Leita í fréttum mbl.is

Þá er stefna Amnesty ljós

í vændismálum.

 ""Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur," segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. 

"Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki," segir Anna. 

Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. "Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum." 

Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. "Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum."

 

Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. 

"Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt," segir Anna. "Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi."

Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð.

Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. 

Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty."

Það ber að fagna þessari samþykkt Amnesty þar sem hún tekur á þeim útbreidda misskilningi að vændi sé ávallt áþvinguð hegðun studd af ofbeldi og eiturlyfjum. Það er vissulega mörg dæmi um slíkt. En skynsamt fólk til dæmis í Þyskalandi hefur séð fyrir löngu að besta leiðin til að útrýma glæpamennskunni úr vændisiðnaðnum er að veita honum lagalega stöðu, réttindi og skyldur. Afstaða Svía og svo Íslendinga varðandi vændismál eru hræsnisfull í besta lagi og byggð á framangreindum misskilningi.

Sé vændi opið og uppi á borðum þá er allt í lagi með það.  Ég tek sem dæmi að vændi er rekið fyrir opnum dyrum á löglegan hátt í mínum gamla gistibæ Stuttgart. Bærinn á bygginguna í miðbænum sem er að mig minnir fjölbýlishús með einum 4 stigag0ngum og einar fjórar hæðir, sérhannað fyrir þessa starfsemi.Þetta er eiginlega næsta hús við ráðhúsið  snyrtilegt í alla staði. Það gekk undir nafninu 3 Farben-Haus, þar sem það var þrílitt í den. Þegar ég fór þarna í gegn síðast fyrir áratug sýndist mér vera búið að endurgera það og opna aðgengið inn á stórt Ráðhústorg.

Þar er verslað allan daginn og eitthvað fram á kvöldið.  Það var lögreglustöð í næsta húsi. Þstta eru virðingarverðar stúlkur frá ungum aldri og ofar sem þarna vinna í sérherbergjum. Þær þéna líklega vel, þær eru sjálfstæðar og verndaðar af lögreglunni en ekki dólgum, borga skatta og eru undir opinberu heilbrigðiseftirliti.Mér er fyrirmunað að skilja hversvegna þær hjá Kvennasamtökunum vilja banna svona starfsemi? Vitandi sem þær vita um mansalið og skelfingarnar neðanjarðar. Getur þetta ekki einmitt dregið úr óhamingjunni en að auka hana?

Svo er manni sagt að þessar stúlkur fari til síns heima, hverfi úr augsýn,  kaupi sér hús og fái sér fjölskyldur.Þetta er sem sagt atvinnutækifæri þar sem stúlkur geta rifið sig upp fjárhagslega á skömmum tíma eins og okkar stúlkur gerðu í síldinni í gamla daga.

Engir glæpamenn koma þarna nálægt og enginn er neyddur til neins. Ættu Stígamótafrúrnar ekki að fara þangað og kynna sér málin áður en þær fordæma allan kallpening heimsins sem eru haldnir þessari endemis þörf sem sumum er ekki auðvelt að lifa með og berja með lurk.

Það er ekki bara vulgus indoctus horrendum que sem þarf á svona þjónustu kvenfólks að halda og vill borga fyrir hana. Mörg stórmenn eru sögð ekki geta kvenmannslaus verið stundinni lengur. Sagt er að StraussKahn, Hugh Grant, Michael Douglas,Kennedy, Brandt og endalaus röð slíkra stórgreifa hafi orðið að hafa tryggan aðgang að kvenfólki.Það hefur líka verið sagt að það hafi aldrei þvælst fyrir íslenskum stelpum að koma heimsfrægðunum til bjargar þegar þeir hafa litið hér við í erindagerðum.

Vændi þarf ekki að vera neitt annað en lögleg og heiðarleg starfsemi.Ég er viss um að hún er æskilegri en dópneysla og brjáluð fyllerí, sem og ýmis önnur menningarfyrirbrigði sem við virðumst ekki geta verið án.

Allavega virðist Amnesty International skilja að það eru til verri hlutir í veröld hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir bloggskrifin, Halldór, þú ert sannkölluð perla!

"Svo er manni sagt að þessar stúlkur fari til síns heima, hverfi úr augsýn, kaupi sér hús og fái sér fjölskyldur."

Já, einmitt!

L. v. Mies (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 17:39

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Ludvig van Mies

eða verði jafnvel prinsessur

Halldór Jónsson, 13.8.2015 kl. 23:02

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Skynsamlegt og fráblrt blogg að vanda kæri bloggvinur!

Kveðja,Kristjan9.

Kristján P. Gudmundsson, 14.8.2015 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband