1.6.2016 | 08:26
Fríkað út í Forsetakjöri
virðist vera það sem fólk gerir.
Ég man að Sigurður Helgason hjá Flugleiðum skrifaði neikvæða grein um Ólaf Ragnar á kjördag og rifjaði upp ávirðingar hans gagnvart Flugleiðum. Eins og við manninn mælt snérust konur í sundlaugunum sem ég þekki til fylgdar við Ólaf, sumar jafnvel á leiðinni á kjörstaðinn til að kjósa annan því Óli væri svoddan fíbjakk og kommúnisti.
Sama gerðist núna þegar Davíð fór að rökræða við Guðna. Konurnar í Sundlaugunum sögðust unnvörpum ætla að kjósa hann vegna hversu Davíð var mikill dóni í þættinum. Kallarnir sögðu frekar ja mikið assgoti var Dabbi góður að mala Guðna.
Til er gömul saga sem gerðist á Miðengi. Bóndinn á bænum hafði loks haft það af að leggja vinnukonuna þegar frúin kom óvænt að.Hún varð nokkuð ókvæða við og fældi bónda sinn upp með óbótaskömmum og hávaða sem heyrðist langar leiðir. Hann heyrðist samt tauta þegar hann hunskaðist út:" Ekki má nú mikið á Miðengi."
Það virðist algerlega tilgangslaust að halda spjallþætti um Forsetaframboð. Þá má ekkert frekar en á Miðengi forðum. Verður ekki næsti þáttur um gagnkvæma aðdáun með ræðu Páls um Pétur hversu langtum betri Forseti hann Pétur verði heldur en vesalingur minn hann Páll?
Herskonar farsi er þetta eiginlega. Fer ekki fólk að hlusta á kappræður til þess að sjá blóðið fljóta og hver kljúfi hausana betur en hinn? Verðum við kjósendurnir ekki að geta hnakkrifist um það í pottunum hver hafi verið meira ódó en hinn, hver sé sætust af konunum og svo um mælskuna og illgirnina?
Hvað eiga frambjóðendurnir sosum að tala um ef ekki hvorn annan? Þeir eiga ekki að hafa neina stefnu sjálfir þar sem þeir eiga að vera ábyrgðarlausir af öllu. Þeir eiga að vera hlutlausir gagnvart öllum, vinnukonum sem hefðarfrúm. Er ekki bara best að sleppa þessum sjónvarpsþáttum því þeir séu tilgangslausir, það séu allir búnir að ákveða sig hvort sem er.
Við bara fríkum út ef einhver ætlar að að setja út á okkar Forseta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sammála. Hins vegar mun ég sem dóttir fyrsta formanns Sjómannasambands Íslands aldrei kjósa þann mann, sem talar illa um sjómenn og gerir lítið úr afrekum þeirra, svo að ég held mig við Davíð. Við munum líka söguna. Ég veit heldur ekki, hvernig Guðni ætlar að fara að afsanna það, þegar Guðmundur Kjærnested sigldi Varðskipinu Þór stórlöskuðu, svo við lá, að hann sykki, inn til Seyðisfjarðar eftir átök við breska freygátu, og Bretarnir dáðust að seiglunni í íslensku varðskipsmönnunum. Hvað ætli Guðni muni eftir þessu, sem var aðeins strákpjakkur innan við tíu ára aldur á þessum tíma, og hefur sjálfsagt hugsað um allt annað en sagnfræðiheimildir og landhelgisstríð? Við, sem eldri vorum, munum þessa sögu betur og fylgdumst með fréttunum skelfingu lostin stundum. Ég kæri mig ekkert um þann mann á Bessastaði, sem talar niður íslenska þjóð og gerir lítið úr henni á alla lund, og virðir ekki sagnfræðilegar staðreyndir, eða vill halda sig við réttar heimildir, enda eru til heimildir fyrir þessu með Þór, og jafnvel þeir menn enn á lífi, sem unnu í Slippnum á Seyðisfirði og tóku á móti varðskipinu og geta staðfest ástandið á því, þegar það kom inn til hafnar. Guðni ætti að reyna að véfengja það eða afsanna! En það er líka rétt, sem þú segir, að þessir sjónvarpsþættir eru vita gagnslausir og hundleiðinlegir, ekki síst þegar um er að ræða fjölmiðla, eins og við búum við í dag. Það var eitthvað önnur öldin, þegar fyrri forsetakjör voru. Þá var hlustandi á Rúv og 365 miðla, en tæplega í dag, því miður.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 10:42
Halldór ég hafði gaman að þessu með sundlaugar konurnar og sagði minni þetta þar sem hún móðgaðist út í Davíð en nú er hún komin aftur í Davíðslið og ein sem kom í heimsókn í eftirmiðdaginn sagði að Guðni væri að dala sem fyrsti kostur svo sjáum til. Kannski verður þetta keppni á milli Davíðs,Sturlu og Andra. Kannski eigum við að treysta Kellunum...
Valdimar Samúelsson, 1.6.2016 kl. 19:48
Ættum við þá ekki að sýna honum seigluna í okkur?Hversu öflug við vorum í ESB svika umsóknarferli Össurar,með allt að því A/4 örk úr pennanum án undirskriftar forseta vors. Eru ekki allir að sjá prettina.- Þeir sem aldrei hafa skipt sér af pólitík verða að átta sig á að nú er það landið,þjóðin sem er í útrýmingathættu. ....
Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2016 kl. 04:32
Það er eins og skvetta vatni á gæs að reyna að rökræða við þessa þjóð. Hún er gersamlega rökheld. Guðni segir að þetta landhelgisstríð hafi verið hálfgert sport hvað sem þú hefur séð Guðbjörg. Þótt Davíð segist ætli að gera þetta fríkeypis, neinei þá reiknar 101 lýðurinn það í mínus strax og það dugar 365 miðlum og Þorvaldi, enda Guðni enginn ESB andstæðingur. Og svo er hann svo sætur og sjarmant, það skiptir engu hvað er í hausnum á honum. Helga, ég þykist vita aða þú hafir áhyggjur af því sama og ég. Vill ekki Guðni bara opna allt á gátt? Ekkert af því sem gerist annarsstaðar skeður hér.
Kosningarnar eru allt að því búnar þar sem góða fólkið og elítan er búin að gera upp hug sinn.
Halldór Jónsson, 3.6.2016 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.