Leita í fréttum mbl.is

Erum við bara blind?

að sjá ekki rökfærsluna í því hjá Borgarstjórnarmeirihlutanum i Reykjavík að nauðsynlegra sé að verja 150 milljónum í það verkefni að mjókka Grensásveginn, sem hefur verið bærilega bílfær nokkuð lengi í stað þessa að gera við eitthvað meira en 6 km af 540 kílómetra löngu gatnakerfi Borgarinnar á þessu ári.

Lausnin hlýtur þá að liggja í þeirri staðreynd að mjóar götur séu ódýrari í viðhaldi en breiðar. Þegar margir borgarbúar eru að segja að það vanti víða viðhald á götunum, það séu hættulegar holur osfrv., þá sé þetta að byggjast á þessum grundvallarmisskilningi. Göturnar eru óhagkvæmar eins og þær eru svona breiðar. Þær þurfa að mjókka til að spara viðhald.  En malbikð okkar þolir illa umhleypingana í vetur sem koma þvert á gróðurhúsakenninguna bæði hér og í Ameríku Al Gores og því verða stöku holur meira áberandi. 

En þar sem þessar tölulegu upplýsingar komu fram í viðtali við Halldór Halldórsson, Borgarfulltrúa, á Sögu, þá fór ég að deila 6 kílómetrum uppí 540 og fékk út að með þessum hraða muni gatnakerfið í Reykjavík endurnýjast á hverjum 90 árum. Mér fannst tíminn nokkuð langur. En er ég ekki bara blindur að sjá ekki að það má gera við helmingi meiri lengd ef gatan er helmingi mjórri? 

 

Hvað skyldu götur almennt endast lengi? Hvað er Austurstræti til dæmis orðið gamalt? Mér var sagt einu sinni að Miklatorgið hefði enst ótrúlega lengi við þá miklu umferð sem þar fór um.

Dagur Bé var búinn að segja að það lýsti sérstakri kröfuhörku Reykvíkinga að vilja meiri og meiri þjónustu. Halldór segir að útsvarið sé í  hámarki og því sé fátt um fína drætti í meiri tekjuöflun.  Það er þá varla hægt að gera mikið í því að byggja 2500 ódýrar félagsíbúðir í Reykjavík ef Búseti og Búmenn eru peningalaus félög.Hver getur byggt ódýrt ef fólkið sjálft getur ekki byggt vegna þess að það stenst ekki greiðslumat? 

Það hlýtur þá að vera einhver kanína í hatti Borgarstjóra og EssBjörns sem þeir hafa ekki dregið upp það sem af er?  Hvernig þeir ætla að leysa húsnæðisekluna í Borginni. Eða bara að þeir sé búnir að finna aðrar lausnir betri? Sem séu svo snjallar að jafnvel blindir fái séð?

Er kannski hægt að minnka núverandi íbúðir og þrengja i stíl við Grensásveginn og Borgartún? Menn hætti bara að búa í 100 m2 og fari að búa í 50 m2 sem kannski passar núna þegar reiðhjólið er að koma í stað bílsins?  Fjölga íbúum á íbúð? Minnka flugvöllinn og smækka flugvélarnar? Fjölga lágvöxnu fólki og gefa því forgang?

Borgarstjórabíllinn yrði þá hugsanlega að Borgarstjórahjóli til samræmis?. Sendisveinahjól sér maður fyrir sér því Borgarstjóri kann að þurfa að hafa ökumann þegar hann þarf að sækja samkvæmi?

Það er líka gott til þess að vita að starfsfólki verður ekki fækkað hjá Borginni, þar sem atvinnuleysi er enn fyrir hendi í öðrum sveitarfélögum sem hafa mun færra starfsfólk hlutfallslega í stjórnunarstörfum. Fækkun starfa hjá Borginni gæti reynst afdrifarík. 

Að öðru leyti var þetta rösklegt viðtal við Halldór Halldórsson og lauk upp augum fyrir manni að hafa ekki reynt að skilja betur rökin fyrir því að minnka götur og íbúðir. Er ekki svo mikil sóun allstaðar í daglegu lífi að það hálfa myndi vera nóg?  Og kannski er það einmitt stefna Borgarstjórnarmeirihlutans að komast af með minna af öllu nema tekjum Borgarsjóðs og gjaldsskrár Orkuveitunnar?.

Erum við ekki bara blind að sjá þetta ekki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband