Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverð greining

á Evrópusambandinu er í pistli Gunnars Rögnvaldssonar á síðu hans.

Niðurlagið er svona:

"..Það kemur fyrir að menn láti um  stund afvegaleiða sig, alveg eins og þegar ég svo hörmulega óskaði Vinstri grænum til hamingju með kosningasigurinn vorið 2009. En þar —með mjög ákveðnu kosningaprógrammi og loforðum— sóttust þeir eftir og fengu skuldbindandi umboð frá kjósendum íslenska Lýðveldisins.

Þá hljóp ég á mig. Ég kaus þá ekki, en asnaðist til að óska þeim til hamingju með kosningasigurinn og bað þá í góðri trú um að fara vel með völdin. Sem þeir gerðu ekki, heldur notuðu þeir þau til að nauðga kjósendum og brenna með fyrirlitningu á báli það umboð frá kjósendum sem þeir áttu að fara með og gæta. Eins og kunnugt er þá sækja þingmenn umboð sitt til kjósenda. Það eru ekki kjósendur sem sækja lýðræðið til þingmanna

Evrópusambandið er bæði Guðlaust, andlýðræðislegt og andþjóðríkislegt með imperial metnað. Og það er að lagalegum grunni alræðislegt fyrirbæri. Þar er einnig þjóðnýtt í þágu ákveðins málstaðar, sem er Evrópusamruninn. Sjálf stjórnmálin í Evrópusambandinu hafa jafnvel verið þjóðnýtt. Lagaleg heimspeki og stjórnarskrá Evrópusambandsins líkjast lagalegri heimspeki, dómstólum og stjórnarskrá Sovétríkjanna, þar sem aðeins kommúnismi sósíalista var leyfður sem lífsmáti innan landamæra ríkisins.

Í Evrópusambandinu er það hins vegar aðeins Evrópusamruninn sem leyfður er sem lífsmáti innan landamæra sambandsins. Hann byggir á "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu" og sem er undirstaða allra sáttmála, dómstóla og lagabálka sambandsins. Lengra nær hinn tilvistarlegi heimspekigrundvöllur Evrópusambandsins ekki.

Þetta er totalitarian koncept"

Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu að ESB sé einræðiskennt samband sem sé framhald af stjórnmástefnum fyrirstríðsáranna. Það sé ólýðræðislegt í alla staði sem lúti forræði ókjörinna fulltrúa.

Þó að margir hafi hamráð á því að áhrif Íslendinga verði harla lítil  á 700 manna Evrópuþinginu með Össur, Árna Pál og Steingrím J. sem einu málsvara Íslands, þá þreytast þessir aðildarsinnar ekki á að telja okkur trú um nauðsyn þess að rödd okkar heyrist það í stað þess að taka við öllu hráu frá EES eins og við gerum.

Sömuleiðis að ljúga stanslaust um það að stjórnarskrá sambandsins verði aðlöguð að sérþörfum Íslands. Alveg sama þó að það sé þvert á skrifaðan textann. Kíkja í pakkann sé svo nauðsynlegt að greiða verði þjóðaratkvæði um að afturkalla þá einhliða gerð landsöluaflanna á sínum tíma að óska aðildar. Meira að segja virðast einstakir  þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki lengur þora að standa við Landsfundarsamþykktir flokksin um að slíta viðræðunum.  

Þetta er sönn greining á kjarna ESB og hafi Gunnar mína þökk fyrir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það fer nú eftir því hvað þeir hræðast.Ef það er fylgið,væri þeim hollast að byrja að telja þá sem eru í ESB safninu. Ég skal lofa þeim að hinir eru fleiri og ekkert mál að bjóða þeim í öflugan ESB,andstöðuflokk.  

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2015 kl. 03:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, asnaðist líka til að gleðjast yfir sigri VG, vegna þess að ég hélt að það hefði verið alveg skýrt af þeirra hálfu að innganga í sambandið væri ekk til hjá þeim.  En svo bregðast krosstré sem önnur og það fyndna við þetta allt saman er, að nú hamast þetta sama fólk á núverandi stjórnvöldum fyrir að svíkja loforð um að að viðhalda umsókninni.  

Þetta fólk ætti að skammast sín nógu mikið til að ræða aldrei um kosningasvik.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2015 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband