Leita í fréttum mbl.is

Er Alþingi starfhæft?

yfirleitt?

Mér finnst að hvenær sem eitthvað mál er lagt fram týnist það í ræðuhöldum frú Kerúlf, Sigríðar Ingibjargar eða álíka mannvitsbrekkna. Það eru endalaus málþóf á Alþingi nema ef á að afgreiða tilskipanir varðandi EES, þá er málalistinn langur og samfelldur í bunuafgreiðslu.

Þó að við vildum endurvekja Náttúrupassann, þá eru slíkar hindranir á Alþingi að þetta sýnist utanaðkomandi vera óleysanlegt hvað sem þingmeirihluta líður.

Náttúrupassinn dó vegna eftirlitskerfisins sem átti að setja upp. Í stað þess mátti hafa sölukassa fyrir þá stoltu Íslendinga sem ekki væru þegar búnir að kaupa hann. Eða þá bara að setja hann sem nefskatt eins og útvarpsgjaldið og gert hann frádráttabæran til skatts hjá einstaklingum eins og fyrirtækjum miðað við tjónið af því að fella hann algerlega. 

Sýnum nú vit og hólkum honum í gegn um þingið án eftirlitskerfis  þar sem bíður stórt ferðamannasumar. Getur Alþingi ekki leyst svona einfalt mál til verndar náttúru Íslands?  

Eða er Alþingi ekki starfhæft?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Alþingi verður að fara að temja sér nýtískulegri vinnubrögð:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1332411/

Jón Þórhallsson, 17.2.2016 kl. 09:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við erum ekki enn komin í gegnum "gelgjuna",sem þjóð meðal þjóða.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2016 kl. 13:43

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er ekki nógu skilvirkt kefi eins og nú er:

Alþingismenn stjórnarandstöðu stíga stöðugt í pontuna og spyrja einhverra langra  spurninga út í loftið en svo er aldrei neinn á vegum stjórnarinnar sem að svarar þessum spurningum.

Jón Þórhallsson, 17.2.2016 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband