Leita í fréttum mbl.is

Dapurt gengi Sjálfstæðisflokksins

í Reykjavík er óumdeilanleg staðreynd.

Að reykvískum Sjálfstæðismönnum sé bara nokkuð slétt  sama hverjir skipa framboðslista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum hefðu einhverntíman þótt tíðindi, Nú kusu liðlega 5000 manns í prófkjörinu en árið 2005 kusu hálft þrettánda þúsund.

Ef þetta væri fótboltafélag myndu einhverjir velta því fyrir sér hvað væri að?  Er það þjálfarinn, leikmennirnir eða aðstaðan sem er að draga frá? Skoruðu leikmennirnir mörg mörk á síðustu leiktíð? Var kynjakvótinn að virka þegar helmingur í 10 efstu sætunum voru konur árið 2005? Er það ástæðan fyrir hruninu að of margar konur voru á listanum? Allavega snarféll þátttakan í næsta prófkjöri á eftir og svo snarféll hún aftur núna og er nú komin niður fyrir  fjórðung þeirra sem kjósa mega. Og konurnar kjósa ekki konurnar.

Í fótboltafélagi yrði þjálfarinn örugglega rekinn og fengnir aðkeyptir utanaðkomandi spilarar í stað þeirra leikmanna sem ekki skoruðu eða sýndu tilþrif í samspili á vellinum á keppnistímabilinu. Það er sama hversu vel menn vilja bera sig. Niðurstaðan er í rauninni hrikaleg. 

Þegar ég velti þessu fyrir mér finnst mér eins og að þeir sem verða kjörnir fulltrúar missi ansi fljótt tengslin við flokksmennina. Þeir fara að líta svo á að þeir hafi þegið vald sitt frá Guði og flokksmönnum komi ekkert við hvernig þeir fari með það. Þeir fara að verða uppteknir af allskyns kratamálum eins og velferð, framfærslu og félagsaðstoð en gleyma grunnstefi Sjálfstæðisflokksins sem eru atvinnumál og sjálfstæði einstaklinganna og landsins. Gleyma því að vera í harðri pólitík og sökkva sér í friðkaup við andstæðinganna og keppast við að tala vel um týpur eins og Gnarrinn  og Dag B. Umræðustjórnmál kallast þetta víst.

Félagsstarf flokksins í Reykjavík er greinilega í molum, enginn hugsjónaeldur á ferðinni eins og í ýmsum smærri byggðarlögum. Þar eru menn á kaffifundum  og að éta kruðerí, gefa út blöð og sprella eitthvað þó vissulega beri á fílabeinsturnavæðingu fulltrúanna  þar eins og virðist vera ráðandi sjónarmið í Reykjavík. Það er liðsandinn sem vantar í grasrótina í Reykjavík. Án hans næst ekki nein stemning upp. Formenn félaganna er allt of fyrirferðarlitlir og snúa ekki nóg upp á eyrnasnepla fulltrúanna sem eru allir orðnir kontóristar í fullu launuðu starfi milli prófkjara.

Ég held líka að lögin um fjármál flokkanna hafi verið það versta sem komið hefur fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Þá þurfa menn ekki lengur að berjast fyrir tilveru sinni eins og var. Allt er komið á ríkisspenann. Sjálfstæðisflokkurinn liggur í drafinu með tilberunum af vinstri vængnum og tottar með þeim. Það er algerlega fáránlegt að stjórnmálaflokkarnir eigi að þiggja allt sitt úr ríkislúkunni og óskiljanlegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skyldi samþykkja að bjarga vinstriflokkunum frá sjálfdauða með þessum hætti. Þessu á flokkurinn að reyna að breyta í fyrra horf ef hann á einhverja möguleika til þess á þessu þingi.Sjálfstæðisflokkur á að vera sjálfstæður í fjármálum líka eins og var á dögum Alberts og áður en Jónmundur veðsetti Valhöll.

Það vantar unga eldhuga fram á völlinn. Fólk með hugmyndir og ákafa. Ástríðupólitíkusa en ekki kontórista. Þar til þetta breytist verður gengi Sjálfstæðisflokksins jafn dapurt og raun ber vitni. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér sýnist þessir menn allir frekar leiðinlegir og litlausir, og allt of líkir andstæðingunum.

Ekki myndi ég kjósa neinn af þeim.

Ekki kæri ég mig um andstæðinga þeirra heldur, ef út í það er farið.

Gnarrinn hrærði aðeins upp í vinstri vængnum, en hvað gera leftistarnir þegar hann fer? Hverjum geta þeir þá kennt um allt sem aflaga fer? Sjálfstæðisflokkurinn er engan vegin nógu áberandi til að geta verið kennt um á einu sinni smá sannfærandi hátt.

Það verður áhugavert að sjá hvenig fer. Ég veit að að fer illa. Allar kosningar fara illa, spurningin er bara hvernig.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2013 kl. 22:59

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ert þú hissa Halldór Jónsson.

Kreppu, verðbólgu, verðhjöðnunar fléttan

Var ekki flokkurinn að semja um að minnka öryggi flugvallarins í Reykjavík, með því að fækka flugbrautum?

Er flokkurinn ekki á fullu við að heimila uppboð á heimilum fólksins, sem rænt var af fólkinu með, 

 "KREPPUFLÉTTUNNI" það er fyrst með

 "VERÐBÓLGU" og síðan með "VERÐHJÖÐNUN"

Kreppu, verðbólgu, verðhjöðnunar fléttan

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir, 19.11.2013- Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 19.11.2013 kl. 10:07

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Andinn virðist vera þessi almennt, hvernig kæmist annars framboð eins og Björt framtíð (sic!) í þá stöðu að fá 33% fylgi í skoðanakönnunum án þess að hafa komið með einn praktískan punkt, bara vaðal?

Ívar Pálsson, 19.11.2013 kl. 10:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sjálfskaparvítin eru verst.Þó að listinn skáni við að Tobba hættir þá dugar þeað ekki neitt. Það er ekkert samband milli fluttrúanna og grasrótarinnar í Reykjavík og kannski víðar. Það er verkurinn. Það vantar liðsandann í Sjálfstæðisflokkinn

Halldór Jónsson, 19.11.2013 kl. 13:36

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú spyrð spurninga Halldór og það er alveg ljóst að svarið er Nei við spurningunni um það hvort mörkunn hafi verið mörg á síðustu leiktíð.  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.11.2013 kl. 18:01

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það vesta sem kom fyrir Sjálfstæðisflokkinn var að setja Ísfirðinginn á Stall. Rykvíkingar eiga eftir að gjalda fyrir það.þetta er slæmt..

Vilhjálmur Stefánsson, 19.11.2013 kl. 23:36

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Hrólfur

Akkúrat sammála. En flokkurinn var heldur ekki í mikilli stöðu með Gnarrinn á sviðinu í aðalhlutverki.

Vilhjálmur

Ég horfi nú meira á leikritið sjálft en einstaka leikara. Þeir eru flytjendur en flokkurinn er skáldið á bak við

Halldór Jónsson, 20.11.2013 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband