Leita í fréttum mbl.is

Gróðurhúsagaldurinn enn

er galaður á torgum. Jörðin er að hitna fyrir tilstuðlan mannsins. Það er hafið yfir allan vafa. segja þeir sem hæst fara.

Á vefsíðu Ágústar frænda míns Bjarnason,www.agbjarn.is, er sannnleikurinn sagður.

Hann segir:

"

"Smávegis um keisarans skegg:

Þegar bloggarinn var í menntaskóla og síðar háskóla var ávallt lögð mikil áhersla á að nemendur framkvæmdu skekkjumat og skekkjureikninga og gerðu grein fyrir óvissumörkum. Það þarf að taka tillit til nákvæmni þeirra mælitækja sem notuð hafa verið, og atriða eins og aflestrarskekkju o.fl.  Mat á skekkjuvöldum getur verið dálítið flókið stundum og þurfa menn að vera gagnrýnir, heiðarlegir og skilja hvað þeir eru að fást við.  Gera þarf greinarmun á tilviljanakenndum skekkjum og kerfisbundnum. Nota þarf réttar viðurkenndar aðferðir við skekkjumat og úrvinnslu.  Allt hefur þetta áhrif á gæði mæligagnanna og niðurstöður, og er nauðsynlegt að gera grein fyrir slíku þegar mæligögn eru birt. Því miður virðist það þó vera orðin algjör undantekning. Í menntaskóla og háskóla fengu menn eðlisfræðiskýrslurnar í hausinn aftur ef réttir skekkjumatsreikningar voru ekki framkvæmdir og niðurstöður túlkaðar samkvæmt því.

Það er nauðsynlegt að vita og setja fram óvissubilið eða skekkjumörkin ásamt mæligögnum. Þetta verður alltaf að gera þegar vísindagögn eru birt, því annars eru þau markleysa.

Smá dæmi: Hugsum okkur tvær færslur í gagnagrunninum fyrir hitafrávik:   

0,3°  +/- 0,1   og   0,4°  +/-0,1. 

Fyrra gildið getur þá verið einhvers staðar á bilinu 0,2° til 0,4° og seinna gildið á bilinu 0,3° til 0,5° vegna óvissumarkanna.

  • Getum við fullyrt að munurinn á þessum tveim færslum sé 0,1 gráða?
  • Getum við verið sannfærðir án alls vafa um að fyrra gildið sé í raun minna en hið síðara?  Skarast ekki þessar tvær færslur á bilinu 0,3 til 0,4?
  • Gæti verið að "rétt" gildi í fyrra tilvikinu hafi til dæmis í raun verið 0,36  í stað 0,3 og seinna gildið 0,34 í stað 0,4? Óvissumörkin banna það ekki. En er ekki 0,36 stærra en 0,34?  Stærra gildið reyndist í raun minna !

Hugsum okkur enn annað dæmi og aftur  tvær færslur í gagnagrunninum fyrir hitafrávik:
0,31°  +/- 0,1   og   0,32°  +/-0,1

Hér munar aðeins 1/100 úr gráðu en óvissan er tíu sinnum meiri eða 1/10 úr gráðu.  Hver heilvita maður sér að þetta er markleysa, en samt birta menn svona gögn og draga ályktanir. Ótrúlegt en satt. Það er auðvitað í hæsta máta óvísindalegt....."

Svona grundvallaratriði verða emnn að taka með í reikninginn áður en sleggjudómar eru felldir, sem geta lagt milljarða óþarfa skatta á saklaust fólk. 

Það verður að varast gróðurhúsagaldurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er þá samfelld minnkun íslenskra jökla, Grænlandsjökuls og hafíssins á Norðurpólnum með svo miklum skekkjum0rkum að það sé ekkert að marka tölurnar?

Og hvernig geta þessir ísmassar minnkað svona á sama tíma sem það þykir sannað hjá kuldatrúarmönnum að loftslagið fari "hratt kólnandi"? 

Er ekkert að marka línuritin með hitatölum síðustu 130 ára af því að eins stigs meðalhækkun hitans sé innan skekkjumarka? 

Ef þessi skekkjumörk eyðileggja allar mælingar á því, sem er að gerast í kringum okkur eru þá engin skekkjumörk í hina áttina sem gera kenninguna um "hraða kólnun" ómarktæka? 

Ómar Ragnarsson, 20.1.2015 kl. 00:53

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 

Ómar: Í pistlinum sem Halldór frændi vísaði á er hvergi verið að fjalla um hlýnun eða kólnun. Það er hvorki verið að fjalla um ísinn á norðurhveli né ísinn á suðurhveli. Það er ekki verið að fjalla um um stærð jökla. Það er ekki einu sinni verið að fjalla um hvort hlýnað hafi eða kólnað.

Það er aftur á móti verið að fjalla um þá einföldu staðreynd, að ef munurinn milli ára reiknast aðeins 1/10 af mælióvissunni er ekki hægt að draga aðra ályktun en að staðan sé óbreytt.  Allir skynsamir menn sjá það. Menn geta til dæmis ekki með neinni vissu mælt upp á 1/10 úr millimetra með tommustokk. 

Það er bent á það í pistlinum að vísindamenn sem standa að Berkley-Earth verkefninu segja réttilega:

„Numerically, our best estimate for the global temperature of 2014 puts it slightly above  (by 0.01 C) that of the next warmest year (2010) but by much less than the margin of  uncertainty (0.05 C).  Therefore it is impossible to conclude from our analysis which of  2014, 2010, or 2005 was actually the warmest year.

The margin of uncertainty we achieved was remarkably small (0.05 C with 95%  confidence).   This was achieved this, in part, by the inclusion of data from over 30,000  temperature stations, and by the use of optiized statistical methods. Even so, the  highest year could not be distinguished. That is, of course, an indication that the Earth s  average temperature for the last decade has changed very little.  Note that the ten  warmest years all occur since 1998“.

Þetta er mergurinn málsins.

Hvers vegna menn vilja skekkja niðurstöður með því að mistúlka þær fyrir fjölmiðlafólki skil ég ekki.  Góðir vísindamenn gera ekki sklíkt. Ef menn aftur á móti láta stjórnast af einhverri pólitík, eða eru það sem þú kallar „kuldatrúarmenn“ og þá væntanlega einnig“hitatrúarmenn“, þá er voðinn vís. Þeir sem kynntu niðurstöður NOAA og NASA gerðu sig seka um að segja aðeins hálfan sannleikann. Fréttamenn og fjölmiðlafólk birti það gagnrýnislaust.  Með því að skoða fylgigögn kynningarefnisins sem þeir lögðu fram má sjá að í raun er niðurstaða þeirra keimlík því sem kom fram hjá Berkley-Earth.  Sjá athugasemd #4 fyrir neðan pistilinn.

Sjá: Deilt um keisarans skegg: Skekkjureikningar og loftslagsmálin...

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1583958/

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2015 kl. 05:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En gaman. Hvergi verið að fjalla um efni fyrirsagnarinnar: "Gróðurhúsagaldurinn enn". 

Ómar Ragnarsson, 20.1.2015 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband