Leita í fréttum mbl.is

Fríkeypis

sagði hún dóttir mín þegar hún var lítil þegar hún vakti athygli á því að eitthvað væri nú í boði án greiðslu.

Mér dettur þetta orð hennar stundum í hug þegar ég heyri íslenska þingmenn tala um samgöngumál. Ég dett ofaná grein efir Landsbyggðarþingmanninn Steingrím J. Sigfússon þar sem hann úrskurðar samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar ónýta. Þegar verði búið að grafa Norðfjarðargöng á næsta ári verði ekkert meira gert á Norðausturlandi eða á Norðursvæði.Ekkert fé í Dýrafjarðargöng til dæmis.

Er ekki þessi gamla úthlutunarregla ekki úrelt orðin. Þessir gömlu jálkar og kjördæmapotarar eins og Steingrímur þessi liggja í því að reyna að hrifsa til sín sneiðar af hinu takmarkaða opinbera fé til nýframkvæmda. Þegar það dugar ekki til að friða þeirra nánustu atkvæði, þá er gripið til vamma og skamma eins og þessi háttvirti þingmaður er frekar þekktur fyrir en einhverjar vitrænar tillögur.

Þetta fríkeypishugtak í vegamálum byrjaði með Vestfjarðagöngum. Þar var grafið myndarlega en ekkert gjald greitt fyrir notkun. Héðinsfjarðargöng njóta marfaldra áætlaðra vinsælda og umferðin fer í iðulega í þúsund bíla á dag við bestu aðstæður. En allt fríkeypis. Hvalfjarðargöng losa 5000 bíla á dag en gegn gjaldi. Ekkert mun eiga að kosta í Norðfjarðargöng.

Af hverju hugsum við svona allt frá því að við brenndum Keflavíkurgjaldskýlið. Þarna borguðu flestir menn af skilningi lágt gjald sem mönnum þótti sanngjarnt fyrir að fá að nota þennan lúxusveg sem þá var. Núna er hann orðinn tvöfalt flottari og þá kostar ekkert að fara hann.

Er þetta rétt hugsun? Er hún að leiða okkur fram?

Í Bandaríkjunum greiða menn kannski hálfan dal fyrir að fá að keyra hraðbraut óravegu í stað þess að hlunkast sveitavegi sem eru þó miklu betri en okkar.

Líklega óx mönnum í gamla daga í augum innheimtukostnaður og sjá þá fyrir sér stórfengleg tollahlið. En má ekki alveg sleppa þeim í dag með refeindabúnaði sem sér um að láta menn greiða skiterí í gegn um kreditkortið þegar vélar lesa bílinn á framrúðunni. Auðvitað reyna einhverjir að svindla en þeir eru bara aukaatriði því armur laganna getur verið langur og lítt sáttfús víðar en í USA.

Við skulum segja að einhverjir kæmust að því að þeir vildu breyta veginum til Hveragerðis í Autobahn á sinn kostnað. Umferðin yrði að greiða þeim gjald fyrir. Segjum bara 300 krónur bunan. Tekjurnar gætu verið 1-2 milljónir á dag. Það eru miklir peningar.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu þá fengið mun ódýrari byggingarlóðir fyrir austan. Ungt fólk í húsnæðisleit myndi leita austur og efla svæðin þar vegna alkulsins í höfðum bæjarfulltrúa á höfuðborgarsvæðinu. Svipuð gjaldtaka í öðrum mannvirkjum myndi flýta byggingu þeirra og styrkja okkar land og samgöngur  fyrr en nú gerist.

Það er nefnilega svo með þetta fríkeypishugtak sem hann Milton Friedmann reyndi að útskýra fyrir Stefáni Ólafssyni hér um árið(ég held hérum bil án árangurs?), að það er einhver sem borgar hvort sem er þegar upp er staðið. Og er það ekki af mörgum ástæðum betra og hollara að kostnaður sé greiddur þegar hann verður áþreifanlega til af þeim sem nota.

Með vegagjaldi eru menn að greiða fyrir notkun sína en eru ekki að láta aðra borga fyrir sig og eins felst í fríkeypishugtakinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við höfum jú greitt fyrir þetta með skattfé. Ef skattar eru ekki nægir til aðmstanda undir þessu, þá er spurning hvort menn vilja greiða hærri skatta. Veggjöld eru ekkert annað en form af skattheimtu. 

Til stóð að hvalfjarðagöng yrðu greidd upp með bómugjaldinu og var það prívatfyrirtækið Spölur sem átti að fá fjárfestinguna til baka á þann hátt. Það var þó aldrei hægt að segja hvenær væri komið nóg og enn er heimt áratugum eftir að það átti að hætta því. Búið að borga göngin nokkrum sinnum í millitíðinni.

Mér finnst allt í lagi að heimta bómugjald til að greiða fjárfestinguna, allt eftir það er fjárkúgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2016 kl. 17:57

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JSR

VEgtollur er betri en ríkisframlag skattgreiðenda. Þannig greiða þeir sem sannarlega nota vegina/göngin fyrir notkun sína og ræstingarkonan á Ísafirði er ekki að greiða fyrir austfirðinginn í ganganotkun hans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2016 kl. 10:02

3 identicon

Endurgreiðsla lána fyrir Hvalfjarðargangna er á áætlun og hefur alltaf verið. Þegar búið er að greiða þau upp verða göngin afhent vegagerðinni. Við aukinni umferð hefur verið brugðist með því að lækka veggjöldin þannig að tekjurnar dygðu fyrir rekstri og afborgunum og ekkert umfram það.

ls (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 10:56

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Is

Hætt var við að afhenda vegagerðinni göngin því ætlunin er að grafa önnur jafn stór gögn við hliðina á innan tíðar.

Hitt er annað að það borgar sig að halda vegtollinum til framtíðar til að viðhalds og endurnýjunar. Þeir greiði se njótsa, ekki einhverjir aðrir sem aldrei nota göngin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2016 kl. 11:09

5 identicon

http://spolur.is/index.php/frettir/frettir2015/639-%C3%A1framhaldandi-%E2%80%9Ever%C3%B0hj%C3%B6%C3%B0nun%E2%80%9C-%C3%AD-hvalfjar%C3%B0arg%C3%B6ngum.html

'Gjaldskrá Spalar fyrir Hvalfjarðargöng verður að líkindum óbreytt þar til rekstrartíma félagsins lýkur, í árslok 2018. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar Spalar á aðalfundi félagsins á Akranesi í dag.'

'Slitlag á akbrautum ganganna var endurnýjað á árinu 2015. Þar með lauk stærstu framkvæmdaliðum sem stjórn Spalar áformaði á rekstrartímanum. Fjárfestingarþörf til loka árs 2018 er því óverulegt og „ljóst að göngunum verður skilað til ríkisins í góðu ásigkomulagi“'

'Skuldir og rekstur ganganna greiðast með tekjum af veggjöldum. Nú eru þrjár afborganir eftir af langtímalánum félagsins, sú síðasta í september 2018.'

'Fram kom að stjórn Spalar sendi innanríkisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Vegagerðinni minnisblað þar sem óskað var verið eftir viðræðum og sérstöku samkomulagi um hvernig staðið skyldi að því þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar.'

ls (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband