Leita í fréttum mbl.is

ESB

er Gunnari Rögnvaldssyni hugstætt sem kunnugt er. Enda hefur hann sjálfur kynnst því að lifa þar og starfa. Ég hef því mikla tilhneiginu til að trúa honum betur en heimalningum Samfylkingarinnar sem í flestum málum láta því meira af Ólafi kóngi sem færra hafa af honum séð.

Gunnar skrifar svo (bloggari feitletrar að vanda)

 

ESB er sama stefna og leiddi til heimsstyrjaldarinnar fyrri

[Úr orðabók ESB: Populist = ekki sammála okkur í Brussel: a person who holds, or who is concerned with, the views of ordinary people]

Og hver var sú stefna. Jú sú sama stefna er frá fæðingu liggur að baki Evrópusambandinu; heimsvaldastefna (Imperialism) útþenslustefna, miðstýring, myndun nýs sovétríkis, elítustefna, ófriðarstefna. Evrópusambandið er að eðlisfari elíta, ófriðarverkefni

Aðeins ein lífsbjargandi lækning er til við heimsvaldastefnu Evrópusambandsins. Að kalla verndandi þjóðríkið Bandaríki Norður-Ameríku á vettvang til að leysa það upp

Bandaríkjamenn eru sérfræðingar í brottförum. Þegar þeir eru kallaðir á vettvang til að bjarga veröldinni frá skrímslum eins og Evrópusambandinu, þá eru þeir að verki loknu snöggir að pakka saman og fara heim

Þeir eru sérfræðingar í exit, því heima í hinu frjálsa ríki sínu vilja þeir helst vera. En rétt eins og er —því miður— þá eru þeir uppteknir við að stinga hausnum í sandinn. En það mun lagast

Evrópusovétríki fara á hinn bóginn aldrei heim fyrr en þau eru neydd til þess eða þegar þau rekast á óhagganlegar stærðir. Rússland er til dæmis frekar óhagganleg stærð

Evrópusambandið er slæmt. Því til sönnunar þarf ekki að horfa lengra en til sósíalistanna á Íslandi sem eru helstu aðdáendur þess; Sem alltaf hafa dáð ófrelsið, kúgunina og fátæktina; Sovétríki, Kúbur, Rúmeníur, Albaníur, Austur-Þýskalönd, samyrkjubú, hungursneyðar og neyð almennings

Sósíalistar sjá sér nýja möguleika í Evrópusambandinu; það er orðið að þeirra skjaldborg. Það varð það frá og með 1. nóvember 1993. Í því sjá þeir nýtt samyrkjubú, musteri fátæktar. Gamla Sovétið horfið, en nýtt yfirríkislegt er hér komið"

Eru menn almennt sáttir við þá tilhugsun að í ESB geti Ísland gengið með 51% á móti 49%? Væri ekki eðlilegra að krefjast aukins meirihluta í svo viðamiklu máli þar sem stigið er skref sem erfitt myndi að stífa til baka? Svipað og að kjósa einn af fjórum til Forseta sem þá aðeins minnihluti kannski styður? Þarf ekki eindreginn þjóðarvilja til í hinum meiri málum? 

Finnst engum merkilegt að Fréttablaðð skuli birta skoðanakönnun sem sýnir ESB sinna í sókn meðal þjóðarinnar? Hversu góðar eeru skoðanakannanir á vegum hagsmunasamtaka? Ber að túlka þetta sem sérstaka afstöðu til íslenskra stjórnmálamanna? Fólk treysti þeim ekki til forystu? Vilji heldur láta leiðast af einhverju yfirþjóðlegu valdi í ESB og taka uppp Evru?   

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband