18.2.2016 | 08:41
Friðrik Pálsson
hótelhaldari á Rangá er í viðtali við Viðskiptamoggann í dag. Viðtalið er í heild fræðandi fyrir þá sem vilja kynna sér ferðamál og ættu slíkir sem flestir að lesa þetta.
Friðrik segir m.a.:
".. Ég átti sjálfsagt einhverja sök á því að þetta orð, náttúrupassi, fór á flakk. Mín hugmynd var og er sú að við eigum að selja umhverfis- og náttúruskjal eða viðurkenningu sem hver einasti ferðamaður kaupir þegar eða áður en hann kemur til landsins. Allir munu þurfa að kaupa þessa viðurkenningu og því verður enginn nokkru sinni spurður um það á ferðum um landið.
Enginn á að fá undanþágu frá þessu, hvorki bisnessmenn sem aðeins dvelja í Reykjavík og hafa vel efni á því að borga fyrir þetta né heldur nokkrir aðrir. Kerfið er ódýrt og sáraeinfalt og viðurkenningin mætti kosta t.d. frá 3.000 eða jafnvel 5.000 krónur. Hún má jafnvel gilda í ár, en það er bara útfærsluatriði. Það má jafnvel hugsa þetta þannig að fyrst um sinn verði að kaupa þessa viðurkenningu aðeins yfir sumarmánuðina og þannig styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar yfir veturinn, en þó er ég ekki viss um það. Svona upphæð mun engu breyta um áhuga fólks á að koma til landsins, ekki nokkru.
Viðurkenningin mun hins vegar hafa jákvæð áhrif og sýna fólki að okkur er annt um náttúruna og öryggi ferðamanna og að við ætlum með þessu að safna fjármunum til að byggja upp innviðina til að geta gert enn betur í þjónustu okkar við þá. Hugmyndin með náttúrupassann fór þversum í fólk vegna þess að það sá fyrir sér gjaldhlið og eftirlit úti um allt og að fjármunirnir færu meira og minna í að halda kerfinu uppi.
Ég sagði fyrir mörgum árum að þetta væri í raun tækifæri til markaðssetningar. Ferðamaðurinn fær viðurkenningu fyrir því að við- komandi hafi lagt fram tiltekna upphæð til umhverfismála og verndunar náttúrunnar. Það er hægt að gera þetta með flottum hætti og tengja við það með hvaða hætti við höfum hingað til stýrt aðgangi að náttúruauðlindunum okkar.
Við höfum nefnilega býsna góða sögu að segja í þeim efnum, bæði í sjávarútvegi, veiðum á rjúpu, laxveiðinni og svo mætti áfram telja. Okkur er trúað fyrir þeirri náttúruperlu sem Ísland er. Það ætti enginn að miklast af því og við eigum ekki að gera það en við verðum að vera hreinskilin og viðurkenna fyrir okkur sjálfum að við sitjum á ótrúlegri perlu sem okkur ber að vernda og viðhalda. Af því að ég hef staðið í veitingasalnum á Rangá fjögur til fimm kvöld í viku í tólf ár hef ég talað við aragrúa fólks af öllum þjóðernum og upp til hópa á fólk ekki til orð yfir það hvað við erum lánsöm að eiga þá perlu sem Ísland er.
Friðrik er beinskeyttur að vanda og segir það sem segja þarf um um nauðsyn framlaga ferðafólks til verndunar viðkvæmra staða. Hann segir réttilega frá hvernig klúðrið með eftirlitskerfið fékk andófsmenn til að snúast gegn hugmyndunum á sínum tíma og hvað fékk Alþingi til að ljúka málinu ekki.
Nú stefnir í það óefni að ein og hálf milljón ferðamanna er byrjuð að koma hingað á þessu ári og troða niður viðkvæm svæði án þess að borga neitt. Allt vegna þrætubókarlistar Alþingismanna sem gátu með því eyðilagt málið eins og svo mörg önnur sem ekki eru beinar tilskipanir ESB. Þá er stimpillinn á lofti eins og menn geta sannfærst um á vef Alþingis.
Vonandi tekur Alþingi á sig rögg og gerir eitthvað af því sem Friðrik Pálsson er að benda á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.