30.5.2017 | 22:08
Ólafur Hjaltason
sonur hjónanna Hjalta Gestsonar frá Hæli og Karenar frá Danmörku er sögumaður í nýrri kvikmynd sem frumsýnd var í dag í Laugarásbíó. Hagar gerðu þessa mynd mögulega og fékk til þess hæfasta fólk.
Óli Hjalta, sem hann er nú yfirleitt kallaður, á að baki 50 ára starfssögu hjá Hagkaupum. Hann fór um allan heim í erindum Pálma og fyrirtækisins til að færa Íslendingum annað en súran blóðmör og soðið sauðaket að éta. Hann flutti inn appelsínur frá Florida sem fóru jafnhratt úr búðinni og hægt var að bera þær inn í hana. Hann segir sögu fyrirtækisins Hagkaupa frá 1967 þegar hann byrjar að starfa á útvegi Pálma Jónssonar stofnanda fyrirtækisins, sem nú eru Hagar.
Myndin er eiginlega um viðskiptasögu Íslendinga og hvernig hún þróast úr pólitískum klíkuskap og þröngsýni forræðishyggjunnar, fjárskorts og almennum þrengingum sveitamennskunnar upp í nútímavæðingu verslunarinnar í kjörbúðum. Óli rifjar upp hvernig mjólkurvörur, sem voru þá bara mjólk, rjómi og skyr í lausri vigt varð að selja í sérstökum mjólkurbúðum, oft rétt hjá verslunum KRON, þar sem kaupmönnum var ekki treystandi. Hvernig ríkið var talið sá eini aðili sem treystandi var fyrir að selja kartöflur og grænmeti þar til að sú stofnun gerði svo rækilega í buxurnar að sjónvarpið ,sem þá var komið til sögunnar sá til þess að neytendur gerðu uppreisn og apparatið var lagt niður.
Grænmetisverslun Ríkisins var auðvitað samskonar fornaldarapparat og ÁTVR er núna. Sem landsmenn elska samt umfram allt annað verslunarform(og ég víst líka sem sönn fornaldareðla þar sem ég treysti ekki fákeppninni sem nú ríkir til að velja mér brennivínstegund eða eitthvað Bónusvín).
En Óli lýsir því svo skemmtilega í myndinni hvernig að Hagkaup hafi orðið til þess að nú eru vínverslanirnar kjörbúðir þar sem allt gengur fyrir sig eins og i öðrum verslunum. En í gamla daga var því trúað að opinbera starfsmenn í sloppum þyrfti til að rétta bokkurnar yfir búðarborð því annars myndi allir skrúfa tappana af og fá sér sjúss ef flaskan væri eftirlitslaus stundinni lengur. Já svona var það í raun og veru á þessum árum.
Auðvitað mun ÁTVR verða lögð niður með tímanum því þeir sem geta drukkið eins og menn vilja geta búið við það að einkaaðilar reki vínbúðir ein sog í Bandaríkjunum til dæmis. Þar er bara léttvín og bjór til sölu með matvörunni en alvöru áfengi er í sérverslunum sem eru opnar allan sólarhringinn.
Þeir Íslendingar sem drekka eins og svín eiga auðvitað að fara á Vog og hætta.Ég á vonandi eftir að drekka mikið áður en ég verð sendur þangað og drekk ég þó talsvert mikið miðað við ýmsa aðra. Því áfengisvandamálið er oftlega afréttarinn og þeir sem sleppa honum og eru almennt sæmilega kúltíveraðir og berja ekki kellingar, börn né aðra, hafa ekkert óskaplegt vandamál af áfenginu. Nema hvað helvítis sprúttið er svo dýrt að menn hafa ekki ráð á að kaupa skó á börnin sín! Verðið er svo auðvitað pólitískt vandamál fólksins sem helst velst til skreyta Alþingi Íslendinga.
En Óli Hjalta rekur okkur verslunarsöguna í myndinni með sínum skemmtilega hætti og smitandi kímni. Og gamlar myndir frá þessum árum rifja upp ljúfsárar minningar hjá okkur sem lifðu allan þennan tíma. Þá voru blómarósirnar fallegar og reyktu sígaretttur samviskulaust. Við gömlu eru búin mest að gleyma allri vitleysunni sem allstaðar ríkti með langlánanefndum,leyfisveitingaliðinu,verðlagsstjórunum, pólitískum bankastjórum, allsherjar peningaleysi, skorti og skömmtun,sveitamennsku,salat-og kjúklingafælni, útlendingahræðslu, Framsóknarmönnum úr öllum flokkum, sem lágu eins og mara á þjóðinni á þessum tíma með SÍS-óskapnaðnum, kaupfélögunum, kolkrabbanum, sérleyfum og öllu embættisliðinu sem þreifst á þessu með því að deila og drottna.
Allt þetta breyttist með Skagfirðingnum Pálma Jónssyni, lögfræðingnum sem stofnaði Hagkaup og vildi færa verslun Íslendinga í nútíma horf og gerði með harðri baráttu sem auðvitað kostaði hann heilsuna og lífið í ótímabæru andláti. Það breyttist svo ótalmargt með honum Pálma. Og verslunin er síðan stöðugt að verða líkari því sem annarstaðar gerist.
Það myndi fyrst gerast til fulls ef Walmart kæmi hingað á eftir Costco að mínu viti. Því þó Íslendingar séu almennt nokkuð vel sigldir og þekki heiminn nær það hvorki inn í Stjórnarráðið þar sem embættismennirnir sitja né inn í Alþingi þar sem krateríið veður uppi og pexar um keisarans skegg og fundarsköp forseta.
Þó Óli tali ekki beint um það í myndinni, þá gekk verslunarfrelsið sem Hagkaup fór fyrir að Sambandinu dauðu og Íslendingar urðu að uppréttari þjóð sem þó vantar mikið ennþá að dómi þess sem nýbúinn er að horfa á skelfilegar eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi.Þó töluðu þrír ræðumenn þar af einhverri tilfinngu en það voru þau Leigh Mosty, Brynjar Níelsson og hann formaður Samfó sem ég man ekki hvað heitir. En auðvitað breytti þessi upplestrarkeppni nýþingmanna með fartölvur og gamlir með nýjar hárlitanir ekki nokkrum sköpuðum hlut í sögu þessar þjóðar. En Pálmi Jónsson gerði það þó aldrei færi hann á þing.
Undirritaður minnst enn ógleymanlegra stunda þegar "þéttbýlisnefndin" sem Jónas stýrimaður sá eldstólpi bauð okkur Svenna Valfells að sitja í með Pálma í Hagkaup. Þeir hugsjónamennirnir Pálmi og Jónas hittust á efri hæðinni fyrir ofan búðina í Lækjargötu nokkuð oft þar til Jónas burtkallaðist óvænt. Það var mikill heiður fyrir okkur strákana að fá að vera með þessum öldungum sem auðvitað vissu margt fleira en við. Þar var nú margt skrafað og Jónas fór á þeim kostum sem honum einum var lagið. Ég er ekki frá því núna að nefndin hafi ekki starfað til einskis því þetta voru breytingatímar þó hægar færi en við vildum þá. En allir nefndarmenn vildu athafnafrelsi og verslunarfrelsi og afnám einokunarinnar sem SÍS hafði þá á svo ótalmörgum sviðum þjóðlífsins.
Ég vona að þessi mynd verði sýnd almenningi. Óli Hjalta er alþekktur húmoristi og segir svo smitandi skemmtilega frá að allt bíóið hristist af hlátri þegar Óli sagði frá spaugilegum atvikum í baráttu þeirra Pálma við kerfið, kolkrabbann, ráðherrana og hverskyns opinbera forsjármenn.Lygilegar en sannar.
Nú sjá margir okkar gömlu jafnvel kolkrabbann vera endurfæddan í Högum og okkur finnst landnemaandinn frá þessum árum í verslun og atvinnulífi auðvitað vera horfinn. Jafnvel að samkeppnin sé hindruð með hringamyndun og uppkaupum hvors á öðrum.Eru þessir sífelldu samrunar akkúrat það sem almenningur þarfnast í vöruverði?
Nú til dags er mest spurt um verð af neytandanum og er það vel. Fólk heldur fastar í aurinn en oft áður og kostnaðarvitund fólks er gjörbreytt með netinu og frelsinu.Umboðin og heildsalarnir þurfa að keppa við innflutning framhjá einkaleyfunum,alveg eins og þegar þeir Pálmi og Óli urðu fyrir því að kaupmenn kröfðust þess að heildsalar seldu Hagkaup ekki vörur og ráku þá þannig í að gerast innflytjendur sjálfir hvort sem þeir vildu eða ekki. Heildsalarnir grófu þannig sína eigin gröf sem þeir eru nú margir komnir ofan í fyrir löngu.
Við eigum kannski samt enn talsvert eftir með að sjá fyllilega til lands í versluninni á alþjóðlega vísu. En þetta kemur samt hægt og hægt segir Ólafur Hjaltason okkur að muni gerast með tímanum og hefur líklega rétt fyrir sér. Því þó náttúran sé lamin með lurk þá leitar hún út um síðir.
Hagar mega fá þakkir mínar fyrir að gera þessa einstöku mynd til minningar um þann stórkostlega mann sem hann Pálmi Jónsson í Hagkaup var. Manninn sem átti ekki eigið skrifborð, stól né skrifstofu í öllu fyrirtækinu heldur sveif um og hugsaði stórt fyrir okkur öll. Maðurinn sem færði landsmönnum ómældar kjarabætur með nútímavæðingu verslunarinnar sem okkur þykja sjálfsagðar í dag en voru það ekki aldeilis áður en hann Pálmi Jónsson í Hagkaup kom til sögunnar.
Samverkamaður hans, hann Ólafur Hjaltason frá Selfossi, heimshornasirkill og sagnaþulur á þakkir skildar fyrir einstaklega skemmtilega mynd sem mun fá verðskuldaðan sess í verslunarsögu Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2017 kl. 23:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mikið rodalega hefur þú nú haft gott af þessu fríi þinu í Florida. Gamli Halldor er farinn að skrifa í sínum gamla gamansama en þó alvörugefna tón. Og rétt er það að Pálmi í Hagkaup gjörbreytti allri verslun á Íslandi og enginn einn maður hefur fært þjóðinni aðra eins tekjubót og sá maður gerði. Ég kynntist honum lítillega og þar fór maður með mikið viðskiptavit en einnig maður með stórt og gott hjarta.
Mikið væri gaman að fá að sjá þessa mynd hans Ólafs og landinn hefði örugglega mjög gott af því að fá að rifja upp afrek þau sem Pálmi og hans fólk hafa áorkað
Kristmann Magnússon, 31.5.2017 kl. 10:21
Takk fyrir það Mannsi. Heldurðu að þú þurfir ekki líka að fara vestur?
Já Pálmi var stórfenglegur maður með stórt hjarta sem gaf sig of snemma.
Halldór Jónsson, 31.5.2017 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.