Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarskandall við Gullfoss

eina fegurstu náttúruperlu Íslands er í formi útiaðstöðuleysis  til að skoða fossinn af neðra planinu þar sem hann er fallegastur.

Ferðafólk neyðist til að stoppa á efraplaninu þar sem hægt er fyrir einstakan velvilja veitingahússinns og verslunarinnar sem þar er, að koma fólki á klósett.

Þarna er ríkiseignin Sigríðarstofa þar sem voru klósett en hún hefur verið lengi harðlæst. Veitingahúsið sjálft og þjónusta þar er til fyrirmyndar og allt í topp lagi. En útiaðstaðan gengur öll út á aðgengi, tröppur og palla. Sem eru alveg vel viðunandi. En ekkert er hugað að grunnþörfum fólks sem er þarna á ferð á neðra planinu.

Í Selsundi við Krýsuvík eru einföld trébygging með klósettum og vöskum sem leysir allan vanda og ferðafólk tekur fegins hendi. En Ferðamálaráði virðist um megn að skilja að það liggur meira  á þessu við Gullfoss áður en farið er að eyða milljónatugum í endurbætur á göngustígum sem minna liggur á.

Við Gullfoss er þjóðarskandall íslenskrar afdalamennsku í gangi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Í dag Sunnudag kom ég enn á Hakið með fimmtíu manns um klukkan 19:00 Búið að loka öllu, bæði pissuhöllinni sem bara tekur íslenska hundraðkalla og Visa kort en ekki EG kort, og líka sýningunni í hinni byggingunni. Samt voru opin eithvað af leiðsögumannaklósettunum, annaðhvort óvart eða viljandi og björguði þau dæminu.

Mikið vildi ég að ferðmaálayfirvöld vildu tileinka sér einhverja blöðruhugsjón svo að Ísland geir orðið ferðamannaland. Það var sama ástandið sagði mér fólk þarna á Hakinu á Spáni hér áður fyrr. Spánverjar eru búnir að taka sig á og allt er víst komið í lag þar. Okkur vantar að klára þetta pissumál.

Halldór Jónsson, 20.7.2014 kl. 21:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég skal segja að Sigríðarstofa var opin í dag og enskur strákur seldi inn og tók bæði evrur og hundraðkalla. Kortavélar allar bilaðar svo fólk fór á klósettin inn í veitingastofu og var alveg himinlifandi yfir öll þar inni. SUPER sögðu nokkrir.

Fullt verið að gera þarna en engin klósett á neðra planinu fekar en fyrri daginn. Það fara bara íþróttamenn upp og niður 112 tröppur á 20 mínútum. skoða Gullfoss ofan og neðan og fara út á klappirnar í gegnum fossúðann og mæta svo ánægðir í rútuna að því loknu. Íslenskar ferðaskrífstofur þurfa að hugleiða þetta áður en þær skipuleggja prógrömmin.

Halldór Jónsson, 20.7.2014 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband