt niður í botn fyrir útlendinginn. Gefa ESB liðinu í skipunum sem mestenda er þetta staurblánkt lið sem gefur ekki neitt þjórfé því það á ekki neitt. Það jarmar yfir ástandinu í Þyskalandi þar sem þeir verða að borga undir alla hina og fá ekki að kjósa um það.Steinhættir að fara á krána á kvöldin því bjórinn kostar sama og hér.

Halldór Jónsson, 11.9.2013 kl. 19:06

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

í ÖLLUM SIÐMENTUÐUM LÖNDUM ER BOÐIÐ UPP Á HREINLÆTISAÐSTÖÐU- EN VIÐ HÖFUM ENN EKKI FATTAÐ ÞETTA !

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.9.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 3418315

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband