10.4.2014 | 08:41
Rugludallurinn
Árni Páll ásamt samstofna kór Evrópusinna halda áfram uppteknum hætti við að boða landsmönnum það að upptaka evru sé handan við hornið, bara ef þeir fái að ráða.
Ekki voru landsmenn fyrr lausir við þessa steypu þegar pantaða skýrslan þeirra í ASÍ og SA frá Alþjóðastofnun Háskólans kom fram. Nú var Árni Páll í essinu sínu að leggja út af henni.Bara fela sér að stjórna upptöku evru og afnámi gjaldeyrishaftanna.
Leiðarhöfundur Morgunblaðsins fer yfir skýrsluna og segir ma.:
"Hún hefur fremur einkenni auglýsingabæklinga sem birtast einatt frá áhugasömum ungliðasamtökum stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. ,og það er gert með því að vitna til ummæla ónafngreindra embættismanna (töluvert háttsettra!) sem gefa til kynna að vel sé hugsanlegt að komast megi framhjá ótvíræðum leikreglum sem ESB hefur sjálft sett. Svona tal hefði mátt sækja í blogg Össurar Skarphéðinssonar og hefur sama gildi. Annað er eftir þessu.Forseti ASÍ segist opinberlega vera ánægður með skýrslu sem stendur á slíkum brauðfótum og bætir að öðru leyti engu við umræðuna. Það gæti virst karlmannlegt að tala þannig upp í vindinn.En í rauninni sýnir það aðeins að forseti hinna virðulegu samtaka gerir engar kröfur til vinnubragða við það efni sem hann kaupir fyrir fé launþegahreyfingarinnar.Og það er auðvitað mikið umhugsunarefni. Meginverkefni forseta Alþýðusambandsins er að gera kröfur og stendur fátt eftir hætti hann því."
Þetta er umj vinnubrögðin við samningu þessa aðkeypta plaggs Evrópusinna.
Svo er það túlkunin á textanum. Þar kemur ruglandin inn. Y
Yfirrugludallurinn dregur þá ályktun að evran sé á næsta leiti fá þeir Evrópusinnar að ráða. Þetta sé lesanlegt úr skýrslunni þar sem Ásgeir Jónsson Bjarnasonar ráðherra er einn höfunda.
Ásgeir sjálfur er ekki sammála þessari túlkun.
Frá þessu segir í í dag í Morgunblaðinu:
"....Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að margir hafa freistast til þess að lesa ýmsa hluti á milli lína eftir því hvar þeir standa í Evrópuumræðunni,« segir Ásgeir og tekur sem dæmi þau ummæli Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, á Alþingi, að í skýrslunni sé lagt til að »ríkissjóður Íslands taki lán fyrir hundruð milljarða ef ekki þúsund milljarða svo að erlendir kröfuhafar geti losnað úr höftum«. Vísaði Frosti til þess að í skýrslunni kæmi fram að sækja mætti um lán úr hjálparsjóðum ESB sem lið í afnámi fjármagnshafta.
Ásgeir segir þetta alrangt, enda sé það alls ekki tilgangur þessara sjóða. Hið rétta sé að hann hafi bent á þann möguleika að breyta krónueignum erlendra aðila í löng skuldabréf útgefin af bönkunum. Ríkið kæmi þar hvergi nærri. »Með því er verið að breyta innlánum í skuldabréf sem kæmu á gjalddaga eftir að evruaðild væri orðin að veruleika eftir 10-15 ár, eða hér um bil. Þetta er ekki hægt í núverandi stöðu,« segir Ásgeir. "
Hvaða tilgangi þjónar það í dag að ráðgera eitthvað í dag sem hugsanlega kemur að eftir 10-15 ár? Hvað sem Árni Páll fimbulfambar og hvað sem Össur bloggar og þeir saman segja í viðtölum á RÚV og annarsstaðar, þá er innganga í ERMII, ESB eða upptaka evru ekki handan við hornið. Er ekkert annað sem er brýnt í samfélaginu?
Það eina afl sem getur skuldbundið Sjálfstæðisflokkinn er Landsfundur. Hann sagði alveg kýrskýrt í ályktun að aðildarviðræðunum skyldi hætt og þær ekki upp teknar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrástagl Evrópusinna eins og Þorvaldar Gylfasonar og ESB-hjarðarinnar um að einhverjir hafi lofað þjóðaratkvæði um hvort stöðva eigi aðildarviðræðurnar er út í hött. Samt er þrástagast á lyginni á öllum rásum.
Aðildarviðræðurnar ber að stöðva strax með því að slíta viðræðunum í samræmi við ályktun Landsfundar. Þær verða ekki hafnar á ný fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nema náttúrlega samherjarnir Árni Páll og Steingrímur J. komist aftur til valda eftir 3 ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Semsagt að því sem er lofað þegar veiða á atkvæði skiptir engu. Þetta heitir þá að ljúga sig til valda. Síðan skiptir náttúrulega engu að stór meirihluti þjóðarinnar vill klára þessar viðræður.
Það sem skiptir kjósendur máli er hverju er lofað fyrir kosningar. Stór hluti kjósenda veit ekkert um hvað fer fram hjá stjórnmálaflokkum á þeirra árshátíðum enda yfirleitt um einhverjar vitleysinga samkomur að ræða sem hafa lítið með vilja hins almenna kjósenda að gera.
Þú ert hér í þessari grein að níða niður fólk sem þú nafngreinir og kallar svo stóran hluta þjóðarinnar Hjörð sem fylgir þeim í heimsku. Hvað segir þessi færsla þín þá um þig ?
Baldinn, 10.4.2014 kl. 09:35
Það er auðvitað til að viðhalda karpinu Baldinn,sem esb,sinnar þrástaglast á loforðum stjórnarsinna sem aldrei voru gefin. Þið vitið það vel,en einhversstaðar eru hærra settir sem fyrirskipa beitingu þessarar heimsku. Ef einhver hefur svikið loforð til valda er það Steingrímur Joð.Sigfússon,enginn tekur mark á honum framar.
Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2014 kl. 11:13
Mér er alveg sama um Steingrím, Jóhönnu, Bjarna og alla hina. Menn og konur eiga að standa við það sem þeir lofa og ekki að ljúga sig til valda.
Baldinn, 10.4.2014 kl. 11:44
En eiga þeir/þið að ljúga esb til valda,?????
Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2014 kl. 13:06
Hvaða bull er þetta í þér Helga. Ert þú að segja að þeir sem eru á móti ESB hafi meðtekið hinn eina sanna sannleika í málinu en hinir séu að ljúga öllu. Þetta er bara barnalegur málflutningur. Það er sko ekki minna um lygar hjá NEi sinnum en Já sinnum. Báðir hópar eru fullir af ljúgandi fólki sem þykist allt vita.
Ég skal segja þér eitt og það er að ef ekki verður lagður fram góður samningur að þá mun ég segja nei. Ég vill bara ekki að þú eða aðrir já eða nei sinnar taki af mér þann rétt að fá að kjósa um málið
Baldinn, 10.4.2014 kl. 13:22
Baldinn, það er ekki um samning að ræða, heldur mark vissa aðlögun að reglum Evrópusambandsins.
Þegar því ferli er lokið þá erum við í raun gengin í þetta samband en ef það yrði þá fellt af íslendingum, hvernig á þá að bakka útúr því reglugerðar fargani? Með bulli kanski?
Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2014 kl. 16:50
Baldinn, þú ert all baldinn við að tala um loforð um þjóðaratkvæði um aðildarviðræður. Það hefur enginn gefið slíkt loforð. Það er hreinn tilbúningur spunameistaranna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lofaði því einu að aðildarviðræður myndu ekki hefjast aftur eftir virðræðuslit nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Allt annað er bull og tilbúningur.
Halldór Jónsson, 10.4.2014 kl. 23:51
Gott er að hafa tungur tvær og tala hvort með sinni
Kristmann Magnússon, 11.4.2014 kl. 01:11
Halldór. Semsagt Fulltrúar Þíns flokks lofuðu ekki þjóðaratkvæðisgreiðslu fyrir kosningar þegar þeir voru að veiða atkvæði. Þakka þér fyrir að benda mér á þetta, ég greinilega hef ekki tekið nóg eftir í þessari kosningabaráttu.
Það er einnig gott að vita að árshátíð flokksins þíns er það sem hlusta ber á enn ekki þingmennirnir. Þú þá staðfestir hér að þeir eru ekkert til að taka mark á.
Baldinn, 11.4.2014 kl. 09:16
Baldinn, eins og fjöldi fjöldi framssalssinna, ætlar aldrei að heyra að ekki sé um neinn samning að ræða. Mig langar ekki að vera leiðinleg við þig en þetta heitir að loka fyrir. Orðið samningur er fáránlegt í þessu samhengi. Þú heyrir ekki, hlustar ekki, lest ekki.
NOT NEGOTIABLE, segir Brussel. Ætlaðist til að þú skildir það en það þýðir óumsemjanlegt. Og þessvegna ekki um neina samninga að ræða. Viltu ekki segja hinum það?
Elle_, 12.4.2014 kl. 00:17
Fyrir mér er aðeins eitt í stöðunni:
Not negotiable - Ég heimila ekki umræður um örlög örþjóðar minnar við neinn sem setur "Not negotiable" sem viðræðu- eða samningsforsendu.
Svo var mér reyndar líka fullljóst að "Landsfundurinn" færi með æðsta vald Sjálfstæðisflokksins!
Þorkell Guðnason, 13.4.2014 kl. 01:34
Kannski var ég hörð við Baldinn að ofan, en Baldinn þú vilt oft ekki heyra eðlilega og sanngjarna hluti ef það er á móti dýrðarveldinu, staðreyndir um það. Gæti skilið að þú vildir ekki heyra, ef fólk væri að kasta skít í þig.
Þú talar alltaf, eins og alltof margir gera enn, um samninga sem eru ekki neinir samningar. Það er fólk eins og Baldur Þórhallsson, Benedikt Jóhannesson, Eiríkur Bergmann, Þorsteinn Pálsson og Össur og co, sem blekkja í þessu máli. Það er ekki eins og þeir viti þetta ekki. Það er ekkert lýðræðislegt við þetta fólk, sama hvað þessi hópur stendur oft fyrir framan alþingi, það vill fá fram fullveldisframsal sem það á enga heimtingu á frá einum eða neinum. Þú heldur það sé lýðræðislegt af þeim að heimta þjóðaratkvæði núna um mál sem hófst ólýðræðislega, og bara með ofbeldi og án þjóðaratkvæðis í júlí 09, af þeirra völdum. Það er sama fólkið og heimtar núna þjóðaratkvæði og ræðst á ríkisstjórnina.
Og hinir sem hafa verið blekktir eða vita ekki nóg um málið, segja stjórnarliðið á harðahlaupum og stein ekki standa yfir steini. Þar stendur nefnilega ekki grjót yfir steini. Ríkisstjórnin er með fullt umboð til að stoppa það eins og það hófst. Þau eiga að halda sínu striki og ekkert að hlusta á ranglátar kröfur ykkar.
Sammála Þorkeli.
Elle_, 13.4.2014 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.