Leita í fréttum mbl.is

Fengu verkfallið borgað

eins og mig grunaði.

Svo segir í Mogga í dag:

"Samninganefndir ríkisins og Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) undirrituðu í fyrrakvöld samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi og er gildistími samningsins frá 1. mars 2015 til 31. mars 2019. 

Fram kemur á vefsíðu stéttarfélagsins að með samningnum hafi meginmarkið KVH náðst um að samningurinn fæli í sér sömu launahækkanir og Gerðardómur kvað á um vegna aðildarfélaga BHM, fyrir fyrri hluta samningstímans, auk þess sem samningurinn er afturvirkur frá 1. mars síðastliðnum. »Launahækkanir síðari hluta gildistímans eru í samræmi við forsendur og yfirlýst markmið ríkis og flestra aðila vinnumarkaðarins, um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 og þá framtíðarsýn um meginstoðir nýs íslensks samningalíkans, sem stefnt er að,« segir um nýja samninginn.

 Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn á að hefjast síðdegis í dag og ljúka á hádegi næstkomandi mánudag."

Varla fara þeir að fella svona flottan samning sem náðist með þvílíkum fórnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki ekki þennan samning frekar en svo marga aðra, en það er grundvallamisskilningur hjá þér (sem hefur oft sést áður) að þó hækkun sé afturvirk (t.d. til þess tíma sem fyrri samningur rann út) þýðir það ekki að menn fái borgað fyrir tíman sem þeir voru í verkfalli. Það þýðir einfaldlega að vinnuveitandinn fær ekki að halda gróðanum af að ekki samdist. Launin fyrir þann tíma sem menn unnu á þessu tímabili eru reiknuð upp, en að sjálfsögðu fá menn ekki greidd laun fyrir að vera í verkfalli.

ls (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 11:07

2 identicon

Þetta er alger misskilningur.

KVH tók ekki þátt í samningaviðræðum BHM félaganna s.l. vor, Kjarafélagð hvorki boðaði eða fór í verkfall eftir að samningar losnuðu.

Jhh (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 13:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Verða lífeyrisréttindi, starfsaldurstengd réttindi  eða orlof eitthvað skert verkfallstímann?

Halldór Jónsson, 12.11.2015 kl. 20:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Og getið þið sannað það að laun verði ekki greidd verkfalls tímann

Halldór Jónsson, 12.11.2015 kl. 20:12

5 identicon

Launatengd mál eins og lífeyrisréttindi, orlof og þess háttar er tengt launum og laun eru háð vinnu. Og þú þarft að sanna að það sé verið að greiða laun fyrir verkfall því að það ert þú sem ert að halda því fram. Hækkun afturvirkt merkir hins vegar bara að laun fyrir unna vinnu eru reiknuð upp tiltekið langt aftur í tímann.

ls (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418445

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband