Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn þora

greinilega að ganga á hólm við Dag Bé og kompaní. Þeir setja fram nýtt fólk á nýjum lista sem fer fram úr því í breytingum sem ekki mörgum áhorfendum hefði dottið í hug að þeir myndu gera. En þetta lofar góðu um framhaldið. Nýir vendir sópa best í pólitík sem annarsstaðar.

Það er ástæða til að ætla að þeir Reykvíkingar sem vilja sjá breytingar á afturhaldsstefnunni í  umferðar og skipulagsmálum muni velta þessum lista fyrir sér umfram aðra.

Verkefnin blasa allstaðar við í Reykjavík.

Það verður að stöðva vinstri yfirstjórnarspillinguna sem nærist á skuldasöfnun upp á milljarð á mánuði allt kjörtímabilið.

Það verður að byggja mislæg gatnamót á Bústaðavegi og á Kringlumýrarbraut.

Það verður að breikka Miklubrautina um 2-4 akreinar og kveða stokkhugmynda vitleysuna niður.

Það þarf að stórefla Reykjavíkurflugvöll svo höfuðborgin standi undir nafni.

Það þarf að leggja Sundabraut.

Það er ótalmargt annað sem þarf að gera í þágu alls höfuðborgarsvæðisins þannig að það geta virkað sem ein heild.

Til þess þarf rauðaklessan í bláa hafinu í kring um Reykjavík að breyta lit. Aðeins með  meirihlutaáhrifum  Sjálfstæðismanna undir forystu nýs Borgarstjóra er þetta mögulegt.

Vonandi verður einnig hægt að afstýra fjölgun sveitarstjórnamanna eins og Jón Gunnarsson leggur til. Þó ekki nema vegna þess að færri menn og samhentari hafa hingað til ekki gefist verr en þetta endalausa samráðsjarm sem einkennir þetta ráðlausa vinstra lið sem Dagur B. Eggertsson er verðugur samnefnari fyrir svipað og Hillary Clinton er hér vestra.

Framundan getur verið farsælli framtíð fyrir fjöldann eftir kosningarnar í maí. Því Sjálfstæðismenn virðast ætla að þora að stjórna og breyta því sem breyta þarf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir ykkar sem mest gapið um borgarstjórnarkosningarnar hér á Moggablogginu hafið ekki einu sinni kosningarétt í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 23.2.2018 kl. 20:55

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já Steini Briem, mikið rétt hjá þér.

En því miður, er Reykjavík höfðuborg allra

Íslendinga, og sem slík, ætti alþjóð að

fá að kjósa hverjir þar ráða ríkjum.

Af hverju segji ég því miður...??

Vegna þess að þeir sem ráða þar ríkjum,

er alveg sama um vilja þeirra sem búa

utan Reykjavíkur.

Höfuðborg, er ekki bara Reykvíkinga, eða þeirra

sem búa á 101 (meirihluti borgarstjórnar býr þar).

Þegar höfuðborg okkar Íslendinga, er stjórnað af fólki,

sem ekki virðir skoðanakannir, undirskriftalista,

eða mótmæi frá íbúm varðandi framkvæmdir,

eða þeirra sem á landsbyggðinni búa, þá er stutt

í það að spyrja, hverra hagsmuna þessi höfuðborg er og fyrir

hverja...??

Ef höfuðborgin Reykajvík getur ekki þjónustað

alla landsmenn og þá sem ekki þar búa, þá er hún ekki höfuðborg

Íslands.

Hverra er Reykjavík..??

101..??

Hún á að vera höfuð borg okkar allra sem á

Íslandi búa, en hún er að svíkja allt sem

hún á að standa fyrir.

Sorglegt en satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.2.2018 kl. 22:03

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Brýnasta málið er auðvitað að fá fulltrúa úr öllum hverfum borgarinnar í borgarstjórn.  Þau eru orðin jafn afskipt og landsbyggðin öll. 

Kolbrún Hilmars, 24.2.2018 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 3417888

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband