Leita í fréttum mbl.is

Slítum slitastjórnunum

strax. Það er löngu orðinn þjóðarskandall hvernig sérvaldar lögfræðistofur hafa rakað saman milljörðum við að stokka pappír í 5 ár frá falli bankanna. Og gera enn á fullum dampi og eru orðnar fjármálaleg Nomenklatúra í landinu sem lifir í fáheyrðum lúxus þar sem gullið freyðir úr öllum vitum.  

Bjarni Benediktsson hefur talað þannig síðasta ár, að hann telji að við óbreytt ástand í þessum efnum megi ekki öllu lengur sitja. Á ársfundi Seðlabankans kristallast þessar skoðanir í tali hans þó enn hafi ekkert gerst. Raunar fannst mér Seðlabankastjóri einnig ýja að því að einhverju þyrfti að breyta hvað þetta varðar. Þessi afkárameðferð á gjaldþrota bönkum er farin að lama Íslendinga og allt þeirra líf. Vonin og sjálfstraustið hefur beðið hnekki.

Þessar súrrealísku  slitastjórnir hafa nú sogið spenana í fimm ár án þess að nokkuð bitastætt hafi fram komið annað en að þjóðin getur ekki leyft nauðasamninga vegna þessara banka. Sem henni koma ekki hið minnsta við því þetta voru einkafyrirtæki.  Umfang þeirra varð hinsvegar svo mikið að allar greiðslur á vegum  slitastjórna hafa úrslitaáhrif gjaldeyrisstöðu Seðlabankann. Svo miklir rugludallar hafa hinsvegar setið í þessum slitastjórnum að þeir hafa heimtað að fá að ráðstafa öllu rekstrarfé landsins í delluhugmyndir sínar um útgreiðslur eftir nauðasamningum. Enda ráðstafanir fyrri stjórnvalda og þá sérlega Steingríms J. Sigfússonar  í bankamálum verið með þeim endemum að vitræn lending hefur verið stórum torvelduð.

Sá sem hér heldur á penna hefur um langt árabil krafsit þess að búin séu sett  í gjaldþrotameðferð og aðeins greitt út í íslenskum krónum. Auðvitað hefur hann fáar undirtektir hlotið og heimsendaspámenn hafa haft yfirhöndina.Fljótræðisráðstafanir að undirlagi Steingríms J. svo sem í sölu bankaútibúa, banka og gjaldþrota rekstrar hafa gert allt dæmið mun verra. En þeir sem setja barn undir stýri á stórum bíl geta ekki krafist þess að barninu sé refsað þegar bíllinn fer útaf. Þessvegana er tilgangslaust að fdraga Steingrím fyrir Landsdóm. Það eru kjósendurnir sem eru hinir seku.

Þessvegna gleður það skrifarans  litla hjarta að lesa eftirfarandi haft frásögn af orðum  Bjarna Benediktssonar  á ársfundi Seðlabankans:

"Líftími slitabúa föllnu bankanna getur ekki verið »endalaus« og dæmi eru um erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, að þau fái aðeins frest til þriggja ára til að ljúka slitum, sem hægt sé að framlengja til fimm ára við »sérstakar aðstæður«.

 

Gömlu bankarnir á Íslandi - Kaupþing, Glitnir og Landsbanki Íslands - hafa hins vegar nú þegar verið meira en fimm ár í slitaferli. »Ef kröfuhafarnir ná ekki að ljúka nauðasamningum er ekki annað að gera en að fara með búin í gjaldþrot.«

 

Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, efnahags- og fjármálaráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands sem var haldinn í gær. Hann bætti því við að eignarhald íslenskra fjármálafyrirtækja, sem er að stórum hluta óbeint í höndum erlendra kröfuhafa föllnu bankanna, sé »ástand sem getur ekki orðið viðvarandi, óháð fjármagnshöftum«.

 

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu á fundinum að stóra myndin þegar kæmi að afnámi fjármagnshafta hefði lítið breyst síðustu misserin. Fyrirsjáanlegt væri að viðskiptaafgangur næstu ára myndi ekki duga til þess að fjármagna samningsbundnar afborganir erlendra lána að óbreyttu. Kvikar krónueignir í höndum erlendra aðila gætu þar til viðbótar farið upp í hálfa landsframleiðslu ef krónueignir föllnu bankanna yrðu að fullu innheimtar og greiddar til erlendra kröfuhafa. Ljóst væri að Ísland hefði engan afgang af gjaldeyristekjum sínum til að leysa út þessar krónustöður fyrir gjaldeyri.

 

Í ræðu sinni vék Bjarni að því að afnám hafta væri lykilatriði til að treysta samkeppnishæfni og viðskiptafrelsi Íslands á ný. Hann nefndi hins vegar að höftin næðu ekki bara til kröfuhafa föllnu bankanna, þótt umræðan snerist oft um þá, heldur á öllu íslenska efnahagslífinu, fyrirtækjum og einstaklingum.

 

Bjarni benti á, eins og áður hefur verið sagt frá á viðskiptasíðum Morgunblaðsins, að síðustu fimm ár hefði samanlagður viðskiptaafgangur Íslands numið um fjórðungi af landsframleiðslu. Þetta hefði gerst í umhverfi þar sem Íslendingar hafa jafnframt búið við sögulega lágt raungengi krónunnar og fjárfestingastig sem hefur sjaldan mælst lægra. »Það eru ansi snögg umskipti hjá þjóð sem hafði áður búið við áratuga langan halla af viðskiptum við útlönd.«

 

Fram kom í máli Bjarna að sú fullyrðing, sem sagt var frá í erlendum miðlum fyrr á þessu ári, að Ísland væri úti í kuldanum á erlendum fjármálamörkuðum vegna ágreinings stjórnvalda við erlenda kröfuhafa »ætti sér enga stoð í raunveruleikanum«.

 


 

Að sögn Bjarna hefur ríkisstjórnin sett afnám hafta í forgang og þar muni uppgjör slitabúa bankanna skipta höfuðmáli. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki í neinum beinum viðræðum við kröfuhafa enda »eiga þeir kröfur á innlend fjármálafyrirtæki í slitameðferð, en ekki á íslenska ríkið. Það er á ábyrgð slitastjórna og kröfuhafa bankanna að leita eftir nauðasamningum um uppgjör þeirra sín á milli og hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld hafa beina aðkomu að gerð samninganna sjálfra. Hlutverk stjórnvalda er aftur á móti að sjá til þess að að þær undanþágur frá höftunum sem slitabúin sækjast eftir vegna útgreiðslna til kröfuhafa hafi ekki neikvæð áhrif á þjóðarbúið og þar með þá sem eftir sitja.« 

Þarna er talað skýrt. Það þarf að moka fjósið. Rúlla til baka afglöpum Steingríms J. í bankamálunum. Klára málin.  

Svo finnst okkur fótgönguliðunum seint ganga að rúlla til baka vitleysisráðstöfunum síðustu ríkisstjórnar í skattamálum svo sem auðlegðarskattinum, tryggingagjaldinu og svo hinum sérstaka brandara hans Steingríms J. SYKURSKATTINUM. Því fleiri ráðstöfunum fyrri ríkisstjórnar í skattlagningu og mannaráðningum er snúið til baka, þeim mun betur ganga að leiða þjóðina til baka upp úr öldudalnum.

Hluti af því er að slíta slitastjórnunum strax og setja bankana í gjaldþrot.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Þetta er kannski ekki eins alvarlegt og okkur sýnist, því margir bankar erlendis sem voru með minna umfang gjaldþrots en bankarnir hér á landi eru enn í slitameðferð því það má ekki gleyma að þar er um geysilegt magn skjala sem þarf að skoða meðal annars með tilliti til þess hvort saknæmir hlutir hafi verið í gangi innan bankanna sem gefa tilefni til þess að sækja menn til saka í framhaldi rannsóknar. Þetta er allt liður í því að finna út hvað það var innan bankanna sem gerðist og læra af þeirri reynslu til framtíðar.

Mig minnir að gjaldþrot Kaupþings hafi verið þriðja stærsta bankagjaldþrot í heiminum í þessu alþjóðlega bankahruni 2008.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2014 kl. 13:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það gleymist alltaf í þessum réttmætu umræðum um slitastjórninar að það ástand sem skapaði þessi bankaskrímsli í aðdraganda Hrunsins og olli falli þeirra 2008 var "súrrealistískt" og skapað af öflum sem ólu af sér þann Frankenstein sem setti þjóðfélagið á hliðina.

Ómar Ragnarsson, 28.3.2014 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband