Leita í fréttum mbl.is

Hvar stendur það?

í landfundarályktun Sjálfstæðisflokksins að hann hafi lofað þjóðaratkvæði um aðildarviðræðurnar?

Getur Þorsteinn Pálsson staðið á því sem hann skrifar í Fréttablaðið á laugardag þar sem hann segir:

"Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlaut að hafa afleiðingar. Fá dæmi eru um jafn mikinn þunga í almenningsálitinu. Hann hefur þó haft lítil skammvinn áhrif á stöðu málsins. Til lengri tíma eru þau torráðnari.

 

Fyrir utan mótmælafundi á Austurvelli og afar sterka undirskriftarsöfnun hafa ríflega áttatíu hundraðshlutar þjóðarinnar lýst stuðningi við þjóðaratkvæði í viðhorfskönnun. Það sem veldur ríkisstjórninni mestum vandkvæðum er að gjáin milli hennar og þjóðarinnar í þessu máli hefur breikkað. Þetta eru fyrstu afleiðingarnar af viðbrögðum almennings. Önnur áhrif koma fram í því að ríkisstjórnin hefur hopað með þá hraðferð málsins í gegnum þingið sem hún hafði áformað. Ætlunin var að útiloka málefnalega umfjöllun; meira að segja um þá skýrslu sem ríkisstjórnin sjálf bað um frá hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þetta er eftirgjöf sem vert er að virða við ríkisstjórnina.

 

Sumir stjórnarandstæðingar hafa túlkað þessa eftirgjöf sem vísbendingu um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til viðræðna um efnislegar tilslakanir. Ekkert bendir þó til að svo sé. Miklu líklegra er að ríkisstjórnin hyggist kaupa sér tíma fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Hún metur stöðuna svo að eftir þær verði móðurinn runninn af almenningi og hún geti þá keyrt í gegnum þingið þessi tvíþættu áform að slíta viðræðunum og virða að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslufyrirheitið. "

Hlýtur hann ekki að benda okkur á þann stað í Landsfundarályktunum þar sem þetta stendur skrifa? Geti hann það ekki þá eru þessi skrif um loforð flokksins dauð og ómerk. Á hann ekki sem fyrrum formaður flokksins að þekkja gildi Landsfundar? Eða var Sjálfstæðisflokkurinn á hans tíma prívatfyrirtæki formanns?  

Hvar er það skrifað í Landsfundarályktunum að Sjáflstæðisflokkurinn lofi því að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um aðildarviðræðurnar við ESB? 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Er ekki Þorsteinn að vísa til loforða margra efstu manna á listum flokksins til Alþingiskosninga, sem gefinu voru í aðdraganda kosninganna?

Það voru ekki fulltrúar á Landsfundi sem slíkir sem kusu þingmenn til Alþingis, heldur almennir kjósendur á kjörskrá.

Þau loforð frambjóðenda gengu vissulega nokkuð lengra, en ályktanir Landsfundsins ykkar, en þau gengu EKKI í berhögg við þau!

Það er alveg mögulegt að standa við gefin kosningaloforð OG standa við það sem ályktað var á Landsfundinum. Ef menn á annað borð telja að það skipti máli að standa við loforð og að vera heiðvirðir og orðheldnir.

Einar Karl, 11.3.2014 kl. 10:41

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ætli það sé ekki  borin von að þeir félagar Árni Pál og Þorstein Pálsson geti skilið þetta með sama hætti og sjálfstæðis sinnaðir Íslendingar. 

En það væri vænt um  að þeir segðu okkur hversvegna okkur gengur betur en sumum ESB ríkjum að standa uppúr hruninu þrátt fyrir að hafa fengið óþjóðhollustu ríkisstjórn allra tíma í kjölfar þess. 

Það væri og vænt um að þeir félagar segðu okkur hvar við stæðum nú í svokallaðri makríl deilu, værum við í ESB og með EVRU.  

   

Hrólfur Þ Hraundal, 11.3.2014 kl. 11:57

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þér gengur illa að skilja það Einar Karl, að á meðal landsmanna er eingin meirihluta vilji fyrir aðlögun að regluverki ESB, svo sem niðurstaða kosninga sannar.  

Þér gengu illa að skilja að þeir flokkar sem lögðu allt í sölurnar, allt kjörtímabilið til að koma okkur í ESB, guldu afhroð og flokkar sem vilja ekki ganga í ESB voru kosnir í staðinn.     

   

Hrólfur Þ Hraundal, 11.3.2014 kl. 12:10

4 Smámynd: Einar Karl

Hrólfur,

flokkar sem vilja ekki ganga í ESB voru kosnir - með því fororði að ESB-aðild væri EKKI kosningamál! Þvert á móti var lofað að um það yrði kosið sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslu!

ESB-viðræður voru ekki kosningamál!

Af hverju þurfum við að krapa um það hér hvað meirihluti landsmanna vill, er ekki einfaldara að BARA SPYRJA??

Einar Karl, 11.3.2014 kl. 12:52

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hafi ESB ekki verið kosningamál í síðustu kosningum Einar, hvers vegna er þá verið að vísa til loforða einstakra frambjóðenda fyrir kosningar. Hafi þetta ekki verið kosningamál hljót slík ummæli að vega létt og stefna flokkanna að ráða.

Það er því sama hvort menn telji þetta hafa verið kosningamál eða ekki. Hafi ESB verið kosningamál er ljóst hver dómur þjóðarinna var, ef þetta var ekki kosningamál eru ummæli einstakra frambjóðenda um málið ómerk, en stefna flokkanna sem ræður.

Í báðum tilfellum er ljóst hver vilji þjóðarinnar var.

Varðandi það að "BARA SPYRJA" þá hefði kannski átt að velta þeim möguleika svolítið betur fyrir sér áður en lagt var til sunds yfir úthafið.

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2014 kl. 13:28

6 Smámynd: Einar Karl

Sorrý Gunnar Heiðarsson, þetta er hundalógík hjá þér.

Einar Karl, 11.3.2014 kl. 13:54

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Sælir höfðingjar

Er ekki í lagi að spyrja þjóðina: Viltu ganga í ESB? Já eða nei.

Eruð þið til í þjóðaratkvæði um það? Ekki eitthvað bull um að Þorsteinn Pálsson til dæmis haldi áfram aðildarviðræðum sem er aukaatrið í málinu. Aðaltriðið þarf að vera klárt.

Halldór Jónsson, 11.3.2014 kl. 16:08

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já eða nei er spurningin sem þarf að svara og engan orðhengilshátt!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 11.3.2014 kl. 16:51

9 Smámynd: Einar Karl

JÁ. Halldór, ég er til í þá spurningu. Að sjálfsögðu.

EN svo greiðum við líka atkvæða um endanlegan samning.

Einar Karl, 11.3.2014 kl. 19:19

10 Smámynd: Kristmann Magnússon

Húrra fyrir ykkur - fylgið hrynur af ykkur með þessum skrifum ykkar - húrra húrra

Kristmann Magnússon, 11.3.2014 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband