Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði um flugvöllinn

verður án efa samþykkt á Alþingi.

Þar með er búið að skjóta geðþóttastefnu núverandi Borgarstjórnarmeirihluta og undirferli einstakra stjórnmálamanna úr minmihluta í dóm þjóðarinnar.Við Sjálfstæðismenn erum ekki stoltir af okkar þætti í Flugvallarmálinu eins og því er nú komið. Við munum vonandi ekki láta okkar eftir liggja við atkvæðagreiðsluna.

Í þessu sambandi er ástæða til að velta stjórnarferli Dags B. Eggertssonar fyrir sér. Það er sama hvert litið er, þessi maður hefur ataðið í styrjöldum við borgarbúa við afgreiðslu flestra mála, frá kaffistofum aldraðra, skólamálum, leikskólamálum, skipulagsmálum,flugvallarmálum, samgöngumálum, fjármálum. Alls staðar eru átök við þá sem eiga að þola ráðstafnir meirihlutans. Sérstæður átakastjórnmálamaður í átakastjórnmálum.

Mér hefði fundist upplagt við væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem meirihlutinn verður endanlega rekinn til baka með sínar skipulagsgerðir, að Reykavíkingar haldi aðra atkvæðagreiðslu samhliða þar sem fólk getur lýst trausti eða vantrausti á núverandi Borgarstjórnarmeirihluta. Sem NB. hangir á einu pírataatkvæði sem Dagur keypti fyrir opnum tjöldum með peningum Borgarsjóðs, til að halda sér og sínum við völd eftir að hafa verið kosinn frá í kosningunum 2014.

Borgarbúatkvæðagreiðsla i tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Flugvöllinn sýnist ekki vera úr vegi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgarstjórn Reykjavíkur fer með skipulagsmál í borginni hvað sem einhverjar skoðanakannanir segja. Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekkert annað en skoðanakönnun í svona málum, Borgarstjórn Reykjavíkur ræður. Það mætti eins hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þú ættir að vera í grænum sokkum, eftir sem áður, sama hver niðurstaðan er, þá ræður þú í hvaða sokka þú ferð.

Espolin (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 10:19

2 identicon

Ef neyðarbrautin helst áfram lokuð er ekki spurning hvort mannslífum sé stefnt í hættu heldur bara hvenær það verður. Hvert á að fara með sjúklinga í lífshættu utan af landi í slæmum veðurskilyrðum? Aftur heim eða láta þá bara eiga sig? Hvar er manngæska þeirra sem ekki geta sett sig i spor þessara sjúklinga og aðstandenda þeirra? Sem betur fer er mikil meirihluti allra Íslendinga það skynsamur að sjá þetta og þá þolir minnihlutinn það ekki og vill ekki sjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hagsmuni  hverra er það að vernda, væntanlega ekki meirihluta borgarbúa sem vilja hafa flugvöllinn áfram. Nú er rétt að Alþingi segi hingað og ekki lengra,svona gera menn.

Joi (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband