21.12.2016 | 08:59
Einar S. Hálfdánarson
ritar tímabæra grein í Morgunblaðið í dag. Af því að fáir lesa Moggann að sögn vinstra fólksins þá set ég hana hér í þeirri von að einhver þeirra lesi:
"Íslendingar eru mikil stemningarþjóð. Allir voru með útrás á sínum tíma, allir höfðu þó í rauninni verið á móti, en bara ekki haft hátt um það.
Rithöfundarnir skora hátt á stemningarskalanum. Enginn hærra en Laxness nema ef vera skyldu Auður og Hallgrímur (ekki þó Pétursson). Allir dáðu Davíð og síðar Jón Ásgeir. Nú eru báðir dottnir úr tísku. Nú ríkir sem sé flóttamannastemning á Íslandi.
Allir, sem hugnast að taka sér hér á landi bólfestu, eru velkomnir. Ekki bara velkomnir heldur velkomnir í framfærslu ríkisins. Í huga Íslendingsins er sérhver sem þannig stendur á um »flóttamaður«. (Lesið bara greinar blaðamanna Morgunblaðsins). Flóttamenn eru reyndar skilgreindir með allt öðrum hætti í öðrum löndum, íslenskum lögum og alþjóðlegum sáttmálum, en við látum það ekki þvælast fyrir.
Líkast til verðum við efasemdamenn að sætta okkur við vilja meirihlutans. Þannig virkar nú lýðræðið einu sinni. Þjóðin telur meira réttlæti í því fólgið að ungir menn frá Makedóníu fái greitt uppihald og hótelherbergi en að íslensk gamalmenni fái pláss á elliheimili síðustu æviárin.
Reyndar er það almenn skoðun íslenskra vinstrimanna að notkun fjármuna til eins bitni ekki á veitingu til annars. Svoleiðis töfrabrögð eða vúdúhagfræði þarfnast mikilla skýringa.
Hlutur Rauða krossins
Sú var tíðin að greiðsla gíróseðla frá Rauða krossinum var samfélagsleg skylda okkar. Nú hafa þar 70 manns atvinnu í flóttamannabransanum, þar af 20 lögfræðingar ef marka má fréttir. Skyldu þessir lögfræðingar aðstoða velferðarferðalanga jafnt og raunverulega flóttamenn? Fjárins er mest aflað frá spilafíklum og á dýrkeyptan kostnað aðstandenda þeirra. Það var miður að sá merki þingmaður og ráðherra, Ögmundur Jónasson, skyldi ekki fá hljómgrunn fyrir tillögum sínum um bann við spilavítum á Íslandi.
Ráðum ekkert við ástandið
Meðal nágrannaþjóða okkar er innflutningur fólks á þessum skala kallað neyðarástand. Hér láta menn eins og ekkert sé. Við móttöku fólks verður a.m.k. að vera hægt að sinna grundvallaratriðum á borð við sóttvarnir.
Hér hafa komið HIV-smitaðir einstaklingar og verið virkir smitberar vegna þess að skipulagið er í ólestri eins og vonlegt er. Á Íslandi var berklum útrýmt með geysilegum tilkostnaði (líkast til bara tímabundið).
Nú nýlega gekk hér um berklasmitaður maður og uppgötvaðist af tilviljun þar sem hann kom á bráðamóttöku spítala. Við þær aðstæður verður að berklaprófa alla sem hann hefur komið nálægt. Það verkefni kostar of fjár, en það er þó minnstur hluti vandans. Er verjandi að standa svona að sóttvörnum gagnvart eigin þjóð?
Ríkisfangslottó Unnar Brár
Í fyrra um jól bauð Alþingi fjölskyldu nokkurri íslenskt ríkisfang til að koma útlendu barni hér í umönnun um aldur og ævi. Fyrir góðverkinu stóð Unnur Brá Konráðsdóttir, þótt ekki gerði hún það af eigin efnum. Henni lætur betur að slá sig til riddara á kostnað annarra. Fólkinu í kjördæmi hennar blöskraði og hefði hún fallið af þingi hefði annar þingmaður ekki gefið henni eftir þingsæti sitt.
Ræðismaður Makedóníu hefur lýst því hvernig verk Unnar Brár virkuðu sem auglýsing á Balkanskaganum og hvernig ágallar á íslenskum lögum hvetja til Íslandsferða. Nú ætlar allsherjarnefnd Unnar að endurtaka leikinn.
Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. A.m.k. 70% »flóttamanna« eru hér á fölskum forsendum. Það kostar á annan milljarð á ári og fer ört vaxandi. Væri ekki ráð að Alþingi tæki sér tak og kæmi málsmeðferð í sama horf og gert er við sömu kringumstæður í Noregi?"
Það er aldeilis makalaust hvernig Alþingi hefur lýst sig gersamlega ófært við að taka á svona stjórnunarvanda eins og Einar lýsir.
Það er auðvitað fyrir áhrif svona þingmanna eins og áminnstrar Unnar Brár og annarra fulltrúa góða fólksins þar inni. En að enginn hinna þingmanna þori að lýsa skoðunum sínum nema Ásmundur Friðriksson er stórfurðulegt. Enda hafa búrtíkurnar rokið í hann með gjammi og glefsi við öll tækifæri síðan og enginn komið honum til hjálpar.
Gamalt fólk er látið liggja úti í Laugardal vegna húsæðisskorts.Það stendur þingmönnum eins og téðri Unni Brá nær huga að borga hótel í 200 daga fyrir óberkla-eða HIVskoðað sem tæknileg ekki fær hælisvist til frambúðar. Hversvegna ekki að afgreiða þessi mál á 48 tímum?
Af hverju fáum við ekki einhvern frá Noregi til að stjórna þessu heldur en að láta löggumenn skrifa skýrslur á mörgum dögum með tveimur puttum á lyklaborð og svo fleiri skýrslur hjá Rauðakrossinum?
Einar S Hálfdánarson hefur hefur skrifað þarfa grein.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Halldór. Þessi grein Einars er firna góð. Ástæða til að deila henni. Ert þú ekki búinn að setja hana á fésið?
Jón Magnússon, 23.12.2016 kl. 16:50
Sæll vinur Jón og gleðilega hátíð og hamingjuóskir. Ég kann ekkert á þetta fés og fer þangað helst aldrei.
Halldór Jónsson, 25.12.2016 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.